Dagur - 03.12.1998, Blaðsíða 4

Dagur - 03.12.1998, Blaðsíða 4
20-FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 1998 „T>ítgur MENNINGARLÍFIÐ I LANDINU Hefaldreiortljóð „Ég mun, eins og ég hefáður sagt, fara með þessi mál til fólksins í landinu, leggja þetta undir dóm kjósenda. Ég kvíði því í engu. Og verði niðurstaðan opið prófkjör þá mun ég taka þann slag, “ segir Hallgrímur Helgason, sem segist leggja nýja Ijóðabók sína undir dóm kjósenda. Nýlegakom úthjá Máli og menningu Jyrsta IjóðabókHall- gríms Helgasonar sem berhinn skáldlega titil Ljóðmæli 1978-1998 - Hallgrímur, getur þú ort? „Þetta er spurning." - Og þetta er ekkert svar. „I spurningu sérhvers manns er svar hans falið.“ - Nú hefur þú fengið slæma dóma fyrir þau Ijóð sem þú hefur hirt ú prenti. „Eg hef nú þegar áfiýjað þeim dómum.“ - Og hvert er hægt að áfrýja dómum hókmenntagagnrýnenda? „Til lesenda. Ég mun, eins og ég hef áður sagt, fara með þessi mál til fólksins í landinu, Ieggja þetta undir dóm kjósenda. Eg kvíði því í engu. Og verði niður- staðan opið prófkjör þá mun ég taka þann slag.“ - Hefur sauðsvartur almúginn vit á hókmenntum? „Ef það er eitthvað sem þessi öld hefur kennt okkur þá er það það að menntamönnum skjátlast iðulega. Almenningur neitaði að fylgja þeim í austurveg og var blótað í sand og ösku af útúr- lesnum alvitringum fyrir „heimsku alþýðunnar“. Við sjá- um þetta nú gerast enn á ný í gagnagrunns-málinu. Almenn- ingur er glettilega glöggur og hefur tilhneijgingu til að rata á rétta braut. Imyndaðu þér bara: Ef menntamenn fengju einir að ráða í þessu landi væri Páll Skúlason forsætisráðherra. An þess að ég kasti neinni rýrð á þann ágæta mann, þá treysti ég nú Davíð betur til þess. Sem betur fer höfum við almenning til að hafa vit fyrir vitringunum." Búiim að tryggja vonda dóma - Fórst þú aldrei í hókmennta- fræði í Háshólanum? „Jú jú. Ég var í bókmennta- fræði í Háskólanum í 45 mínút- ur. Það var 40 mínútum of langt. Ég ætlaði að ganga út eft- ir 5 mínútur en kunni ekki við það. Maður er svo vel upp alinn. Ég sat aftarlega í stofunni, við glugga, og hugleiddi reyndar að lauma mér út um hann, en þetta var bara á þriðju hæð. Eftir á var ég þó geysilega gramur út í sjálf- an mig fyrir að hafa setið svona Iengi í Háskólanum." - En er þetta almenningsdekur þitt ekki hara gamla íslenska tuggan sem tekur hrjóstvitið fram yfir hókvitið? „Ég hélt að þú vissir það nú Kolla mín, að sem eðalkrati þá hugsar þú að sjálfsögðu með brjóstunum. Það er líka reynsla mín að því stærri sem brjóstin eru, því gáfaðri er konan, hinar eru of vitgrannar." - Ertu að segja að Pamela And- erson sé séní? „Nei, hún er með silíkon. Sillý kona.“ - Þú kvíðir þá ekki þeim dóm- um sem þú átt í vændum fyrir þessa nýju hók? „Ég held satt að segja að sé ég nokkuð örugglega búinn að tryggja mér mjög slæma dóma.“ - Já. Nú ritaðir þú grein í Fjölni ífyrra þar sem þú skamm- aðist út í önnur Ijóðskáld fyrir að yrkja ekki nógu vel. Ertu nú að sýna okkur hvemig eigi að yrkja Ijóð? „Ég hef aldrei ort Ijóð. I bók- inni eru engin ljóð. Orðið „ljóð“ er ónýtt. Það er búið að eyði- Ieggja það. Maður fær léttan hroll þegar maður heyrir það. Það hefur sama hljóm og orðið „jóð“. Okkur finnst betra að kalla það bara „barn“. Þess vegna kýs ég fremur að yrkja kvæði. Ég áttaði mig á þessu á unga aldri og henti þessum þremur ljóðum mínum og hef haldið mig við kvæðin síðan. Mér fannst það bara hreinlega hallærislegt að yrkja ljóð. Hið svokallaða „ljóð“ er Iíka hætt að vera ljóð. Það hefur þróast út í annarsvegar stutta hnyttni, eða brandara og hinsvegar einhvers- konar örsögu. Maður heyrir þetta á Ijóðakvöldunum. Skáldin eru bara að segja stuttar skrýtn- ar sögur. Svo verður maður hissa að sjá þetta á pappír, sett upp í mislangar línur. Mér finnst mun heiðarlegra að ganga alla leið eins og til dæmis Haraldur Jóns- son gerir. Hann setur „ljóðin" sín upp í einfalda textakassa á siöunm. Ljóðið jiolir ekki kulda og regn - En eiga kvæði þá eitthvað meira erindi á okkar tímum? Er það ekki freltar ódýr lausn að leita aftur í rím og stuðla? „I enda blindgötunnar er bakkgírinn eina Iausnin. A hverju nærðist ítalska endur- reisnin? Og hvað gera ljóðskáld- in þegar þeim liggur mikið við? Það var dáldið merkilegt að heyra þau niðrá Austurvelli að mótmæla virkjunum á hálend- inu. Þau lásu eingöngu kvæði, allt var frá liðinni öld. Þegar loksins virkilega reynir á eru þau fljót að varpa frá sér Ijóðinu og grípa til vopna: ríms og stuðla. Kannski var þetta vegna þess að þau voru að lesa upp utandyra og allir vita að ljóðið er við- kvæmt og þolir ekki kulda og regn. Þegar yrkja þarf hraustlega verður formið að vera vel bund- ið. Þú ferð ekki yfir hálendið að vetri til klæddur í „opið form“. Þetta Ieiðir svo hugann að Shakespeare, en allt hans bundna mál var miðað við flutn- ing utandyra. Elísabetar-leikhús- in voru þaklaus. Kannski er það þess vegna sem það endist svona vel?