Dagur - 19.11.1998, Qupperneq 1

Dagur - 19.11.1998, Qupperneq 1
FIMMTUDAGUR 19. nóvember 1998 1. árgangur- 10. Tolublað ViU uppstniingu profkjor ene Drífa Hjartarddttir viH ad stiHt verði upp á Usta Sjálfstæðis- Hokksins á Suður- landi og styður Ama Johusen í 1. sætið. Keppinautum um fyrsta sætið á framboðslista Sjálfstæðisflokks- ins á Suðurlandi hefur fækkað um einn því Drífa Hjartardóttir, varaþingmaður flokksins, hefur ákveðið að sleppa þeim slag og býður sig þess í stað fram í 2. sætið. „Mér finnst bara erfitt að fara að keppa við hann Arna um fyrs- ta sætið. Við höfum unnið svo mikið saman. Eg tel affarasælla fyrir mig að stfla á annað sætið. Ég er ekki mikið fyrir að keppa við þá sem ég vinn með. Ég vil frekar keppa við andstæðing- ana,“ segir Drífa. Hún styður Arna í fyrsta sætið. „Ég met það svo að hann muni ná fyrsta sætinu hver sem færi í prófkjör á móti honum. Þótt ekki séu allir ánægðir með hann í fyrsta sætið þá hefur hann unnið það vel fyrir kjör- dæmið að hann mun halda því,“ segir Drífa. Auk Arna hafa Kjart- an Olafsson, framkvæmda- stjóri, og Olafur Björnsson, lög- fræðingur, lýst yfir að þeir stefni á efstu sæti. Drífa Hjartardóttir: Vill ekki keppa við samherja í pólitík. Ógeðfelldui slagur Drífa segist vera búin að fara í gegnum mörg prófkjör, bæði í sveitastjórnar- og alþingiskosn- ingum og því sé td. ekki að leyna að Eggert Haukdal og stuðnings- menn hans hafi nánast lagt fæð á sig eftir að hún felldi hann í próf- kjöri. Hana langar ekki í svona slag. „Nei mér finnst hann frekar ógeðfelldur. Mér finnst þess- ar innbyrðis deilur ekki góð- ar.“ Ekki hefur enn verið ákveð- ið hvernig staðið verður að vali á framboðslista flokksins en það verður gert á fundi kjördæm- isráðs 29. nóv- ember næst- komandi. Búist er við að stjórn ráðsins leggi til að haft verði prófkjör. Drífa seg- ist gefa kost á sér í annað sæti burtséð frá því hvaða aðferð verði notuð, en hún vill að það verði stillt upp á listann. „Ég held að það sé einhugur um það í Rangárvallasýslu að það verði uppstilling. Það heyrast að- allega raddir um prófkjör úr Ár- nessýslu. Ég held að menn séu orðnir dálítið þreyttir á þessum prófkjörsslag. Þegar farið er í prófkjör verður að vera stemmn- ing fyrir því hjá fólkinu sjálfu." Drífa segir að reynslan af nýaf- stöðnu prófkjöri sjálfstæðis- manna á Reykjanesi hafi ekki orðið til að auka áhuga manna á prófkjörum. „Þessi gegndarlausi fjáraustur í prófkjör er náttúrlega ógeðfelldur svo vægt sé til orða tekið.“ -VJ Fagnar stuðningi „Ég fagna öllum stuðningi við mig. Við Drífa höfum átt gott samstarf," segir Arni Johnsen en vill að öðru leyti ekki tjá sig um ákvörðun Drífu. „Kjördæmisráð á eftir að taka ákvörðun um aðferð og mér er í raun alveg sama hvaða aðferð er valin. Það getur þurft að taka til- lit til margra þátta þegar tekin er afstaða til slíks. Ég held að það geti verið rétt að það væri æski- legra að komast hjá prófkjöri en það getur verið að það sé nauð- synlegt," segir Árni Johnsen. -VJ Míllilandasi frá Þorláks Samið heíur verið við portúgalskt fyrirtæki um reglulegar sigling- ar miHi Þorlákshafn- ar og megiulands Evr- ópu. Reglulegar siglingar flutninga- skipa milli Þorlákshafnar og meginlands Evrópu eru hafnar. Það er B. Haraldsson sem stend- ur fyrir þessum flutningum og hefur samið við stórt portúgalskt fyrirtæki um siglingarnar. Að sögn Björns Haraldssonar fram- kvæmdastjóra mun skipið verða í reglubundnum siglingum og koma á um 23 daga fresti. Frum- kvæðið að þessum siglingum er komið frá þeim saltfiskútflytj- vöruskemmur. Þá er stefnt að því að Þorlákshöfn verði aðaltoll- höfn og að meira verði um vöru- flutninga sem fari um höfnina þar og beinar siglingar milli Þor- lákshafnar og annarra landa. -FIA. Óeðlileg niismiimm Tillaga um að ræða við Rarik um kaup á veitulögnum þeirra hefur verið vísað til stjórnar Sel- fossveitna. Samúel Smári Hreggviðsson lagði tillöguna fram á sfðasta fundi bæjar- stjórnar og sagði þá að íbúum Arborgar væri mismunað því hluti þeirra keyptu orku af Rarik og greiddu um 10% hærra verð en væri hjá Selfossveitum. Þorvaldur Guðmundsson benti á að miklar breytingar væru í vændum í skipan orku- mála og því beri að fara sér hægt í þessu máli. Samþykkt var samhljóða að vísa tillögu Smára til veitustjórnar. Rætt imikeimara Fræðslustjóra Arborgar hefur verið falið að ræða við trúnaðar- menn kennara, en alls hafa 37 kennarar í grunnskólum bæjar- ins sagt upp. Flestir hafa sagt upp frá og með 1. febrúar nk. og eigi að framlengja uppsagnar- frest þeirra verður að gera það með 6 vikna fyrirvara. Fulltrúar Árborgarlistans lýstu áhyggjum sínum yfir „aðgerðar- leysi í viðræðum" við kennara á fundi bæjarstjórnar í síðustu Ingunn Guðmundsdóttir. viku og Z-Iistinn krafðist þess það yrði gengið strax til við- ræðna við þá. Ingunn Guðmundsdóttir, for- maður bæjarráðs, sagði starfs- hópinn hafa skrifað Kennarafé- Iagi Suðurlands, en svar hefði ekki borist og sagði mjög óljóst hveija á að ræða við. Undir það tók Kristján Einarsson. Hann sagði einnig óæskilegt að brjót- ast út úr samstarfi við önnur sveitarfélög um málið. Portúgalska flutningaskipið Florinda lét úr Þorlákshöfn ámánudagskvöld. endum sem eru ekki í SÍF. Skip- ið mun þó auðvitað flytja fleira en saltfisk. Frá Þorlákshöfn er siglt til Ala- sunds í Noregi og þaðan til Portúgals og aftur til Þorláks- hafnar. Heim frá Portúgal mun skipið taka vörur sem einkum koma frá Portúgal og Spáni, bæði hingað til Iands og til Noregs. Verið er að bæta aðstöðuna í Þorlákshöfn til inn- og útflutn- ings. Verið er að koma upp frysti- geymslum og áætlað er að reisa Kennari óskast Við Gaulverjaskóla í Flóa er laus kennarastaða frá áramótum. Aðallega er um að ræða kennslu yngri barna. Upplýsingar gefa skólastjóri í síma 486-3399 / 486-3405 og formaður skólanefndar í síma 486-3393.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.