Dagur - 18.11.1998, Qupperneq 3

Dagur - 18.11.1998, Qupperneq 3
 MIDVIKUDAGUR 18. NÚVEMBER 1998 - 19 LÍFIÐ í LANDINU Hnöllóttur snött- ungurbollokar... Dagur íslenskrar tungu var haldinn hátíðlegur á þekkta íslendinga. Hve vel þekkja þau sjaldgæf, mánudaginn. Hve velþekkjum við íslenska íslensk orð? Sverrir, Rúnar, Ómar og Svanfríður tungu? Dagur velur tíu orð með kvikindislegum kjanka balalangan blaðamann. hætti úrorðabók og leggurpróffyrirnokkra Kannast einhver vlð orðið... 1. Balalangur 6. Litmerla 2. Bolloka 7. Rílóttur 3. Hnöllóttur 8. Snöttungur 4. Hræsingur 9. Sæmóða 5. Kjanka 10. Verfaðir Sverrir Hermaimsson stjóm- málamaður: Að boUoka kannast ég við 1. „Já, er þetta um teig í túni eða eitthvað slíkt?" - Rangt. 2. „Bolloka kannast ég við. Það er að búa, búskaparbasl eða dálítið í þá áttina. „Fjörutíu höfum við nú bollokað árin,“ sagði gamli maðurinn í Ljós- víkingnum. Það er, við höfum Sverrir Hermannsson - vitnaði í Ljós- víkinginn. hokrað saman." - Rétt og plús fyrir tilvitnunina. 3. „Það er kúlulaga." - Rétt. 4. „Það er nú eiginlega hefði ég haldið sama og þræsingur. Það er semsé kuldaveður og gjóstur.“ - Rétt. 5. „Veit ekki. Hef aldrei heyrt þetta orð. Þetta gæti verið að kinka kolli eða eitthvað þess háttar." - Rangt. 6. „Nú hef ég aldrei heyrt þetta í notkun en þetta er sjálfsagt að glitra eða eitthvað í þá átt- ina, í tilbrigðum eins og regn- boginn.“ - I áttina. 7. „Heyrðu, þetta er deplótt." - Rétt. 8. „Snöttungur ... ég hef ekki heyrt orðið. Nú höfum við snoppung, sem er högg ... en snöttungur - ja, nú er ég mát. Hvort það er einhver afbökun af snoppungi." - Rangt. 9. „Já, sko þetta er... sæmóða, ég er nú ekki alinn upp við það en hvort þetta er þegar svona sjó leggur og er svona ísmor, þó það liggi dálítið í orðinu að þetta kunni að vera sæþoka eða sjólæða." - Tja, jú rétt. 10. „Það er eins og þetta klingi einhversstaðar við í hausnum á mér. Ver er maður, heyrðu þetta er einhvers konar til- sjónarmaður. Það má mikið vera ef þetta er ekki útvegs- bóndi einhvers konar." Rangt. Einkunn: 5,25 og plús lyrir tilvitnunina. Riinar Júlíusson poppari: Hvar náðirðu í þessi orð eiginlega? 1. „Langur bali? Bali er túnjaðar eða svoleiðis. Mér dettur í hug að þetta gæti verið langt tún.“ - Rangt. 2. „Hvar náðirðu í þessi orð eig- inlega? Þetta er fullkomlega erfitt fyrir mig, ég er bara í nútímanum en þetta eru greinilega orð úr fortíðinni. Bolloka er væntanlega eitt- hvað sem lokar bolla." - Rangt en plús fyrir einfaldan húmor í ágiskuninni. 3. „Þetta hljómar eins og vopn.“ - Rangt. 4. „Eg held að þetta sé einhver upphitaður matur." - Rangt. 5. „Guð minn almáttugur, ég fell á öllum spumingum. Getur það verið að tafsa? Málþóf.“ - Rangt. 6. „Litmerla þýðir að blanda lit- um.“ - Ekki alveg rangt, ekki alveg rétt. 7. „Nú fæ ég að hugsa smávegis til að grísa á þetta. Ég hef aldrei heyrt þetta áður. Er þetta blettóttur eða dröfnótt- ur?“ - Rétt. Rúnar Júlíusson - vildi fá meira slang. 