Dagur - 10.11.1998, Side 4
4 - ÞRIÐJUDAGUR 10. NÓVEMBER 1998
rDnpir
AKUREYRI NORÐURLAND
Vöm KA eitt gatasigti
Það er ekki oft sem
KA tapar á heimavelli
í handboltamim. En
það gerðist á sunnu-
dag. Ósigur gegn
Stjömunni varð
staðreynd.
I handknattleik í dag skiptir
varnarleikurinn höfuð máli. Ef
hann er ekki í lagi þá er erfitt að
vinna sigur. Vörn KA-manna í
leiknum gegn Stjörnunni úr
Garðabæ á sunnudagskvöld var
ekki góð og það var orsök ósigurs
KA, 30-28 eftir að staðan í leik-
hléi hafði verið 15-13 Stjörnunni
í vil.
Það var með ólíkindum hvað
leikmenn Stjörnunnar, þeir Kon-
ráð Olavsson og Heiðmar Felix-
son, fengu að skora ódýr mörk af
stysta færi. Það lá við að vörn
KA-manna hefði tíma til að bjóða
þeim gott kvöld um leið og þeir
hleyptu þeim inn. KA á að vera
með eina sterkustu vörnina i
handboltanum í dag og þeir eiga
að beija sig saman á heimavelli.
Stjörnumenn höfðu allan tím-
ann forystu í leiknum. Það var
aðeins á upphafsmínútum leiks-
ins sem jafnt var á með liðunum.
KA-menn fengu í tvígang tæki-
færi á að jafna leikinn í lokin en
brást bogalistin þegar Lars Walt-
Gott hjá
körfu-
strák-
unimi
Þórsarar eru komnír
með átta stig í DHL-
deildinni í körfubolt-
anuiii. Svo góður ár-
angiir hefur ekki
náðst lengi hjá liðinu
í upphafi móts.
Allt virðist vera á ágætri leið hjá
Agústi Guðmundssyni þjálfara
Þórs í körfuboltanum. Tveir sigr-
ar um helgina og liðið er komið
með átta stig. En margir erfiðir
leikir eru framundan og ekki má
fara að slaka á núna.
Þórsarar sigruðu Valsmenn á
heimavelli í Iþróttahöllinni á Ak-
ureyri á föstudagskvöld. Leikur-
inn var slakur og bæði lið gerðu
sig sek um ljöldan allan af byrj-
endamistökum. Mistökum sem
ekki eiga að sjást í úrvalsdeild-
inni í körfubolta. Leikurinn var
mjög spennandi í lokin og höfðu
Þórsarar sigur 64-63. Valsmenn
voru þó komnir með ágætis for-
skot á lokamínútum leiksins en
heimamönnum tókst með góðri
baráttu og klúðurslegum sókn-
um Valsmanna að knýja fram sig-
ur.
Davíð Guðlaugsson var maður
leiksins og á hann svo sannarlega
Danskir taktar í leiknum gegn Stjörnunni í fyrrakvöid. Lars Waiter reynir skot. mynd: brink.
er misnotaði tvö vítaskot. En það
er ekki sanngjarnt að kenna Lars
um tapið þó að hann hafi mis-
notað tvö vítaskot á lokamínút-
um leiksins. Nei, það var fullt af
öðrum mistökum KA-manna all-
an leiktímann sem skóp sigur
Stjörnunnar.
Það var gleðilegt að sjá Jóhann
G. Jóhannsson hægri horna-
mann KA vera jafn ógnandi og
hann var á móti Stjörnunni.
Hann skoraði sex mörk og var
með góða skotnýtingu. En aftur á
móti er vinstra hornið enn
áhyggjuefni og aðeins tvö mörk
komu frá þeim leikmönnum sem
vinna þar. Lars Walter stóð sig
einnig vel í sókninni. Hann skor-
aði ein tólf mörk þar af fimm úr
vítaskotum. Það er gaman að sjá
hvað hann er alltaf snöggur að
hlaupa til baka í vörnina. Þá
helst þegar hann er búinn að
skora falleg mörk. Hafþór Ein-
arsson markvörður leysti sitt
hlutverk af hendi með hinni
mestu prýði og varði alls tólf
skot. Hann kom inn strax í byij-
un leiks þegar ljóst var að Reynir
Þór gat ekki leikið vegna meiðsla.
Það er alltaf erfitt að koma inn á
síðustu stundu og slá í gegn en
Hafþór gerði sitt og vel það. Aðr-
ir voru Iítt ógnandi í sókninni
nema þó Halldór, sem stýrir leik
liðsins ágætlega á miðjunni.
