Dagur - 05.01.1999, Page 1
Heldur virðist hafa dregið úr bjart-
sýni manna varðandi Foldu.
Iítil
bjartsýni
Samkvæmt heimildum Dags
vantar mikið á að endurreisn
Foldu verði að veruleika. Engir
nýir fjárfestar af einhverri
stærðargráðu hafa gefið sig fram
í verkefnið og þótt boltinn sé
formlega hjá Akureyrarbæ, eru
að óbreyttu ekki líkur til að bær-
inn verði í forsvari og meiri-
hlutaeign fyrir nýju fyrirtæki á
rústum hins gamla.
Bæjarráð mun að líkindum
funda um málið nk. fimmtudag,
en viðmælendur veijast frétta,
enda málið viðkvæmt. Bæjar-
fulltrúi sem Dagur ræddi við
sagði að bærinn væri búinn að
gera það sem í hans valdi stæði
og það væri ekki á færi bæjaryf-
irvalda og búnaðarsambanda að
standa fyrir rekstri þessa fyrir-
tækis. Ef fjársterkir aðilar bjóða
sig fram myndi staðan horfa
öðruvísi við, en sem fyrr segir
stendur á slíkum áhuga. Starfs-
menn Foldu hafa t.a.m. ekld
treyst sér til að leggja fram um-
talsvert áhættufé til nýs rekstrar.
BÞ
Lííilsvirö-
ing við sjó-
menn
Aðalfundur Sjómannafélags
Eyjafjarðar sem haldinn var 29.
desember sl. mótmælir harðlega
því gerræði Halldórs Blöndals
samgönguráðherra að gildistaka
á hartnær fimm ára gömlum
lögum um sleppibúnað björgun-
arbáta um borð í skipum sé
frestað enn einu sinni eins og
segir í ályktun fundarins. Frest-
un gildistökunnar sé ekkert
annað en Iítilsvirðing við sjó-
menn og ráðherrann virðist
beita sér fyrir því að dregið sé úr
öryggi sjómanna.
Aðalfundur samþykkti einnig
yfirlýsingu umað eina leiðin til
þess að fullnægja dómi Hæsta-
réttar í kvótamálinu þannig að
jafnræðis sé gætt samkvæmt
stjórnarskránni sé að úthluta
veiðiheimildum að nýju eftir
ákveðnum reglum til þeirra
skipa sem hafa verið að veiða
síðustu ár. Ennfremur megi
setja inn í lögin að endurúthlut-
un fari fram á fimm ára fresti.
GG
Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráðherra leit við hjá vistmönnum á dvalarheimili aldraðra í Kjarnalundi á Akureyri á dögunum. Ráðherra heilsaði upp á
vistmenn og fann upp nýyrði á setustofu hússins sem e.t.v. er komið til að vera. Hún kallaði setustofuna „baðstofuloftið“ og spurðist m.a. fyrir um hús-
lestur þar. Að sögn Þórgnýs Dýrfjörð, deildarstjóra búsetu- og öldrunardeildar, eru langflestir vistmanna ánægðir með flutninginn frá Skjaldarvík.
mynd: brink
Vilja fá Akureyrar-
vöíl iuidir verslim
Umsókn Rúmfatala-
gersins og KCA imi
lóö fyrir versluuar-
húsnæði þar sem
knattspymuvöllur
Akur eyrarbæj ar
stendur nú hefur vak-
ið nokkra athygli.
Bæjaryfirvöld mun að
líkindum afgreiða
málið iiman skamms.
Sigmundur Ófeigsson fram-
kvæmdastjóri verslunarsviðs
KEA segir fyrirtækið haf um
nokkra hríð Ieitað að nýju hús-
næði fyrir Nettó-lágvöruverðs-
verslun á Akureyri. „Gamla hús-
næðið er allt of lítið og þröngt,
aðkoman þröng og staðsetningin
dálítið afsíðis. Ekki er um auð-
ugan garð að gresja hvað varðar
lóðir af einhverri stærðargráðu.