“ - Er það nú ekki frekar inni- haldið sem skiptir máli þegar upp er staðið? „I öllum stórum skáldskap er form og innihald eitt. Og þegar innihaldið er vel bundið er erfið- ara fyrir tímann að naga það í sundur með tönnunum.“ - Heldurðu að honum gangi hetur með nútímaljóðin? „Já. Ég vorkenni honum bara að þurfa að japla á þessu. Það er svo Iítil næring í þeim.“ KB DISKAR Fyrsta jólaplata Kristjáns Jóhanns- sonar Á morgun, föstudaginn 4. desember, kemur út geisla- platan Helg eru jól, þar sem Kristján Jóhannsson og Mótettukórinn flytja nokkrar fegurstu söngperlur jólanna, bæði forna sálma og nýrri lög. Þetta er fyrsta jólaplata Kristjáns en þar IjM ~S~l eru upptökur frá jólatónleikum hans og IHK, Mótettukórsins, gj 14 sem haldnir voru í Hallgríms- kirkju 18. des- H ember í fyrra. Orgelleikari er Dou- glas A. Brotchie en einnig lék Hljómskálakvintettinn á tón- leikunum. Hann skipa Ásgeir H. Steingrímsson, Sveinn Birgisson, Þorkell Jósefsson, Oddur Björnsson og Bjarni Guðmundsson. Meðal laga á plötunni eru Heims um ból, Betlehems- stjarnan, Nóttin var sú ágæt ein, O helga nótt, Ave Maria eftir Bach og Ave Maria eftir Sigvalda Kaldalóns, Það aldin út er sprungið og Guðs kristni í heimi. Betlehems- stjarnan er eftir Áskel Jóns- son, föður Harðar stjórnanda og stofnandá Mótettukórsins. Margar hljómplötur hafa komið út með Kristjáni, hjá erlendum og innlendum út- gefendum, en þetta er fyrsta platan sem Skífan gefur út með honum. Mótettukórinn hefur haldið tónleika víða um heim og hefur hvarvetna vakið mikla athygli fyrir vandaðan og fág- aðan flutning og þótt í röð bestu kóra á sínu sviði. Skífan gefur plötuna út en hljóðritun annaðist Stafræna hljóðupptökufélagið ehf., tæknimenn voru Ari Daníels- son, Sveinn Kjartansson og Jón Helgi Jónsson. Hljóð- blöndun og eftirvinnslu sá Sveinn Kjartansson um. V______I____________/ Hvar er handbolta- sáLfræðingiirirai? Það var heldur óskemmtilegt að verða vitni að síðustu mínútun- um í leik íslenska landsliðsins í handknattleik við Ungverja. Þeg- ar íslensku landsliðismennirnir áttuðu sig á því að þeir væru komnir í vanda fylltust þeir ör- væntingu og hófu að leika eins og ráðlaus ungabörn. Við höfum margoft orðið vitni að svipuðum atvikum í íþróttaiðkun Iandans. Þó hefur fumið og fátið sjaldnast orðið jafn vandræðalegt og síð- astliðinn sunnudag þegar tauga- bilaðir stráklingar komu boltanum hvað maður nokkur sem gegni heitinu hand- eftir annað í hendur andstæðinga sinna. boltasálfræðingur og sé einstaka sinn- MEIMNINGAR VAKTIN Kolbrún Bergþórsdbtti Liðið uppskar eftir því. Aldrei þessu vant reyndi þó enginn að kenna dómurunum um úrslitin. Sennilega er það framför. Is- lensku handknattleiksmennirnir hafa sennilega meiri hæfileika til að handfjalla bolta en að sýna sjálfstjórn á ögurstundum. Því er ljóst að brýnasta verkefni lands- liðsþjálfarans í handknattleik ætti að vera að gera mönnum sínum Ijóst mikilvægi þess að halda haus í mótlæti og sýna yf- irvegun. Nú skilst mér að til sé „Núverandi þjálfari veldur greinilega ekki verkefni sínu þótt yfirmenn hans séu tregir til að viðurkenna þá staðreynd. Það læðist að mér sá grunur að væri landsliðsþjálfarinn útlendingur væru þessir sömu menn þegar búnir að reka hann.“ um fengin til að messa yfir „drengjun- um okkar“. Það er nokkuð ljóst að efla verður umsvif þess manns og hugsan- lega gæti hann komið í þjálfara stað. Núverandi þjálfari veldur greinilega ekki verkefni sínu þótt yfirmenn hans séu tregir til að viðurkenna þá staðreynd. Það læðist að mér sá grunur að væri landsliðsþjálfarinn útlendingur væru þessir sömu menn þegar búnir að reka hann. Kollegi minn á næsta bás segir ljóst að Duranona hefði bjargað málum hefði honum verið gefið tækifæri til. Hans lausn er sú að gera Duranona að næsta landsliðsþjálfara Islendinga í handknatt- leik. Þetta er mæt tilllaga en ég held þó að handboltasálfræðingurinn sé þarfara þing.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.