Dagur - 12.11.1998, Qupperneq 1
Verð í lausasölu 150 kr.
81. og 82. árgangur - 214. tölublað
Vill ekki undirrita
Kyoto sairaiinginn
íslendingar verða
ekki meðal stofnríkja
alþjóða ranonasamn-
ingsins um loftslags-
breytingar, ef iðnaðar-
ráðherra fær nokkru
ráðið. Hann telur rétt
að híða þar til ljóst sé
hver verði afdrif til-
lögu íslendinga um
undanþágu vegna
stórra verkefna.
Vísinda- og tækninefnd loftslags-
þingsins í Buenos Aires sam-
þykkti í fyrradag að fresta
ákvörðun um tillögu Islands um
undanþágu fyrir losun gróður-
húsalofttegunda frá stóriðjufyrir-
tækjum, eins og greint var frá í
Degi í gær. Nefndin ætlar að
fjalla frekar um tillöguna en
hana á að taka fyrir og afgreiða á
næsta loftslagsþingi eftir ár.
Ríki hafa frest til 15 .mars á
næsta ári til að ger-
ast stofnaðilar að
rammasamningi
Sameinuðu þjóð-
anna um Ioftslags-
breytingar sem
gerður var í Kyoto í
Japan í fyrra og
gjarnan kenndur
við borgina. Það er
því ljóst að íslensk
stjórnvöld verða að
taka afstöðu til þess
án þess að hafa
nokkuð fast í hendi
um afgreiðslu til-
lögu þeirra. Finnur Ingólfsson,
iðnaðarráðherra, telur einboðið
að skrifa ekki undir samninginn
fyrr en í fyrsta lagi eftir ár.
„Eg held að menn séu nokkuð
sammála um að skilningur á
okkar sérstöðu hafi farið vaxandi
á þessu ári sem liðið er síðan
menn töluðu saman í Kyoto.
Menn voru hins vegar ekki til-
búnir til að ganga frá þessu og
tillögunni þvf vísað aftur til
tækninefndarinnar til skoðunar.
Það er þess vegna að minnsta
kosti ár f að menn fái niðurstöðu
í málið. Ég tel að
við getum ekki tek-
ið ákvörðun um
það hvort við skrif-
um undir sam-
komulagið eða ekki
fyrr heldur en við
vitum hver sú nið-
urstaða verður.
Þetta .ákvæði er
okkur mjög mikil-
vægt og þess vegna
ekki eðlilegt að
menn skrifi undir
einhvern samning
sem ekki er vitað
hvernig kemur til með að líta út
í endanlegri mynd,“ segir iðnað-
arráðherra.
Kannski seiima
Finnur segir að íslendingar geti
alltaf gerst aðilar að samningn-
um á síðari stigum ef þeir telji
hagsmunum sínum best borgið
með því. Hann hefur ekki
áhyggjur af því að það kunni að
skaða ímynd Islands að vera ekki
með frá upphafi.
„Nei ég er ekkert hræddur við
það. Það vita allir sem að þess-
um málum koma hvar sem er í
heiminum að það er verið að
fjalla um sérstakt ákvæði sem
snertir ísland mjög mikið. Og
það að við undirritum ekki fyrir
15. mars segir ekkert til um það
hvort við ætlum að gerast aðilar
á seinni stigum eða ekki.“
Tilgangslaus sóun
Náttúruverndarsamtök íslands
skora á stjórnvöld að snúa sér nú
að raunhæfum aðgerðum til að
uppfylla Kyoto samninginn nú
þegar Ijóst sé að undanþágutil-
lagan hafi ekki fengist samþykkt.
Raunhæfara sé að draga úr losun
gróðurhúsalofttegunda á Islandi
og binda kolefni með skógrækt
og landgræðslu.
„Islenskum stjórnvöldum hefði
mátt vera ljóst fyrir löngu síðan
að frekari undanþágur til handa
einni ríkustu þjóð heims, sem
fælu í sér gríðarlega meðgjöf
með stóriðju á íslandi, var borin
von. Það má telja fullvíst að frek-
ari sóun fjármuna og starfskrafta
í þessa tillögu sé tilgangslaus,"
segir í ályktun Náttúruverndar-
samtakanna. - VJ
Finnur Ingólfsson, iðnaðar-
ráðherra
mgaherferð
Vísir, félag skip-
stjórnarmanna á
Suðurnesjum, er að
byrja auglýsinga-
herferð sem er Iið-
ur í fræðsluátaki í
tilefni af ári hafsins.
„LIU er að bæta
sína ímynd og telja
fólki trú um að hvítt sé svart og
að kvótakerfið hafi verið að leiða
af sér góða hluti, en við komumst
að þveröfugri niðurstöðu. Þeirra
hugmyndafræði er röng og vit-
laus. Það er verið að rústa öllum
fiskistofnum og í því felst engin
hagræðing," segir Grétar Mar
Jónsson formaður Vísis.
Grétar Mar segir smærri út-
gerðir hafa farið halloka fyrir
stærri útgerðum í kvótabraskinu
sem hafi keypt upp þær smærri.
Lykilatriðið sé að taka upp nýja
fiskveiðistefnu þar sem úthlutað
sé ákveðnum dögum til sóknar en
þó „þak“ á kvóta. — GG
Grétar Mar
Jónsson.
Iðnskólinn í Hafnarfirði varð sjötíu ára í gær og var haldið upp á afmælið með flatbökuáti og tilheyrandi. 77/
stendur að bjóða einkaaðilum að taka þátt I starfi skólans I framtíðinni. mynd: e.ól
Þrír meinatæknar endurréðu sig í
gær en einn fór í sumarfrí.
Nokkrir
endurráðiiir
Þrír meinatæknar af þeim tæp-
lega 50 sem sögðu upp störfum
um sl. mánaðamót hafa endur-
ráðið sig hjá Ríkisspítulum. Þar
af fór einn strax í sumarfrí. Guð-
mundur G. Þórarinsson stjórn-
arformaður Ríkisspítala segir að
formlegum viðræðum við
meinatækna sé lokið. Hann von-
ar að sem flestir muni endur-
ráða sig.
25% laimahækkiin
Töluverður hiti var meðal
meinatækna eftir fund þeirra í
hádeginu í gær. Þá stóð styrinn
um stöðu yfirmeinatæknis sem
hafði verið auglýst. Meinatækn-
ar óttuðust að fyrrverandi yfir-
meinatæknir mundi kannski
ekki fá stöðuna sína á ný og
vildu fá úr því skorið. Sættir í
því máli tókust síðan eftir fund
með Vigdísi Magnúsdóttur for-
stjóra Ríkisspítala. Hins vegar
hafa Ríkisspítalar ekki hækkað
Iaunatilboð sitt frá því fyrst. Af
þeim sökum standa meina-
tæknar frammi fyrir því að taka
tilboði upp á 25% hækkun eða
ekki. Það þýðir að taxtalaun
margra þeirra mundu hækka í
130 til 150 þúsund krónur á
mánuði.
Félagsdómur
Eftir fund meinatækna og for-
ráðamanna Ríkisspítala í fyrra-
kvöld þykir líklegt að ágreining-
ur um túlkun kjarasamninga um
afturvirkni launahækkana og
röðun í launaflokka fari fyrir Fé-
lagsdóm. Þá stóð einnig í meina-
tæknum að útlit var fyrir að þeir
fengju ekki að draga uppsagnir
sínar til baka. -GRH
^SUBUUflV"
*SUBUJflV'
^SUBUUflV*