Við þurfum stórt pláss og þessi
lóð er eini staðurinn í miðbæn-
um þar sem svona rekstur kemst
fyrir. Þetta er reyndar óþarflega
rúmt svæði, en við vissum að
Rúmfatalagerinn var einnig að
leita að Ióð og því sóttum við um
þetta saman."
Hve stórt yrði þetta hús-
næði?
„Best er að reka Nettó-búðir í
2000-3000 fermetra húsnæði. Á
Verður Akureyrarvöllur verslunarsvæði framtíðarinnar. Skera þyrfti úr
brekkunni fyrir nýju húsi. Bílastæðin yrðu á milli Glerárgötunnar og
húsnæðisins.
Óseyrinni erum við aðeins með
um 1500 fermetra sem er allt of
Iítið. Rúmfatalagerinn hefur hug
á um 3000 fermetra byggingu og
með einhverri útleigu gætum við
verið að tala um 7000-9000 fer-
metra húsnæði."
- Hver hafa viðhrögð bæjaryfir-
valda orðið?
„Málið hefur aðeins lítillega
verið kynnt fyrir bæjarráði, en
menn hafa talað um að vinna
hratt og ötullega að afgreiðslu,
hver sem hún verður. Okkur er
þetta ekkert rosalegt kappsmál,
en það er sjálfsagt að láta reyna
á hugmyndina eftrir að hún
kemur fram. Ef raunverulegur
vilji er fyrir þvi að efla miðbæinn
þá myndast þarna mikil tækifæri
til að laga rekstrarlegt umhverfi
hans. Glerárgatan er t.d. hálf-
ónýt verslunargata núna, en hún
myndi fá nýtt og öflugra vægi ef
þetta gengur allt eftir. Hugsan-
legur möguleiki er að færa Gler-
árgötuna örlítið inn á íþróttavall-
arsvæðið og skapa þannig aukna
bílastæðamöguleika við núver-
andi verslunarhúsnæði við Gler-
árgötu.“
- Ertu þá bjartsýnn á afgreiðsl-
una?
„Menn eru alltaf að tala um að
eitthvað þurfi til að lífga upp á
miðbæinn. Ör eigendaskipti
hafa orðið hjá verslunum í mið-
bænum að undanförnu og tíma-
bært að snúa vörn í sókn. Bæjar-
búar kvarta undan því að bíla-
stæði vanti í miðbæinn og fleira.
Það er enginn skaði skeður þótt
menn hafni þessari hugmynd en
þetta þarf að vinnast hratt. At-
vinnulífið getur ekki beðið mán-
uðum saman eftir ákvörðunum."
- Hve mörg btlastæði erum við
að tala um?
„Eg er að vonast eftir því að
þarna geti orðið um 300 stæði.
Við gerum ráð fyrir að skera
þyrfti úr brekkunni fyrir húsið.
Bílastæðin yrðu á milli Glerár-
götunnar og húsnæðisins og
teygðu sig svo í átt að núverandi
miðbæ.“
Er ekki líklegt að margir Iíti á
þetta svæði sem friðhelgan
grænan reit. Iþróttasvæði sem
sárt væri að fórna?
„Það er spurning. Er ekki
tímaskekkja að starfrækja ein-
hvern AkureyrarvöII? Er ekki
heppilegra að byggja frekar upp
æfinga- og keppnissvæði beggja
félaganna? Rekstur Akureyrar-
vallar kostar bæinn töluverða
peninga á ári og þarna eru óvið-
unandi aðstæður fyrir frjálsar
íþróttir miðað við kröfur nútím-
ans. Bærinn þyrfti því að kosta
miklu til uppbyggingar ef áhersl-
an á íþróttir á að haldast, en
auðvitað hafa margir taugar til
þessa svæðis.“ bþ
Þriðjudagur 5. janúar 1999