8. „Þetta eru furðuleg orð. Þú ert greinilega ekki með neitt slang. Er það ræningi?" - Rétt. 9. „Þetta tengist sjónum eitt- hvað. Sennilega eitthvað veð- urfarsorð. Þetta er einhver sjávarfroða." - Rangt. 10. „Það heita nú allar búðir Kjötver og svoleiðis í dag. Síðan eru það verbúðir. Ver- faðir? Er þetta eitthvað trúar- legs eðlis? Ég held að þetta sé trúarleiðtogi eða verkalýðs- leiðtogi." - Rangt. Einkunn: 2,75 og plús fyrir húmorinn. Ómar Ragnarsson fréttamað- ur: Er það nú llka tU 1. „Guð minn almáttugur! Er þetta ekki bara rígaþorskur?" - Rangt. 2. „Kannast nokkur við orðið bolloka, bolloka," segir Omar og breytir röddinni, „í merk- Ómar Ragnarsson - oflangt síðan hann var í sveitinni. ingunni að fara sér hægt?“ (Hlátur) - Rangt. 3. „Það er orðið of langt síðan maður var í sveitinni. Þybb- inn, lágur vexti.“ - Rétt. 4. „Er það nú líka til? Já, já, þetta er eitthvað veðurfarsfyr- irbæri, skítaveður eitthvað.“ - Rétt. 5. „Er það ekki að vera í sam- neyti við einhvern, vera eitt- hvað að tala við einhvern?" - I áttina en rangt. 6. „Það að merla er til en að lit- merla finnst mér ofaukið. Að merla er nefnilega litbrigði eða Ijósbrigði og að litmerla hlýtur að vera einhver áhersla, marglit ljósbrigði einhver. Nema að þetta sé eitthvað í saumaskap, eitt- hvað sem er áberandi lit- skrúðugt." - Tja, ekki alrangt. 7. „Ég á ekki orð - ég get ekki ímyndað mér ... einhvers konar ílöng lögun.“ - Rangt. 8. „Nei, nei, nei, nei, þetta versnar! Ég held að þetta sé Iýsing á manni en hvernig sá maður er í laginu get ég ekki ímyndað mér.“ - Rangt. 9. „Sæmóða myndi ég segja að sé brimmóða eða móða yfir sjónum þegar maður horfir út yfir fjöru.“ - Ekki alveg rangt, ekki alveg rétt. 10. „Nú er bara hvað ver þýðir þarna. Ég hef gert ljóð sem endar svona: Ver er að ver ver / ver í ver en vera ber.“ Þetta er eiginlega ljóð um hafrann- sóknastefnuna og niðurstað- an er að ver er að maður eyð- ir ekki eins vel í sjóinn og vera ber! En orðið verfaðir já, þetta er spurning hvort ver- faðir er bara Drottinn sjálfur almáttugur eða hvort þetta er eitthvað í verinu, sá sem stjórnaði í verstöðinni. Ég hef bara ekki heyrt þetta áður.“ - Rangt. Einkunn: 3,25 og plús fyrir vísuhlutann. Ómar fór reyndar með vísuna alla en hún bíður betri tíma. Svanfríður Jónasdóttir al- þingismaður: Það er einhver sem er köntóttur 1. „Ég ímynda mér að þetta sé sleif, þvara eða eitthvað þess háttar.“ - Rangt. 2. „Þetta merkir að vera að stússa í einhveiju, búa, vinna eða eitthvað slíkt.“ - Næstum alveg rétt. 3. „Það er einhver sem er könt- óttur." - Rétt. 4. „Ég gæti ímyndað mér að þetta hafi verið notað sem lýsing á veðri. Þetta lýsir veðri þar sem væri aðeins hláka, eiginlega dæmigert haustveður." - Rétt. 5. „Það er að glettast eða skemmta sér með einhverjum hætti.“ - Rétt. 6. Þetta getur verið sagt um eitthvað af því að það geislaði af einhveiju með sérstökum hætti.“ - í áttina. 