Dagur - 29.12.1998, Síða 6

Dagur - 29.12.1998, Síða 6
6.zÞRIÐJUDAGUR 29. DESEMBER 1998 ÞJÓÐMÁL Útgáfufélag: dagsprent Útgáfustjóri: eyjólfur sveinsson Ritstjórar: stefán jón hafstein ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Aðstoðarritstjóri: birgir guðmundsson Framkvæmdastjóri: marteinn jÓnasson Skrifstofur: strandgötu 31, AKUREYRl, GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK Símar: 460 6ioo og soo 7080 Netfang ritstjórnar: ritstjori@dagur.is Áskriftargjaid m. vsk.: i.soo KR. A mAnuði Lausasöluverð: iso kr. og 200 kr. helgarblað Grænt númer: 800 7080 Símbréf auglýsingadeildar: 460 6161 Simar auglýsingadeildar: CREYKJAVlK)563-i6i5 Amundi Amundason CAKUREYRD460-6191 G. Ómar Pétursson OG A60-6192 Gréta Björnsdóttir Netfang auglýsingadeildar: omar@dagur.is Simbréf ritstjórnar: 460 617icakureyri) 551 6270 creykjavík) Ekki bíira í desember í fyrsta lagi Það er vitað mál að fíkniefnamarkaðurinn á Islandi er um- fangsmikill og að þar koma margir við sögu. Hið eina sem kemur á óvart við fréttir síðustu daga og vikna úr fíkniefna- heiminum er að lögreglan hér heima og erlendis skuli hafa náð svo miklu magni af fíkniefnum sem raun ber vitni áður en það var sett á markað. Hér heima fundust samtals sex og hálft kíló af hassi og 630 grömm af kókaíni, en í Þýskalandi voru Islend- ingar teknir með á þriðja kíló af kókaíni og 1400 grömm af amfetamíni - fíkniefni sem talið er víst að hafi átt að lenda á íslenska fíkniefnamarkaðinum. í öðru lagi Ljóst er að þessi efni fundust með ýmsum hætti. Sumt að því er virðist fyrir hreina tilviljun, önnur vegna beinna aðgerða yf- irvalda. Talsmenn lögreglunnar hafa staðfest að í desember- mánuði sé settur mun meiri kraftur en ella í starfsemi þeirra deilda sem fást við fíkniefnabrot. Þeir telja að það hafi skilað sér í þessum árangursríku handtökum. Sé það rétt þá hlýtur sú spurning að vakna hvers vegna sami kraftur sé ekki í aðgerð- um lögreglunnar á öðrum tímum ársins. Það kostar peninga, en þeir væru fljótir að skila sér aftur til þjóðfélagsins. 1 þriðja lagi Þeir sem stunda smygl og sölu á fíkniefnum eru sannkallaðir sölumenn dauðans. Markaður þeirra er fyrst og fremst unga fólkið sem á framtíðina fyrir sér - framtíð sem breytist í martröð fyrir þau ógæfusömu ungmenni sem ánetjast sterkum fíkniefnum. Þótt kostnaður samfélagsins vegna fí'kniefnaneyt- enda sé vissulega mikill er þó mun alvarlegra hversu mörg líf eru Iögð í rúst þegar sölumenn dauðans fá að stunda glæpa- iðju sína í friði. Það eitt ætti að nægja til þess að fjárveitinga- vald Alþingis og framkvæmdavaldið tryggi að hægt sé að reka baráttu yfirvalda gegn fíkniefnaglæpamönnum af fullum krafti allt árið um kring. Elías Snæland Jónsson Stormasamt hjónaband Það fór eins og Garri hafði reiknað með, Kvennalistinn er með í samfylkingunni á Reykjanesi þrátt fyrir að marg- sinnis væri búið að segja þeim að taka pokann sinn og fara. Það er nefnilega seiglan sem blívur og það hefur enn einu sinni sannast nú. I ástum og pólitík gildir það einfalda ráð að maður á aldrei að sam- þykkja