Dagur - 12.11.1998, Side 13

Dagur - 12.11.1998, Side 13
FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1998 - 13 Tk^Hr ÍÞRÓTTIR Banvænt rjómapar Fyrir mn það bil þremur máiiiiöiim barðist Andy Cole framherji Manchester United við það að sanna, að hann væri þriðji hesti framherji liðsins. En það var áður en Dwight Yorke gekk í raðir United og margt heíur hreyst síðan. Eftir leik United gegn danska liðinu Bröndby, lýsti Edde Skovdahl, knattspyrnustjóri Dananna, því yfír, að þeir Yorke og Cole vaeru besta miðheijapar í Evrópu. En það sé ekki einstak- lingsframtakið sem geri þá besta, heldur frábær samvinna þeirra á vellinum. En hvort sem það var sagt í einlægni eða hvort það var bara léleg tilraun til að réttlæta framgöngu dönsku varnarinnar, sem þeir félagar hreinlega tættu í sundur, þá er örugglega eitt- hvað til í þessu. Það er nefnilega málið, að þeir Yorke og Cole hafa miklu meira fram að færa í sameiningu held- ur en í sitt hvoru lagi. En þeir eru samt ekki enn komnir í hæsta gæðaflokk sóknarpara, eins og til dæmis þeir Kevin Keegan og John Toshack voru á gullaldarárum Liverpool og vant- ar enn töluvert upp á fjarskipta- hæfileika sem einkenndi þeirra samvinnu hjá Liverpool. Þeir virðast samt vera á réttri leið og virðast strax hafa góða til- fínningu fyrir yfírferð hvers ann- ars um völlinn. FuUkomin samvinna Annað markið í seinni leiknum gegn Bröndby í Meistarakeppni Evrópu var fullkomið dæmi um þessa tilfinningu þeirra. Cole Andy Cole og Dwight Yorke. Báðir frábærir ieikmenn, en saman eru þeir banvænir. vinna þeirra félaga er góð innan vallar, sérstaldega þar sem þeir virðast mjög líkir á velli. Frammistaða þeirra virðist jafn- vel hafa komið sjálfum Alex Ferguson frekar á óvart. Eins og flestir muna þá setti hann Cole aftur inn í byijunarliðið fyrir Ole Gunnar Solskjær í leikinn gegn Southampton þann 3. október og sagðist þá vera að fríska upp liðið eftir keppnisferð til megin- landsins. Jafnvel augljós leikgleði þeirra á vellinum, góð samvinna og frá- bær mörk hafa þó ekki hreyft við Ferguson, sem segir að hann eigi nóg af pörum til að stilla upp í lið sitt. Hvort sem það er sagt af stolti eður ei, þá hefur Ferguson samt stillt þeim upp í byijunar- liði sínu í síðustu leikjum. stökk yfír sendingu og virtist vita nákvæmlega að Yorke fengi bolt- ann. Síðan hljóp hann inn á miðjan teiginn til að taka við boltanum þar sem hann vissi að Yorke myndi skila honum. Mörg dæmi eru til um mið- herjapör sem hafa unnið ágæt- lega saman í áraraðir án þess að ná þessari fjarskiptatilfinningu, þannig að þessi tilfínning virðist frekar liggja í eðlinu, frekar en vera eitthvað sem menn tileinka sér með æfingu og reynslu. Dæmin eru ekki bara í íþróttun- um, þau blasa allsstaðar \dð. Cole átti að vera skiptimynt Þrátt fyrir allt átti koma Yorkes á Old Trafford að þýða endalok knattspyrnuferils Coles hjá United og hann jafnvel boðinn sem skiptimynt fyrir Yorke. En í sjö fyrstu leikjunum sem þeir voru saman í byrjunarliðinu, skoruðu þeir ellefu mörk, auk þess sem þeir bundust ótrúleg- um vinaböndum utan vallar. Cole sem er miklu lokaðari persónuleiki heldur en hinn eld- hressi Yorke, líkir samvinnu þeirra félaga við samvinnu þeirra Peters Beardsley, þegar þeir léku saman hjá Newcastle. Þá skoraði hann 34 mörk í ensku úrvals- deildinni leiktímabilið 1993-94. Sjálfur segir Cole að samvinnan við Yorke sé frábær og það hjálpi til að