Dagur - 18.11.1998, Qupperneq 7

Dagur - 18.11.1998, Qupperneq 7
iuvfcíTt X^ur LÍFIÐ í LANDINU FÚLKSIIMS MEINHORNID • Ferlega fer það í taugarnar á meinhorni dagsins hvað allt er orðið miðlægt þessa dagana. Meira að segja kjara- samningar eru orðnir miðlægir og nánast allt þjóðfélagið. Það Iiggur við að meinhornið sé orðið miðlægt og nöldrið líka. Islendmgar: Lítið ykKur nær • Það er með ólíkindum að það skuli þurfa að strá grófu salti á gangstíga sundlaugargesta í Laugardals- laug þegar hann frystir. Þótt þarna sé gnótt af heitu vatni virðist það vera borgaryfirvöld- um um megn að nýta það í snjó- bræðslurör til að koma í veg fyrir hálku. Þess í stað er sund- laugargestum ætlað að tipla á grófu salti á leið sinni frá bún- ingsklefum og út í Iaug. • Sem fyrr þjófstarta sumir kaupmenn jól- unum eins og venjulega. Meinhornið er iyrir löngu bú- inn að rífa allt sitt hár og skegg yfir þessu fram- ferði kaup- manna, enda viðbúið að jólin verði búin áður en þau ganga í garð. LESANDI HRINGDI Lesandi hringdi vegna spurningar dags- ins í Degi fimmtudaginn 5. nóvember sem var á þessa leið: „A að veita með- Iagsgreiðendum skattaafsláttr1' „Mig langar til að svara þar einni konu, Þóru Guðmundsdóttur formanni félags einstæðra foreldra. Hún segir bara „nei, af hverjur“ Ef hún hefði stað- ið í mínum sporum í gegnum tíðina þá hefði hún ekki sagt „nei, af hverju?“. Eg geri mér alveg grein fyrir því að allir foreldrar verða að sjá fyrir börnun- um sínum. Eg er kona komin vel yfir miðjan aldur og vel það, giftist mjög ung og eignaðist þrjú börn. Maðurinn minn losaði sig við mig þannig að ég hrökklaðist út og bjó í kjallaraholu til að bytja með. Börnin urðu eftir hjá pabba sínum. Hann skipti um lás um leið og ég var gengin út. Einn daginn þurfti hann að hafa upp á mér og sagði: „Jæja, nú skulum við fara niður í Skógarhlíð og ganga frá skilnaðinum og forræðis- málinu," - sem hann vann. Það þýddi ekkert fyrir mig að rífa kjaft því hann hlustaði ekki á það. Eg mátti borga með þremur börnum frá átta ára til átján ára. Eftir skilnaðinn hef ég aldrei fengið að hafa börnin hjá mér, hvorki um jól, páska, áramót eða neitt. I gegnum tíðina hefur gengið á ýmsu hjá mér. Börnin og pabbi þeirra hafa spjarað sig ágætlega, móðurlaus. Þau hafa orðið sterk og harðnað. Börnin mín eiga besta pabba í heimi, ég hef heyrt þau segja það. Eg hugsaði þegar ég var ung: Það er allt í lagi að skilja þau eftir hjá pabba sínum, því hann er svo góður við þau. Þau eiga eftir að stækka, fullorðnast og þroskast og þá koma þau til mín. Þessar hugsanir mín- ar hafa ekki orðið að veruleika. I dag eru börnin mín um þrítugt, eiga börn, maka og heimili. Þau koma aldrei til mín, hringja ekki einu sinni í mig. Eg þekki þau nánast ekki neitt. Eitt barnið mitt hef ég ekki séð eða heyrt £ tvö ár. Greiði skatta og skyldur Eg hef alltaf þurft að borga alla mína skatta og skyldur, barnsmeðlög og þar fram eftir götunum. Hvers vegna ekki að fella skatta hjá því fólki sem borgar barnsmeð- Iög? Vitiði hvað það er að borga með þremur börnum af verkamannalaunum og þurfa svo að lifa af afgangin- um? Þetta er kannski ekki erfitt fyrir hátekjufólk sem hefur margar milljónir í árs- laun. Eg er ekki að tala um það, ég er að tala um verka- fólk. Eg hef reynt í gegnum tíðina að fara á böll en hef ekki fundið draumaprinsinn ennþá. Þeir karlmenn sem ég hef séð og talað við eru með eitt, ________________ Strandgötu 31, 600, Akureyri Þverholti 14,105 Reykjavík Sími umsjónarmanns lesendasíðu: 460 6122 Netfang: ritstjori@dagur.is Símbréf: 460 6171/551 6270 Óskað er eftir að bréf til blaðsins séu að jafnaði hálf til ein vélrituð blaðsiða, 1000-1200 tölvuslög. Dagur áskiiur sér rétt til að stytta lengri bréf. tvö, þrjú eða jafnvel fimm sambúðaslit að baki sér, fullt