Dagur - 09.01.1999, Blaðsíða 8

Dagur - 09.01.1999, Blaðsíða 8
VIII -LAUGARDAGUR 9. JANÚAR 19 9 9 rD^tr Andlát Anna Gísladóttir Droplaugarstöðum, áður til heimilis á Vífilsgötu 18, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur þriðju- daginn 5. janúar. Álfliildur Erla Gestsdóttir Heiðarholti 18, Keflavík, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 5. janú- ar. Ásta Fjeldsted Jökulgrunni 3, Reykjavík, andað- ist á heimili sínu míðvikudaginn 23. desember. Bergþór Óskarsson Strönd, Rangárvöllum, lést á jóladag, 25. desember. Bertha María Guðmundsson Egilsgötu 24, lést á Vífilsstaða- spítala fimmtudaginn 26. nóv- ember. Birna Sigurbjörnsdóttir Reynimel 26, Reykjavík, lést á Landakotsspítala laugardaginn 19. desember. Bjarnfríður Pálsdóttir lést á Sólvangi mánudaginn 7. desember sl. Bjarni Guðmundsson verkstjóri, frá Hesteyri, lést á Hrafnistu í Reykjavík mánudag- inn 4. janúar. Björg Aðalheiður Jónsdóttir Hlíðarenda, ísafirði, andaðist á sjúkrahúsinu á ísafirði mánudag- inn 21. desember. Bogi Þorsteinsson fyrrv. yfirflugumferðarstjóri, Hjallavegi 7, Njarðvík, lést á Landspítalanum fimmtudaginn 17. desember. Elías Þorkelsson frá Nýjabæ í Meðallandi lést á hjúkrunarheimilínu á Klaustur- hólum miðvikudaginn 23. des- ember. Guðmundur Axelsson lést á Landspítalanum fimmtu- daginn 17. desember. Guðrún Guðlaugsdóttir er látin. Halldóra Sigríður Ólafsdóttir frá Stökkum, Rauðasandi, Stiga- hlíð 20, lést á Droplaugarstöðum sunnudaginn 20. desember. Jóhann N. Jóhannesson Blönduhlíð 12, Reykjavík, Iést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur þriðju- daginn 5. janúar. Jóhanna Björnsdóttir Ytra-Fjalli, lést föstudaginn 18. desember. Jón Hermannsson fyrrverandi Ioftskeytamaður, Hlíðarvegi 46, ísafirði, lést á Landspítalanum mánudaginn 4. janúar. Karl B. Jónsson Bólstaðarhlíð 42, Reykjavík, lést á Landspítalanum fimmtudaginn 17. desember. Klara Sigurðardóttir Hólmgarði 62, Reykjavík, lést á Landspítalanum Iaugardaginn 26. desember sl. Málfríður Óskarsdóttir Sigtúni 31, Reykjavík, lést sunnudaginn 3. janúar. Regína Hansen Sigurjónsson Sléttuvegi 13, Reykjavík, lést föstudaginn 11. desember sl. Sigríður Tyrfingsdóttir Litlu-Tungu, lést á Sjúkrahúsi Selfoss fimmtudaginn 17. des- ember sl. Sigurbergur Magnússon frá Steinum, Baugstjöm 22, Sel- fossí, andaðist á Sjúkrahúsi Suð- urlands 18. desember. Sigurbjörg Guðmundsdóttír ffá Dæli í Fnjóskadal, til heimil- is í Lerkilundi 8, Akureyri, lést þriðjudaginn 22. desember. Siguijón Þóroddsson verslunarmaður andaðist á Hrafnistu í Reykjavík. Sveinn Pétur Björnsson Skálarhlíð, Siglufirði, áður til heimilis á Hverfisgötu 29, varð bráðkvaddur föstudaginn 18. desember. Valur Sigurbjarnarson vistheimilinu Víðinesi, áður Skúlagötu 68, Reykjavík, lést á landspítalanum mánudaginn 21. desember sl. WiIIy Blumenstein lést á Sjúkrahúsi Akraness sunnudaginn 20. desember. Þorsteinn Þorsteinsson Engjavegi 77, Seifossi, lést á Sjúkrahjfti Vestmannaeyja mánudajinn 4. janúar. Þóra Árnadóttir Bárugötu 5, er látin. MINNINGARGREINAR ■ÉÍM— Kirkjustarfíflands- byggðinni __________ Guðsþjónustur sunnudaginn 10. janúar Eyrarbakkakirkja Barnaguðsþjónusta kl. 11. Sóknarprestur. Akureyrarkirkja Guðsþjónusta kl. 14. Sopi og spjall eftir messu. Sr. Svavar A. Jónsson, messar. Glerárkirkja Messa kl. 14. Sr. Gunnlaugur Garðarsson. KFUM og KFUK, Sunnuhlíð Almenn samkoma kl. 17. Ræðumaður sr. Guðmundur Guðmundsson. Verið velkomin. Hjálpræðisherinn Hvannavöllum 10 Sunnudagaskóli kl. 11. Almenn samkoma kl. 17. Unglingasamkoma kl. 20. Heimilasamband, fundur fyrir konur mánu- dag kl. 15. Kirkjustarf á Höfuðborg- arsvæðinu Messutilkynningar fyrir Reykjavíkur- prófastdæmi eystra Árbæjarkirkja Guðsþjónusta kl. 11, sr. Árni Eyjólfsson hér- aðsprestur annast guðsþjónustuna, organ- leikari Pavel Smid. Barnaguðsþjónusta kl. 13.00. Foreldrar og aðrir vandamenn boðnir velkomnir með börnunum. Prestarnir. Breiðholtskirkja Barnaguðsþjónusta kl. 11 Messa kl. 11. Altarisganga. Organisti Daníel Jónasson. Gísli Jónasson. Digraneskirkja Kl. 11 orgelandakt, ritningalestur og bæn í umsjá Kjartans Sigurjónssonar organista. Fella- og Hólakirkja Guðsþjónusta kl. 11. Prestur sr. Guðmundur Karl Ágústsson. Organisti Lenka Mátévoá. Barnaguðsþjónusta á sama tíma. Umsjón: Hanna Þórey Guðmundsdóttir og Ragnar Schram. Prestarnir. Grafarvogskirkja Sunnudagaskóli í Grafarvogskirkju kl. 11. Prestur sr. Anna Sigríður Pálsdóttir, umsjón Hjörtur og Rúna. Sunnudagaskóli í Engjaskóla kl. 11. Prestur sr. Vigfús Þór Árnason, umsjón Ágúst og Signý. Guðsþjónusta í Grafarvogskirkju kl. 14. Prestur sr. Sigurður Arnarson, organisti Hörður Bragason, Kór Grafarvogskirkju syngur. Hjallakirkja Almenn guðsþjónusta kl. 11. Sr. Iris Krist- jánsdóttir þjónar. Félagar úr Kór Hjallakirkju leiða safnaðarsöng. Barnaguðsþjónusta kl. 13. Við minnum á bæna- og kyrrðarstund á þriðjudag kl. 18. Prestarnir. Kópavogskírkja Barnastarf í Safnaðarheimilinu Borgum kl. 11. Guðsþjónusta kl. 11. Kór Kópavogs- kirkju syngur, organisti Kári Þormar. Ægir Fr. Sigurgeirsson Seljakirkja Barnaguðsþjónusta kl. 11, nýjar bækur af- hentar. Guðsþjónusta kl. 14, sr. Ágúst Einarsson predikar, organisti Gróa Hreinsdóttir. Sókn- arprestur. Messutilkynningar fyrir Reykjavíkur prófastsdæmi vestra. Áskirkja Barnaguðsþjónusta kl. 11:00. Guðsþjónusta kl. 14:00. Kaffi eftir messu. Árni Bergur Sigurbjörnsson. Bústaðakirkja Barnaguðsþjónusta kl. 11:00. Fjölbreytt dagskrá fyrir alla fjölskylduna. Guðsþjónusta kl. 14:00. Organisti Örn Falkner. Pálmi Matthíasson. Dómkirkjan Messa kl. 11:00. Altarisganga. Prestur Jak- ob Á. Hjálmarsson. Organleikari Marteinn H. Friðriksson. Að lokinni messu verður fundur Safnaðarfélags Dómkirkjunnar í safnaðarheimilinu. Rósa Þorsteinsdóttir starfsmaður Stofnunar Árna Magnússonar kynnir geisladiskinn Raddir, sem hefur að geyma kveðskap og söng úr gögnum safnsins. Elliheimilið Grund Guðsþjónusta kl. 10:15. Grensáskirkja Barnastarf kl. 11:00. Munið kirkjubílinn! Guðsþjónusta kl. 11:00. Kirkjukór Grensás- kirkju syngur. Organisti Árni Arinbjarnarson. Sr. Ólafur Jóhannsson. Hallgrímskirkja Messa og