Alþýðublaðið - 05.02.1967, Page 2

Alþýðublaðið - 05.02.1967, Page 2
2 5. febrúar 1967 - Sunnudags AlþýSublatSið ÁRMÚLI liÍÍBBCSÍHlTln iiilBHBail IÍÍH, SIMI 38500 Skrifstofustúlkur Óskum aó ráöa nú þegar stúlkur til skrif- stofustarfa^ Vmsækjendur þurfa að hafa Verzl- unarskólamenntun og' góða vélritunarkunn- áttu. Væntanlegir umsækjendur þurfa að hafa strax samband við Skrifstofuumsjón og liggja umsóknareyðublöð þar frammi. SAMVIN NUTRYGGINGAR FOKHELT TVÍBÝLISHÚS til sölu í Garðahreppi. Allt sér, 2 bílskúrar, glæsilegt útsýni. Hagstætt verð og greiðsluskilmálar. Upplýsingar í síma 20651. HafnarfjörBur Verkamenn óskast til vinnu við gatna- og iholræsagerð. Bæjarverkíræðingurinn Hafnarfirði. HÚSBYGGJENDUR Smíðuna eldhúsinnréttingar, fataskápa og fleira. Útvegum teikningar ef óskað er. Leitið tilboða. TRÉSMIÐJAN GREIN SF. Auðbrekku 49, Kópavogi, sími 40255. TOYOTA CORONA STATION ,TRAUSTUR og ÓDÝR TRYGGIÐ YÐUR TOYOTA i JAPANSKA BIFREIÐASALAN H.F. Ármúla 7 — Sími 34470 Guðbjartur Gunnarsson: SJÓNVARPSSPJALL Með morgundeginum bætist hinn fjórði dagur við úi- sendingardaga sjónvarps i viku hverri. Dagskráin verður stutt en kjarngóð: glæpareyf- ari í öðrum endanum og sjálf- ur Shakcspcare í hinum. Mörg af teikritum Shakes- peares hafa verið buin til sjónvarpsflutnings af Bretum sjálfum, og -ætti það að vera nokkur trygging fyrir því, að hinn sanni andi Shakespeare leikhússins tíki þar yfir vötn- um. Sjóiivarpið hefur hérmeð kynningu. sígildra verka heims bókmenntanna og er vonandi, að sá hópur fari stækkandi, sem metur að verðleikum sí- giid verk, hvort heldur er á sviði bókmennta eða annarra fagurra lista. Því miður eru þeir of margir, sem fussa við sígildri tónlist, og eflaust yrðu nógir til að amast við t. d. kynningu málaralistar og högg mynda á liðnum öldum. En fjölmiðlunartæki í þjónustu ríkisins, eins og sjónvarp og útvarp (hljóðvarp) mega ekki láta á sig fá, þótt fávís almúg- inn heimti meiri slagsmál og fleiri morð á tjaldinu, sliki er ekki hægt að hafa að leiðar- Ijósi um val viðfangsefna. Af þessu tilefni er ekki úr vegi að hugleiða, hvers megi vænta af sjónvarpi, þegar út- sendingar verða sex daga vik- unnar. Menn spyrja að vonum: Hvað er á döfinni varðandi menningarlega þætti íslenzka? Hvað ætlar sjónvarp að gera vurðandi lcennsluþætti í ýms- um greinum, eins og dæmi eru um hjá nágrannaþjóðum? Eins og kunnugt er, hefur heldur lítið farið fyrir inn- lendu menningarlega upplýs- andi efni í sjónvarpinu, til þessa. Vart er enn hægt að tala um nema einn fastan fræðsluþátt á mánuði, en fá- einir stuttir fræðsluþættir hafa verið teknir upp. Engin fyrir- heit höfum við enn um fleiri innlenda fræðsluþætti, enda þótt af nógu sé að taka í því sambandi. Er því ekki úr vegi, að spurningunum hér að fram- an yrði að einhverju leyti svarað með fleiri innlendum fræðsluþáttum, þegar útsend- ingardögum fjölgar, og jafnvel kennsluþátttum í einhverjum