Alþýðublaðið - 05.02.1967, Side 13

Alþýðublaðið - 05.02.1967, Side 13
Sunnudags AlþýðublaSið - 5. febrúar 1967 13 Orrsiur rauði íThe Long Ships) Afar spennandi og viðburðarík ný amerísk stórmynd í litum og CinemaScope. Sýnd kl. 9. Leðurbfákan Blaðaummælh Leðurblakan í Bæjarbíó er kvik- niynd sem óhætt er að :næla með. " MbJ. Ó. Sigiirðsson. Sýnd kl. 7. Mynd fyrir alla fjölskylduna. - YFIB BRENNANDI JÖRÐ - Hörkuspennandi litmynd. Sýnd kl. 5. íslenzkur texti. STRÆTISVAGNINN með Dirch Pass.er. Sýnd kl. 3. Ákaflega spennandi og hroll- vekjandi ný mynd. Bönnuð börnum innan 16 ára. Sýnd kl 9. — KÖTTUR KEMUR í BÆINN Síðasta tækifæri til að sjá þessa fallegu tékknesku verðlauna- mynd. Sýnd kl. 7. — HJÁLP — með Bítlunum. Sýnd kl. 3 og 5. ORFEUS OG EVRIDÍKA GEUCKS Haustið 1858 skiptust þau Hector Beli oz og Pauline Viardot, ein af fremstu söng konum 19. aldarinnar, á allmöx-gum bréf- um. Öll eru þau gii-nileg til fróðleiks, en tvö þeirra eru sérstaklega eftirtektarverð enn þann dag í dag. í liinu fyi’ra ávai’par Berlioz hana með því samblandi af fyndni og lærdómi, sem honum var lagið: „Clier- Orphée, chére Madame. .. ” þ.e. hann á- varpar leikpersónuna sem karlveru, en tiilkanda hennar sem konu (sem var nán ast ófrávíkjanleg venja í þá daga). í öðru Jagi víkur hann glettnislega að fræði- . mennskuástríðu sinni en hann segir: „Hvernig getið þér ætlazt til þess, að ég fari að xitsetja verk eftir Gluck, ég sem hef alltaf fordæmt þá, sem leyfðu sér slíkt“? - Sarnan varpa þessar tvær tilvitnanir ljósí á hið éilífa vandamál, hvernig eigi að færa upp þetta meistaraverk Glucks og láta höfundinn njóta fyllsta réttlætis. Berlioz sá söngvarann og hlutverk hans hvorki sem karl né konu, heldur sem tákn fyrir ástand, sem gæti komið fyrir hvort sem væri. I-Iann sneri sér því út úr vand anum með því að fela sig á bak við ungan nemanda sinn, Saint-Sains, þar sem hann vildi ekki láta bendla sjálfan sig við það. Með þessu táknræna fx’anska raunsæi kom liann fram verknaði sem var ekki að hans skapi án þess að brjóta sjálfur í bág við sannfæringu sína. Belioz og bréf hans til Mme Viardot ráða úrslitum um framtíð verks þessa þýzka tónskálds um grískt efni og verða óað skiljanlegur hluti þess. ítalski textinn, sem verkið er jafnan flutt með er síðasti hlekk urínn í þcirri sögu, sem á sér engan líka í sögu óperunnar. Eins og rnörg snilldarverk á þessu sviði svo sem Fidelio eftir Beethoven og ýmsar óperur Verdis, stökk það ekki alskapað út úr höfði skapara síns. Það hefur þróazt gegnum mörg stig, sum orðin til fyrir þjálni og víðsýni höfundarins, önnur eiga rót sína að rekja til breyttra tíma og venja. Að ætla sér að segja eitt þeirra fullnaðar stig, væri að halda, að Giuck sjálfur hefði sett lokapunktinn aftan við verk sitt. Hefði hann lifað í nokkur ár til viðbótar, liefði íiann ef til vill sjálfur gert ýmsar breyting- ■ ar, sem síðar voru gerðar á vei’ki hans. ■j Kjarni málsins er sá, að ekki er enn um að ræða aðeins eina óperu, né heldur fyrri eðp síðari gerð, lieldur óperu með bæði Orfeusi og Orfeu. Verkið var upphaflega samið í tilefni af skírnarhátíð Franz 1. Austurríkiskeisara 5. okt. 1762. Það var í engu frábrugðið mörgum tækifærisverk um sömdum fyrjr liátignai’fólk, þar sem verkið var ætlað til fagnaðar, mátti það ekki enda illa, þess vegna urðu aðalper- sónurnar að ná sarnan í lokin. Þar sem það var dagskrárliður með öðrurii, mátti það 1762 og þess vegna gat Gluck notfært ser ekki vera of langt. Óperan var flutt í Vín sópranrödd hins dáða geldings Gaetanos Gu adagnis, sem getið liafði séi’ frægðarorð í verkum