barnastarf kl. 11:00. Organisti Hörður Áskelsson. Sr. Sigurður Pálsson. Eftir messu kl. 12:15 verður opnuð sýning á málverkum eftir Þorbjörgu Höskuldsdóttur á vegum Listvinafélags Hallgrimskirkju. Landspítalinn Messa kl. 10:00. Sr. Ingileif Malmberg. Háteigskirkja Barnaguðsþjónusta kl. 11:00. Bryndís Val- björnsdóttir. Messa kl. 14:00. Organisti Jakob Hallgríms- son. Sr. María Ágústsdóttir. Langholtskirkja Kirkja Guðbrands biskups. Fjölskylduguðsþjónusta í Litla sal safnaðar- heimilis kl. 11:00. Haukur Ingi Jónasson, guðfræðingur, predikar. Sögustund fyrir börnin i umsjón Lenu Rósar Matthíasdóttur. prestur sr. Jón Helgi Þórarinsson. Organisti Jón Stefánsson. Kaffisopi eftir guðsþjón- ustu. Laugarneskirkja Messa og sunnudagaskóli kl. 11:00. Org- anisti Gunnar Gunnarsson. Prestur sr. Bjarni Karlsson. Eftir messu: Hugflæði um safnað- arstarf á vorönn. Neskirkja Barnasamkoma kl. 11:00. Starf fyrir 8-9 ára á sama tíma. Opið hús frá kl. 10:00. Guðsþjónusta kl. 14:00. Sr. Frank M. Hall- dórsson. Seltjarnarneskirkja Messa kl. 11:00. Prestur sr. Guðný Hall- grímsdóttir. Organisti Kristín G. Jónsdóttir. Barnastarf á sama tíma. J-----------^ ORÐ DAGSINS 462 1840 K___________r Hvað er á seyði? TónBeikar, sýningar, fyrirlestrar o.s.frv... Sendu okkur upplýsingar á netfangi, í símbréfi eða hringdu. ritstjori@dagur.is / fax 460 6171 / sími 460 6100 Útvörður upplýsinga Jörgína Dórófhea Jónsdóttir Um Jörgínu Dórótheu Jónsdótt- ur (Dóru), sem Iést í sjúkrahús- inu á Húsavík þann 29. desem- ber 1998 og var jarðsungin frá Húsavíkurkirkju 8. janúar 1999. Enn þá gefst oss árið nýtt út hið gamla er runnið. Nú skal þakka og þakka hlýtt þeim sem vel hafa unnið. Þannig var ort í „pósíbók" Dóru, móðursystur okkar, af ein- hverjum sem hún hafði liðsinnt þegar veikindi steðjuðu að heim- ili hans. Dóra, eins og hún var ætíð kölluð, var næstyngst tíu systk- ina á Höskuldsstöðum í Reykjadal, 27. september 1906. Foreldrar hennar voru hjónin Jón Olgeirsson bóndi og Kristín Sigríður Kristjáns- dóttir húsmóðir. Systkini hennar eru nú öll Iátin en þau voru: Björg fædd 31. janúar 1890 í Vallakoti, Anna fædd 15. janúar 1891 á Breiðumýri, Asgeir fæddur 17. mars 1893 í Laugaseli, Elín Petrína fædd 27. júlí 1895 í Laugaseli, Hermína fædd á Stóru-Laug- um 18. apríl 1897, Ásrún fædd 3. mars 1900 á Höskuldsstöð- um, Olgeir Hinriksson fæddur 5. maí 1902 á Höskuldsstöð- um, Sigfríður fædd 10. júlí 1904 á Höskuldsstöðum og Jakobína fædd 26. september 1908 á Höskuldsstöðum. Dóra ólst upp á Höskuldsstöð- um og átti þar heima fram yfir þrítugt. Hún lærði snemma að lesa og skrifa og eflaust hefur hún notið einhverrar farskóla- kennslu, en einkum voru það þó eldri systkini hennar, Asgeir og He'mína, og faðir hennar, Jón, sem kenndu henni. Uppvöxtur- inn var að mörgu leyti erfiður, móðir hennar heilsulítil og heimilið fátækt. Með sparsemi og aðgát björguðust búrekstur- inn og heimilishaldið. Maturinn var hollur og góður og börnin sultu aldrei. Silungurinn í Vest- mannsvatni átti sinn þátt í því auk þess sem hann hefur eflaust stuðlað