Dagur - 18.11.1998, Blaðsíða 4
20-MIDVIKVDAGVR ia. NÓVEMBER 1998
IDggur
MENNINGARLÍFIÐ í LANDINU
, Það mátti heyra að ýmsir hiógu dátt að því sem fram fór á sviðinu og er það svo sem engum of gott. Eg vil hins vegar láta í Ijós þá frómu ósk að þeir tveir
hópar sem að sýningunni standa skili miklu betri verkum næst, - hvor I sínu lagi, “ segir Gunnar m.a. í leikdómi sínum.
Bara hallærislegt
Stoppleikhópurinn & Hermóður og Háð-
vör: VÍRUS.
Höfundar: Armann Guðmundsson, Sævar
Sigurgeirsson og Þorgeir Tryggvason.
Leikstjóri: Gunnar Helgason.
Leikmynd:
Magnús Sigurðarson.
Búningar: María Ólafsdóttir.
Ljós: Kjartan Þórisson.
Frumsýnt f Hafnarfjarðarleikhúsinu 11. nóv-
ember.
Oft hefur verið skemmtilegt
á sýningum áhugaleikfélags-
ins Hugleiks. Og líka hjá
Hermóði og Háðvöru í
Hafnarfj'arðaleikhúsinu. En
þegar þessir aðilar leggja
saman verður blandan ekki
sem skyldi. Hinn frísklegi
og heilsteypti svipur sem
hefur ríkt í Hafnarljarðar-
Ieikhúsinu snýst upp í
gegndarlausan ofleik, tilgerð og hávaða.
Hinn elskulegi amatörlegi hallærisblær sem
hefur gefið sýningum Hugleiks þokka snýst
upp í klúran klunnaskap. Utkoman verður
bara hallærisleg hvernig sem á er litið: Verk-
ið sjálft, leikstjórnin, leikurinn.
Flatneskja
Þannig var reynsla mín af Vírusi, tölvuskop-
Ieik sem svo hefur verið nefndur. Það mátti
svo sem búast við að leikskáld tækju tölvu-
heiminn upp á sína arma og hann er sem
sagt viðfangsefnið í þessum farsa. Hjá tölvu-
fyrirtækinu Hugdirfsku er búið að hanna
forrit sem á að sigla fram hjá vanda ártalsins
2000. Hjá fyrirtæki þessu vinna nokkrar
manneskjur sem allar nema ein reynast í
hæsta máta svikular og ómerkilegar. Sá eini
sem er ærlegur (reyndar ótrúlega vitlaus
framan af) tekur að lokum málin í sínar
hendur og rústar öllu kerfinu, vopnaður
vírusi sem smyglað hafði verið inn á verk-
stæðið. Og hérna er vitanlega framhjáhald af
ýmsu tagi, margháttaður misskilningur og
annað sem til heyrir í svona Ieik.
Fyrst um texta höfundanna. Hann er mest-
an part flatneskja og byggist mjög á aula-
bröndurum (kúk og piss) og útúrsnúningum
sem kannski mætti brosa að einu sinni, en
höfundar hafa ekki annað ráð en kreista æ
ofan í æ. Einna verst kemur þetta niður á
hlutverki hins atvinnulausa flagara Björns Pét-
urssonar (Dofri Hermannsson). Hlutverk
kvennanna eru alveg merglaus og viðleitni
Erlu Ruthar Harðardóttur (sem leikur Stellu)
og þó einkum Katrínar Þorkelsdóttur (sem
leikur Erlu) til að gefa þeim eitthvert líf og
skemmtilegheit var átakanleg lengst af. Hér
kemur það lfka til að leikstjómin er alveg í
molum og misheppnuð. Það er að vísu rétt að
nefna að þetta er fyrsta leikstjómarverkefni
Gunnars Helgasonar. En ég held að hann ætti
fremur að halda áfram að leika, þar hefur
hann margt vel gert undir stjóm smekkvísra
leikstjóra. Sá ofleikur, handapat og hávaði sem
sýningin einkennist af er ekki gæfuleg byrjun
leikstjómarferils og vona ég að nafni minn at-
hugi sinn gang vel fyrir næsta viðfangsefni af
þessum toga.
Uppskrúfaður leikstíll
Af öðrum leikendum mæðir mest á Eggert
Kaaber sem er raunar aðalmaður leiksins.
Það hlutverk er svo sem ekki stórbrotið frá
hendi höfunda en Eggert tókst þó langhelst
að gefa hlutverki sfnu heillegt og mann-
eskjulegt svipmót. Hinrik Ólafsson var utan
garna sem Jón Þór kennari. Björk Jakobs-
dóttir leikur hið slæga og vergjarna kvendi
sem heitir Vera (hvað annað?) og Jón St.
Kristjánsson er fígúran Agnar sem er þó for-
stjóri fyrirtækisins. Leikstíll beggja er upp-
skrúfaður en Jón gat þó búið til eitthvað sem
mátti kallast karakter, - hann er í rauninni
góður skopleikari.
