Dagur - 30.12.1998, Blaðsíða 7

Dagur - 30.12.1998, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 1998 - 23 LÍFIÐ í LANDINU VEÐUR MEINHORNIÐ Mikið óskaplega fer það í taug- arnar á mein- hyrningi þegar sprenguglaðir taka áramótin snemma og hamast við að sprengja kín- veija eða ein- hvers konar hvellleikföng sí og æ, jafnt á degi sem nóttu, síðustu Qóra daga ársins. Að- faranótt þriðju- dags varð til dæmis lítið um svefn þar sem einhverjum datt í hug að búa til hávaða á bílaplaninu, beint fyrir neð- an svefnher- bergisglugga meinhymings. Áður hefur ver- ið kvartað og enn skal kvartað undan leti bíl- stjóra þegar mikið hefur snjóað. Sumir hreinlega nenna ekki að skafa af bílum sínum, rúðum, Ijósum og fleiru, þannig að vart er hægt að segja að útsýni sé nokkuð. Sumir rétt nenna að gera gat i snjó- þekjuna til að sjá beint fram. Oþolandi. R A P P I R FÓLKSINS Jólakveðja Jóhanna Halldópsdóttir skrifar Ájólum viltu stríð og erjurjafna og jesúbami þt'nu leyfa að dafna, þú finnur hvemig Ijósið færíst nær og friðsældin í hjarta þt'nu slær. Sorgin þt'n vill líkafá að sveima og sárt er það að mega engu gleyma. í vissw þeirri getur þú þó vaknað að vont er það að geta einskis saknað. Trúðu þvi að einhver þerri tárin og tíminn breiði hulu yfir sárin, gættu þess að allir gengnir vinir gá að okkur alveg eins og hinir. Ogfriðarljósið vill þér boðskap færa aðfjötra hvorki aðra eða særa, efmiðlað getur kærleik yftr myrkur hve mikilhæfur er þinn innri styrkur. Gættu að þeim sem aðrir framhjá ganga og gerðu stutta sögu jafnan langa, en hörfa burt efáttu ekki hjarta sem heyrir þegar bræður okkar kvarta. Von er öllum þjóðum mikils virði von um byr og aðeins minni byrði. Því skyldu þær þá vilja fara í stríð og sturla þannig allan heimsins lýð? Oss var gert að lifa saman öll við allsnægtir í jarðarinnar höll. Nægir þér það ekki að hafa nóg og njóta þess að eiga innri ró? Nótt á jólum, fönnin hvít og ný nálægðin við kærleik djúp og hlý, Ijóssins bam þú getur ennþá lært að lifa eins og jesúbamið kært. Með hreinni og tærri jólakveðju úr Blöndudalnum, Jóhanna Halldórsdóttir. Merrild toppar enn gjaldgengir GUÐMAR MARELSSON SKRIFAR Af gefnu tilefni vill heildsöluaðili Merr- ild á Islandi árétta að topparnir af kaffipokum Merrildkaffis eru enn gjaldgengir í hinum vinsælu söfnunar- leikjum Merrilds fyrirtækisins. Tilefnið er grein „óánægðs neytanda“ í Degi hinn 11. desember síðastliðinn. Taldi höfundur að topparnir giltu ekki lengur heldur þyrfti nú að safna strikamerkj- um kaffipokanna. Hér gætir misskiln- ings því strikamerkjaleikurinn var nýr og sérstakur staðbundinn leikur. Allir neytendur sem tóku þátt í toppaleik Merrild, sem lauk í janúar síðastliðn- um geta því eignast eigulega hluti frá Merrild fyrir toppana sína í næsta toppaleik. Athugasemd „Enn risableikja í Eyjafirði“ NICK CARIGLIA LÆKNIR OG VEIÐIMAÐUR SKRIFAR Það kemur mér undirrituðum einkenni- Iega fyrir sjónir að í Stangveiðibókinni 1998, ritstýrðri af Guð- mundi Guðjónssyni, skuli hvorki koma fram nafn veiðimannsins sem veiddi stærstu bleikjuna í Eyjafjarð- ará síðastliðið sumar, né teg- und flugurnar sem umrædd- ur fiskur veiddist á. Þónokkra umljöllun er þó að finna um næst stærstu bleikjuna og veiðimanninn sem hana veiddi. Það vekur óneitanlega spurningar um annað inni- hald bókarinnar og/eða ástæðuna fyrir umfjöllun sem þessari. Urklippa úr Degi 5. ágúst í sumar. Frétt af risabieikju, 10,5 punda, sem Nick Cariglia veiddi. D,3cýir Strandgötu 31, 600, Akureyri Þverholti 14,105 Reykjavík Sími umsjónarmanns lesendasíðu: 460 6122 Netfang: ritstjori@dagur.is Símbréf: 460 6171/551 6270 Óskað er eftir að bréf til blaðsins séu að jafnaði hálf til ein vélrituð blaðsíða, 1000-1200 tölvuslög. Dagur áskiiur sér rétt til að stytta lengri bréf. Veðrið í dag... Alllivöss eða hvöss austan- og norðaustanátt. Snjókoma nyrst en annars rigning eða slydda um mest allt land. mti 0 til 5 stig Reykjavík 9 Fim Fös 0- -5- Lau Sun mm NNA5 SSA4 ANA5 SSA3 NNV4 NNA4 A5 ANA5 NA5 Stykkishólmur A°NNA6 ASA4 ANA5 A5 NNA6 NNA5 A4 ANA5 NA4 Akureyri °9 Fim Fös Lau Sun J □ □ NNA3 ASA2 NV2 A3 A3 A3 A3 ANA3 Egilsstaðir °c Fim Fös Lau Sun mm 10-1--------------------------------------- .5 Ir^ESSll IBÆI l^«,l 0 N3 SSV2 ASA3 SSA3 ASA2 SV2 ASA2 A2 ASA2 5- 0- Bolungarvík____________ °9 Fim Fös Lau Sun -10 :: NNA7 ANA4 ANA3 ANA6 NNA6 NNA4 ANA3 ANA4 ASA1 Kirkjubæjarklaustur Blönduós_____________ °9 Fim Fös Lau Sun m,J15 10 5 0 NNA4 ANA1 ANA1 ANA2 NA2 NNA2 ANA1 ANA2 NA1 Stórhöfði__________ °c Fim Fös Lau Sun mm 101— — ---- ---- ----M5 SSV5 ASA8 A10 ANA10 Veðurhorfur næstu daga Línuritin sýna fjögurra daga veðurhorfur á hverjum stað. Ltnan sýnir hitastig, súluritið 12 tíma úrkomu en vindáttir og vindstig eru tilgreind fyrir neðan. Færð á vegum Hálka er á flestum þjóðvegum landsins. Skafrenningur er á heiðum á SnæfeHsnesi og Vestfjörðum, einnig Öxnadalsheiði og Siglufjarðarheiði. Að öðru leyti er góð vetrarfærð.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.