Dagur - 09.01.1999, Blaðsíða 7

Dagur - 09.01.1999, Blaðsíða 7
LAUGARDAGUR 9. JANÚAR 1999 -VJI MINNINGAGREINAR Sigurlína Magnúsdóttir Kúskerpi Sigurlína Magnúsdóttir fædd- ist í Holtsmúla, Skagafirði 3. júlí 1916. Hún lést að heimili sínu Kúskerpi, Skagafirði 22. desember síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Elísabet Evertsdóttir fædd 1817, dáin 1957 og Magnús Asgrímsson fæddur 1888, dáinn 1963. Sig- urlína átti einn bróðir Asgrím Eðvald fæddur 1919, dáinn 1939. Hinn 7. ágúst 1937 kvæntist Sigurlína Jóhanni Lúðvíkssyni fæddur 18. júní 1914, vegavinnustjóra og bónda frá Hjörungavogi, Nor- egi. Þau bjuggu allan sinn bú- skap á Kúskerpi. Sigurlína og Jóhann eignuðust 5 börn, As- björgu hótelstjóra Varmahlíð, Magnús tamningamann sem lést 7. febrúar 1998, Sigrúnu verslunarstjóra í Mývatnssveit, Maríu bónda Kúskerpi og Lúð- vík málmiðnaðarmann Akur- eyri. Afkomendur hennar eru orðnir 27. Útför Sigurlínu fór fram frá Sauðárkrókskirkju laugardaginn 2. janúar. Það var skemmstur sólargangur og undirbúningur jólanna stóð sem hæst, þegar fréttin barst úr Blönduhlíðinni: Lína á Kúskerpi er dáin. Hún var nýlega komin heim af sjúkrahúsinu, eftir skamma legu. Hana langaði til að gera svo margt fyrir jólin, en geta hennar leyfði það ekki. Þegar aldraðir vinir kveðja þennan heim, erum við þakklát fyrir ef þeir fá að halda sinni and- legu heilsu til hinstu stundar, þótt líkaminn Iáti undan. Það má einnig þakka þegar einstaklingur- inn þarf ekki að Iifa langa og erf- iða sjúkdómslegu, og fær að kveðja þetta líf á sínu eigin heim- ili. Við Lína hittumst síðast í sept. síðastliðinn. Þegar við kvödd- umst sagði hún. „Og við eigum alveg eftir að tala um gömlu dag- ana“. „Eg verð bara að koma bráðum aftur“, svaraði ég. En ég fór ekkert aftur, og nú tölum við Lína ekki um gömlu dagana meira. Það er stutt á milli bæjanna Kúskerpis og Uppsala og aldrei hafa gróið götur þar á milli. Ná- grennið var einstakt, hjálpsemi og vinátta gagnkvæm. Hversu oft man ég ekki eftir Línu heima á Uppsölum að hjálpa til ef með þurfti, eða að hún skrapp að gamni sínu. Jólaboðin á Kúskerpi eru afar minnisstæð. Veisluborð- ið var bæði fallegt og hátíðlegt í senn. Lfna sagði eitt sinn við mig. „Veistu það, að eftir að mamma þín gat ekki Iengur komið til mín á jólunum, þá er sætið hennar autt. Þar sest enginn“. Lýsir þetta vel þeirri virðingu og vináttu sem ríkti milli þessara kvenna, þótt aldursmunurinn væri nokkur. Sigurlína Magnúsdóttir var fædd í Holtsmúla 3. júlí 1916. Foreldrar hennar voru Magnús Ásgrfmsson og Elísabet Everts- dóttir, lengst búsett á Rein í Hegranesi og síðar á Sauðár- króki. Þann 7. ágúst 1937 giftist Lína norskum manni, Jóhanni Korsham Lúðvíkssyni frá Hareid í Noregi. Jóhann kom til Islands árið 1931 og var þrjú fyrstu árin í Eyhildarholti. Þau Jóhann og Lína voru á Hellulandi í 3 ár, fluttu þaðan að Miklabæ í Blönduhlíð, en þrem árum síðar, árið 1940, fara þau í Kúskerpi og hefja þar búskap, og þar stóð heimili þeirra ætíð síðan. Fyrstu