Það mátti heyra að ýmsir hlógu dátt að því
sem fram fór á sviðinu og er það svo sem
engum of gott. Eg vil hins vegar Iáta í Ijós
þá frómu ósk að þeír tveir hópar sem að sýn-
ingunni standa skili miklu betri verkum
næst, - hvor í sínu lagi.
BÆKUR
Ævintýrasaga
Norðurljós er
nafnið á nýjustu
bók Einars Kára-
sonar, sem komin
er út hjá Máli og
menningu. Þetta
er ævintýrasaga
þar sem brugðið
er upp ógnvekj-
andi myndum af
einsemd, ást og
hetjuskap á myrkum tímum
Islandssögunnar.
Sagan gerist á átjándu öld
og segir frá drengnum Svarti,
sem er sonur dugandi bónda á
Vesturlandi. Þótt hann fæðist
á öld stórubólu og móðuharð-
inda eru þeir hörmungarat-
burðir ýmist liðnir eða
ókomnir og ríkir góðæri í
landinu. En óvandaðir menn
vaða uppi, studdir af broguðu
réttarfari og þegar Svartur er
enn barn að aldri sundra
þessir harðdrægu valdsmenn
heimili hans og flæma bróður
hans í útlegð. Upp frá því er
ævi hans mörkuð þrotlausri
leit að réttlæti sem hvergi
finnst og hefnd fyrir
misgjörðir.
Norðurljós er 269 blaðsíður
og kostar 3.980 krónur.
Söguefni úr
Sturlungu
Thor Vilhjálms- J --------
son hefur samið
skáldsögu sem
styðst við frá-
sagnir úr Sturl-
ungu og er heiti
hennar Morgun-
þula í stráum.
Sturla Sighvats-
son er aðalper- I ____
sóna sögunnar sem fjallar
um aðdraganda og eftirmála
þess að hann fór suður til
Rómar til að fá aflausn páfa
og var leiddur þar milli höfuð-
kirkna, eins og gjörla er sagt
frá í Sturlungu.
Sturla Sighvatsson var ris-
mikil persóna sem ætlaði sér
að ná æðstu völdum á Islandi,
og hafði hann flest til að bera
sem voldugan höfðingja má
prýða.
Bókin er hugvekja um vald-
ið og drambið, ofbeldið og
kærleikann og uppgjör við þá
hetjuhugsjón, sem sumir Is-
lendingar halda sig hafa tekið
í arf.
Mál og menning gefur bók-
ina út, en hún er 290 blaðsíð-
ur að lengd og kostar 3.980
krónur.
li.lon
Beðið eftir Beckett
Sunnudagskvöldið í Iðnó sýndi
að þetta fornfræga hús var ekki
gert upp í sigurhæðir til að vera
aðeins skrípakassi eins og óttast
var í ákveðnum hlutum menn-
ingarheimsins þegar einkarekstri
var hleypt í það. Hátt upp í full-
an sal áf fólki mátti sjá þegar
ljósin dofnuðu á þrjá einþátt-
unga eftir Samuel Beckett. Þor-
steinn J. Vilhjálmsson hafði veg
og vanda að og fékk valda leikara
til að hjálpa sér: Róbert Am-
finnsson, Astu Arnardóttur og
Maríu Ellingsen, sem öll skiluðu sínu og
meira en það.
Eintal
Þættirnir eru byggðir upp sem eintal sál-
ar og fráleitt af því tagi sem fær
fólk til að beijast til síðasta blóð-
dropa í biðröð eftir miða. Verkin
reyna á þolrif meðal værukærra
hlustenda og maður þarf að sitja
með bísperrta athygli til að vera
samræðuhæfur um þættina á eft-
ir; ekki hjálpa leikrænir tilburðir í
tilviki sem þessu, tvisvar sátu
Ieikararnir á stól og hlustuðu á
sjálfa sig af segulbandi, milliþátt-
urinn var aðeins hársbreidd líf-
Iegri.
Vei þeim manni sem ekki viður-
kennir að hann hafi dottið út stöku
sinnum.
Gildi
Svona dagskrá er mikilvæg í sjálfu sér og
Iðnó á einmitt að tryggja að framboð
svona kvölda verði jafnt og þétt. Sjálf-
sprottið áhugafólk fær þarna frekar
áhættulítið (vonandi) tækifæri til að
setja upp sýningar sem auka fiölbreytni í
menningarlífi. Það er nefnilega ágætt
að láta reyna á sig á annan hátt en Sjón-
varpið bauð uppá sama kvöld í öðrum
hluta Svannasöngs Hlínar Agnarsdóttur.
Ef Beckett kvöldið hefði verið sent út í
sjónvarpi hefði Þjóðarsálin truflast. En í
Iðnó fékk það hæfilega umgjörð fyrir
hæfilega marga sem eru alveg tilbúnir
að Iáta toga sig og teygja hingað og
þangað. Ut fyrir hin stöðluðu mörk.
Megi framtakið verða sem flestum
hvatning til að búa til eitthvað ólíklegt
til vinsælda.
MENNINGAR
VAKTIN
Þorsteinn J. Vilhjálmsson: setti upp einþátt-
unga Becketts.