Alþýðublaðið - 05.02.1967, Page 14

Alþýðublaðið - 05.02.1967, Page 14
14 5. febrúar 1967 •• Sunnudags AlbýSublaðið Fósturmóðir mín Sigurbjörg Sigurðardóttir kaupkona, Laugavegi 28C verður jarðsungin frá Fossvogskirkju n.k. þriðjudag 7. febr. kl. 10 30. Athöfninni verður útvarpað. Yngvi Þórir Árnason. Sonur okkar, Sigurgeir Geirsson, Hamrahlíð 31, sem lézt 31 jan., verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni i Reykjavík þriðjudaginn 7. þ.m. kl. 2. Jarðsett verður í gamla kirkjugaröinum. Þeim, sem vildu minnast liins látna, er bent á Minningarsjóð Flugbjörgunarsveitarinnar. Helga Sigurgeirsdóttir Geir Pálsson Okkar hjartans þakkir til allra nær og fjær sem auðsýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og jarðarför okkar elskulega sonar og bróður BJÖRNS SÆVARS Kristjana Þorsteinsdóttir Ólafur Sigurðsson og systur Gjöf til Háskólans Forráðamenn fyrirtækisins J. Þorláksson & Norðmann hf. hafa í dag í tilefni af hálfrar aldar af- mæli fyrirtækisins gefið 100.000 krónur í Minningarsjóð Jóns Þor- lákssonar verkfræðings til styrkt- ar verkfræðinemum við Háskóla íslands eða til framhaldsnáms þeirra við annan háskóla. Minningarsjóður Jóns Þorláks- ■sonar verkfræðings var stofnað- ur af ekkju hans frú Ingibjörgu Þorláksson á sjötíu og fimm ára afmæli manns hennar, hinn 3. marz 1952. Úr sjóðnum er árlega úthlutað styrkjum til verkfræði- nema, og hefir sjóðurinn gegnt mikilvægu hlutverki við Háskól- ann. Háskóli íslands þakkar þessa stórgjöf og þá ræktarsemi, er for- ráðamenn fyrirtækisins J. Þor- láksson & Norðmann hafa áður sýnt Háskólanum. IJtsalan heldur áfram á morgun Nærfatnaður Pilsaefni Undirfatnaður Blússuefni Úlpur Sokkar / Peysur Hanzkar Skyrtur Skór FUNDUR ÁHUGAMANNA UM FISKRÆKT Hinn 31. janúar sl. hélt Félag áhugamanna um fiskrækt fund í veitingáhúsinu Sigtúni. Mættir voru 100 manns og gengu 6 nýir félagar í félagið. Telur félagið nú yfir 150 félaga. Formaður félags- ins, Bragi Eiríksson framkv.stj., setti fundinn og skýrði frá því að starfsemi félagsins væri nú að komast í það horf, sem stefnuskrá þess gerði ráð fyrir. Árbók félags- ins væri nú í undirbúningi og kæmi sennilega út í marz n.k. Stjórn félagsins hefði skrifað fjár veitinganefnd Alþingis, og meðal annars gert tillögu um að fjár- veiting í gr. 16, lið 23, yrði hækk- uð allverulega, en það er sú fjár- veiting, sem iandbúnaðarmálaráð- herra er ætluð til styrktar þeim, sem ráðast í að bæta fiskvegi eða eru með starfandi fiskrækt og fiskeldi. Fjárveiting þessi var hækkuð úr kr. 350 þús. í kr. 700 þús., enda á félagið og áhugamál þess trausta forsvarsmenn á Al- þingi og í fjárveitingarnefnd. Næst á dagskránni var erindi Að- alsteins Sigurðssonar fiskifræð>- ings, um tilraunir í Englandi, á klaki og eldi skarkola (rauð- sprettu) og var erindi hans yfir- gripsmikið. Á eftir erindinu var sýnd kvikmynd um sama efni, sem Brian Holt sendiráðsfulltrúi Bret- lands hér á landi, lánaði félaginu og ber að þakka þá miklu velvild, sem hann sýndi félaginu með þessu. Þá var sýnd skemmtileg stangveiðimynd frá Svíþjóð, sem skýrði sig sjálf. Næst sagði Jón Sveinsson rafvirkjameistari frá uppbyggingu og starfi laxeldis- stöðvarinnar í Lárós á Snæfells- nesi, og sýndi nokkrar litskugga- myndir þaðan. Var erindi hans mjög athyglisvert, og augljóst, að seiðavöxtur á slepptum seiðum í Lárósinn er afburða góður, ög miklar vonir tengdar við þetta. Einnig tóku til máls Jakob V. Haf stein og Gísli Júlíusson. Þökkuðu þeir stjórn félagsins fyrir vel unn- in störf, lýstu ánægju sinni með þennan fund og töldu stofnun fé- lags hafá sýnt hve hér væri um mikið þjóðþrifamál að ræða. Rússar Framhald af bls. 2. kona forsetans látin leiðrétta hann þegar hann mismælti sig. Hið opinbera málgagn hersins í Kína segir frá nýjum árásum ,,gagnbyltingarsinna“. Blaðið seg- ir, að brjóta verði þessar árásir á bak aftur. Þá hafi 'gaignbyltingar- menn laumazt inn í raðir menn- ingarb.vltingarmanna. Blaðið hvet- ur til einingar í röðum menning- arbyltingarmanna. Orfeus og Evridika Það var tvennt, sem gerðist í