Dagur - 10.10.1998, Blaðsíða 7

Dagur - 10.10.1998, Blaðsíða 7
* MINNINGARGREINAR LAUGARDAGUR 10. OKTÚBER 1 9 9 8 - VII næmt fyrir harðan heim. En móðir mín háði glímur sínar við andleg og líkamleg veikindi með hetjulund og æðruleysi sem ég hef þráfaldlega dáðst að og undr- ast. Aftur og aftur Iagði hún þursinn að velli og hvarf til lífsins og okkar að nýju. En nú er^g farin að fjölyrða og það Iíkaði móður minni aldrei. Eg verð-þó að fá að þakka fyrir allt og allt, nú að leiðarlokum. Þakka þér, elsku mamma, fyrir það sem ég eignaðist dýrmætast um dag- ana; þú gafst mér móðurmálið til að skilja og túlka tilveruna, þú miðlaðir mér af baráttuþreki og trú þinni á samfélag jafningja. Þennan óbrotgjarna arf gafst þú mér - og dóttur minni sem átti ávallt öruggt skjól hjá þér og hlut þinn í uppeldi hennar fæ ég aldrei fullþakkað. Þú reyndir eftir megni að vera til staðar fyrir okkur en of oft var ég fjarlæg. Því þakka ég öllum þeim í íjölskyldu minni svo og starfsfólki sjúkrahússins á Eg- ilsstöðum og á öðrum sjúkra- stofnunum sem greiddu götu þína og hjálpuðu þér. Sérstaklega þakka ég auðvitað föður mínum, elskandi lífsförunaut þínum í meira en hálfa öld, og að öllum ólöstuðum þakka ég Oktavíu syst- ur minni sem varð þeirrar gæfu aðnjótandi að annast þig öðrum fremur síðustu árin. Hvíl nú í langþráðum friði, Þín elskandi dóttir, Margrét Pála Ólafsdóttir. Olöf Didíana Sigurðarddttir Ólöf Indíana Sigurðardóttir fæddist á Snæbjarnarstöðum Fnjóskadal S-Þing. 8 apríl 1903. Hún andaðist á hjúkrun- arheimilinu Seli 6. september sl. Foreldrar hennar voru hjón- in Sigurður Bjarnason f. 31.08.1863, d. 03.12.1951 og Hólmfríður Jónsdóttir f. 14.11.1867, d. 27.09.1930. Systkini Ólafar voru: 1) Helga f. 12.04.1888, d. 03.11.1971. 2) Margrét f. 16.08.1889 d. 06.10.1982. 3) Kristín Jakobína f. 21.02.1891, d. 19.12.1990. 4) Rósa f. 01.07.1893, d. 19.09.1987. 5) Bjarney f. 31.08.1895, d. 23.06.1972. 6) Jón f. 25.11.1897 d. 06.04.1985. 7) Sigurbjörg f. 29.05.1901 d. 31.12.1985. 8) Snæbjörn f. 22.08.1908 d. 17.11.1991. Ólöf giftist 1927 Randver Guðmundssyni f. 29.09.1891 d. 21.05.1962. Börn Ólafar og Randvers eru: Margrét Hólm- fríður f. 03.03.1928 Maki: Benjamín Jósefsson f. 11.08.1925. Þau áttu 6 börn, 10 barnabörn og 5 barnabarna- börn. Guðm. Hans f. 28.09.1929, Klara Sigríður f. 04.03.1932. Maki: Rafn Jóns- son f. 02.02.1925, d. 11.08.1991. Þau eiga 2 börn og 2 barnabörn. Sigurður Geir: f. 28.04.1939, Rósa Ólöf f. 21.04.1942. Hún á eina dótt- ur. Minning „Nú er náðarstund og nú er hjálpræðisdagur." Þetta gæti ver- ið þakkargjörð þess sem hefur lokið ströngum starfsdegi og fagnar kærkominni hvíld. Ólöf frænka mín kveður síðust úr systkinahópnum frá Snæbjarnar- stöðum, en í þeirra röð var hún næstyngst og nær hálfnuð með 96. aldursárið. Ef tekið er meðal- tal af aldri þessa stóra systkina- hóps eru það 89 ár. Hún var fimm ára þegar fjöl- skyldan fluttist úr Fnjóskadal að Garðsá f Kaupangssveit, þar sem þau bjuggu fyrstu árin „vestan heiöar" og sfðar á fleiri stöðum í Eyjafirði og á Akureyri. Allmörg unglingsára sinna dvelur Ólöf á Litla-Hóli hjá Sigurbjörgu móð- ursystur sinni og Ingimar manni hennar, naut hún þar hins besta atlætis sem vænta mátti, þar dvaldi hún t.d. fermingarárið sitt. Að þeirra tíma hætti fóru ung- lingar snemma að vinna fyrir sér í vinnumennsku og kaupavinnu. Sumarvinnan var skilgreind sem