höfnun heldur láta sem ekkert sé. Ef manni er sagt upp heldur maður einfaldlega áfram eins og manni hafi aldrei verið sagt upp og oftar en ekki bjargast sambandið á yfir- borðinu að minnsta kosti. Það virðist nú hafa gerst hjá samfylk- ingunni og friðar- boðskapur jólanna hefur blásið mönn- um slíkan kærleik- sanda í brjóst að um helgina var opinberuð trú- lofun Kvennalistans og A- flokkanna á Reykjanesi. Ríkuleg upp- skera Að vísu á enn eftir að innsigla sambandið í æðstu stofnunum flokkanna en ekki er líklegt að þar muni menn finna mikla meinbugi á þessum ráðahag. Það er því útlit fyrir að Kvennalistinn muni uppskera ríkulega fyrir þrautseigjuna, því þær hafa - fylgislausar í öll- um könnunum - tryggt sér 4. sætið sem teljast verður sæmi- Iega öruggt þingsæti. Um leið er kúrsinn settur fyrir Reykvík- inga sem nú er eina kjördæm- ið sem útaf stendur í þessum samfylkingarmálum. Garri gerir sér grein fyrir að uppstill- ingarmálin eru öllu flóknari í Reykjavík en á Reykjanesi en þó er viðbúið að einhverjir erf- iðleikar eigi enn eftir að koma í ljós á Reykjanesinu. Með því að skipta efstu sætunum upp á milli flokkanna eins og ákveð- ið hefur verið er a.m.k. ljóst að ekki verður mikið innstreymi nýrra og ferskra frambjóðenda á listann. StiUingarmeim Því til viðbótar er viðbúið að prófkjörið muni leiða í ljós að stuðningur við Kvennalistann er í raun jafn lítill og hann hefur verið að mælast í könn- unum undanfarin misseri. Gerist það yrðu frambjóðend- ur hinna flokkanna að gera sér að góðu að vera mörgum sætum fyrir neðan Kvennalist- ann vegna girðinganna. Það þarf mikla stillingarmenn til að sætta sig við slíkt, ekki síst þegar ýmsir sem teljast verða mjög heitir í efri sætin hjá A- flokkunum hafa verið mjög dómharðir í garð Kvennalist- ans að undanförnu. Eins og málin horfa í dag er ljóst að 5. sæti samfylkingarinnar á Reykjanesi er síður en svo „ör- uggt“ sæti, það er hugsanlega baráttusæti, en alls ekki ör- uggt. Það er því ljóst, að þótt Kvennalistanum hafi tekist með þrautseigju að koma á þessum hjúskap er viðbúið að hjónabandið verði áfram stormasamt. Garri JÓHANNES SIGURJÓNS- SON skrifar Þessa dagana er í fíölmiðlum gengið á helstu álitsgjafa þjóðar- innar og þeir beðnir að tjá sig um það sem þeim þótti hvað eftir- minnilegast á árinu sem senn líður f aldanna skaut. Ymsir eru haldnir skammtímaminnimáttar- kennd og muna fátt sem ekki gerðist í gær, fyrradag eða í síð- ustu viku. Því minnast þeir á loftárásir í Bagdad, gosið í Vatna- jökli og samhentar sameiningar - ellegar sundurþykkjutilraunir fé- lagshyggjuflokkanna. Aðrir muna lengra aftur og tiltaka þjóðarsorgina í .kjölfar fráfalls Guðrúnar Katrínar Þorbergs- dóttur, forsetafrúar, og andláts Halldórs Laxness. í ár eða í fyrra? Raunar er það áberandi hvað mörgum vefst tunga um tönn þegar þeir eiga að fara að rifja upp helstu atburði ársins af vett- Eftirmiimilegt ár - eins ogalltaf vangi frétta. Og þarf svo sem ekki að koma á óvart. Menn eru svo uppfullir af fréttum, of- hlaðnir og útbelgdir eftir gegndar- Iaust