Dagur - 22.12.1998, Blaðsíða 3

Dagur - 22.12.1998, Blaðsíða 3
Ð^ur. ÞRIÐJUDAGUR 22. DESEMBER 1998 AKUREYRI NORÐURLAND Reynir Stefánsson, verslunarstjóri, til vinstri ásamt viðskiptavini I hinni nýju tölvuverslun Nett. Nett opnar tölvuverslun Nett hefur opnað nýja tölvuversl- un að Furuvöllum 13 á Akureyri. Fyrirtækið var stofnað í júní 1996 og Iagði í upphafi megináherslu á að bjóða internetþjónustu fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Nett er nú langstærsti aðili á þeim mark- aði á Iandsbyggðinni. Sala á tölv- um og ýmsum búnaði sem þeim fylgir hefur verið vaxandi þáttur í starfseminni. Nett er með einkaumboð á Is- landi fyrir Zeus tölvur, Hansol tölvuskjái, Compeye skanna, Skywell skjákort og QDI móður- borð. I nýju versluninni er einnig til sölu tölvubúnaður frá ýmsum öðrum viðurkenndum framleið- endum. Má þar t.d. nefna HP og OKI-prentara og Creative Labs aukabúnað. Þá eru að sjálfsögðu á boðstólnum allar almennar rekstrarvörur fyrir tölvur og prentara. Nett býður einnig lausnir á flestum vandamálum sem tengjast tölvunotkun. Starfs- menn fyrirtækisins hafa áralanga reynslu af viðgerðum á tölvum og vinnu við netkerfi. Þeir annast einnig ráðgjöf, heimasíðugerð og tækjaleigu, svo og síma- og tölvu- lagnir. Internetþjónustan er sem fyrr einn meginþáttur starfsem- innar. — GG Bjarkartónar ' is.bí W' IIAljKUR AGUSTSSON SKRIFAR Samkórinn Björk starfar í Aust- ur-Húnavatnssýslu. Kórinn var stofnaður árið 1983. Hann er skipaður fólki af Blönduósi og úr nærsveitum. Núverándi stjórn- andi kórsins er Thomas Higger- son, kennari við Tónlistarskóla Skagaíjarðarsýslu í Varmahlíð. Samkórinn Björk hefur nýver- ið gefið út geislaplötu, sem gefið hefur verið nafnið Bjarkartónar. Á henni er Ijölbreytt úrval söng- laga eftir innlenda og erlenda höfunda. I þeim sýnir kórinn ýmsar hliðar getu sinnar og er hún allrar athygli verð. Tíðast tekst flutningur vel og kemur þar ekki síst til, að greinilega er agi í kórnum góður. Innkomur eru oftast öruggar og einnig afslætt- ir. Þá eru blæbrigðabreytingar yfirleitt í góðu lagi, sem getur af sér flutning, sem í sem næst öll- um tilfellum fellur vel að jafnt texta sem lagi. Því miður kemur fyrir, að hljómar eru ekki alveg hreinir og einnig að rödd lafi í Harðlr ■USB 1 - / l sifeds þ^r a netleilcur á Vlsi.is Vísir.is og Hagkaup bjóða gestum Vísis.is skemmtilegan jólabóka- og geisladiskaleik Þátttakendur fara inn á slóðina vísir.is og skoða netverslun Hagkaups@Vísis.is og svara laufléttum spurningum. Úrslit verða kynnt á Þorláksmessu á Vísi.is og vinningar sendir heim með fyrirtækjaþjónustu póstsins. Aðalvinningurinn verður svo dreginn út á Þorláksmessu en hann er matarkarfa frá Hagkaupi að verðmæti 15.000 kr. Ómissandi jólaplata sem inniheldur m.a. jólasmellinn Handa þér eftir Einar Báröarson í flutningi Einars Ágústs og Gunnars Ólafssonar lO eintölc HAGKAUP @ W í S i r. i S www.visir.is ■ ,. tónhæð. í heiid er hljómur kórs- ins samt fullur og líflegur. Raddir kórsins svara sér í heild tekið ágætlega. Sópran er styrk- ur og nær yfirleitt vel og áreynslulítið hæð. Að því má finna, að tónn hans sé ívið skarpur á stundum, en þar kann til að koma mótun í upptöku. Altinn fellur vel í hljóminn og skilar sínum hlut allvel í sólóum, þó að fyrir komi nokkuð þreyttur tónn á stundum. Karlaraddirnar eru þéttar og hafa góða fyllingu. Einsöngvarar, sem koma fram með kórnum á plötunni Bjarkar- tónar, eru Sigfús Pétursson, Steingrímur Ingvarsson og Elín Osk Magnúsdóttir. Allir þessir söngvarar gera vel og eiga veru- legan hlut í því, hve aðlaðandi geislaplata Samkórsins Bjarkar er. Einnig syngur barnakvartett með kórnum í einu lagi. Hann hefði mátt æfa nokkru betur, en söngur hans er því miður ekki svo áferðargóður sem skyldi. Undirleikur á plötunni er vel af hendi leystur. Þar er söng- stjórinn, Thomas Higgerson í lykilhlutverki og gerir vel. Aðrir hljóðfæraleikarar eru Hugrún Sif Hallgrímsdóttir og Þóra Lís- bet Gestsdóttir, sem leika á þver- flautur, og Arndís Olöf Vfkings- dóttir og Helga Kristín Gests- dóttir, sem leika á klarinett. Þessar stúlkur standa sig með prýði. Geislaplatan Bjarkartónar er eigulegur gripur og vel þess virði að á hana sé hlustað. Þó að ýmsu smávægilegu megi finna, er hún glöggur vitnisburður um jrað, hve vel áhugamannakór getur gert undir stjórn hæfs tón- listarmanns. Einnig má finna á hinni auðheyrilegu sönggleði kórfélaga, hve mikils virði kór- starfið er þeim, sem taka þátt í því. Ekki skiptir síður máli það framlag, sem starf Samkórsins Bjarkar er til menningar og lista er byggðum hans. Að því ber öll- um að hlúa. skyr með rjóma rj ómapönnukökur kaffí með rjóma rjómasósur ávextir með rjóma rjómatertur vöflur með rjóma rjómaís kakó með rjóma rjómakökur bláber með rjóma rjóma

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.