að langlífi þeirra systkin- anna sem flest náðu því að kom- ast á ní- eða tíræðisaldur. A heimilinu var mikið sungið, bæði af sálmum og veraldlegum lög- um. Dóra tók mikinn þátt í þess- um söng, sísyngjandi og síraulandi, og kunni mikil býsn af sálmum og ljóðum. Meðan Dóra átti heima á Höskuldsstöðum voru ekki sjúkrahús eða heimilishjálp. Dóra fór mikið á milli þeirra heimila þar sem mest var hjálpar þörf og vann þar sem var fársjúkt fólk og sængurkonur sem þá fæddu auðvitað börnin heima og oft við afar erfiðar aðstæður. Hún þvoði þvotta, hjúkraði og sá um’ heimilin meðan nauðsyn krafði. Hvergi var rafmagn á þessum árum, jafnvel takmarkað af vatni innanhúss, og erfitt fyrir nútímafólk að gera sér grein fyr- ir aðstæðunum. Launin voru stundum ekki síður þakklæti og ævilöng vinátta heldur en pen- ingar eða annað sem metið verð- ur til fjár með auðveldum hætti. Um það vitnar vísan að ofan. Árið 1940 fluttist Dóra í Lyng- brekku þar sem hún bjó að •mestu leyti •. næstu sex árin. Hermína systir hennar hafði þá misst eiginmann sinn og tók Dóra að sér að sjá um heimilið, börnin og búið með Hermínu. Börn Hermínu voru þá eins, átta og tíu ára gömul. Á Lyngbrekkuárunum kynntist Dóra eiginmanni sínum, Helga Björnssyni, sem þar var vinnu- maður. Þau giftust og eignuðust dreng sem dó í fæðingu. Dóra saknaði hans afar sárt. Nokkru eftir það fluttu þau Helgi til Húsavíkur þar sem þau bjuggu síðan. Dóra vann þar ýmis störf, t.d. við þvotta og heimilishjálp, en einnig starfaði hún víða við heyskap á sumrum. Þá prjónaði Dóra mikið, t.d. leista og vettl- inga sem sjómenn á Húsavík gátu keypt hjá henni hvenær sem þá vantaði. Höskuldsstaðasystkinin héldu alltaf miklu og góðu sambandi hvert við annað. Dóra heimsótti því oft systkini sín hvort sem bjuggu í Reykjadal eða Mývatns- sveit eða á Akureyri, og allir hlökkuðu mikið til. Hún var því góður gestur á heimilum okkar þar sem henni fylgdi mikil gleði sem bæði við og börn okkar nutu til fulls og reyndar öll önnur börn sem henni kynntust. Við erum Dóru afar þakklát fyrir þau hollu uppeldisáhrif sem hún hafði með nærveru sinni og virð- ingu sem hún bar fyrir öllum í kringum sig. Þann 2. maí 1981 flutti Dóra í dvalarheimili aldraðra á Húsa- vík, Hvamm, þar sem hún deildi íbúð með Sigfríði systur sinni, enda var Helgi þá látinn, og í febrúar 1994 hafði heilsu henn- ar hrakað svo mikið að hún dvaldi eftir það í sjúkrahúsinu þar sem hún lést. Eftir að minnið fór að hverfa var Dóra alltaf á leiðinni heim í Höskuldsstaði. Síðustu árin var hún þó örugglega oft að hugsa um einhverja aðra heima en þann, sem við lifum í, því að hún talaði um stað þar sem hún vildi hitta vini sem farnir voru á und- an henni. Hún lýsti því jafnvel vandlega hverja hún ætti von á að hitta og við hvaða aðstæður. Dóra var fyrir löngu búin að ákveða að við jarðarför sína ætti að syngja mikið og hafa mikið af blómum og væri nóg að lesa ritn- ingargrein sem hefst svona: „Drottinn er minn hirðir...“ Gerður, Stefán, Svanhildur, Þórey.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.