Alþýðublaðið - 05.02.1967, Síða 5

Alþýðublaðið - 05.02.1967, Síða 5
Sunnudags Alþýðublaðið -- 5. febrúar 1967 FRAMSOKNARMENN eiga erfitt með að sætta sig við, að núverandi rík- isstjórn hafi tekizt að mynda gjaldeyr- issjóð, sem þegar hafi haft mikil áhrif á frjáls viðskipti og forðað þjóðinni frá höftum. Síðasta og fáránlegasta hug- mynd framsóknarleiðtoganna um sjóð- inn er frá Helga Bergs, og er tillaga hans sú, að gjaldeyrissjóðurinn verði inotaður til að kaupa vélar og tæki til iðnaðar. Gylfi Þ. Gíslason gerði í blaðinu í gær skýra grein fyrir, hvers vegna þessi hugmynd er fráleit. Hann benti á eftirfarandi: 1) Ef gjaldeyrissjóðnum væri eytt á skömmum tíma, væri verzlunar- frelsinu lokið, og yrði að taka upp gjaldeyrishöft á nýjan.leik. Þetta er óhjákvæmileg afleiðing af til- lögu Helga Bergs, ef framkvæmd yrði. 2) Það er alger misskilningur lijá Helga Bergs, að of lítill innflutningur véla og tækja hafi verið undanfarin ár og að þetta valdi erfiðleikum þjóð- Þvert á moti sýna tölur, sem nýlega hafa verið birtar, að innflutningur véla og tækja hafi verið mikill og miklu meiri en ár- in fyrir Viðreisn. 3) Það er alger misskilningur, að þjóð- in eiga um að velja gjaldeyrissjóð eða aukinn innflutning véla- og tækja. Skynsamleg stefna hlýtur að verða að sjá fyrir þörfum fyrir þann innflutning og varðveita um leið gjaldeyrissjóðinn og þarmeð verzlunarfrelsið — forðast ný fram- sóknarhöft. Það mundi greiða lítið fyrir þróun iðnaðar á íslandi, þótt gjaldeyrissjóðn- um væri fórnað á 2—3 árum í véla- kaup, en síðan tækju við rný gjaldeyr- ishöft, svo að ekki fengist skrúfa í viðhald vélanna nema með leyfi nýrra skömmtunarnefnda. Qjaldeyrisvarasj óð urinn tryggir iðnaðinum innflutning hráefna og véla, jafnvel þegar gjald- eyristekjur minnka eitt og eitt ár. Það er tilgangur hans og þannig gerir hann iðnaðinum mest gagn. Ritstjórar: Gylfi Gröndal (áb.) op Benedikt Gröndal. — Ritstjórnar- fulltrúi: Erður Guðnason. Ritstjóri Sunnudagsblaðs: Kristján Bersi Ólafsson. — Símar: 14900-14803 — Aufrlýsingasími: 14906. ASsetur Alþýðubúsið við Hverfisgötu, Reykjavík. — Prentsmiðja Alþýðu- blaðsins. — Áskriftartgj. kr. 105.00. — í Iausasölu kr. 7.00 eintakið, Fráleii hugmynd arinnar. JuetÆacáuzs KLrRYCHiJ mmééi Otsala - Útsala ÚTSALA Á ! I 1 kápum — úSpum — höttum v ' Ú og skartgripum hefst mánudaginn 6. febrúar. BERNHARÐ LAXDAL I. Kjörgarði -—-----------------------------L AÐALFUNDUR ' Byggingarsamvinnufélags starfs- manna ríkisstofaa (Síðari fundur) j verður haldinn í baðstofu iðnaðarmanna við Vonarstraeti fimmtudaginn 9. febrúar 1967 og hefst kl. 8.30 sídegis. DAGSKRÁ: 1. Venjuleg. aðalfundarstörf. 2. Lagabreytingar. Félagsstjórnin Áskriftasími AlþýÓubEaÓsins er 14960 SI Páll Sigurðsson trygginga- yfirlæknir ritar kjallara- greinina í dag og fjallar hún um Borgarsjúkrahúsið í Foss vogi og byggingarmál þess. húss, lóðalögunar, og malbikunar. Þá þarf einnig að hefjast hahda um byggingu þvottahúss, en það verður sameign borgarsjóðs og ríkissjóðs.“ Af þessu má glögglega sjá að sjúkrahúsnefnd gerði fastlega ráð fyrir því í árslok 1965 að f.jár veitingin til spítaians á árinu 19 66 mundi nægja til að ijúka öðru við spítalabygginguna en því er talið er hér að framan, það er fullljúka öllum starfs og legu deildum spítalans. Þegar kemur að lókum ársins 1966 kveður hins vegar við ann an tón. Öll loforð sem gefin voru í byrjun ársins um að spitalinn yrði fullbúinn fyrir árslok eru gleymd. Ekkert er unnið við spít alann frá september til loka árs ins og samt er búið að eyða á ár- inu 66 milljónum í bygginguna éða 11 milljónúm meira en fjár hagsáætlunin gerði ráð fyrir. Á þessu atriði lcom engin full nægjandi skýring á borgarstjórn arfundinum. Framkvæmda- og fjáröflunaráætlun áranna 1967 — 70 skýrir það allvel hve langt ó í land að spítalinn sé fullgerð ur eða staðið liafi vérið við á- ætlun þá er gorð var í árslok 1965 því að þar segir: „Á árinu 1967 vérða framkv. í höfuðatriðum eins og hér seg ir. — í A-álmu verður lokið við kjallára, eldhús svo og lyfja deild á 6. og 7. hæð. í E-álmu verður lokið við