Theatre Lyr icjue 19. nóv. 1859. í fyrsta lagi var gengið frá gerð verksins í þeirri mynd, sem not uð hefur verið oftast síðan. í öðru lagi tók aðalhlutvrkið á sig þá mynd, sem hefur aðalhlutverkið á sig þá mynd, sem hefur heiilað allar mezzósópransöngkonur síðan. Þessi nýja lausn á vandamálinu var auð vitað nefnd „Berliozar-gerðin“. Hún var flutt í Covent Garden árið eftir þótt Viar dot syngi þar ekki, vakti flutningurinn engu að síður geysihrifningu. Árið 1870 eftir að liún hafði hætt að syngja í Óperurmi, vor verkið flutt í Weimar. Svo virðist sem gerð Berlioz hafi þá ekki enn komizt á prent. Hins vegaf hafi meðferð hans á verki Glucks vakið áhuga efnaðs eldhuga Fanny ar Peiletan, sem beiddist aðstoðar hans við aö geía út öll liin meiri háttar verk Glueks Berlioz var þá þegar orðin veikur af þeim sjúkdómi, sem dró hann til dauða og átti mörgum eigin verkum ólokið, svo að hann benti á Saint-Saens til að taka að sér verk ið. Hann hafði svo samvinnu við Julien Tiersot sérfræðing í verkum Glueks og lauk fuilnaðarvinnu við endurskoðun óperunnar og þar með var lagður sá grundvöllur, sem fíutningur hennar hvíiir á í dag. Gerð þeirra af óperunni kom ekki út fyrr en eftir dauða Berlioz (1869) og Mme Pelletan (1876, en jók mjög hróður þeirra beggja ekki síður en GJucks. ítaiski textinn með útsetningu fyrir mezzósópranródd var gefinn út eftir flutning í La Scala 1889. Giuck þræðir að mestu hina gömlu goðr sögn, nema hvað ástin hin sterka en miskunn arlausa ást, er undirtónninn í verkinu. Evrí dika afber ekki, að unnusti hennar skuli ekki líta til hennar og láta vel að henni eftir endurfundinn, heldur að hann elski sig ekki og segist heldur vilja bíða hel, en horf in vera hans ástum. Orfeus stenzt ekki mát ið og lítur við, en æ . . en Amor sér aum ur á þeim og sameinar þau að nýju. í þessari óviðjafnanlegu fögru og aðgengi legu óperu er það ekki Mme Viardot, sem syngur á fáanlegum hljóðritunum. En maður kemur í manns stað. í útgáfu RCA Victor er það blökkukonan Shirley Verrett, sem syng ur Orfeus, en Anna Moffo Evridiku, Ren ato Fasano stjórnar Virtuosi di Roma. Þessi útgáfa var af tónlislargagnrýnend- um tímaritsins The Gramophone kjörin ein af beztu ’þlötum síðastliðins árs. Að mestu endursögn, greinar eftir Irving Kolodin tónlistarritstjóra Sat urday Review, eins virtasta tónlist argagnrýnanda Bandaríkjanna og höf- und bókarinnar Saga Metropolitan- Messur í dag -*r Ásprestakall. Barnasamkoma kl. 11 í Laugarásbíói. Messa í Hrafnistu kl. 1.30. Sr. Grímur Grímsson. ★ Laugarneskirkja. Messa kl. 2 e. h. Barnaguðsþjónusta kl. 10 f.h. Garðar Svavarsson. ★ Kópavogskirkja. Messa kl. 2. Barriasamkoma kl. 10.30. Séra Gunnar Árnason. Barnasamkoma í Digranesskóla kl. 10.30. Séra Lárus Halldórsson. ★ Ðómkirkjan. Messa kl. 11. Alt- arisganga. Séra Jón Auðuns. Eng- in síðdegismessa. ★ Fríkirkjan. Messa kl. 2. Sérá? Gísli Brynjólfsson fyrrv. prófast- ; ur messar. Séra Þorsteinn Björns- son. ★ GrensásprestakaH. Messa f BreKðagerðisskólia kl. 2. Biarna- samkoma kl. 10.30. Séra Felix Ól- afsson. ★ Hallgrímskirkja. Barnasam- koma kl. 10. Systir Unnur Hall- dórsdóttir. Messa kl. 11. Séra Lár- ur Halldórsson. ★ Fríkirkjan í Hafnarfirði. Æsku lýðsguðsþjónusta kl. 10.30. Messa kl. 2. Séra Bragi Benediktsson. ★ Báteigskirkja. Bamasamkoma kl. 10.30. Séra Arngrímur Jónsson. Messa kl. 2. Séra Jón Þorvarðsson. ★ Langholtsprestakall. Barnasam- koma kl. 10.30. Séra Árelíus Níels- son. Guðsþjónusta kl. 2. Séra Áre- líus Níelsson. ★ Hafnarfjárðarkirkja. Æskulýðs- guðsþjónusta kl. 10.30. Séra Garð ar Þorsteinsson. ★ Neskirkja. Barnasamkoma kl. 10. Séra Frank M. Halldórsson. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðuefni: Þú ert maðurinn. Séra Ingþór Indriðason. ★ Bústaðaprestakali. Barnasam- koma í félagsheimili Fáks kl. 10. Barnasamkoma í Réttarholtsskóla kl. 10.30. Guðsþjónusta kl. 2. Séra Ólafur Skúlason. ★ Elliheimiiið Grund. Guðsþjón- usta kl. 10 fh. Ólafur Ólafsson kristniboði prédikar. SERVIETTU- PRENTUN SÍMI 32-101.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.