Eins og áður sagði voru þeir fé-
lagar Heiðmar og Konráð allt í
öllu hjá Stjörnunni. Það var gam-
an að fylgjast með nýja línu-
manni þeirra Garðbæinga, hin-
um rússneska Shamkuts. Hann
skoraði mikilvæg mörk og hafði
skemmtilega framkomu á velli
sem Jón Þórðarson félagi hans í
Stjörnunni mætti taka sér til fyr-
irmyndar. Jón hefur sérstaka
framkomu inn á velli sem hæfir
ekki íþróttamönnum sem vilja
vera í fremstu röð. Lúmsk brot
og leiðinleg sem eru algerlega
óþörf. Markmenn Stjörnunnar
voru KA-mönnum mjög erfiðir
og vörðu vel. Einar Einarsson
þjálfari er að gera fina hluti með
ungt lið Stjörnunnar og kominn
er gamall „refur“ á bekkinn þjálf-
aranum til aðstoðar. Sjálfur
Eyjólfur Bragason. Maður með
mikla reynslu.
Stjörnumenn eru vel að sigrin-
um komnir. Þeir stóðu sig vel á
einum erfiðasta útivelli landsins
og gerðu marga skemmtilega
hluti. Nú þurfa KA-menn að
spýta í lófana svo þeir missi ekki
heimavallastyrkinn.
Mörk: KA: Lars 12/5v, Jóhann
6, Halldór 4/2v, Sverrir 2, Heim-
ir 2, Þórir 1 og Sævar 1.
Mörk Stjörnunnar: Konráð
9/2v, Heiðmar 6, Hilmar 6/3v,
Shamkuts 5, Jón 2 og Einar 2.
-GS
mmmmmmlmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm
framtíðina fyrir sér ef hann æfir
vel. Aðrir Ieikmenn Þórs voru lítt
áberandi. Bergur Emilsson var
bestur Valsmanna.
Góður sigur
á Skagamönnum
Þórsrara halda áfram sigurgöngu
sinni. Þeir lögðu IA á útivelli
með næst minnsta mun, 69-67.
Góður sigur það á erfiðum úti-
velli. Þórsarar leiddu mest allan
leikinn og voru lokamínútur
leiksins mjög spennandi. Sem
sagt góður sigur í höfn og nú
kemur smá leikfrí hjá Þórsurum
vegna úrslita í Eggjabikarnum
næstu helgi. -GS
Of ákafar
Stelpumar í KA-Þór í handbolt-
anum halda áfram að taka fram-
förum. Á sunnudag léku þær við
Hauka og héngu ágætlega í
þeim.
Þolinmæðin
gæti orðið hels-
ta vopn KA-
Þórs stúlkna í
fyrstu deildar
baráttunni. En
það er oft erfitt
að vera ungur
og ör og vilja
vinna sigrana
fljótt. Sóknar-
leikur Akureyr-
arstelpnanna
gegn Haukum
var agalaus og
þolinmæðina vantaði. Leiknum
lauk með sigri Hauka, 22-17.
„Þetta leystist upp í algera vit-
leysu í síðari hálfleik. Lélegustu
menn vallarins voru dómararnir.
Þeir réðu ekki við verkefnið.
Stelpurnar mínar voru að spila
við slakasta liðið sem ég hef séð
í vetur og nýttu sér það illa.
Sóknir okkar voru alltof stuttar
og við vorum að nýta dauðafærin
Stelpurnar í KA-Þór í handboltan-
um halda áfram að taka framför-
um.
illa. Ég lagði það upp fyrir leik-
inn að stoppa tvo af leikmönnum
Hauka og það gekk ekki nógu
vel. Þessar tvær skoruðu samtals
ellefu mörk sem er of mikið. Svo
verðum við að
stoppa hraða-
upphlaup,"
sagði Hlynur Jó-
hannsson, þjálf-
ari KA-Þórs.
Haukastelpur
voru ekki að
spila þennan
leik eins og þær
væru efstar og
bestar. Hörð
vörn heima-
manna fór í
taugarnar á
þeim og þær misnotuðu margar
mikilvægar sóknir. Það vantaði
að vísu nokkrar sterkar stúlkur
en þær eru reynslumiklar og
ættu að geta meira.
Mörk KA/Þórs: Þóra 4, Ebba
3, Ásdís 3, Solveig 3, Arna 2,
Heiða 1 og Jolanta 1.
Mörk Hauka: Tinna 6, Hanna
6, Hekla 5, Harpa 2, Berglind 2
og Ásbjörg 1. -GS
Þórsarar efstir
Þórsarar í annarri deildinni í handknattleik eru að gera fína hluti.
Þeir eru efstir í deildinni eftir jafntefli gegn Fylki á útivelli og sig-
ur á Herði á heimavelli.
Við vorum betri lengst af gegn Fylki en þeir náðu að jafna í blá-
lokin, 21-21. Þetta var baráttuleikur og gott að ná stigi þó að það
sé alltaf skemmtilegra að sigra. Flestir okkar voru að spila vel og
átti Björn Sveinsson markvörður mjög góðan leik en hornamenn-
irnir okkar hefðu mátt gera betur. Leikurinn við Hörð aftur á móti
var frekar ójafn og alger skylda að vinna enda unnum við 24-15,“
sagði Ingólfur Samúelsson, fyrirliði Þórsara. -GS
|
i