kjallara. slysa- varðstofu á 1. hæð o gsótt- hreinsun og læknaherbergi á 4. hæð. Siðan verður lokið við geð deild á 2. hæð A-álmu og slysa varðstofu á 1. hæð og sótt E-álmu. Því næst vérða teknar fyrir legudeildir á 4. og 5. hæð A-álmu, einnig skurðstofur á 5 liæð E-álmu. Loks er um að ræða lokafráfeang á rtg.deild og loka- framkv. á húsinu að utanverðu. Á árinu 1968 verður lokið við það sem þá verður. eftir af hús inu. Þar er um að ræða sjúkra deild á 6. hæð E-álmu, svokall aða „intensive eare“ deild, lækna herbergi o.fl. í C-álmu, svo og vararafstöð, lóð og fleira. Kostn aður áætlaður 30 milljónir kr. Ef þetta er tekið saman, sést að í áætlun í árslok 1965 er gert ráð fyrir að það kosti 95 millj ónir að Ijúka við byggingu spít alans, en í órslok 1966 er þessi áætlun orðin 156 milljónir eða hækkar um rúmlega 60 millj. og er þó ekki í síðari áætlun gert ráð fyrir neinu framlagi til þvotta húss þess er fyrr getur og nefnt var í áætlun ársins 1966. Áætlun er þannig raskast get ur varla verið gerð af smásmugu legri nákvæmni og væri fróð legt að fá skýringar á hvernig áætlanagerð sem þessi er fram kvæmd. Það kom mjög glöggt fram á borgarstjórnarfundinum að eng- in loforð eru gefin um það hve nær spitalinn tekur til starfa, bjartsýnin frá fyrra ári er rokin í veður og vind. Enn virðist ekki fyrirsjáanlegt hvénær framkvæmdir við spít alann hefjast að nýju. Annarsveg ar stendur á uppgjöri borgarinn ar við þann verktaka, sem annast hefur bygginguna til þessa, en hættir nú framkvæmdum, hins vegar virðist allt í óvissu um fram lag ríkissjóðs til byggingarinnar og þau lán sem borginni er nauð synlegt að taka til byggingarinnar á þessu ári. Bregðist þetta hvorttveggja er vart fyrirsjáanlegt að fram- kvæmdir fyrir eigið fram- kvæmdafé borgárinnar geti haf- izt fyrr en seinni hluta ársins. Margt bendir því til að enn bæt- ist* eitt ár við byggingarsögu spít. alans, en þau voru vissulega orð in nógu hiörg þegár. Fyrirspurnir þær er fyrr grein ir um innan skipulag spitaians gáfu tilefni til nokkurra um- ræðna um þau mál. Vitað var að nokkrar deilur hafa staðið milli ráðamanna spítalans bak við tjöldin um fyrirkomulagsatr iði, einkum um það hvort slysa varðstofa ætti að fá til umráða sérstaka legudéild fyrir slys er þarfriast sjúkrahúsvistar og að gerða. Nú var úpplýst að þessi leið verður farin og ber að fagna því að slysavarðstofa og slysadeild verða ein starfsheild með sama yfirlækni og lækna starfsliði. Með þessu fyrirkomu lagi skapast aðstaða til að móta heildarkjatna SlySamerðferðar í borginni, aðstaða sem hvergi hef ur verið fyrir hendi við sjúkrahús hér fyrr, en nauðsynleg for- senda þess að slysaþjónusta fær ist í nútímahorf. Það upplýstist ennfremur í þessum umræðum að gert er ráð fyrir að á slysadeild verði aðstaða til að taka til með ferðar slys á miðtaugakerfi. Þeir sém til þekkja vita hvert öng þveiti hefur ríkt í meðferð þess ara slysa þar sem einn læknir í borginni hefur haft þekkingu á meðferð þessara slysa og orð ið að vera til taks að sinna þeim á nótt sem degi síðasta áratug. Þegar hann er í leyfum er eng inn til að hlaupa í skarðið. Það er því meir en tímabær sú ákvörð un að þessi meðferð verði tek- in upp við Borgarspítalann og virðist auðsætt að samkomulag þarf að nást milli Landakots og Borgarspítala um heppi- legasta fyrii-komulag þessjaraxl þjónustu, en forsenda þess er að sjálfsögðu að Borgarspítali ráði sérmenntaða lækna á þessu sviði til starfa við spítalann. Æfingámeðferð í einhverju formi er orðinn snar þóttur i öllu læknisstarfi bæði utan spít ala og innan. Einkum er slík með ferð mjög nauðsynleg fyrir alla sjúklinga sem eru í afturbata eftir slys. Ekki mun vcrða nein æfingadeild í Borgarspítala, en aðstaða til æfingameðferðar spít alasjúklinga er fyrirhuguð og gef in hafa verið fyrirheit um æfinga og hjúkrunardeild í núverahdi húsnæði Borgarspítala . Engar upplýsingar liggja fyrir um fyrirhugaða deildarskiptingu í B-álmu Borgarspítalans, en væntanlega gefst tækifæri til að ræða það mál á þessum vettvangi síðar. Páíl Sigurðsson.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.