Dagur - 29.12.1998, Síða 9

Dagur - 29.12.1998, Síða 9
8 -ÞRIDJUDAGUR 29. DESEMBER 199 8 Dvupu- Xfc^lU- ÞRIÐJUDAG U R 29. DESEMBER 1998 - 9 FRÉTTASKÝRING FRIÐRIK ÞÓR GUDMUNDS SON SKRIFAR Fíknó meó byr í scglln tarsiminn er 7o8o L> émtr Taka á miklu magni fíkniefna að undan- fömu getur snúið mót- byr gegn fíkniefnalög- reglunni í meðbyr eft- ir umræðu um týnd fíkniefni og Steiner- málin. Desember vin- sælastur mánuða til fíkniefnainnflutnings. Áhyggjur af áhrifum Schengen-aðildar. Það er ekki langt síðan fíkniefha- lögreglan á Islandi var hálf lömuð vegna umtals um týnd fíkniefni og vafasöm samskipti við þekkta fíkniefnasölumenn eins og Franklin Kr. Steiner, auk þess sem skipulagsmál Iögreglunnar almennt urðu yfirþyrmandi vegna löngunar dómsmálaráðuneytisins til að endurskilgreina stöðu Böðvars Bragasonar Iögreglu- stjóra. Það er ekki langt síðan skopmynd Spaugstofunnar um samskipti lögreglunnar og Stein- ers þótti bara ansi nærri raun- veruleikanum eins og hann kom almenningi fyrir sjónir. En þetta hefur verið að breytast og rassí- urnar í desember fara langar Ieið- ir með að gefa fíkniefnalögregl- unni sína fyrri virðingarstöðu á ný. Eins og fyrir ári hafa komið upp stórmál vikurnar fyrir jóla- helgihaldið. Nú í desembermán- uði hafa komið upp sex stór fíkni- efnamál, fyrir utan hefðbundin minni mál. Ahrifin eiga eftir að skýrast á næstunni, en það ætti að vera óhætt að fullyrða að stór skörð hafi myndast á fíkniefna- markaðinum. Hefndaraðgerð gegn Geltin- um? Þrjú málanna eru til rannsóknar hér á landi. Maður, sem ekki hef- ur komið við sögu fíkniefnamála áður, var handtekinn í Leifsstöð með 630 grömm af kókaíni og á sama stað fundust tvö kíló af hassi í ruslafötu, en þar er giskað á að smyglari hafi guggnað við til- raun til að koma efninu í gegnum eftirlitið. Þá uppgötvuðust alls fjögur og hálft kíló af hassi í bíl- skúr ojg íbúðarhúsi við Rauða- gerði. I því tilfelli kom upp eldur í bílskúrnum og veitti árvökull lögregluþjónn pakka athygli sem hann skoðaði nánar. Reyndist innihaldið vera hass og var þá fengin leitarheimild og fannst meira hass í risi viðkomandi íbúð- arhúss. Eiginkonan á staðnum var tekin til yfirheyrslu, en eigin- maðurinn, sem þekkist í undir- heimunum sem Skuggi eða Gölt- urinn, dvelst að Litla-Hrauni vegna þáttar síns f mannsláti í kjölfar átaka á veitingastaðnum Um helgina uppgötvuðust alls fjögur og hálft kíló af hassi í bílskúr og íbúðarhúsi við Rauðagerði. Eldur kom upp í bílskúrnum og veitti árvökull lögregluþjónn pakka athygli sem hann skoðaði nánar. Reyndist innihaldið vera hass og var þá fengin leitarheimild og fannst meira hass í risi viðkomandi íbúðarhúss. mynd: pjetur Vegas í maí 1997. Vegna þess máls hlaut hann tveggja ára dóm. Annan dóm fékk hann nýverið fyrir að hafa í hópi með öðrum svipt mann í Grafarvogi frelsi. Færðu þeir manninn nauðugan í skott á fólksbifreið og óku á brott. Var maðurinn um hálftíma í skottinu. Rannsókn Rauðagerðismálsins er í fullum gangi og ekki á þessari stundu fyrirvaralaust hægt að eigna fanganum hasskílóin. Heimildarmenn Dags eru og ekki á einu máli um hvernig málið komst upp; telja eldsupptökin ýmist tilviljun eða hreina hefnd- araðgerð. Einn viðmælandi í síð- ari hópnum sagði að sú saga gengi hástöfum í undirheimun- um að einhver væri að hefna sín á Skugga/Geltinum. „Þið vitið um mannránið og náunginn á Vegas var ekki sá fyrsti sem varð fyrir hrottalegu ofbeldi frá þessum manni - bara sá fyrsti til að deyja,“ segir viðmælandinn. Þrjú