þeir hafí ólíkan Ieikstíl. „Það verður til þess að við flækj- umst ekki fyrir hvor öðrum og ekki skemmir að við erum góðir félagar utan vallar," sagði Cole. Þeir opinberuðu vináttu sína nýlega er þeir hjálpuðu til \ið að kynna nýja bók, sem íjallar um líf Arthur Wharton, sem var fyrsti breski blökkumaðurinn sem lék knattspyrnu sem at- vinnumaður. Hann lék með Iið- um eins og Darlington, Preston, Rotherham og Stockport á árun- um 1885 til 1902, en Iést við sára fátækt árið 1930. Wharton var mikill íþróttamaður og átti um tíma heimsmetið £ 100 yarda hlaupi og var einnig atvinnu- maður í krikket. „Nóg af pönun,“ segir Ferguson Þrátt fyrir allt virðist það hafa komið mörgum á óvart hve sam- Saman eru þeir banvænir Eftir leikinn gegn Wimbledon, þar sem þeir gjörsamlega splundruðu vörn Wimbledon og skoruðu þrjú mörk af fimm, sagði írski landsliðsmaðurinn Cunningham: „Það er eins og að ganga á streng að eiga við þá. Þvílík er knatttæknin og yfirveg- unin hjá þeim með boltann. Við reyndum að þjappa okkur saman og halda boltanum sem mest frá þeim. Þú fylgist stöðugt með Cole, þó hann sé í 20 til 30 metra fjarlægð frá þér og Yorke er stórhættulegur með boltann og getur hæglega platað menn upp úr skónum. Báðir eru þeir frábærir Ieikmenn, en saman eru þeir banvænir.“ Ferguson hlýtur að vera farinn að gera sér grein fyrir heppni sinni, með kaupunum á Yorke. Aldrei, síðan á dögum Denis Law, hefur félagið haft leikmann innan sinna raða sem er öruggur með 20 mörk á leiktíðinni, en nú eiga þeir tvo sem hjálpa hvor öðrum að ná settu marki. Saman eru þeir „ijómaparið" í ensku knattspyrnunni í dag. SKOOIIN GUNNAR SVERRISSON Aðgangs- eyrir ofhár Það hefur verið frekar fámennt á áhorfendapöllum leikja í körfuknattleik og handknattleik upp á síðkastið. Hver ætli sé ástæðan? Liðum sem standa sig ekki nógu vel er refsað af stuðnings- mönnum. Þeir einfaldlega mæta ekki. Svo er oft erfítt fyrir fólk að rífa sig upp frá sjónvarpinu, þar sem er hægt að horfa á bein- ar útsendingar frá t.d. knatt- spyrnu erlendis frá. En það kostar líka góðan skilding að fara á völlinn, eins og oft er sagt. Fyrir fullorðna kostar 600-700 krónur á handbolta- og körfu- boltaleiki og 300 krónur fyrir börn. Það sjá það allir í hendi sér að það kostar nokkrar krón- ur fyrir fjögurra manna fjöl- skyldu að sjá eitt stykki íþrótta- viðburð. Svo má ekki gleyma öllu meðlætinu. Það er ekki nóg að horfa á leikinn. Það þarf að metta magann með nammi og flatbökum og væta kverkarnar með gosi. Börn fara ekki nú orð- ið á kappleik nema nærast og næra íþróttafélögin. Eftir að blessuð börnin okkar eru búin að kýla vömbina, hefur sykurmagn líkamans aukist til muna og þá byrjar Ijörið. Þau fara í eltingarleik og hlaupa fram og til baka um stúkuna og trufla áhugasama íþróttaunn- endur. Nú er búið að breyta íþróttahúsinu í leikvöll og barnaheimili. Nú er ég kannski aðeins kominn út fyrir efnið. Iþróttafélögin í landinu þurfa að bjóða upp á meira en bara ár- skort. Þau þurfa að bjóða upp á árskort fyrir alla íjölskylduna. Að fara á góðan leik í t.d. handbolta og körfubolta á að vera hin mesta skemmtun fyrir alla fjöl- skylduna. ÍÞR ÓTTAVIÐ TALIÐ Góðar aðstæður og alvöru laun SteinarDagur Adolfsson knattspymumaður Steinar Dagur Adolfsson hefuráhuga á atvinnu- mennsku ífótholta. Hon- um líst vel á það sem Norðmenn eru að gera í boltanum og vill gjaman leika þar næstu árin. - Hvemig líður knattspymu- numni