Dagur - 17.12.1998, Blaðsíða 7
Xfc^wr
MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 1998 - 23
LÍFIÐ í LANDINU
VEÐUR
FÓLKSINS
MEINHORNIÐ
• Meinhorn er
blóðargur út í
Gatnamálastjóra.
Einhverju eðjót-
inu þar datt það
snjallræði í hug
að skera út fag-
urlega ferhyrnta
holu ofan í göt-
una á horni
Hringbrautar og
Hofsvallagötu.
Slíkar holur, þótt
symmetrískar
séu, sjást ekki í
skammdegis-
myrkrinu og hver
sá sem þarf að
beygja upp Hofs-
vallagötu er
býsna líklegur til
að höggva ofan í
bévítans holuna.
Meinreiðin, þ.e.
eðalskrjóður
Meinhorns, gerði
einmitt þetta fyr-
ir skömmu og
maðurinn á hjól-
barðaverkstæð-
inu var alveg yfir
sig bit þegar
hann sá risavaxið
gatið á slöng-
unni...
Iltli drenguiinn
og stígvélin
JOHANNA HALLDORSDOTTIR
SKRIFAR
Ég þekki einn lítinn dreng sem er
nægjusamur eins og aðrir litlir drengir,
ef þeir fá að vera það í friði. Eins og
aðrir drengir var hann að stækka, og
einn góðan veðurdag sagði hann við
mömmu sína: „Ég held ég fari varla í
þessum stígvél-
um í leikskólann
þó ég sé í þeim
heima." Þá var
nefnilega komið
haust og farið að
snjóa, komið al-
gjört stígvélaveð-
ur. Svo horfði
hann ofan á
tærnar á sér og
mamman skildi
allt í einu að
hann hafði verið
einum of lengi í
götóttum stígvél-
um, og einum of
Iengi í ofnþurrk-
uðum sokkum.
Daginn eftir
fékk litli drengur-
inn ný stígvél, og
gleði hans var gleði allra barna i heim-
inum þegar stórkostleg vandamál eru yf-
irstigin og gleði frelsisins er endur-
heimt. Kannski hafði hann velt vandan-
um lengi fyrir sér, samt þótti honum
vænt um þessi gömlu ljótu hripleku,
kvaddi þau og henti út í tunnu sjálfur,
en setti þau fyrst í pokann sem þessi
nýju komu úr. Um kvöldið lét hann nýju
stígvélin við rúmið sitt fyrst þau voru
ennþá hrein, og ætlaði aldrei að geta
sofnað því þau voru svo falleg og svört
með endurskinsborðum allan hringinn
og hann sjálfur átti þau. Og enginn
hafði átt þau á undan honum.
Glaðst af öllu hjarta
Ég þekki þennan litla dreng sem kann
að gleðjast yfir litlu. Ég þekki fleiri
þannig börn sem dást að fiðrildum,
norðurljósunum, karlinum í tunglinu,
grýlukertum, blómum og undarlegum
skýjum, og verða himinsæl yfir poka
með brjóstsykri, leikhúsferð eða því að
spila Löngu\itleysu. Börn sem gleðjast
af öllu hjarta. Unun er að upplifa slíkar
stundir því manni finnst að þeim hafi
verið fengnar stjörnur, sólir og tungl
ofan af himninum, og andartakið verður
eilíft. Ég þekki mörg svoleiðis börn.
En ég þekki líka börn sem eira ekki
við neitt og virðast ekki kunna að meta
neitt sem gert er fyrir þau, allavega þarf
það að kosta mikið og vera eitthað „ýkt“
eða „meiriháttar“, og það þarf alltaf að
vera að gefa þeim tilbreytingu, þau
þurfa að fá eitthvað nýtt á hverjum degi,
föt, dót, nammi, peninga, bíó, endalaus-
ar ferðir hingað og þangað og þess á
milli eru enda-
laus leiðindi.
En af hverju?
Hver hefur vanið
þau á slíka hegð-
un? Einhver
sagði að fólk
kynni ekki gott
að meta nema
vanta þá dálítið
fyrst. Það er
reyndar alls ekki
til eftirbreytni að
hafa börn lengi í
götóttum stígvél-
um, en varla
heldur að láta
börn eiga 3-4 pör
af stígvélum,
ofgnótt af
allskyns dóta-
drasli sem hryn-
ur í sundur ef það er notað, troðfulla
fataskápa svo þau hangi í tískunni (þó
þau séu bara 2ja ára...) og þeytast með
þau út og suður eltandi hverskyns vit-
leysu „sem börn hafa svo gaman og gott
af‘.