fíkniefnamál hafa komist upp erlendis að undanförnu, þár sem Islendingar koma við sögu. Ung stúlka var handtekin í Þýska- landi með 1,4 kíló af amfetamíni auk 100 gramma af kókaíni. Maður var handtekinn í sama landi með tvö kíló af kókaíni í fór- um sínum og hefur hann komið við sögu fíkniefnamála hér á Iandi. Og tveir voru handteknir í Luxemborg vegna aðildar að fíkniefnamáli. Hvorki í utanríkis- ráðuneytinu né hjá Ríkislögreglu- stjóra fengust upplýsingar um þróun rannsóknar á málum þess- um erlendis, en samkvæmt heim- ildum blaðsins hefur ráðuneytið þó gengið úr skugga um að Is- lendingarnir njóti réttargæslu. Desembermánuðiu' er vinsæU til innHutnings „Óhjákvæmilega gefum við þess- um máli meiri gaum og viðhöfum strangara eftirlit í desember, að fenginni reynslu, því þá er eins og menn reyni að nota hinn mikla eril til að koma efnum til Iandsins og í umferð,“ segir Ómar Smári Armannsson aðstoðaryfirlög- regluþjónn í samtali við Dag. Að- spurður hvort hann telji að fíkni- efnalögreglan sé á ný að fá vind í seglin eftir neikvæða umræðu á undanförnum mánuðum segir Ómar Smári að í raun hafi lög- reglan haft góðan meðbyr allt frá skipulagsbreytingunum í júlí 1997. „Fólk hefur að minnsta kosti verið mjög viljugt til að vinna með okkur og okkur hefur gengið ágætlega að vinna úr upplýsing- um. Árangurinn hefur líka verið með ágætum. Umræðan út í þjóðfélaginu hefur eflaust virkað £ i 1111 viðmælandi í síð- ari hópniun sagði að sú saga gengi hástðf- um í undirbeimunum að einhver væri að hefna sín á Skugga/Geltinum. „Þið vitið uin inann ránið og náunginn á Vegas var ekki sá fyrsti sem varð fyrir hrotta- legu ofbeldi frá þess- um manni - bara sá fyrsti til að deyja,“ segir viðmælandinn. neikvætt á einhverja. Okkur þótti hún oft og tíðum ekki réttmæt en hún hafði ekki áhrif á starfsemi okkar sem slíka. Við höfum hald- ið ótrauð áfram.“ Stór þáttur í eftirlitinu er byggður á uppljóstrunum, hund- um og tálbeitum, auk hlerana og að fylgja grunuðu fólki eftir. Og auðvitað „detta“ fíkniefni stund- um inn fyrir heppni. „Lögreglan er gjörsamlega háð uppljóstrun- um í þessum málaflokki. Mark- miðið og megináherslan frá því ég kynntist þessu starfi fyrst hefur verið að rannsaka mál sem tengj- ast innflutningi og dreifingu. A þetta var lögð sérstök áhersla af yfirstjórn lögreglumála, þegar ég byrjaði f fíkniefnadeildinni. Með þessu móti tekst vonandi hvort tveggja, að leggja hald á fíkniefn- in og ná höfuðpaurunum. Til að hægt sé að rannsaka slík mál verður lögreglan að hafa aðgang að uppljóstrurum. Það eru ekki nema fáir sem vita hvað er að ger- ast,“ sagði Arnar Jensson í sam- tali við Dag í upphafi árs, en hann stýrði fíkniefnarannsóknum hér á landi um árabil, en er nú aðstoðaryfírlögregluþjónn í efna- hagsbrotadeild Ríkislögreglu- stjórans. Ahyggjur vegna Schengen Hvað sem góðum árangri að und- anförnu líður jrá fer samt ekki hjá því að menn hafi áhyggjur af þró- un fíkniefnaeftirlitsins ef og þegar tsland tekur upp Schengen-aðild. Þá verður mönnum heimilt að fara yfir innri landamæri aðildar- ríkjanna án þess að þeir sæti eftir- liti. Hjörleifur Guttormsson al- þingismaður hefur bent á hætt- urnar þessu samfara og fær hann ekki séð að eftirlitskerfi Schengen sé sérstaklega sniðið til eftirlits með ólöglegum flutningi fíkni- efna inn á svæðið né að það vegi upp á móti þeim möguleikum á eftirliti með fíkniefnasmygli sem tapast við afnám vegabréfaskoð- únar. Eftirlit með fíkniefnanotk- un og dreifingu fíkniefna er víðar slakt