fréttaflóð ársins úr óteljandi fjölmiðl- um að allt er meira og minna í einum graut í heilabú- inu. Og oftar en ekki erfitt að stað- setja atburðina í tíma. Dó Lax- ness á þessu ári eða var það í fyrra? Var Karl Sigurbjörnsson kjörinn biskup í ár eða á síðasta ári? Flestir eiga í raun og veru fullt í fangi með að muna og staðsetja í tíma at- burði úr eigin lífi, fréttir sem snerta þá sjálfa persónu- lega, hvað þá uppá- komur af alþjóða- vett- vangi. Þessu var öðru- vísi farið fyrir nokkrum árum þegar ein út- varpsstöð varpaði sömu fréttum til allra landsmanna og flestir Iásu aðeins eitt dagblað. Þá voru Islendingar ekki í vandræðum með að rifja upp helstu atburði ársins, sem voru tiltölulega fáir og afmarkaðir í hugum manna. Að heilsast og kveðjast En þegar upp er staðið þá eiga sennilega flestir sama svarið við spurningunni: „Hvað er þér efst í huga af atburðum ársins sem er að líða?“ Og svarið er einfald- lega: Þeir sem komu og þeir sem fóru. I árslok munum við best kveðjustundirnar þegar ástvinir og ættingjar voru kvaddir hinstu kveðju. Og ekki síður er okkur ofarlega í huga koma nýrra ætt- ingja og ástvina í þennan heim, fæðingar barna okkar og barna ástvina okkar. Að heilsast og kveðjast, það er lífsins saga. spurOhi svairanð Ætlarþú að Jiaupa hlutábréftil að njóta shattaafsláttar? Sverrir Hermaimsson „Það hef ég gert í mörg ár, reyndar alveg svo lengi sem þetta kerfi hefur verið við Iýði. Mér er engin launung á því að ég kaupi annað hvort í Eimskip eða Islandsbanka eða hvoru tveggja. Eimskip jafnar vel og er góður kostur til hlutafjár- kaupa, en hvað varðar Islands- banka þá var hann fyrsti bankinn sem hægt var að kaupa hlut í og ég í bankastörfum; svo þetta var nokkuð nærtækt fyrir mig. Enda alltaf haft milda trú á þeim Is- landsbankamönnum.11 „Ég er þegar búinn að kaupa bréf, en það varð- ar engan í hvaða fyrir- tækjum ég keypti þau. Almennt hvet ég fólk til þess að spara og mér finnst Is- lendingar mega gera talsvert meira af því að spara. Um hver mánaðamót mættu margir hafa þá tilfinningu að eiga sex mán- aða Iaun sem handbæran sparn- að, í stað þess að basla við næstu visa-greiðslu. Sá hópur held ég þó, því miður, fari frekar minnk- andi.“ Sigbjöm Giumarsson sveitarstjóTÍ í Mývatnssveit. „Nei, það ætla ég ekki að gera. Sjálfsagt er þetta þó gáfulegt ef fólk á pen- inga: þeir efnuðu geta alltaf efnast en síður þeir sem minna hafa. Að sumu leyti er margt í þessum verðbréfaviðskiptum í landinu þannig að hinir efnaminni hafa ekki möguleika til þess að taka þátt í leiknum. Þessu þarf að breyta - einsog svo mörgu öðru.“ Guðrún Helgadóttir rithöfimdurogfv. þingmaður. „Ekki hef ég nú hugsað mér það. Ef maður ætlar að kaupa hlutabréf þarf maður að eiga pen- inga og til þessa hef ég ekki verið í neinum vandræðum að koma þeim annarsstaðar fyrir. Það er svo sem allt í lagi að kaupa bréf ef inneign er fyrir hendi, en ef taka þarf Ián til að fjármagna kaupin er þetta orð- inn skrípaleikur.1' Pétur Blöndal alþingismaður. síjommálamaður.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.