Dagur - 29.10.1998, Síða 3
i
%F-
LÍFIÐ í LANDINU
FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 1998 - 19
Skortir fvrirmvndir
Séra Svavar Alfreð Jónsson til vinstri: „Jesús var ekki gunga. Hann fór til dæmis inn í musterið og velti um borðunum og rak menn út.“ Kristján Már
Magnússon sálfræðingur til hægri: „Þeir treysta sér ekki tii að fara inn í umræður vegna þess að þeir rekast svo fljótt á eitthvað sem er svo við-
kvæmt." mynd: brink
Karlmenn takastá við karl-
mennskuna. Karlmenn í tjá-
skiptavandræðum. Karlmenn
vantarfyrirmyndir. Karl-
menn...fara á námskeið til
að njóta karlmennskunnar.
Þrír karlmenn hittast á kaffihúsi til að
tala um karlmennsku. Sá sem vinnur við
að spyrja lítur svo á að hinir tveir vinni
við að svara. Séra Svavar Alfreð Jónsson
og Kristján Már Magnússon sálfraeðingur
hafa nýlokið tveggja kvölda námskeiði á
Akureyri á vegum Leikmannaskóla Þjóð-
kirkjunnar.
Hvað er karlmennska?
Af námskeiðslýsingunni mætti halda að
karlmenn eigi í vanda og sennilega eiga
þeir í vanda en Kristján segir það koma
sér á óvart og það hafi komið körlunum á
óvart líka hve auðvelt þeir eigi í raun með
að tjá sig þegar þeir fá tækifærið.
- En hvað er karlmennska?
„Erum við ekki að reyna að leita að því
að vera sönn sjálfum okkur á einhvern
hátt?“ spyr Kristján á móti. „Nú erum við
karlmenn og því fylgja einhverjar liffræði-
legar forsendur og án þess að við vitum
allar þær forsendur sem við höfum sem
karlmenn þá gengur umræðan út á það
hvað er sérstakt fyrir okkur og á hverju
þurfum við að halda til að vera ánægðir."
Kristján sat karlaráðstefnuna í Stokk-
hólmi fyrir nokkrum árum og segist þar
hafa séð athyglivert myndband þar sem
stúlkur voru spurðar hvernig kærastinn
þeirra ætti að vera. „Þær lýstu töffaran-
umr“ segir Kristján. „Hvað kærastinn ætti
að vera töff og hvernig hann ætti að vera
í hinu og þessu. Síðan voru þær spurðar
hvernig faðir barnanna þeirra ætti að vera
og það var sko alls ekki sami maðurinn.
Það kom svolítið á þær við þessa spurn-
ingu eftir hina lýsinguna."
„Eg held að það sé svolítið hættulegt ef
við erum að velta því fyrir okkur hvað
karlmennska á að vera,“ segir Svavar. „Þá
spyrjum við: Hvað vill fólk að karl-
mennska sé? Hvernig þarf ég að vera?
Hvernig á ég að vera? Þetta er spurning
um að vera sannur sjálfum sér.“
Óöryggi
- Eitt af markmiðum númskeiðsins er að
vekja karlmenn til umhugsunar um karl-
mennsku sína. Eru karlmenn lentir í
vöm?
„Ég verð var við töluvert óöryggi hjá
karlmönnum, ungum sem eldri,“ svarar
Kristján. „Núna hafa hlutverk kynjanna
riðlast. Konurnar eru að mörgu Ieyti
komnar fram úr körlunum. Þær hafa tal-
að mikið um hlutskipti kvenna og svo
framvegis og kannski eru þær búnar að
skilgreina sig betur. Umræðan hefur að
einhverju leyti farið fram. Körlunum
finnst þá vanta að vita til hvers er ætlast
af þeim? Þessari spurningu hefur svo lítið
verið velt upp. Mér finnst þetta vera
spurning um hvað er okkar fyrirmynd?
Hvaðan höfum við þær fyrirmyndir um
það hvernig við eigum að vera og hvað við
lítum á sem æskilegt að vera í lífinu.
Þetta tengist ímyndum sem þjóðfélagið
hefur ráðið, hvernig karlmenn eiga að
koma fram, hvaða ímyndir konur hafa í
huganum um það hvernig karlmenn eiga
að vera til að vera eftirsóknarverðir - ým-
ist sem elskhugar eða feður barnanna.
Síðan eru okkar eigin tilfinningar - hvort
hægt er að aðskilja þær frá fyrirmyndun-
unt, þessi grunntilfinning í oltkur sem
segir: Þetta er rétt fyrir mig. Við erum
þannig stöðugt að berjast með mismun-
andi myndir af því hvað er karlmennska,"
segir Kristján.
Karlmennskan skammaryrði?
- Erum við að gera þá villu að skilgreina
okkur út frá væntingum annarra. Við
erum karlmenn sem elskhugar, karlmenn
sem feður og svo framvegis - erum við
aldrei bara karlmenn sem karlmenn, karl-
menn fyrir sjálfa okkur, hver fyrir sig?
„Það er aldrei hægt að aðskilja þetta al-
veg,“ svarar Kristján. „Lífið er stöðug
málamiðlun og sérstaklega í sambandi
milli fólks. Maður er alltaf að reyna að
finna leið til að skipta hlutverkunum. En
það er enginn hamingjusamur sem lifir
eingöngu eftir væntingunum sem gerðar
eru til hans.“
„Eg held að margir karlmenn hafi það á
tilfinningunni að karlmennska sé hálfgert
skammaryrði," segir Svavar. „Það hefur
meðal annars komið fram á námskeiðinu.
Að það sé eins og karlremba. Karl-
mennska þýðir þá að vaða yfir einhvern,
þá er maður hrjúfur og harður."
