Dagur - 26.11.1998, Síða 1

Dagur - 26.11.1998, Síða 1
„Ég hetd reyndar að það sé mjög gagnlegt fyrir bókmenntafræðinga að skrifa skáidskap. Margir hafa enga trú á að þeir geti skrifað góðar sögur, en það viðhorf finnst mér lýsa vissum fordómum, “ segir Árni Sigurjónsson sem er doktor í bókmenntafræði en sendir nú frá sér fyrstu skáldsögu sína. mynd: pjetur. Lúx erheiti áfyrstu skáldsöguÁma Sigur- jónssonar.; sem kom út hjá Máli og menningu jyrirskömmu. í sög- unni segirfrá ungum heimspekinema sem fær sumarvinnu íLúx- emhorg og lendirí kjöl- farið í margvíslegum ævintýmm. Árni Sigurjónsson, sem er doktor í bókmenntum en starfar nú sem forritari hjá Islenskri erfðagrein- ingu, hefur skrifað íjórar bækur um bókmenntafræði en sendir nú frá sér fyrstu skáldsögu sína. En af hverju fer bókmenntafræð- ingur að skrifa skáldsögu? „Ætli það megi ekki bera þetta saman við það þegar sölumenn kaupa sér vöru - ég held þeim finnist sumum álíka gaman að láta selja sér eitthvað og að selja sjálfir," segir Árni. „Sem bók- menntafræðingur hefur maður verið við sitt búðarborð og auð- vitað sett sig í spor þess sem er hinum megin við diskinn. Eg held reyndar að það sé mjög gagnlegt fyrir bókmenntafræð- inga að skrifa skáldskap. Margir hafa enga trú á að þeir geti skrif- að góðar sögur, en það viðhorf finnst mér lýsa vissum fordóm- um. I starfi sínu sökkva bók- menntafræðingar sér niður í vinnubrögð skálda, kanna til dæmis byggingu og stíl verkanna. Þetta þýðir þó ekki að einhvers meira þurfi að vænta af þeim en öðrum höfundum, en það þarf heldur ekki að vænta neins minna. Eg held að það sé jafn gagnlegt fyrir bókmenntafræðinga að skrifa skáldverk og það er fyrir skáld að skrifa gagnrýni. Á því sviði höfum við átt marga frábæra höfunda eins og til dæmis Halldór Laxness, Thor Vilhjálmsson og Guðberg Bergsson, sem allir eiga það sameiginlegt að hafa skrifað afburðagagnrýni um myndlist, og Laxness er auðvitað einn af bestu bókmenntagagnrýnendum sem við höfum átt fyrr og síðar." Gaman að mega skrökva - Hvað kom þér mest á óvart þeg- ar þú fórst að skrifa skáldsögu? „Það kom mér á óvart hvað mér fannst það skemmtilegt. Eg hef skrifað nokkrar bækur um bókmenntafræði, þannig að það var mér mjög eðlileg stelling að sitja löngum stundum á stól fyrir framan tölvuskjáinn. Svo verð ég að viðurkenna að mér fannst af- skaplega gaman að mega skrökva á prenti. í starfi bókmenntafræð- ings kemur að því að manni finnst maður vera um of bundinn af staðreyndum og því er gaman að bregða á leik, og það fylgir því viss frelsistilfinning. Þegar mað- ur er að skrifa um staðreyndir geta menn geyst fram á sviðið og sagt rangt farið með, jafnvel kvartað undan því að maður hafi ekki vitnað í þá. I skáldverkum gilda önnur lögmál. Þó að gagn- rýnendur og aðrir geti komið með ýmsar athugasemdir og að- finnslur um skáldsögu, þá hafa þeir engan rétt á að nöldra yfir því að eitthvað í bókinni sé ekki sannleikanum samkvæmt." - Af hverju læturðu söguna ger- ast á áttunda áratugnum? „Það var mjög nærtækt. Ákveðnar aðstæður sem ég lenti í fyrir tveimur áratugum urðu kveikja að þessari sögu. Mjög skömmu eftir að ég hafði lent í þeim sagði ég við sjálfan mig: „Hér er nokkuð sem mig Iangar til að skrifa um, já: ég skrifa skáldsögu um þetta." Og þessi hugsun hefur hvarflað að mér siðan, ótal sinnum. En reyndar hefur þessi bók Iíklega átt sér lengri meðgöngutíma en tuttugu ár. Um daginn var ég að gramsa í gömlu drasli í kjallaranum hjá mér og fann ritgerð sem ég skrif- aði þegar ég var þrettán ára gam- all. Hún fjallar um sögumann sem fer í einkennilega sumar- vinnu á Englandi. Þetta er mjög svipuð hugmynd og sú sem finna má í Lúx, þannig að hún hefur víst fæðst mjög snemma." Ekki þroskasaga Nú er sögupersónan fremur ístöðulaus og leitandi ungur pilt- ur, er þetta þroskasaga? „Það má ef til vill segja að bjálfinn taki einhverjum framför- um í bókinni. Hins vegar er þetta að miklu leyti gamansaga og í gamansögum eru karakterar oft nokkuð flatir, það liggur í eðli þeirra og þjónar sögunni sem skemmtiefni. Ef við viljum flokka söguna sem gamansögu þá er kannski hæpið að líta á hana sem þroskasögu.“ - Ætlarðu að skrifa fleiri skáld- sögur? „Eg veit það ekki. Eg hafði gaman af að skrifa þessa bók en ég er í öðrum og ólíkum verkefn- um þessa stundina og veit ekki hvað verður." -KB 15.900, KEH 1700/utvarp og segulbandstæki 29.900 4x22w magnari • Stafrænt utvarp • 24 stoðva minni BSM • Loudness • Framhlið er hægt að taka úr tækinu • Aðskilin bassi/diskant Kr. H ■iiviufvui mmmmmmmm BRÆÐURNIR KEH 2700/utvarp og seguibandstæki m i DEH 345/útvarp og geislaspilari • 4x35w magnari • RDS • Stafrænt útvarp • 18 stöðva minni • BSM • Loudness • Framhlið er hægt að taka úr tækinu > Aðskilin bassi/diskant • RCA útgangur • Klukka > 4x35w magnari • Stafrænt útvarp >18 stöðva minni • RDS • BSM • Loudness • Framhlið er hægt að taka úr tækinu • Aðskilin bassi/diskant • RCA útgangur • Klukka Lá g m úIa 8 533 2800 Umboösmenn um land allt Vesturland: Málningarþjónustan, Akranesi. Kf. Borgfirðinga, Borgarnesi.Blómsturvellir, Hellissandi. Norðurland: Kf. V-Hún., Hvammstanga. Kf. Húnvetninga, Blönduósi. Verslunin Hegri, Sauðárkróki. Rás, Þorlákshöfn. Geisli.Vestmannaeyjum. Reykjanes: Ljósboginn.Keflavík. Rafborg, Grindavík. Guðni Hallgrímsson, Grundarfiröi. Asubúð.Búðardal Vestfirðir: Geirseyrarbúöin, Patreksfiröi. Rafverk, Bolungarvík. Straumur, ísafiröi. Hljómver, Akureyri. Kf. Þingeyinga, Húsavík. Austurland: Kf. Héraösbúa, Egilsstööum. Vélsmiðja Hornafjarðar, Höfn Hornafirði. Suðurland: Árvirkinn, Selfossi. L

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.