Dagur - 29.10.1998, Síða 4

Dagur - 29.10.1998, Síða 4
-------Xfc?^vr BÆKUR 1 20-FIMMTUDAGUR 2 9. OKTÓBER 1998 MENNINGARLÍFIÐ í LANDINU „Krummi er fuglinn minn." Hinn ákafi Davíð, hinn ástleitni Davíó... Hinýmsu andlitDav- íðs Stefánssonarfrá Fagraskógi verða sýnd með flutningi Ijóða hans íDeiglunni á fimmtudagskvöldið. „ Við lojum honum að tala ígegnum Ijóðin, fremuren að tala um hann, “ segirErlingur Sigurðarson. í kvöld verður haldin Dav- íðsvaka í Deiglunni til heiðurs Davíð Stefánssyni frá Fagraskógi. Gilfélagið, Amts- bókasafnið, Tjarnarkvartettinn og Sigurhæðir - Hús skáldsins, standa að dagskránni. Erlingur Sigurðarson forstöðumaður Sig- urhæða, Húss skáldsins, flytur ljóð Davíðs og Ijórmenningarnir í Tjarnarkvartettinum, þau Rósa Kristín Baldursdóttir sópran, Kristjana Arngrímsdóttir alt, Hjörleifur Hjartarson tenór og Kristján Hjartarson bassi, syngja lög við Ijóð Davíðs, ýmist öll saman eða skipt upp. Helga Bryndís Magnúsdóttir leikur á píanó. Þá flytur Amtsbókasafnið að hluta í Deigluna þetta kvöld. Söngræn ljóð Mjög mikið hefur verið samið af lögum við Ijóð Davíðs. „Það kemur margt til,“ segir Hjörleif- ur Hjartarson. „Ljóðin eru mjög söngræn. Það er skýr hugsun í þeim og þau eru skýr í forminu. Lagahöfundar Ieita einmitt að þessu þegar þeir Ieita að ljóðum til að semja við. Einhverri hugs- un sem hægt er að halda áfram með þannig að út komi einhvers konar heild. Ljóð Davíðs eru al- menningseign, það þekkja hann svo margir og öllum þykir svo vænt um ljóðin hans. Hann er kannski meiri almenningseign en mörg önnur skáld. Það sömuleiðist gerir það að verkum að það er gaman að syngja Ijóðin hans.“ Einlægur, ákafur, persónu- legur Erlingur Sigurðarson segir það ekki sinn hátt að skilgreina ljóð. Betra sé að láta ljóðin tala þannig að menn fái þau beint í æð og njóti þeirra án þess að þau séu skilgreind og skýrð. Er- lingur leggur jafnframt áherslu á að ljóð séu flutt en ekki lesin. „Eg er á því að Davíð sé ein- hver mesti stemmningsmaður í íslenskum kveðskap,“ segir hann um Davíð. „Hann er oft einlæg- ur, ákafur og persónulegur og þessvegna nærgöngull og ögrandi. Fyrstu bækurnar hans sættu mjög miklum tíðindum. Sérstaklega eru sterk þau kvæði hans þar sem hann talar beint i fyrstu persónu fyrir sinn munn eða einhverra persóna. Þessi fyrstu persónu kvæði eru mjög sterk mörg, ekki síst þar sem hann fer í spor kvenna og segir ýmislegt sem konum einfaldega leiðst ekki að segja í þann tíð. Til dæmis: „I nótt gekk ég ung og nakin til hvílu og naut þess að vera til.“ Kona hefði tæpast getað leyft sér að segja þetta á fjórða áratugnum öðruvísi en að vera hrópuð niður en Davíð kemst upp með þetta. Kannski liggur í þessu samhljómurinn sem hann fékk, ekki síst hjá konum.“ Og Davíð á enn erindi til okk- ar. „Davíð var auðvitað barn síns tíma en hann eldist líka vel í mörgu, ekki síst þessi einlægni, hiti og örlyndi," segir Erlingur Sigurðarson. Heiðraðux sem bókavörður „Amtsbókasafnið ætlar að heiðra Davíð sem bókavörð með því að koma að þessari dagskrá,“ segir Hólmkell Hreinsson amtsbóka- vörður. „Okkar framlag verður fyrst og fremst það að við verð- um með opið bókasafn á staðn- um. Við verðum með allt sem við mögulega getum tekið af verkum Davíðs sjálfs, sem og ljóð og aðrar bókmenntir, sem við höldum að fólk langi til að Iesa eftir að hafa hlýtt á þessa dagskrá," segir Hólmkell. Því er rétt að muna eftir bókasafnsskír- teininu en þeir sem ekki eiga skírteini geta fengið þau á staðnum. Dagskráin verður í Deiglunni í kvöld eins og fyrr segir og hefst hún ldukkan 21.00. Aðgangseyr- ir er 500 krónur. - HI Langnesingasaga Ut er komið ritið Langnes- ingasaga eftir Friðrik G. Ol- geirsson sagnfræðing. Þetta er fyrra bindi verks- ins og Saga byggðar á Langa- nesi frá