Hándels, Messiasi og Samsoni. Þegar Gluck var beðinn að búa verkið undir sýningu í París nokkrum árurn síðar horfði málið öðruvísi við. Það var ekki leng ur hluti af hátíðahöldum, svo að hann gat lengt það. Geldingar áttu ekki liylli að fagna í París, svo að hann umsamdi höfuð hlutverkið fyi’ir háan tenór. Parísarbúar höfðu hins vegar lengi liaft yndi af ballet. Gluck gat því aukið bendingaleik og döns um í óperu sína. Sakir meii’i fjölbreytni í hljóðfæraleik í höfuðboi’g Frakklands fjölgaði hann hljóðfæraleikui’um í hljóm sveitina. Þegar saminri hafði verið nýr texti eftir Pierre Louis Moline var Azione teatrale per musica Vínar orðin að Ti’agé die-opéra í París og Orfeu og Evridika um- breytt í Orfeus og Evridiku. Þannig blómgaðist óperan um hríð jafnvel eftir að áhugi á henni dvínaði í Vín, þar sem hún var upprunnin. (Ekki eru heimild ir um, að hún hafi verið flutt þar á árun um 1784—1862.) Nokkur prentuð eintök voru í umferð og eitt þeirra barst inn á heimili tónelsk andi læknis í La Cote-Saint-André, Isére, þar sem ungur piltur (Berlioz) uppgötv aði það nokkrum árum síðar. Hljómleika flokkur, sem heimsótti Bonn 1785, var með óperu Glucks á efnisskrá sinni og kynnti það fimmtán ára gömlum organista. Ungling ui’inn frá Isére bar ást sína til Glucks með sér til Paríar, þangað sem hann fór að lesa lækni.sfræði um 1820. Hann eyddi drjúgum tíma sínum í Óperunni, þar sem hann heyrði oft leikin verk eftir Gluck og ákvað að vei’ða tónlistarmaður. Organistinn ungi bar Gluck í hjarta sínu til Vínar, þar sem óper- an var ekki lengur flutt, vegna þess að karlsópranstéttin var að deyja út. Þar áttu samt áheyrendur eftir að heyra enduróm Glucks í vei’kum organistans þar á meðal óperunni hans, Fidelio, sem var frumsýnd þar í borg.' Um 1830 var Beethoven allur og Berlioz niðursokkinn í sín eigin vandamál. Bæði Orfeus og Orfea voru horfin af hlutverka skrá söngleikahúsanna. Annars konar „sýn ingar“ áttu meiri vinsældum að fagna. Þó voru margir sem enn voru einlægir aðdá- endur Glucks, þar á meðal var Pauline dótt ir hins fræga söngvara og kennara Manuels Garcia (eldri systir hennar var hin fræga Maria Malbran). Hún var aðeins sextán ára þegar hún kom fyrst fram í Briissel. Hún giftist síðar Louis Viardot forstjóra The atre des Italiens í París árið 1842. Tuttugu og eins árs að aldri söng hún söngva úr Orfeusi á hljómleikum svo fagurlega að áheyrendum leið seint úr minni. Sautján ár um síðar fór Léon Carvalho forstjóri The atre Lyrique fram á það við hana, að hún tæki þátt í enduruppfæx’slu óperunnar, sem ekki hafði verið flutt í París í næstum þrjátíu ár. Hverfum nú aftur til ársins 1859. Það hefði verið auðvelt fyrir Carvalho að nota upprunalegu útfærsluna, láta Mme Viardot syngja hlutverkið eins og það var samið fyrir Guadagni. En þó hefði orðið að fórna sumum af hinum fögru innfellingum, sem Gluck jók í fyrir Pai’ísarflutninginn (þar á rneðal hinum gullfallega flautuleik á Ó dáinsvöllum). Ekki var heldur hægt að láta Viardot syngja útsetninguna fyrir tenór í Parísarút gáfunni. Þar að auki höfðu verið gerðar breytingar á frumgerð Glucks, sem sízt voru til bóta. ‘ | Þessar óstæður urðu þess valdandi að Carvalho, eflaust hvattur af Viardot aðdá- anda Berlioz og túlkanda verka lians, sneri sér til eins tónlistarmanns, sem bezt gat samræmt verkið sakir lærdóms síns og sinnar ástar á höfundi þess. Eins og hans var von og vísa sökkti Berlioz sér niður í viðfangsefnið og tókst að láta álirif Glucks lialdast bæði í söng og hljóðfæraleik. Framhald á bls. 14.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.