7. „Það hlýtur að vera lýsing á lit á skepnu. Þetta væri þá ekki beinlínis flekkóttur, ef til vill með einhveijar rendur eða þess háttar. Eitthvað mis- litt.“ - Rétt. Svanfríður Jónasdóttir - áður ís- lenskukennari enda með hæstu einkunn. 8. „Þetta finnst mér dálítið snú- ið. Mér finnst samt að þetta gæti verið - og það er algjör ágiskun af því að ég sé ákveð- inn mann fyrir mér stráklingur, snaggaralegur stráklingur." - Rangt. 9. „Er það ekki bara þoka sem stígur upp af sjónum við til- tekin verðurskilyrði?" - Rétt. 10. „Er þetta ekki bara pabbi drengs? Þetta finnst mér dá- Iítið erfitt orð. Þetta gæti líka verið eins konar ráðsmaður í veri eða sá sem hafði með verbúð að gera.“ - Fyrsta ágiskun í áttina, ekki alveg rangt. Einkunn: 6,25 og plús fyrir að skella sér í próf gegnum farsíma uppi á miðri Öxna- dalsheiðinni. - HI BÆKIIR Stormasöm ævi Stemgríms Ævisaga Stein- gríms Her- mannssonar, fram að því að hann hóf af- skipti af stjórn- málum er kom- in út á bók, sem Dagur B. Eggertsson rit- ar. Gera má ráð fyrir að þetta sér byrjunin á stærra verki, því eftir er að segja frá löngum og átakasömum stjórnmálaferli. Bókin er byggð á samtölum við Steingrím og samferða- menn hans, dagbókum, einka- bréfum og ýmsum persónu- legum skjölum og minnisblöð- um og heimildum úr mörgum áttum. Greint er frá nánu sam- bandi föður og sonar og birtir eru kaflar úr bréfum sem þeir feðgar, Hermann Jónasson forsætisráðherra og Stein- grímur, rituðu hvor öðrum og koma þar þjóðmál og sitthvað fleira við sögu. Steingrímur veitir athyglisverða innsýn í fs- lensk stjórnmál og segir óhik- að skoðanir sínar á mönnum og málefnum. Steingrímur Hermannssson - Ævisaga er 333 blaðsíður að lengd og í henni er fjöldi mynda af fólki sem var Stein- grími nákomið á þeim tfmum sem söguefnið nær yfir. Verð bókarinnar er 4.480 krónur. Vaka-Helgafell gefur út. Maður með hrafnshöfuð Nætursöngvar er heitið á nýrri skáldsögu eftir Vigdísi Gríms- dóttur og er hin sjöunda eftir höfundinn. Nætur- söngvar hefjast á draumi þegar maðurinn með hrafns- höfuðið birtist sögukonu í maí 1989. Þegar þannig skapaður maður, eða hrafn, birtist í draumi á hún óvænt ferðalög fyrir höndum. Maðurinn með hrafnshöfuðið Ieiðir hana á vit hins óþekkta þar sem hvert fótmál er stigið á framandi jörð og ekkert er sjálfgefið eða sjálfsagt. Nætursöngvarnir óma, vekja spumingar, Ieita svara og hvarvetna ný fyrir- heit. Eða þannig lýsir útgef- andi, sem er Iðunn, söguefn- inu. Svör: •nuo^ jieejupgua:) ->j J!9EjiaA 0l •Bgæ|B|ep ‘Bgæjsrojocj -A>j EQouiæg -g •tSuiuæt nj inSunupug -g •inupujoip ‘mjtpjdapjBuis) j injjpjja •£ •tunjij paui BjXa-nfs -s Bjiauijiq -9 •qia eSnBds ‘91A jsejjajS -s bjjubí^j -c, •in -gaAeSBjsBiij ■>( itiSuisæipj -p •jn -jjojjouij jsæu tuas ‘JnpjiS 80 jnjjnjs j injjpjjpuj-i •£ •BS>jBq ijjjæjej 80 ijseq j enq ‘BUjoq 's BJjojjog •£ •JBgBJS sjaAquia uinjpApSuej guaA jnpq uias q inSuejejBg • j

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.