sjö árin voru þau leiguliðar, en fengu jörðina keypta 1947. Þau hófu þá þegar að byggja íbúðar- hús, sem flutt var í ári síðar. Upp- byggingu á jörðinni var svo hald- ið áfram. Byggð voru útihús og túnið sléttað og stækkað. Ungu hjónin á Kúskerpi voru atorku- fólk. Böm þeirra eru: Ásbjörg Elsa f. 9. apríl 1940, hótelhaldari í Varmahlíð. Magnús Hreinn f. 28. okt. 1944 - d. 7. febr. 1998. Sigrún Lovísa f. 5. apríl 1950, hótelhaldari Selinu Mývatnssveit. María Stefanía f. 18. nóv. 1956, bóndi Kúskerpi. Lúðvík Freyr f. 21. jan. 1958, lærður iðnaðarmaður á Akureyri. Sama árið og Jóhann og Lína fluttu í Kúskerpi fór hann að stunda vegavinnu, fyrst vor og haust, en frá 1952 vann hann þar sumarlangt og reyndar oft fram á vetur. Það kom því í hlut Línu að annast börn og bú og það gerði hún með sóma. Hún var mikil dugnaðarkona, vinnuglöð og hafði brennandi áhuga á öllu, sem hún tók sér fyrir hendur. Strax og getan leyfði fóru krakk- arnir að hjálpa til. Umhyggja Línu fyrir mönnum og málleys- ingjum er mér eftirminnileg. I 42 ár, frá 1949 - ‘91, sáu hjónin á Kúskerpi um bensínsölu. Var það oft erilsamt starf og jafnvel ónæð- issamt á stundum. En því var sinnt af áhuga og samviskusemi og eignuðust þau vini í tengslum við þessa þjónustu. Um árabil var Lína meðhjálpari við Silfrastaða- kirkju og einnig aðstoðaði hún við fermingarathafnir á Miklabæ í áraraðir. Þegar fór að hægjast um í bú- skapnum gat Lína farið að sinna sínum hugðarefnum. Hún hafði mikið yndi af handavinnu og blómarækt. Kom hún sér upp blóma- og trjágarði heima við húsið. Inniblómin hennar báru þess vitni að um þau var hugsað og þeim gefinn sinn tími. Þá fékk hún líka tækifæri til að stunda tijárækt og ber sá gróður vott um áhuga hennar og umhyggju. Skógarreiturinn hennar er veg- legur minnisvarði. En nú er Lína á Kúskerpi horf- in okkur. Hún kvaddi er dýrð jól- anna var á næsta Ieiti. Höggið var sárt - það kom svo snöggt. En hugsun hennar var skýr, hún var að hugsa um undirbúning jól- anna. Og - hún fékk að deyja heima. En Lína Iifir með okkur { minningunni og við þökkum fyrir að hafa fengið að njóta vináttu hennar og minnumst „gömlu daganna", með gleði. Innilegar samúðarkveðjur. Helga Bjarnadóttir frá Uppsölum Jón Magnússon Elsku afi okkar. Nú ert þú dáinn. Við söknum þín og þegar maður saknar einhvers þá rifjar maður upp allar góðu samverustundirn- ar. Til dæmis þegar við fórum í yndislegu veðri á vorkvöldum að vitja æðarvarpsins. Þær ferðir stóðu oft fram á nótt og voru mjög æfintýralegar. Dráttarvélin festist í ánni, báturinn strandaði, og svo framvegis. Ljúfar minningar eru líka um stundirnar í fjárhúsunum, þar sem þú og amma frædduð okkur um ýmsa hluti og sögðuð okkur frá gömlu dögunum, eða þegar þögnin ríkti og ekkert heyrðist nema japlið í kindunum, eða á vorin þegar verið var að marka með bægslagangi og Iátum. í ófá skiptin hafðir þú hjálpað okkur við smíðar, hlustað á okk- ur syngja falskan söng eða tala ríð okkur sjálf í ímyndunarleikj- um. Einhverra hluta