Kostar ekki neitt
Hafið þið foreldrar aldrei tekið eftir að
börn eiga sér uppáhaldsföt og fara
aldrei í neitt annað, uppáhaldsdót sem
þau leika sér að, þar sem pláss er fyrir
öllu hinu dótinu sem fær að liggja
óhreyft, eina eða tvær uppáhaldsspólur,
allar hinar safna ryki, og eru aldrei
hamingjusamari en þegar þið lesið fyrir
þau á kvöldin eða teiknið með þeim????
Það hefur náttúrlega þann galla að
það kostar ekkert!
En það er hreint ótrúleg hvað fólk
leggur á litla fólkið. Og nú eru jólin
framundan og jólasveinarnir alveg að
fara á kreik. Vonandi verður þó gleðinni
ekki ýtt út í horn, leyfum börnunum
okkar að vera nægjusöm, og umfram allt
leyfum börnunum okkar að vera börn.
Því þeirra gleði er okkar gleði.
Með aðventukveðju úr Blöndudalnum.
„Leyfum börnunum okkar að vera nægjusöm, og
umfram allt leyfum börnunum okkar að vera börn.
Því þeirra gleði er okkar gleði. “ mynd: brink
Athugasemd við íjölmiöl.irvni
________________
Strandgötu 31, 600, Akureyri
Þverholti 14,105 Reykjavík
Sími umsjónarmanns
lesendasíðu:
460 6122
Netfang: ritstjori@dagur.is
Símbréf: 460 6171/551 6270
Óskað er eftir að bréf til
blaðsins séu að jafnaði hálf til
ein véirituð blaðsíða, 1000-1200
tölvuslög. Dagur áskilur sér rétt
til að stytta lengri bréf.
Hildur Helga er í M
SIGURÐUR G. VALGEIRSSON
DEILDARSTJÓRI INNLENDRAR
DAGSKRÁRDEILDAR
SJÓNVARPSINS
SKRIFAR
Björn Þorláksson kvartar yfir
því í umljöllun um fjölmiðla
í Degi, laugardaginn 12. des-
ember, að þátturinn ... þetta
helst hafi í tvígang fallið af
dagskrá Sjónvarpsins og
hnýtir í framhaldi af því í
Hildi Helgu Sigurðardóttur
og Sjónvarpið fyrir ófag-
mannleg vinnubrögð.
Þessi orð verð ég að leiðrétta. Það er
með ráðum gert að senda þáttinn ...
þetta helst út í tveimur lotum í vetur.
Fyrri lotu er nú lokið og þráðurinn verð-
ur síðan tekinn aftur upp þann 14. jan-
úar næstkomandi.
Mér þykir Ieitt að kynning á þessum
tilbrigðum f dagskránni hafa farið fram-
hjá Birni og að gremja hans skuli bein-
ast að Hildi Helgu Sigurðardóttur sem
hefur staðið sig frammúrskarandi vel
sem þáttastjórnandi ... þetta helst hjá
Sjónvarpinu.
Veðrið í dag...
Norðan hvassviðri eða stormur og snjókoma eða él,
einkum á norðanverðu landinu, en hægari breytileg átt og
skúrir fram eftir degi suðaustan til. Kólnandi veður.
Veðurhorfur næstu daga
Línuritin sýna íjögurra daga veðurhorfur á
hverjum stað. Linan sýnir hitastig, súluritið 12 tima
úrkomu en vindáttir og vindstig eru tilgreind fyrir neðan.
Færð á vegum
Á Vcstfjörðum er snjókoma og skafrenningur á heiðum og ófært
er um Hrafnseyrarheiði, Dynjandisheiði og Klettsháls. Snjókoma
og skafrenningur er víðast hvar á Norður- og Norðausturlandi.
Þungfært er um Kísilveg, Mývatnsöræfi og fyrir Tjömes. Ófært
er run Möðrudalsöræfi, á Fjarðarheiði og Breiðadalsheiði. Þá er
slæmt ferðaverður á Hálsum, Sandvíkurheiði og Brekknaheiði. Á
Suðausturlandi er þæfingsfæró á milH Djúpavogs og Hafnar, en
fært þaðan með suðurströndinni til Reykjavikur.
SEXTÍU
OG
SEX
NORÐUR