sem bíður, milli steins og sleggju, eftir því hvort félag hans er tilbúið, eða ekki, til greiða götu hans út í atvinnu- mennskuna? „Mér Iíður náttúrulega bara illa. Hugurinn er allur við að komast í atvinnumennsku við góðar aðstæður og lítið annað kemst að eins og er. Nú er ekkert annað £ stöðunni en að vona að úr rætist og félögin komi sér saman um skynsamlegt verð. Eins og staðan er nú er málið í höndum Skagamanna og þeir ætla að svara mér í dag“. - Nií er það erfitt fyrir félög- in að missa marga góða leik- menn úr sínum röðutn, oft fyr- ir nánast engar greiðslur, til útlanda. Hvemig er best fyrir bæði leikmenn og félög að standa að útflutningi leik- mannanna? „Eina Iausnin sem félögin hafa er að gera lengri samninga við sína menn þannig að þeir séu ekki svona oft samningslausir. Félögin standa svo oft frammi fyrir því að leikmenn geta bara farið án þess að þau geti nokkuð að gert. En eins og í mínu tilfelli verður félagið að gera það upp við sig hvað það vill gera. Vill það stoppa mig af á grundvelli samn- ingsins, sem rennur út á næsta ári, vegna þess að það telur sig ekki fá það verð sem það eigi að fá. Ef ekki nást samningar getur félagið þurft að horfa upp á að maður fari fyrir ekki neitt daginn sem samningurinn rennur út. Það er svo alveg rétt að oft eru verðin sem erlend félög eru að bjóða í íslenska leikmenn óraun- hæf. En gangvart leikmanninum horfir málið þannig \dð að hann fái tækifæri til þess að stunda íþróttina við bestu aðstæður og fái alvöru laun. Það er það sem heillar auk þess að geta náð mun lengra sem knattspyrnumaður en íslenskar aðstæður Ieyfa. Maður nær ekkert lengra sem knattspyrnumaður við að hlaupa allan veturinn í sjö vindstigum og snjósköflum. Þess vegna ligg- ur það í hlutarins eðli að þeir sem leika með íslensku liðunum eiga miklu minni möguleika á að komast í landsliðið en þeir sem - . • (( eru uti. - Hvað kemur til að þú velur Noreg? „Ég æfði í vikutíma í Noregi í haust og leist vel á það sem ég sá þar. Það er ekkert hægt að bera æfingarnar saman við það sem er að gerast hér. Norðmenn eru búnir að gera mjög mikið til þess að lyfta knattspyrnunni upp. Arangur norsku liðanna í Meistaradeild Evrópu og EUFA keppninni sýnir vel hver standar- dinn er í norska boltanum.Mað- ur hefur líka fylgst með norska boltanum af auknum áhuga eftir að íslendingum fór að fjölga svona mikið þar og það sem maður heyrir frá þeim er allt já- kvæt. Norðmenn eru að vinna mjög fagmannlega f sínum knatt- spyrnumálum og það er það sem ég sækist eftir. ÖII úrvalsdeildarliðin eru með tvo þjálfara, aðal- og aðstoðar- þjálfara, auk sérstaks mark- mannsþjálfara, sem þýðir að hverjum einstökum leikmanni er sinnt mildu betur en hægt er að gera hér á landi þar sem einn maður þarf að sjá um allt liðið. - Og nú er bara að vona að draumurinn verði að veru- leika? „Já, það má segja það. Nú þarf ég einfaldlega að velja um það hvort ég fer að vinna við mitt fag og hætti í boltanum eða fara út í atvinnumennsku. Eg er nýút- skrfaður lögfræðingur og ef ég ætla að fara að vinna í þeirri grein er lítill tfmi eftir fyrir fót- boltann. Miðað við aldur á ég vonandi bestu árin eftir í boltan- um og langar til að eyða þeim \dð góðar aðstæður, í atvinnu- mennsku, þar sem ég get bætt mig í íþróttinni. Draumurinn er að snúa sér að lögfræðistörfum þegar knattspyrnuferlinum lýk- ur.“ ■f

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.