kaupavinna og fyrir hana greitt hærra kaup enda mikils krafist við að afla heyjaforðans. Arið 1927 festir Ólöf ráð sitt og giftist Eyfirðingnum Randver Guðmundssyni, ættuðum frá Rauðhúsum og Guðrúnarstöðum í næstu Iiði. Randver var hinn vaskasti maður, var m.a. haft á orði að hann hafi hlaupið uppi fráfærnalömb, það var á sfnum tíma viðmiðun um allra sprett- hörðustu menn. Fyrstu tvö árin stunduðu þau Ólöf og Randver vinnumennsku en blíðviðrisvorið 1929 kaupa þau smábýlið Fjósa- kot í Möðruvallaplássi. Líklega hafa á þessum tíma býlin kringum Möðruvelli verið í svipuðum hlutföllum og á dögum Guðmundar rfka. Með dugnaði og nægjusemi mun búskapur þeirra í Fjósakoti hafa þróast far- sællegast, en skjótt skipast veður í lofti. Á haustnóttum 1935, gerði stórfellt úrfelli, svo að ský- fall mun hafa skollið á hlíðina fyrir ofan Plássið og stórfelld skriðu- og jarðföll féllu jíir tún og engjar þó að húsaskemmdir yrðu ekki teljandi en einhver fjár- skaði. Þarna varð Fjósakot harðast úti. Næstum allt túnið og engjar nær Ijallinu burtu undir jarðfalli svo í fljótu bragði virtist jörðin gjöreyðilögð. Stundum er þó eins og maðurinn geti fært sér duttl- unga náttúrunnar í nyt. Næsta jörð sunnan við Fjósakot hét Skriða, með ámóta breiða land- spildu en slapp betur undan áföllum skriðufallanna. Bóndinn á Skriðu hætti þar búskap á næstu fardögum, Fjósakotshjón keyptu þá Skriðu og sameinuðu jarðirnar og björguðu þar með heyjaöflun það árið og smámsaman var jarðfallsfram- burðinum breytt í frjósamar sáð- sléttur. Nokkuð snemma fór heyrn Randvers að skerðast svo hann átti óhægt með tjáskipti, því lenti það meir á Ólöfu að annast erindi fyrir heimilið út á við með- an börnin voru að vaxa úr grasi, en Randver gat stundað sinn bú- skap af natni. f nokkur ár hafði Ólöf for- mennsku í kvenfélagi sveitarinn- ar með höndum, (Kvenfélaginu Hjálpin) og rækti hún það hlut- verk af skörungsskap. Hún fylgd- ist vel með ef veikindi eða bág- indi báru að höndum og stuðlaði að úrbótum. Sem dæmi, þá safn- aði hún saman sláttumönnum sem tóku að sér slátt á túni fyrir veikan bónda. Þetta var samhjálp þess tíma. Ólöf var hreinskilin og sagði jafnan meiningu sína. Gat verið dálítið hvöss ef því var að skipta. Hún Iá aldrei á liði sínu og vildi að aðrir gerðu það ekki heldur. Asamt fjölskyldu sinni af elju og dugnaði var lagður grunnur að sameiningu tveggja smábýla, sem þróaðist til þess að verða góðbýli. Þegar skoðaður er tími og dvalar- staður, kemur í ljós að hún hefur sem næst lifað þriðjung ævi sinn- ar í Fjósakoti. Eg þori að fullyrða að þó að oft væru dagar Iangir og strangir, þá voru þetta bestu árin. Árið 1961 bregður fjölskyldan búi og flytur til Akureyrar, þá höfðu þau búið í Fjósakoti í 32 ár, börnin þeirra fimm flest fædd þar heima og uxu þar upp til manndóms. Á Akureyri bjó fjöl- skyldan fyrst í, Munkaþverár- stræti 30, en lengst bjuggu þau í Hafnarstræti 83. Síðustu árin bjó Ólöf ásamt sonum sínum að Norðurgötu 54. A Akureyri vann hún ýmis störf, lengst þjónustu- störf á matsölustöðum, svo sem á Hótel KEA og mötuneytinu í M.A. og fleira. Jafnframt vinn- unni, sem var eftir atvikum hálfs- eða heilsdagsstarf rækti hún sín húsmóðurstörf og með sóma sinnti hún því hlutverki fram á síðustu ár uns hún varð að dvelja síðustu misserin á sjúkrastofnun- um, síðast og lengst á sjúkra- heimilinu Seli. Það er mikil gæfa að hafa