Dagur - 10.10.1998, Blaðsíða 8

Dagur - 10.10.1998, Blaðsíða 8
VUI-LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 1998 Andlát Ásdís Sigurðardóttir Holtsgötu 39, Reykjavík, andað- ist á Landspítalanum Iaugardag- inn 3. október. Asta Karítas Einarsdóttir hjúkrunarheimilinu Garðvangi, áður Þórustíg 13, Njarðvík, lést að morgni 6. október. Björg Jóhanna Jónsdóttir Miðbælisbökkum, Austur-Eyja- fjöllum, andaðist í Sjúkrahúsi Suðurlands aðfaranótt 2. októ- ber. Eiríkur Breiðfjörð Kristvalds- son Gránufélagsgötu 3 5, Akureyri, andaðist að kvöldi Iaugardagsins 3. október. Eiríkur Jónsson Einlundi 6 E, Akureyri, andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akur- eyri, deild 1, fimmtudaginn 1. október. Elsebeth Vilhjálmsson áður til heimilis á Hofsvallagötu 18, Reykjavík, lést þriðjudaginn 6. október á Hrafnistu í Reykja- vík. Gógó Gerström (fædd Zim- sen)er látin. Guðrún Dóra Erlendsdóttir Fífuseli 35, er látin. Halldór Ásgrímsson bóndi, Minni-Borg, lést þriðju- daginn 6, október. Hallgeir Bjarni Sigurðsson Hátúni 10b, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur miðvikudaginn 30. september. Hildur Hafdís Valdimarsdóttír Bláhömrum 2, Reykjavík, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 3. októ- ber. Iris Eggertsdóttir Heiðarholti 12, Keflavík, lést á Heilbrígðisstofnun Suðurnesja mánudaginn 5. október. Jenný Dagbjört Jóramsdóttir hjúkrunarheimilinu Garðvangi, Garði, lést sunnudaginn 4. októ- ber. Jóhanna Sigurðardóttir frá Köldukinn, Fellsströnd, Dala- sýslu, lést laugardaginn 3. októ- ber í San Diego, Bandaríkjunum. Jóhanna Þorvaldsdóttir frá Raufarfelli, Austur-Eyjafjöll- um, Nóatúni 26, Reykjavík, lést í Landspítalanum að morgni 1. október. Jón Jónsson Þverá í Laxárdal, andaðist á Landspicalanum að kvöldi 1. október. Júlíus Halldórsdóttir Ægissíðu 86, andaðist á Land- spítalanum 4.október. Kristín E.H. Skúladóttir Frostafold 135, lést áheimili sínu laugardaginn 3. október. María Stefánsdóttir Droplaugarstöðum, áður tilheim- ilis í Bauganesi 38, Reykjavík, Iést Iaugardaginn 3. október. Sigríður Guðmundsdóttir áður til heimilis á Grundarstíg 9, lést á Hrafnistu laugardaginn 3. október. Sigríður Jóna Ólafsdóttir Engjavegi 67, Selfossi, andaðist að Ljósheimum fimmtudaginn 1. október. Sigríður Jóna Ólafsdóttir Engjavegi 67, Selfossi, andaðist á Ljósheimum fimmtudaginn 1. október. Sigþrúður Jóhanna Karlsdóttir Pérez lést föstudaginn 25. september í Mataró á Spáni. Stefán Lúðvíksson lést af slysförum að morgni sunnudagsins 4.október. Svanhildur Sigurgeirsdóttir fyrrverandi deiJdarsrjóri, lést á Landspítalanum mánudaginn 5. október. Tómas Jónsson frá Norður-Hvammi, Mýrdal, fyrrum bátsmaður á Karls- efni.lést mánudaginn 5. oklóber á Hrafnistu f Reykjavík. Viggó Nathanaelsson Skjóli við Kleppsveg, Reykjavík, lést að morgni 1. október. Þorgrímur Starri Björgvinsson bóndi í Garði, Mývatnssveit, lést á Sjúkrahúsinu á Húsavik aðfara- nótt mánudagsins 5. október. Þóra Guðmundsdóttir Fossheiði 52, lést á Sjúkrahúsi Suðurlands föstudaginn 2. októ- ber. Þórdís Benediktsdóttir frá Grœnavatni er látin. MINNINGARGREINAR Grétar Rósantsson Leó Grétar Rósantsson fæddist á Akureyri 21. mars 1929. Hann lést á Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri 28. septem- ber síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Rósant Marinó Sig- urðsson f. 17.12.1896 og Líney Sigurðardóttir f. 4.9. 