vegna þá hafðir þú þau áhrif á okkur að við reyndum alltaf að gera eins vel og við gátum og helst aðeins betur, því hrós frá þér var eins og gullmoli - og þá vissum ríð að við áttum það skilið. Þegar þú sagð- ir. „Já lagsmaður, seigur ertu,“ þá stækkaði maður um marga senti- metra. Þú kenndir okkur margt, ást á dýrum, vandvirkni, að njóta þagnarinnar, að hugsa og að vinna. Þú varst ótrúlega þolin- móður við okkur krakkana og við fengum alltaf að dröslast með þér, á dráttarvélinni, í tjárhúsun- um, í girðingarvinnu og að kveikja í sinu. Þú treystir okkur vel en hafðir öryggi okkar alltaf í fyrirrúmi. Á Osi voru margir torfbæir sem voru óendanleg uppspretta skemmtilegra leikja og í gamla Ijósinu var mjólkað í fötu við lampaljós og við sáum drauga í hverju horni. Við ól- umst upp við gömul vinnubrögð sem eru okkur mikils virði og fáir á okkar aldri hafa upplifað. Við geymum ávallt minningarnar um þessar yndislegu stundir. Þegar börnin okkar biðja um sögur þá segjum við þeim oft frá ævintýr- unum sem \dð áttum með þér í sveitinni. Elsku afi. Við söknum þín en við vitum að þér líður vel á nýum stað. Takk fyrir allt. Gunhildur, Magnús Már og Ágúst. Ingvi Bjorgvin Jónsson Viö sjáum, að dýrð á djúpið slær, þó degi sé tekið að halla. Það er eins og festingin færist nær og faðini jörðina alla. Svo djúp er þögnin við þína sæng, að þar heyrast englar tala, og einn þeirra blakar bleikum væng, svo brjóstið þittfái svala. Nií strýkur hann barm þinn bh'tt og hljótt, svo blaktir síðasti loginn. En svo kemur dagur og sumamótt og svanur á bláan voginn. (Davið Stefánsson) Elsku besti afi hafðu þökk fyrir allt, Hjördís ogjón Ari. Útfararstofa íslands - Suðurhlfð 35-105 Reykjavík. Sími 581 3300 - aflan sólarhringinn. Markmið Útfararstofu íslands er að veita trausta og persónulega þjónustu. Aðstandendur geta leitað útfararstjóra hvenaer sólarhrings sem er. Útfararstofa íslands er aðstandendum innan handar um alla þá þaetti er hafa ber í huga er dauðsfall ber að. Útfararstjórar Útfararstofu islands búa yfir mikilli reynslu og hafa starfað við útfararþjónustu um árabil. Útfararstofa íslands sér um: Útfararstjóri tekur að sér umsjón útfarar í samráði við prest og aðstandendur. Flytja hinn látna af dánarstað I likhus. Aðstoða við val á kistu og tikklæðum. Undirbúa lík hins látna í kistu og snyrta ef með þarf. Útfararstofa íslands útvegar: Prest. Dánarvottorð. Stað og stund fyrir kistulagningu og útför. legstaö i kirkjugarði. Organista, sönghópa, einsöngvara, einleikara og/eða annað listafólk. Kistuskreytingu og fána. Blóm og kransa. Sálmaskrá og aðstoðar við val á sálmum. Likbrennsluheimild. Duftker ef llkbrennsla á sér stað. Sal fyrir erfidrykkju. Kross og skilti á leiði. Legstein. Flutning á kistu út á land eða utan af landi. Flutning á kistu til landsios og frá landinu. Sverrir Einarsson. útfararstjóri Sverrir Olsen, útfararstjóri Islendingaþættir birtast í Degi alla laugardaga. ISLENDINGÁÞÆTTIR

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.