Dagur - 22.12.1998, Síða 1

Dagur - 22.12.1998, Síða 1
Krossanesverksmiðjan. Forráða- menn hennar vilja koma til móts við íbúa. Krossanes vill bæta sig Forsvarsmenn Krossaness eru tilbúnir til að bæta mengunar- varnir verksmiðjunnar enn frek- ar en orðið er. Þeir benda þó á að verksmiðjan sé nú jafn vel búin til mengunarvarna og þær íslensku verksmiðjur sem fremstar standa á því sviði. Vilja menn stemma stigu við lyktar- mengun frá verksmiðjunni með það að markmiði að ná sem bestri sátt um rekstur verk- smiðjunnar í framtíðinni. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá verksmiðjunni, en sem kunnugt er áttu forráðamenn verksmiðj- unnar fund með óánægðum ná- grönnum í vikunni og kynntu þeim m.a. þessi sjónarmið. Beðið svars Krossanes hefur sem kunnugt er fengið Rannsóknastofnun Háskólans á Akureyri í lið með sér og hafa menn síðustu mán- uði viðað að sér miklum upplýs- ingum um það sem best hefur verið gert á sviði mengunar- varna í sambærilegum verk- smiðjum í nágrannalöndum okkar. Niðurstöður þessara at- hugana voru kynntar Hollustu- vernd ríkisins fyrir nokkru. Að sögn Jóhanns Péturs Andersen, framkvæmdastjóra Krossanes- verksmiðjunnar, er enn ekki komið formlegt svar við þessari málaleitan, en hann segist vona að stofnunin taki því fagnandi að fyrirtækið vilji ganga lengra í mengunarvörnum en aðrar fiskimjölsverksmiðjur landsins. Jóhann Pétur segir hins vegar augljóst að Krossanes eigi að fá að sitja við sama borð og önnur fyrirtæki í þessari atvinnugrein þegar starfsleyfum er úthlutað, bæði hvað varðar óskir um að fá að auka afkastagetuna svo og gildistíma starfsleyfisins. Ann- ars skerðist samkeppnisstaða fyrirtækisins verulega. Hann segir að ósk Krossaness um að fá að auka afkastagetu verksmiðjunnar hafi verið neit- að tvívegis og auk þess hafi verksmiðjan einungis fengið starfsleyfi til 12 mánaða í senn síðastliðin þrjú ár. A sama tíma hafi fjölmargar verksmiðjur hringinn í kringum landið feng- ið leyfi til stækkunar og séu flestar með starfsleyfi sem gild- ir til fjögurra ára í senn. Ljóst er að íbúar í nágrenni verksmiðj- unnar eru ekki sáttir við þessa niðurstöðu þar sem hún feli frekar í sér fyrirheit en raun- verulega lausn. HeilmiML vinua í gangi vegna svif- brautarinnar. Viðræð- ur við erlenda aðila. Sveinn Jónsson, einn helsti áhugamaður um uppsetningu svifbrautar og veitingahúss á toppi Hlíðarfjalls, er í viðræðum við erlenda aðila um verkeíriið og segir hann engin ljón í veginum hafa komið upp. Hugmyndin sé greinilega framkvæmanleg, en hann viðurkennir þó að hann hefði viljað sjá hlutina ganga hraðar fyrir sig. „Eg hélt nýlega fund með arki- tekt og Istaksmönnum auk þess sem sérfræðingur í byggingu mastra hjá Línuhönnun hefur sýnt þessu mikinn áhuga. Við eig- um jafnframt í viðræðum við tvö íyrirtæki í Sviss um uppsetningu og auk þess erum við að að vinna að viðskiptaáætlun," segir Sveinn. Erlendu fyrirtækin eru þekkt á sínu sviði. Þar má nefna Gara- venta, Gardena og Dopfelmeyer. Snjórinn við húsin I Öldugötu á Dalvík er víða margra mannhæða hár, en það kunna börnin vel að meta. mynd: dg