1900. Grétar átti eina eldri systur, Sveinbjörgu, sem búsett er á Akureyri, f. 18.8.24. Eftirlif- andi eiginkona Grétars er Dísa Sigfúsdóttir frá Þórshöfn, f. 16.9.30. Börn þeirra eru Hreinn f. 24.6.51, Heiða f. 14.11.52, Líney f. 2.9.57, Jó- hanna f. 15.11.59, Rósant f. 24.11.61 ogSigmarf. 1.11.67. Barnabörnin eru 14. Grétar í Kálfagerði er fallinn frá. Þessi mikli dugnaðarforkur. Ég kynntist Grétari fyrst 9 ára gamall þegar ég var sendur í sveit til hans og frænku minnar Dísu. Þá leigðu þau skika úr landi Stokkahlaða í Hrafnagilshreppi. Það sem ég man best þegar við Grétar hittumst fyrst var hve hann hafði þykka hönd, það var eiginlega ekki hægt að heilsa hon- um. Enda sannaðist það svo margoft síðar að maðurinn var gríðarlega sterkur. Mig dreymdi fram eftir öllum aldri að geta ein- hvern tímann orðið eins sterkur og Grétar. Eftirminnilegur var líka hláturinn hans sem var sér- stakur. Hann gat oft verið glettinn og leyfði sér að gera grín að sjálf- um sér ekki síður en öðrum. Á þessum tíma velti ég ekki framburði talaðs máls mikið fyrir mér en mér fannst einhvern veg- inn maðurinn tala öðru vísi en ég hafði átt að venjast. Og mér átti til að sárna nokkuð undan at- hugasemdum Grétars á linmæltri reykvískunni minni. Grétar var svo sterk fyrirmynd í tali að það var mjög til þess tekið hvað ég tal- aði furðulega þegar ég mætti í Laugarnesskólann að hausti. Þá hafði ég tileinkað mér fallegan norðlenskan raddaðan framburð eins og Grétar talaði manna best. Arið 1957 festu þau hjónin kaup á jörðinni Kálfagerði í Saur- bæjarhreppi og voru flutt þangað með tvö elstu börnin, Hrein og Heiðu, þegar ég kom í sveitina það vorið. Mikið kapp var lagt á þessi fyrstu ár í Kálfagerði að koma upp stærri bústofni, stækka tún, grafa skurði og byggja hlöðu og stækka fjós. Þá voru ekki kvótar að þvæl- ast fyrir mönnum. Ungir bændur áttu sér mikla drauma um stærri bú og minna basl. Grétar var einn af þeim. Honum óx ekki margt í augum. Þrátt fyrir létta lund hafði maðurinn ólgandi skap og metn- að til þess að standa sig og láta ekki neina smámuni aftra sér. Aldrei fann ég annað en að ég væri tekinnn inn í þetta samfélag sem fullgildur vinnumaður strák- pattinn langt innann við ferm- ingu. - Mér fannst ég vera afskap- lega mikilvægur og var alltaf rok- inn norður á vorin helst áður en prófum lauk í skólanum. Eg naut þess að vera með þessum hjónum og börnunum þeirra Hreini og Heiðu. Litlu dæturnar, Líney og Jóhanna, voru svo litlar í augum vinnumannsins að mér fannst þær nú helst vera að þvælast fyrir og tefja vinnandi fólk. Haustið 1959 kom upp riða í Kálfagerði og ágerðist er Iíða tók á veturinn. Um vorið urðum við vör við lasleika í nokkrum Iambánna um sauðburðinn og þurftum að fella þær. En það dugði ekki til því faraldurinn hafði læst sig í stofn- inn. Það voru okkur Grétari erfið- ar ferðir að leita uppi fé í fjallinu ofan við bæinn og koma því fár- sjúku heim. Þá var þekking manna á þessum sjúkdómi ekki eins mikil og nú er og viðbrögð við honum því misjafnlega mark- viss. En Grétar skar allt sitt fé og varð að fella gömlu fjárhúsin. Það var hinum unga bónda þungt högg á fyrstu búskaparárum þeirra hjóna. Fyrir veturinn voru komin ný fjárhús með heilbrigð- um aðkeyptum gimbrum. Grétar hafði mjög gott lag á hestum og ég veit fyrir víst að hann þráði fátt meir en ríða út á Snoppu sinni sem var hans eftírlætis reiðhross. En fáar stundir gáfust til sport- ferða á þessum tímum búskapar- anna og ekki tókst Grétari að