af barnsmeðlögum og fullt af öðrum skuldum. Eg græði nú lít- ið á því og þá er nú betra að vera ein áfram. Svo þegar ég segi þeim að ég skuldi barnsmeðlög og annað þá hlaupa þeir allir í burtu eins íangt og þeir kom- ast því þeir eru ekki að leita sér að svo- leiðis konum. Þeir eru að leita sér að konum sem eiga íbúðir og eru skuld- Iausar, sem þeir geta jafnvel flutt inná með pokann sinn. Svona er nú mín saga. I flestöllum til- fellum fylgja börnin mæðrum sínum. Hvernig á ég og svo margir aðrir að geta greitt barnsmeðlög þegar maður stendur ekki upp úr skuldunum. Væri ekki nær að hjálpa þessu fólki eitthvað, byrja á því að minnka skattana. Þekkti ekki bamið Eg var stödd niðri á Hlemmi fyrir mörg- um árum síðan, sá stálpaðan ungling og hugsaði með mér: Þetta er barnið mitt. Eg labbaði að unglingnum sem sneri sér \áð og horfði á mig. Þá var þetta ekki barnið mitt, ég þekkti það ekki betur en þetta. Eg sneri mér við og það fóru tár niður kinnarnar á mér. En ég varð að vera sterk og hrista þetta af mér. Það voru þung spor þegar ég labbaði út af heimilinu, það huggaði mig enginn þeg- ar ég var búin að missa allt út úr hönd- unum á mér, manninn minn, börnin mín og heimilið. Það sem maður missir í lífinu fær maður aldrei aftur. Ég var ekki að biðja um þessar skuldir, ég var ekki að biðja um þennan skilnað, ég var ekki að biðja um þessa erfiðleika. Mér var hreinlega kastað út. Hann var búinn að fá leiða á mér, blessaður karlinn. Hann vildi vera einn með börnunum sínum og hann fékk það. Með frekju- inni hafðist það. Stundum átti ég ekki ofan í mig og ég tek það fram að börnin voru ekki tekin af mér útaf óreglu. Með þessu bréfi mínu er ég ekki að biðja um hjálp. Eftir því sem ég lifi lengur minnka skuldirnar hjá mér. Von- andi verð ég orðin skuldlaus þegar ég hrekk uppaf. En það eru ábyggilega margir úti í þjóðfélaginu sem þurfa á hjálp að halda sem eru að ganga í gegn- um svona erfiðleika eins og ég er búin að ganga í gegnum. En hugsið um það ungu mæður: Verðið aldrei viðskila við börnin ykkar. Reynið að berjast því heimurinn er svo grimmur. Hugsið ekki eins og ég þegar ég var ung: Þetta lagast allt þegar börnin verða stór. Þetta er ekki þannig. Ég vona að ungar íslenskar mæður Iáti ekki fara illa með sig eins og ég hef látið fara með mig. Ég víl líka benda á eitt: Það er alltaf verið að safna handa bágstöddu fólki úti í heimi og líka út- lendingum sem koma hingað sem flóttafólk. Það er allt gott um það að segja. En það er lítið gert af því að hjálpa básgtöddum íslendingum sem egia ekki í sig og á útaf skuldum. Eitt að lokum: íslendignar, lítið ykkur nær. VEÐUR *i i! f M VI 'A M t\ 'I l\ v M I' k r* M M 1 1 1/ í í MIÐVIKUDAGUR 18. NÓVEMBER 1998 - 23 Veðrið í dag... Vaxandi suðaustanátt og dálítil súld eða rigniug með köflum suðvestan til og allra vestast á Vesturlandi en skýjað að mestu annars staðar um morguninn. Allhvasst eða hvasst og súld eða rigning sunnan- og vestantil en kaldi og skýjað á Norðurlandi síðdegis. Hiti 0-7 stig, mildast suðvestanlands. Reykjavík ASA4 SSV3 SSA4 S5 SA4 SA3 ASA4 SSA5 SV5 Stykkishólmur ASA5 S3 SA5 SSA5 SA4 ASA3 ASA4 SA6 SV4 Bolungarvík ANA4 SA2 A4 ANA3 ANA2 ANA3 A2 A3 ANA3 Blönduós Flm Fös Lau Sun m ...| hí: A2 S1 A1 SSA2 S1 A1 SA2 SA2 SSA3 Akureyrí ASA3 S2 SSA3 S3 Egilsstaðir SA3 SV2 S3 SSV3 Kirkjubæjarklaustur Stórhöfði SSA3 ASA7 SA9 SV9 Veðurhorfur næstu daga Línuritin sýna fjögurra daga veðurhorfur á hverjum stað. Iínan sýnir hitastig, súluritið 12 tima úrkomu en vindáttir og vindstig eru tilgreind fyrir neðan. Færð á vegum Hálka og hálkublettir eru víðast í öHum landshlutum, og flughált er í Beruörði. Skafrenningur og þungfært er um Mývatns- og Möðrudalsöræfi. Að öðru leyti er greiðfært.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.