innan svæðisins, meðal ann- ars í Þýskalandi, og víða eru uppi allt önnur viðhorf til fíkniefna og baráttunnar gegn þeim en hér- lendis og annars staðar á Norður- löndum. I Schengen-samningn- um er hvergi minnst á að vinna beri gegn fíkniefnum til persónu- Iegra nota, og í sex af aðildarríkj- um Schengen hafa verið felldar niður refsingar gegn því að hafa undir höndum umtalsvert magn fíkniefna til eigin nota. Nokkrir íslenskir tollgæslu- menn hafa í einkasamtölum lýst þeirri skoðun sinni \ið Hjörleif að Schengen-aðild muni gera eftirlit með ólöglegum innflutningi fíkni- efna til landsins mun erfiðara en nú er. Sama sjónarmið kom fram í grein eftir Kristján Pétursson, fyrrverandi deildarstjóra, sem hann ritaði í Morgunblaðið 18. janúar 1997 um þessi efni. Þar varar hann eindregið við hætt- unni á auknum innflutningi fíkni- efna um Keflavíkurflugvöll, verði af aðild Islands aðSchengen. Hann segir það eindregna skoð- un þeirra löggæslumanna sem vinni við eftirlit og rannsóknir fíkniefnamála að Schengen- samningurinn geri þeim illmögu- legt að viðhalda því eftirliti sem verið hefur, hvað þá að efla það. „I Iangflestum tilvikum þegar fíkni- efni finnast hjá farþegum við komu til landsins Iiggur að baki mikil og oft flókin upplýsingaöfl- un tollgæslu og fíkniefnadeildar lögreglunnar. Svo hægt sé að hafa hendur í hári grunsamlegra komufarþega, innlendra sem er- lendra, verður að skoða skilríki þeirra, þar sem oftast er um að ræða ókunna aðila (burðardýr). Eftir að vegabréfaskoðun Schengen-farþega verður lögð af, er ekki lengur fyrir hendi nein að- staða til slíks eftirlits í fiugstöð- inni,“ segir Kristján. Breytir „sérsveit“ embættis- manna einhverju? Skiptar skoðanir eru um viðbrögð stjórnvalda \að auknum fíkniefna- innflutningi og -neyslu. Á síðasta ári ákvað ríkisstjórnin að grípa þyrfti til enn markvissari aðgerða en áður varðandi ólöglegan inn- flutning fíkniefna. Skipaði dóms- málaráðherra vinnuhóp sem í eiga sæti yfirmenn tollmála og Iög- reglumála og fulltrúi utanríkisráð- herra. Verkefni hópsins er að skoða með hvaða hætti unnt sé að stöðva innflutning ólöglegra fíkni- efna til landsins. Enn hefur rinnuhópur þessi ekki Iokið störf- um. Þó Iiggur fyrir að settur hefur verið upp formlegur starfshópur sem í eiga sæti fulltrúar ríkislög- reglustjóra, ríkistollstjóra, toll- stjórans í Reykjavík, lögreglustjór- ans f Reykjavík og sýslumannsins á Keflavíkurflugvelli, sem vinna að fíkniefnamálum hver hjá sínu embætti. Þessum hóp var ætlað að skila tillögum um framtíðar- skipan formlegs samstarfs milli þessara embætta á sviði fíkniefna- mála fyrir 1. desember. Víst er að seint verður nóg að gert til að stemma stigu við aukn- um innflutningi og neyslu fíkni- efna. Nýleg rannsókn meðal framhaldsskólanema sýnir að tæplega 42% drengja og 21% stúlkna höfðu neytt ólöglegra fíkniefna. Á sama tíma er áætlað að „aðeins“ sé lagt hald á innan við 10% þeirra fíkniefna sem flutt eru til Iandsins. fagfólki matvælaiðnaðarins á íslandi fyrír frábærar Olóft. Frá USA Flottastir fyrir fatnaðinn DANBERG ^SkúlagöU^K^ím^G^bÁT^ Höldur ehf. Skrifstofur okkar verða lokaðar frá kl. 12.00 -16.00 þriðjudaginn 29. desember vegna jarðarfarar Ágústs Steinssonar. Höidur hf. Akureyri Til viðskiptavina Búnaðarbankans Útibú Búnaðarbankans verða lokuð mánudaginn 4. janúar 1999. Upplýsingar um víxla sem falla í eindaga um jól og áramót liggja frammi í útibúum. ® BÚNAÐARBANKIÍSLANDS HF CMt i

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.