kveikja áhuga minn á hesta- mennsku. Það var notaleg stund er við Grétar rifjuðum upp þessi sumur saman um daginn. I hugum okkar streymdi minningin um hlýjan Eyjafjörðinn bakaðan í síðdegis- sólinni. Myndin var skýr. Við að taka saman hey af fullum krafti fyrir neðan veg. Vinnutilhögunin var fastmótuð við hirðinguna. Við Gamla Jörp rökuðum, Dísa ýtti görðunum saman með gamla All- icinum og Grétar setti upp í galt- ana með öllum sínum kröftum. Fjöllin allt í kring með Kerling- una hæsta, fuglasöngurinn, sætur töðuilmurinn og Grétar kófsveitt- ur og sæll með góðan heyfeng og ég syngjandi eins og lungun leyfðu um Stínu sem var lítil stúlka í sveit. Svo var farið heim að mjólka og þaðan inn í bæ að borða. Það var mikið borðað og hollt var fæðið og gott í Kálfa- gerði. Dísa frænka er gæðakokkur og skammtaði vel. Svo að loknum matnum fékk Grétar sér í pípu. Smáfólkið farið að sofa, síðkvöld- ið bjart þar sem kvöldsólin fyllti litla eldhúsið í Kálfagerði. Ég man enn eftir gömlu pípunni sem var tengd við munnstykkið með rauðum gúmmíhólk og grúnó tó- bakinu. Lyktin er enn fyrir vitum mfnum. Þetta voru góðir dagar. Um það Ieyti sem ég hefði e.t.v. mátt kallast nær fullgildur vinnu- maður hætti ég að fara í sveit, var orðinn táningur og vann næstu sumur í málningarverksmiðju í henni Reykjavík og fór í bíó á kvöldin. Það voru öðruvísi sumur og ekki eins sólrík og sveitt.Grét- ar og Dísa byggðu sér nýtt einbýl- ishús á jörðinni sinni en ekki var vanþörf á þar sem gamla húsið var orðið lélegt og þröngt og börn- in orðin sex. Og Grétar þurfti meira olnbogarými - honum nægði ekki ein jörð. Þess vegna keypti hann aðra, Guðrúnarstaði, þar sem hann hýsti sauðféið og fékk aukið beitiland. Ég hef alltaf átt sterkar taugar til Kálfagerðis og Eyjafjarðar enda alltaf þar auðfúsugestur. Börnin mín fengu að dvelja þar og kynn- ast ögn sveitalífinu sem þó hafði breyst æði mikið þessi ár frá því ég var þar. Fyrir þetta er ég þakk- látur. Árið 1988 bregða Dísa og Grét- ar búi eftir þrjátíu ára búskap í Kálfagerði og flytja niður á Akur- eyri þar sem Grétar fór að vinna sem ýtustjóri hjá Akureyrarbæ. Rósant sonur þeirra tók við búinu og veit ég að hugur Grétars var oft framfrá og ófáar ferðirnar átti hann frameftir til að létta undir og gefa góð ráð. Grétar og Dísa hafa átt miklu barnaláni að fagna. Sex börn, hverju glæsilegra og hafa notið þess að hafa þau flest og barna- börnin hjá sér í grenndinni. Fjöl- skyldan er orðin stór með öllum tengdabömunum og barnabörn- unum. Já, Grétar fór að vinna fyrir Ak- ureyrarbæ. Hann var fæddur Ak- ureyringur, uppalinn í Búðargil- inu í Gamla bænum. Ekki get ég ímyndað mér traustari starfs- mann og samviskusamari en hann. Hann vildi þjóna sínum bæ vel og lagði metnað sinn í allt sem hann gerði. Þrátt fyrir stirðar mjaðmir og kvalarfulla gigt þrjóskaðist hann við miklu Iengur en flestir hefðu látið bjóða sér. Enn og aftur komu skapgerðar- einkenni hans fram - að standa meðan stætt var. Stundum er sagt að lífið fari í hringi. Það má segja að líf Grétars hafi farið einn hring um framan- verðan Eyjafjörðinn - frá Búðar- gilinu fram að Stokkahlöðum, þaðan í Kalfagerði og Guðrúnar- staði og hafi svo endað í Búðargil- inu aftur þar sem hann hafði hrossin sín síðustu árin og átti sínar bestu stundir. Tíminn líður og nú er Grétar farinn frá okkur í aðra vist. Sá staður er örugglega sólríkur og hlýr eins og sveitin hans forðum. Þegar okkar leiðir liggja