Alþýðublaðið - 05.02.1967, Side 16

Alþýðublaðið - 05.02.1967, Side 16
■ B I *v C^UMJUtct&GS Og fyrst minnzt var á Vikublaðið Time kjöri sér mann ársins um síðustu ára- mót að vanda, og að þessu sinni féll vai blaðsins ekki á neinn einstakl- ing, heldur á unglinga heimsins, alla þá sem landið eiga að erfa. Svo virðist sem þessi hópur ætli að reyna að halda þessum titli líka á-yfirstandandi ári, að minn- sta kosti þykir sumum að atburð- ir síðustU helgi hér í Reykjavík bendi til þess. Og sá hamagang- ur var engan veginn einangrað fyrirbæri, því að síðar í vikunni kom aftur til ólgu meðal unglinga og nokkurra átaka milli þeirra og lögreglunnar. Var þó þessi síðari hópur viðráðanlegri hinum fyrri að sögn, enda var hann ekki ölvaður af öðru en bítla- músík, en hin fyrri af víni. Fyrst minnzt var á vökva, þá er rétt að geta þess að í miðri vikunni var borgarstjóra og borg- arráði látið blæða dálítið og voru myndatökumenn blaða og sjón- varps látnir vera við, svo að al- þjóð gæti séð að þar væru menn, sem kveinkuðu sér hvorki við sár né bana. Var raunar ekki mikil hætta á slíku, því að þetta eru allt vanir stjórnmálamenn og því komnir með talsverðan skráp og ekki lengur uppnæmir fyrir smánarti. Aðgerðin mun heldur ekki til muna hættuleg, og það er algjör misskilningur hjá iðnaðar- mönnum að halda að blóðgjafirn- ir beri á eftir ör á hálsinum, en þeir afhentu borgarstjóra tveim- ur dögum síðar forláta keðju til að bera um hálsinn, eins og oft er gert til að liylja verksum- merki. Þeir félagar voru að vísu stungnir, en þeir voru ekki skorn- ir á liáls; þeir, sem blóðtöikuna önnuðust voru nefnilega læknar en ekki rakarar. Fyrst minnzt var á lækna, þá sakar ekki að geta þess, að þeir munu stétt manna, sem eiga góða daga í vændum í vikunni, sem nú er að hefjast. Á morgun er nefnilega bolludagurinn, og sjálf- sagt kostar hann einhverja maga- kveisu og rasssæri eftir allar flengingarnar, og á þriðjudaginn verður sprengidagur, en þá eiga allir að troða í sig svo miklu af mat að þeir springi. Læknarnir fá þá sem sagt nóg að gera við að sauma menn saman aftur, ef þeir uppfylla fyrirmælin bókstaf- lega, og það vita allir að íslend- ingar eru vanir að uppfylla öll fyi-irmæli alltaf bókstaflega, og sízt mundi hætta á að þeir geri það ekki, svona rétt eftir að þeir hafa lokið við að skila skattafram- tölum, og þar með komizt í al- veg sérstaka æfingu við að rækja vel það sem þeim hefur verið til trúað. t Og fyrst minnzt var á að Ijúk'a einhverju, þá er bezt að þessu sunnudagsbaki sé þar með lokið. » BORGARRÁÐ: Blóðgjafi borgarinnar. LANDHELGI: Draumaparadís togaraeigenda. LÆKNALEYSI: Gerir fólki kleift áð deyja í friði. MÍTUR: Fundið óskilafé. SEÐLABANKI: Sjá FRYSTIHÚS. Skopmynd vikunnar Sukarno IncLónes■ íuforseti situr enn við stýrið að nafn- inu til, en eins og sjá má af þessari mynd hefur her- inn séð um að hann ekur ekki‘ langt. Sá spaki segir... Læknarnir segja að menn geti lifað leng- ur, ef þeir gera ekk- ert það, er gerir líf- ið einhvers virði. ÉG SÉ EKKI BETUR en það gæti verið gott fyriv suma suma morgna að hafa varahöfuð. Skraut og skart Krossar, orður, skraut og skart skína á brjóstum allra fyrirmanna; á sig hengja þeir ótal margt eins og dæmin þráfaldlega sanna. Iðnaðarmenn gáfu Geir gyllta hlekkjafesti og skjaldarmerki í tilefni af því að þeir þurftu að minna á aldur sinn í verki. Til sumra skrautið safnast nóg af sjálfsdáðum, í gjöf og vinarminni, en aðrir fara á mítramó og muni hirða upp af götu sinni. SÍRA SIGMUNDUR.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.