Dagur - 15.01.1999, Síða 6
22 - FÖSTUDAGUR 1S. JANÚAR 1999
Lil(jr
f|ör
Veflista-
kona í Ing-
ólfsstræti
Ásgerður Búadóttir er
ein þekktasta veflista-
kona landsins og á
fjölda sýninga að baki.
Ásgerður opnaði í gær
sýningu í Galleríi Ing-
ólfsstræti (nr.8) og sýn-
ir þar níu verk sem
unnin voru á síðasta
ári. Pótt galleríið sé
ungt, opnaði árið 1995, er þetta í annað skiptið sem Ásgerður heldur
þar sýningu en hún var ein af fyrstu sýnendum gallerísins. Sýningin
stendur til 14. febrúar og er galleríið opið fimmtudaga til sunnudaga
kl.14-18.
■ HVflfl ER Á SEYfll?
Svartklædda kon-
an endurfrumsýnd
Viðar Eggertsson, leikari og leik-
stjóri, hefur tekið við hlutverki lög-
fræðingsins í leikritinu Svartklædda
konan af Arnari Jónssyni. Leikritið
hefur gengið síðan í október þegar
það var fyrst frumsýnt en nú hefur
Arnar þurft að taka sér frí vegna
anna í Þjóðleikhúsinu og af tilefni
innkomu Viðars verður leikritið end-
urfrumsýnt á morgun og mun allur
ágóði af þessari hátíðarsýningu
renna til Alnæmissamtakanna á ís-
landi. Miðapantanir eru í síma 561
0280.
Farands-
Farandssýningin
mikla, Lífæðar
1999, semáað
ferðast milli 12
sjúkrahúsa á
landinu verður á
Landsspítalanum
til 8. febrúar. Á
sýningunni eru
34 myndverk og
18 Ijóð. Hugmyndin að sýningunni kviknaði við lestur viðtals við
Kristján T. Ragnarsson, yfirlækni í New York, sem keypti verk eftir
Laufeyju Vilhjálmsdóttur til að lífga upp á ganga spítalans þar. ís-
lensku menningarsamsteyþunni þótti ekki vanþörf á að gleðja ís-
lenska sjúklinga líka og hratt verkefninu af stað.
sýning
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
Hannes Hólmsteinn á Hótel
Borg
Fiskur, eignir og réttlæti er heiti fyrir-
lcstrar sem Hannes Hólmsteinn Giss-
urarson, prófessor í stjórnmálafræði,
heldur á vegum Hollvinasamtaka Há-
skóla Islands Iaugardaginn 16. janúar
nk. í Gyllta salnum á Hótel Borg og
hefst hann kl. 15.00. Hannes Hólm-
steinn mun mæta gagnrýni Þorsteins
Gylfasonar heimspekiprófessors á
kenningar Iagaprófessoranna Sigurðar
Líndals og Þorgeirs Orlygssonar um
eðli veiðiheimilda og túlkun þjóðar-
eignarákvæðislaga um stjórn fiskveiða.
Síðan mun Hannes Hólmsteinn ræða
nýgenginn dóm Hæstaréttar um að út-
hlutun veiðileyfa stríði gcgn jafnræðis-
reglu og atvinnufrelsisákvæði stjórnar-
skrárinnar. Þorsteinn Vilhjálmsson
prófessor í eðlisfræði og vísindasögu
mun flytja andmæli við erindi Hannes-
ar. Fundarstjóri verður Steingrímur
Hermannsson.
árið 1955 og þótti nokkuð djörf á sín-
um tíma. Hún vann til verðlauna á
kvikmyndahátíðinni í Cannes árið eft-
ir. fíros sumamæturinnar er rómantísk
gamanmynd sem gerist meðal fína
fólksins á smástað í Svíþjóð í byrjun
aldarinnar. Aðalleikararnir eru 9, göm-
ul móðir og 4 pör sem rugla saman
reitum sínum í veislu eina langa sum-
arnótt.
Félag eldri borgara Asgarði,
Glæsibæ
Félagsvist kl. 13.30 í dag allir vel-
komnir. Framhald fræðlsunámsstefn-
unnar, Heilsa og hamingja á efri árum
verður laugardaginn 16. janúar kl.
14.00. Jón Eyjólfur Jónsson öldrunar-
Iæknir ræðir um minnistap og heilabil-
un, Einar Sindrason yfirlæknir ræðir
um heyrnardeyfu og heyrnartækjameð-
ferð og Guðrún K. Þórðarðardóttir
framkvæmdastjóri Félags aðstandenda
alzheimersjúklinga heldur tölu.
Göngu-Hrólfar fá góða gesti kl. 10
laugardag í Asgarð, Hana-Nú hópur-
inn mun koma í létta göngu og kaffi á
eftir.
Tónlistarhús Kópavogs
Camerarctica flytur verk eftir Jón
Leifs, Oliver Kentish, John Speight
o.fl. í Salnum, Tónlistarskóla Kópa-
vogs sunnudaginn 17. janúar kl.