saman að nýju vonast ég til að Grétar verði búinn að temja góðan klár og verði tilbúinn að kenna mér að sitja almennilega hest. Og þá er aldrei að vita nema við fáum okk- ur báðir í pípu og reykjum grúnó. Við Hólmfríður og börnin send- um frænku minni, Dísu, börnun- um, tengdabörnum og afabörn- unum okkar innilegustu samúð- arkveðjur. Friðrik Rúnar Guðmundsson. Þorgrímur Starri Björgviiissoii Hægt nálgast haustið. Af hvítum skýjum rökkur þunguðum rósir drjúpa. Hvítar rósir af hljóðum skýjum hníga í húmi á haustbleika jörð. Þannig kvað Jakobína Sigurð- ardóttir einhverntíma og nefndi Haustfjúk. Nú að áliðnu hausti, er nálgast mörk þess og vetrar, berast mér að morgni dags þær fréttir að Starri bóndi hennar sé allur. Einmitt svona er lífið; fá- einum klukkustundum eftir að lítill sólargeisli kom inn í fjöl- skyldu okkar og nýju Iífi er fagn- að sjáum við á eftir kærum vini. Einn kemur þá annar fer, Iíf vaknar og sofnar á víxl. Þorgrímur Starri var um margt, líklega má segja um flest, óvenjulegur og stórbrotinn mað- ur. Til samans voru þau hjónin, hann og Jakobína, einstakt par og heimilið í Garði þannig stór- hýsi andagiftar og heitra tilfinn- inga að ég hef engu sambærilegu kynnst. Unnendur stíls og ljóða þekkja Jakobínu gegnum verk hennar. Eg varð einnig þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast henni persónulega en þó Starra bónda hennar miklu nánar. I rúma tvo áratugi Iágu leiðir okk- ar saman og samstarf í stjórn- málavafstri þróaðist yfir í náinn kunningsskap og vináttu sem ég þakka af heilum hug nú þegar samfylgdin tekur enda. Starri í Garði voru margir menn. Hann var ungmennafé- laginn, ræktunarmaðurinn og bóndinn sem unni jörð sinni, sveitinni og landinu. Hann var fjörkálfurinn, sögumaðurinn, hagyrðingurinn og meinfyndinn hrókur alls fagnaðar á góðri stund. Starri var hinn harðskeytti og hvassyrti baráttumaður í pólit- ískum orrahríðum og gat verið svo óvæginn að ýmsum þótti meira en nóg um. Um leið var hann blæðandi tilfinningaund sem táraðist undir lestri fallegra ljóða og fann til með öllu sem lífsandann dró og átti um sárt að binda. Hann var unnandi þjóð- legrar menningar og funheitur baráttumaður fyrir sjálfstæði og fullveldi þjóðar sinnar en heims- borgari og alþjóðaverkalýðssinni um leið. Þannig gæti ég reyndar haldið lengi áfram svo ríkulega var Starra veitt af gáfum sem hann auðgaði með eldlegum áhuga sínum á mönnum og aðskiljan- legum málefnum. Mest um verð var þó persónan sjálf, maðurinn, hreinn og beinn, sem sagði um- búðalaust og vægðarlaust mein- ingu sína, fyrirleit alla tilgerð og prjál. Annað hvort tóku menn Starra í Garði eins og hann var og lærðu að meta hann þannig eða þeir hefðu betur aldrei hitt hann. Mývatnssveit hefur misst einn besta son sinn og Mývatn sjálft einn sinn trúasta gæslumann. Það var rammíslenskt, heitt og rautt blóð sem rann í æðum Starra í Garði, og það rann svo sannarlega. Ég þakka honum að leiðarlok- um framlag hans til sósíalískrar baráttu, fyrir frelsi, jafnrétti og bræðralagi og fyrir herlausu Iandi. Við Bergný vottum börn- um hans, eftirlifandi systkinum, fjölskyldum þeirra og öðrum að- standendum samúð okkar og kveðjum kæran vin með þakklát- um huga og eftirsjá. Að lokum segi ég við minn gamla vin: Þakka þér fyrir að vera það sem þú varst og eins og þú varst. Það gaf mér mikið að kynnast þér. Farðu heill. SteingrímurJ. Sigfússon.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.