greinum. Úr þvi minnzt er á kennslu í sjónvarpi er ekki úr vegi að skýra lesendum frá tilraunum, sem gerðar hafa verið og enn er verið að gera með kennslu- sjónvarp. Lesendur þessa blaðs hafa þegar fengið nokkra hug mynd um þróun þeirra mála í Bandaríkjunum í grein, er ég reit um það efni sl. sumar. Á ráðstefnu um kennslusjón- varp, sem haldin var í Hóm sl haust, átti ég þess kost, að fræðasl nánar um það, hvað ýmsar aðrar þjóðir eru að gera í þessum efnum. Kcnnir þar margra grasa, allt frá kennslu í lestri og skrift fyrir byrjend- ur og upp í reglulegt háskóla- nám. ítalir hafa stórlega minnk að ólæsi fyrir tilstilli sjón- vœrps og beina nú kröftum sín- um að því að kenna fullorðnu fólki, sem aldrei átti kost á neinni skólagöngu, undirstöðu atriði ýmissa helztu greina, sem kenndar eru i barna- og unglmgaskólum. Sjónvárps- kennsla er skipulögð fyrir unglinga í héruðum, þar sem skólar eru ekkí fyrir hendi. Svipað á sér stað í sumum hér- uðum Þýzkalands og Frakk- lands, Portúgal og Tyrklandi, svo að dæmi séu nefnd. RUSSAR AÐVARA PEKINGSTJÚRN MOSKVU og PEKIXG, 4/2 — Sovétstjómin hefur varað kín- versku stjórnina við því að þoíin- mæði hennar sé takmörkuð og hún áskilji sér rétt til a'ð gera ráðstafanir til að vernda sovézka borgara í Kina. Stjórnin segir I opinberri fiikynningu, að kín- verska stjórnin beri ábyrgð á öll- um aðgerðum gegn sovézka sendi- ráðinn í Peking og starfsmönn- um þess og verði að taka afleið- ingimum. í yfiriýsingunxá segir, a» ihinar andsovézku aðgerðir Kínverja séu komnar á það stig að róðízt sé á starfsmenn sendiráðsins. ASgerð- irnar séu ennþá háðulegri en fram ferði Chiang Kai-sheks á dðgupa afturhaldsstjórnar lians. 40 sovézkir -borgarar héldu flugleiðis frá Peking til Sovét- ríkjanna í morgun. XJm 200 rauð- ir varðliðar söfnuðust saman á flugvellinum og hrópuðu ókvæðis- orð, en ekki kom til átaka. í Peking er talið ólíklegt að hægt vei-ði að halda uppi stjórn- málasambandi milli Sovétríkjanna og Kina vegna lástandsins. í Moskvu hefur kínverska sendi ráðið sakað lögreglu um að hafa brotið friðhelgi diplómata þar sem liún hafi bairið kínverskan sendiráðsritara í átökunum í gær. Japanskt blað segir í frétt frá Peking, að Liu Shao-chi forseti íhafi verið neyddur til að lesa upp úr ritum Mao Tse-tungs á fundi rauðra varðliða fyrir viku, og var Framliald á bls. 14. RAUÐI KROSS ÍSLANDS, RE YK J A VÍKURDEILD. Hinn árlegi Öskudagsfagnaður verður haldrnn í súlnasal Hótel Sögu að kvöldi öskudags þann 8. febrúar n.k. Borðhald hefst kl. 19,30. Glæsileg skemmtiatriði: Hinn nýi óperuflokkur, ný erlend söngstjarna og fleira. Dansað fram eftir nóttu. Vinsamlega’st tryggið yður aðgöngumiða hjá skrifstofu R.K.Í. Öldugötu 4, sími 14658. Hús- inu lokað kl. 20,30. Hátíðarbúningur. Ágóða varið til Rauða kross starfsins. Ath: Boðskort til þátttöku ekki send út. Öllum er heimill aðgangur.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.