20.30.
Hljóð- og hveraverk á Mokka
Nú stendur )fir sýning Haraldar Karls-
sonar á Mokka við Skólavörðustíg á
hljóðverkum og kristölluðum hvera-
verkum.
Stöðlakot Hafnarfírði
I Stöðlakoti í Hafnarfirði stendur yfir
sýning Margrétar Guðnadóttur á tága-
og víraverkum.
Sýning í Hallgrímskirkju
I anddyri Hallgrímskirkju er sýning á
verkum eftir Þorbjörgu Höskuldsdótt-
ur.
Hlynur vs Hlynur
Opnun á sýningu Hlyns Hallssonar og
Hlyns Helgasonar verður í Gallerí
Sævars Karls laugardaginn 16. janúar
kl. 16.00. Sýningin stendur til 28. jan-
úar.
Með hýrri há
Skemmti-, grín- og menningardagskrá
samkynhneigðra í tilefni 20 ára afmæl-
is Samtakanna 78 og stofnunar hóps
samkynhneigðra stúdenta við H.I.
Fram koma leikarar, söngfuglar og
ýmsir aðrir prakkarar í þveröfugri dag-
skrá. (- Hey mamma! ég er gay og það
er allt þér að kenna; og ég er á föstu
með nektardansmær og ég er búin að
fá mér hringi í geirvörturnar. Má ég
flytja aftur heim?) Umsjón hcfur Asdís
Þórhallsdóttir. Allur ágóði rennur í
húsakaupasjóð Stamtakanna 78. Dag-
skráin hefst kl. 20.30.
Frá Ferðafélagi Islands
Sunnudaginn 17. janúar, klukkan
10.00, efnir Ferðafélagið til Nýársferð-
ar í Herdísarvík. Farið verður á slóðir
Einars Benediktssonar skálds með dr.
Páli Sigurðssyni prófessor sem mun
segja frá dvöl hans í Herdísarvík. Farið
verður á ströndina og litið inní húsið.
Sunndaginn 17. janúar klukkan 11.00
gengst Ferðafélagið lyrir skíðagöngu í
nágrenni Reykjavíkur.
Brottför í báðar þessar ferðir er frá
Bros sumamæturinnar
í Bæjarbíói
Á Iaugardaginn 16. janúar kl 17.00
verður sýnd Kvikmyndin fíros stimar-
næturinnar eftir Ingmar Bergman.
Myndin var frumsýnd í Stokkhólmi
3*«- —
« 1 77
-
• Nýtt útlit - kr
125 hestaila vél.
• Ný sjálfskipting.
• Ný innrétting.
• Ný speglaljós.
• Nýtt loftnet í hliðarrúðu,
• Ný Multi Link fjöðrun
Sýnum Nýjan Legacy
BSV
Bifreiðaverkstæði
Sigurðar Valdimarssonar
Óseyri 5 - Sími 461 2960 - Akureyri
Einnig verður til sýnis
Impresa Turbo 4x4
ásamt fleiribílum.
Ættíræðinámskeið
Ættfræðiþjónustan er að byija með ný
ættfræðinámskeið að Hallveigarstöð-
um, Túngötu 14. Boðið er uppá grunn-
námskeið fyrir byrjendur og framhalds-
námskeið fyrir lengra komna. Auk
þjálfunar í vinnubrögðum fá þátttak-
endur gott svigrúm til að rekja eigin
ættir með notkun frumheimilda og
prentaðra bóka. Leiðbeinandi er Jón
Valur Jensson guðfræðingur.
Hana-nú Kópavogi
Laugardaginn 16. janúar bjóða
Göngu-Hrólfar í Reykjavík göngu-
klúbhnum í Gjábakka og Gullsmára til
sameiginlegrar frá Ásgarði Glæsibæ,
Álfheimum 74. Lagt af stað til Reykja-
víkur með rútu frá Gullsmára kl.
10.00 og Gjábakka kl. 10.15.
Breiðfirðingafélagið
Félagsvist verður spiluð sunnudaginn
17. janúar kl 14.00 í Breiðfirðingabúð,
Faxafeni 14. Fyrsti dagur í fjögurra
daga keppni. Allir velkomnir.
Þotuliðið á Catalina
Hljómsveitin Þotuliðið leikur föstu-
dags- og laugardagskvöld í Catalina í
Hamraborg 11, Kópavogi.
Blásarakvintett Reykjavíkur
Tónleikar með Blásarakvintett Reykja-
víkur verður í Gerðubergi laugardag-
inn 16. janúar kl. 16.00. Verk eftir Jón
Leifs, Pál P. Pálsson, Jón Ásgeirsson
og fleiri.
Málþing um Jón Leifs verður haldið í
Gerðubergi á eftir tónleikunum með
kl. 17.00.
zanzii
"rtyeóíKöcná. dediu
PijfUtf