landnámi og fram til 1918 er undirtitill þess. Bókin er 400 blaðsíður að stærð og skiptist í tólf kafla, auk töfluviðauka og skráa. Bókin er ríkulega myndskreytt. A bókarkápu segir að rit þetta sé byggt á tveggja ára rannsóknum höfundar á þeim heimildum sem þekktar eru um það fólk sem á Langanesi hefur búið öldum saman. „A Þórshöfn var besta höfnin og árið 1846 varð hún löggiltur verslunarstaður. Lengi fór verslunin fram á skipum kaupmanna og engin byggð reis í landi. Það var ekki fyrr en árið 1880 að fyrsta húsið var byggt þar. Þeim fjölgaði hægt í fyrstu en eftir að danska verslunarfyrirtækið Orum & Wullf setti þar á fót fasta verslun 1897 að fólk fór að setjast að á Þórshöfn í auknum mæli ... Meira en eitt þúsund Langnesingar koma við sögu í þessari bók og hún er ríkulega myndskreytt. Ljós- myndirnar gefa því fóllu sem nú lifir gleggri og auðskildari sýn á mannlífið og lífsbarátt- una á Langanesi," segir enn- fremur á kápu bókarinnar. Töðugjöld Ut er komin Ijóðabókin Töðu- gjöld eftir Sverri Pálsson, fyrr- verandi skólastjóra á Akureyri. Bókin er 120 blaðsíður í Royal-broti og er í vönduðu bandi. Flest ljóðin eru frum- samin en þó eru fáein þýdd úr erlendum málum. Þetta er önnur Ijóðabók höfundar. Hin fyrri, Slægjur, kom út fyrir fjórum árum og er löngu upp- seld. Auk þessa hafa komið út eftir Sverri Pálsson nokkrar lausamálsbækur, einkum um sögulegt efni og svo þýðingar. k________________________/ Stórviðburðir og byltingar Hver stórviðburðurinn hefur rekið annan í auglýsingatímum sjónvarps að undanförnu. Fyrir ekki löngu fékk tíðablóð kvenna uppreisn æru og illúsjón auglýs- ingagerðarmanna brotnaði með hávaða þegar þau vel huldu sannindi voru afhjúpuð að í konum rennur ekki blátt blóð. Ekki man ég nú hvort það var Libresse, Vanja eða hvað þau heita nú dömúbindafyrirtækin, sem á heiðurinn af þessu - en virðingu á það fyrirtæki skilið sem sjmdi fáséða dirfsku með því að birta í sjónvarpi rauðan vökva í stað blás renna ofan í mjallahvítt dömubindi. Bojkottera IKEA Nú svo var það IKEA sem tilkynnti mér og öðrum sjónvarpsáhorfendum þann 24. október að jólin væru framundan. Svo mjög brá mér við, og sótti að mér andkapítal- íska reiðin (þótt mig hafi reyndar grunað einhvers staðar í bakvit- undinni að jólin yrðu í náinni framtíð) að í fljótfærnu bráðræði bojkotteraði ég IKEA frammi fyrir familíunni „næsta mán...“ - var þó nógu fljót að átta mig til að snúa þessu í: - „vikuna". Greip svo IKEA-bæklinginn til að halda mér félagsskap á klóinu. Boðleiðimar En það er þetta með byltingarnar og fjölmiðlana. Þannig heyrði ég það í ein- hverri smáfrétt í síðustu viku að stéttar- og fagfélagið mitt væri að ganga til liðs MBUNINGAR VAKTIN ikea tiikynnti mér í október að jólin væru framundan. • - ■ ■> við önnur félög og ætti að búa til eitt- hvað sem hét Fjölmiðlasambandið. Það var svo sem ekki byltingin, kom engum sérstaklega á óvart að boðleiðir frétta- manna á milli væru stíflaðar, en af til- efni stofnunar þessa Fjölmiðlasambands var haldin ráðstefna um margumtalaða upplýsingatæknina. Nú, ég mætti á þessa ráðstefnu og fannst gott að heyra að þeir voru nokkrir á staðnum sem þótti alnetið einfaldlega nýr, en áhuga- verður, miðill til að koma sömu upplýs- ingunum á framfæri. En það fór þó svo að þeim sem höfðu hagsmuna að gæta og minntust á byltingu í annarri hverri setningu, tókst, einsog oft vill verða í umræðu um alnetið, að skilja mann eft- ir með þá tilfinningu að bylting svifi yfir vötnum, væri í aðsigi o.s.frv. Svo verð ég birta hér gullkorn sem hraut af vörum fundarstjóra. Upphafið var eitthvað á þá leið: hvað við hin gæt- um eiginlega gert okkur að góðu sem búum: „...á því jaðarsvæði sem enska er ekki töluð.“

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.