„Kannski upplifa karlmenn líka að
þetta karlhlutverk sem þeir hafa verið að
reyna að finna sér standist hvorki eigin
væntingar né annarra," segir Krisján. „Að
maður sé ekki sá faðir barnanna sem
maður vildi vera og tekst heldur ekld að
gera konuna sem maður ætlaði að búa
með hamingjusama. Svo er spurningin:
er það þá bara í vinnunni sem maður get-
ur staðið sig. Sumir karlmenn leita mjög
stíft í að vera í vinnunni ... ætli það sé
kannski þar sem þeir ná að vera karl-
menn og nýta karlmennskuna?"
„Það hefur verið bent á hve fáir karl-
kyns kennarar eru við störf,“ segir Svavar.
„Mesta vandamál drengjanna í dag er að
þá skortir fyrirmyndir. Af hverju þurfa
þeir þessa fyrirmynd? Þeir þurfa hana til
að finna karlinn í sjálfum sér og upplifa
karlmennskuna." Og Kristján bætir við að
í sjávarþorpum sjái hann þennan skort til
dæmis þar sem margir karlanna eru í
burtu meira og minna á sjó. „Mér finnst
margir strákar á þessum stöðum eiga tals-
vert í erfiðleikum með sjálfa sig af því þá
vantar fyrirmyndirnar á staðnum."
Jesús var ekki gunga
- Eitt markmið námskeiðsins er að styrkja
karlmenn við að nýta sér trúna í þágu
karlmennskunnar. Hvað finna karlmenn í
trúnni sem konur fmna ekki eða hvað
finna þeir öðruvtsi en konur?
„Við ýtum trúnni oft út í siðferðileg
álitamál, líf og dauða, tilvistarkreppur og
svo framvegis,“ segir Svavar. „Það gleym-
ist hinsvegar að trúin er hluti af daglega
lífinu. Hún snýst líka um þessa hvers-
dagslegu hluti, hvernig ég umgengst þá
sem næstir mér eru, hvernig ég skynja og
tek á móti lífinu. Þessvegna er ýmislegt í
trúnni sem getur hjálpað okkur við það
að upplifa okkur og njóta okkar sem karl-
menn.“ Svavar bendir á að í Biblíunni
séu sögur sem nýta má í þessu sambandi.
„Jesús var ekki gunga,“ segir hann. „Mér
finnst við oft gera úr honum þetta litla
sæta jesúbarn en hann fór til dæmis inn í
musterið og velti um borðunum og rak
menn út. Hann stóðst þær mögnuðu
freistingar sem sá vondi Iagði fyrir hann.
Hann sýndi styrk og karlmennsku."
„Biblían er svo full af sögum sem lýsa
li'fi fólks sem er að taka afstöðu til lífs-
ins,“ bætir Kristján við. „Við tökum út
sögur sem við getum notað til að velta
fyrir okkur hvernig við myndum bregðast
við.“
- Eru karlmenn einfaldlega í vandræð-
um?
„Ég skynja svolítið þetta óöryggi," segir
Svavar og tekur dæmi af óformlegri könn-
un sem hann gerði eitt sinn á meðal
fermingarbarna sinna. „Ég var að tala um
vináttuna og bað stelpurnar að rétta upp
hönd ef þær ættu trúnaðarvin samkvæmt
skilgreiningu sem ég var búinn að setja
fram. Þær réttu næstum allar upp hönd.
Síðan bað ég strákana að gera það sarna
og það voru sárafáir sem réttu upp hönd.
Ein stúlkan bað mig að spyrja strákana af
hvaða kyni trúnaðarvinur þeirra væri og
það voru því sem næst allir sem sögðu að
trúnaðarvinur þeirra væri stelpa. Það
virðist mjög sjaldgæft að strákur eigi strák
að trúnaðarvini."
„Ég held að mjög margir karlmenn séu
fullir af einhverjum viðkæmum málum
vegna þess að þeir hafa ekki vanist á það
að eiga trúnaðarvin. Þeir treysta sér ekki
til að fara inn í umræður vegna þess að
þeir rekast svo fljótt á eitthvað sem er svo
viðkvæmt," segir Kristján.
Erum á leiðinni
Blaðamann fýsir að vita um karlmennsku
þeirra sjálfra. Eru þeir ekki fullkomnir
sem slíkir úr því þeir eru að kenna á slík-
um námskeiðum? Þeir eru sammála um
að þeir geti leyft sér að vera ekki full-
komnir karlmenn en geti leiðbeint á slík-
um námskeiðum einmitt vegna þess að
þeir hafi unnið sjálfir í sínum málum.
„Er þetta ekki líka þannig að við erum
aldrei orðin fullkomin," spyr Kristján.
„Við erum alltaf að feta okkur áfram á
einhverri Ieið til að átta okkur betur á
okkur sjálfum og tilverunni. Þetta nám-
skeið er eitt af þeim skrefum sem hægt er
að nota til að uppgötva það og vera færari
í að nota sjálfan sig.“ Svavar grípur „á
leiðinni" á Iofti: „Hvort sem maður er
karl eða kona þá er maður á leiðinni,"
segir Svavar „Maður er á leiðinni. Þetta
er eins konar pílagrímsferð...“
- ...og Mekka karlmennskunnar þá
skemmtistaður í Reykjavik?
„Nei þetta er eins og pílagrímsferð án
Mekku. Það er svo mikilvægt þetta að
vera á Ieiðinni en jafnframt áttu heima
þar sem þú ert á hverjum degi,“ segir
Svavar.
- Þegar maður er á leiðinni þarf að vera
einhver staður til að stefna að... ?
„...sem er kannski inni í sjálfum þér,“
svarar Kristján. - Hl