heilbrigði og mega stafa langa ævi. Vinnan göfgar mann- inn og lengir lífdaga hans. Fjölskyldan sendir samúðar- kveðjur til barna og annarra ætt- ingja. Sigurður Jósefsson. Hólmfríður Stefánsdóttir Hólmfríður Stefánsdóttir fædd 18. september 1903, dáin 21. september 1998. Fáein kveðjuorð. Fríða föðursystir mín var fædd í Kambfelli í Djúpadal, Saurbæj- arhreppi, nú Eyjaljarðarsveit. Þar ólst hún upp í hópi átta systkina og sinnti störfum heimilisins eins og þá tíðkaðist. Sumurin 1925 og 1926 var ég, þá níu og tíu ára, i sveit í Stóradal í Djúpa- dal. Frænka mín var þar kaupa- kona og þar kynntist ég hennar hlýja viðmóti og högu hönd er hún sá um fatnað minn og fleira mér viðkomandi. Síðar flutti hún til Akureyrar og bjó lengi með systur sinni Sigrúnu og Jóhönnu móður þeirra. Var ég tíður gestur á heimili þeirra og naut þar mar- gra ánægjustunda, þar sem stutt var í glaðværð og dillandi hlátur. Á Akureyri gekk Fríða til liðs við Hjálpræðisherinn og þar kynntist bún norskri hjúkrunar- konu Liv-Astrid Krötö. Eftir að móðir frænku minnar lést og systir hennar var komin á Dvalar- heimili, fluttist Fríöa suður og starfaði þar með Liv, sem þá sá um Hjúkrunarheimilið Bjarg, sem var á vegum Hjálpræðishers- ins. Eftir það héldu þær saman, keyptu sér íbúð og áttu saman mörg góð ár. Þegar svo halla fór undan fæti og ellin sótti á frænku mína, varð Liv hennar stoð og stytta og veitti henni alla bestu umönnun og skjól. I tilefni 65 ára afmælis frænku minnar sendi ég henni hamingju og heillakveðju: Fréttin sú barst hingað frænka min góð, að fimmtán ár bæst hafi á fimmtuga slóð, svo heillaósk færð skal í letur. Þú glöggt hefur fetað þá gæfunnar braut, sem gullinu skilar í gleði sem þraut því gulli, sem eilífðin metur. Heill þínu húsi og heill þinni trú, heill þinni vegferð, og áfram halt þú, uns tímann þér Alvaldur setur. Sá tími reyndist 30 ár. Síðustu vikurnar dvaldi frænka mín á Dvalarheimilinu Dalbæ á Dalvík, þar sem Liv þurfti að sinna veikri móður sinni úti í Noregi. Nítugasti og fimmti afmælis- dagur frænku minnar rann upp 18. september sl. Frændur og vinir fögnuðu með afmælisbarn- inu. Stór og mikil afmælisterta stóð til boða öllum á heimilinu með síðdegiskaffinu. Þá var hátíð á Dalbæ, en líka kveðjustund, því þrem dögum síðar hvarf andi hennar á eilífðarbraut. Við kistulagningu í Höfða- kapellu á Akureyri hitti ég konu sem þar vinnur, og hún sagðist muna vel eftir Fríðu þegar hún ung sótti sunnudagaskóla Hjálp- ræðishersins, þá stóð Fríða jafn- an við dyrnar og setti stjörnu í sunnudagabókina hennar. Eg vona að þegar þar að kemur standi frænka mín við dyrnar og setji gyllta stjörnu í lífsbók mína. Nú hef ég kvatt þessa góðu frænku míná um stund, en hlý minningin Iifir. Kæra frænka, hugurinn fylgir þér á ljóssins braut. Þinn frændi Jón. i skriftarsíminn er 8oo 7080 íslendinga- þættir birtast í Degi alla laugardaga. Skilafrestur vegna minningargreina er til miðvikudagskvölds. Reynt er að birta allar greinar eins fljótt og verða má, en ákveðnum birtingardögum er ekki lofað. Æskilegt er að minningargreinum sé skilað á tölvutæku formi. „_______N XWnr ISLENDIN GÁÞÆTTIR Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Áralöng reynslá. Sverrir Oisen Sverrir Einarsson útfararstjóri útfararstjóri Útfararstofa íslands Suðurhlíð 35 • Sími 581 3300 allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.