Snjódyngjur á Dalvík Miklum snjó hefur kyngt niður við utanverðan Eyjafjörð að undanförnu og hafa snjómoksturstæki á Dalvík, Ólafsfirði og Grenivík haft í ýmsu að snú- ast. Aðventukvöld var t.d. í Laufási í gær, og var orðið illfært fyrir þá sem komu frá Akureyri þegar hátíðarstundinni lauk. Nokkur snjór er á Akureyri, en það þolir engan samanburð við snjódyngjurnar við utanverðan Eyjafjörðinn. Það er því misskipt gæðum heimsins, því til skamms tíma hafa götur höfuðborgarinnar verið marauðar, en einhveijum snjó „aulaði" niður í fyrradag. Fyrsta skíðamót vetr- arins í Hlíðarfjalli fer fram í kvöld, en þá verður jólamót SRA í skíðagöngu en keppt verður með hefðbundinni aðferð. -GG Glæst Perla? Veðurathuganir eru einn stærsti þátturinn í forvinnunni, enda getur blásið hressilega á toppi Hlíðarfjalls. Búið er að koma fyrir mælitækjum sem sýna að ekki sé hægt að keyra brautina alla daga ársins. E.t.v. myndu falla út 10-20 dagar á ári, en hins vegar segir Þar á Sveinn við hótel- ið, alla skíðaaðstöðuna, svif- brautina og veitingasölu og um slíkt starf yrði stofnað hlutafé- lag. -BÞ Svifbraut eða kláfur í Hlíðarfjalli þótti ein af ævintýralegri hugmyndum Sveins Jónssonar í Kálfsskinni en erlendir aðilar virðast telja hugmyndina áhugaverða. Sveinn að ekkert hafi komið í sambandi við veðurathuganir, sem bendi til annars en að hugmyndin sé fram- kvæmamleg. „Veður- hæð verður vissulega mjög mikil þarna stundum og mannvirkin verða að fara eftir því. Við ræddum einmitt á síðasta fundi hvort við ættum að byrja á að byggja glæsta Perlu eða byrja rólega og einbeita okkur fyrst að almennri þjónustu við ferðafólk." Sveinn telur hyggileg- ast að svifbrautin verði ekki rekin sem sérfyrir- tæki heldur verði stofn- að eignarhaldsfélag þar sem allur rekstur í fjall- inu verði á einni könnu. Veðurathuganimar lofa góðu íyrir Idáf Bjartsýni á matvælagarð Þorsteinn Gunnarsson, rektor Háskólans á Akureyri, er bjart- sýnn á stofnsetningu matvæla- garðs á Akureyri sem tengjast myndi starfi háskólans. Rætt hefur verið um að 10-15 sér- fræðingar myndu starfa við mat- vælagarðinn. I nóvember sl., skipaði sjávar- útvegsráðherra starfshóp sem gera átti tillögur um uppbygg- ingu og rekstur matvælagarðs, en Þorsteinn situr í hópnum íyrir hönd Háskólans á Akureyri. Starfshópurinn hefur tvívegis fundað og fengið til viðtals for- svarsmenn ýmissa fyrirtækja og rannsóknastofnana. Segir Þor- steinn að starfið gangi mjög vel og hópurinn muni að Iíkindum ljúka störfum í febrúar eða mars næsta ár. „Mér sýnist allt benda til að hér rísi matvælagarður sem sérhæfi sig í matvælavinnsl- unni allt frá því að hráefnisins er aflað þangað til það er komið á borð neytandans. Það er meg- inhlutverkið," segir Þorsteinn. Engin sambærileg stofnun er á landinu við þá sem nú er á teikniborðinu þrátt fyrir að víða séu stundaðar matvælarann- sóknir í Reykajvík. Þorsteinn segir að um ræði nýtt skipulag og viðfangsefni umfram það sem áður þekkist. Starfið yrði að verulegu Ieyti byggt á öflugri þróunarvinnu úti í fyrirtækjun- um. -BÞ

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.