Dagur - 15.01.1999, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGVR 1S. JANÚAR 1999 - 23
Vfypr-----------------------------
_________________________ ■ í*fr
fjör
Spegl-
arnir að
fara
Speglum samtím-
ans, umfangsmik-
illi sýningu í Lista-
safni íslands sem
hingað var fengin
frá Museet for
Samtidskunst í
Osló, er að Ijúka en síðasti sýningardagur er á sunnudaginn. Því ættu
þeir sem alltaf ætluðu en aldrei fóru að drífa sig niður í íshúsið gamla
og skoða þar hið óvenju mikla úrval verka eftir heimsþekkta lista-
menn, þ.á m. Jannis Kounnelis, Christian Boltanski, Miroslaw Balka,
Nan Goldin, Richard Serra og Andres Serrano.
Þorbjörg í Hall-
grímskirkju
Frá og með klukkan fimmtán
mínútur yfir tólf á sunnudaginn,
þ.e. eftir messu, geta menn barið
augum málverk eftir Þorbjörgu
Flöskuldsdóttur myndlistarmann
en hún vinnur nú meðal annars
að veggmynd fyrir Grensáskirkju
eftir hugmynd sem fram kom á
Kirkjulistahátíð árið 1997 þegar
gerðar voru tillögur að nýjum
myndum í níu nýjustu kirkjurnar í
Reykjavíkurprófastsdæmum.
Sýningin stendurtil 18. febrúar.
Frost og
funi
Sértu á leiðinni í brúð-
kaup eða stórafmæli á
næstunni væri ekki úr
vegi að líta við í baksal
Gallerís Foldar þar sem
fimmtán listamenn eiga
verk á samsýningunni
Frost og funi, þ.á m.
Brynhildur Ósk Gísla-
dóttir, Erla Þórarins-
dóttir, Gunnella, Jón
Reykdal, Daði Guð-
björnsson (sést hér á
myndinni), Jón Thor Gíslason, Ólöf Kjaran, Sara Vilbergsdóttir, Soffía
Sæmundsdóttir, Unnur Jórunn Birgisdóttir og Þorbjörg Pálsdóttir.
BSI og húsi Ferðafélagsins Mörkinni
6.
Svartklædda konan
Endurfrumsýning verður á Svart-
klæddu konunni í Tjarnarbíó laugar-
daginn 16. janúar kl. 21. Þetta er
styrktarsýning fyrir Alnæmissamtökin.
Lífæðar 1999
Sýningin Lífæðar 1999 stendur yfir á
Landspítalanum til 8. febrúar. Tólf
myndlistarmenn sýna samtals 30 verk
og tólf Ijóðskáld birta 18 ljóð. Sýningin
stendur til 8. febrúar.
Speglar samtímans
Um helgina lýkur sýningunni Speglar
samtímans sem Museet for
samtidskunst í Osló sýnir í Listasafni
Islands. Þetta er síðasta tækifæri til að
sjá samankomið hér á landi jafn mikið
magn af samtímalist eftir heimsþekkta
listamenn.
Sýningarsalur MÍR
Síðari hluti kvikmyndarinnar um Ivan
Grimma verður sýndur í bíósal MIR að
Vatnsstíg 10 sunnudaginn 17. janúar
kl. 15.00.
Sólarkaffi á Broadway
Isfirðingafélagið stendur fyrir árlegri
sólrisuhátíð „Sólarkaffi“ á Broadway,
Hótel Islandi föstudagskvöldið 22.
janúar n.k. kl. 20.30. Forsala aðgöngu-
miða verður á Hótel Islandi laugardag-
inn 6. janúar kl. 14.00-16.00. Miða og
borðapantanir eru auk þess í sfma
568-7111.
LANDIÐ
Janúarhraðskákmót Skákfélags
Akureyrar
Janúarhraðskákmót Skákfélags Akur-
eyrar verður haldið í skákheimilinu að
Þingvallastræti 18, 2. hæð, sunnudag-
inn 17. janúar klukkan 14.00. Allir
Velkomnir.
Gjörningur í göngugötunni
Anna Richardsdóttir mætir aftur í
göngugötuna á Akureyri í dag milli
Bókvals og Bláu könnunnar kl. 16.30
eftir jólaleyfi. 1 dag tiieinkar Anna
dansinn fertugri vinkonu sinni sem á
afmæli og dansar með hana í huga, en
vinkonan hefur valið búninginn, tón-
linstina og Ieikmunina. Velkomin aftur
Anna.
Hvað er á seyði?
Tónieikar, sýningar,
fyrirlestrar o.s.frv...
Sendu okkur upplýsingar á netfangi, í símbréfi eða hringdu.
ritstjori@dagur.is / fax 460 6171 / sími 460 6100
Útvörður upplýsinga
Á dagskrármi
Sýn - laugardagur kl. 21.55
Leifturhraði (Speed). Háspennumynd sem gerist í strætisvagni f
Los Angeles! Bijálæðingur hefur komið íyrir sprengju í vagnin-
um og hún mun springa með látum ef ökutækið fer undir 80 km
hraða. Strætóinn er fullur af fólki og nú er úr vöndu að ráða.
Lögreglan sendir besta mann sinn til að gera sprengjuna óvirka
en jafnvel hann lendir í vandræðum. Það gæti þó orðið honum
til happs ef einhver farþeganna kæmi til aðstoðar. Maltin gefur
þtjár og hálfa stjörnu. Leikstjóri: Jan De-Bont. Aðalhlutverk: Ke-
anu Reeves, Sandra Bullock, Dennis Hopper og Jeff Dani-
els.1994. Stranglega bönnuð börnum.
Stöð 2 - föstudagur kl. 22.25
Af stuttu færi (Grosse Point Blank) Martin Blank er fýrsta flokks
leigumorðingi en hann er orðinn dauðleiður á starfinu og jafnvel
farinn að finna til með fómarlömbum sínum. Þeir sem næst
honum standa hafa nokkrar áhyggjur af líðan hans og mæla ein-
dregið með því að hann fari á endurfundi gamalla skólafélaga f
heimabænum Grosse Pointe. Martin ákveður að slá til en fortíð-
in eltir hann á röndum og hleypir öllu í bál og brand. Aðalhlut-
verk: John Cusack, Minnie Driver, Alan Arkin og Dan Aykroyd.
Leikstjóri: George Armitage.1997.
Stöð 2 - laugardagur kl. 17.00
Stjörnuleikur KKÍ. Bein útsending frá LaugardalshöII.
Stöð 2 - laugardagur kl. 22.40
Kvennaborgin (La Cite des Femmes). Ósvikin Fellini-mynd um
furðulega martröð sem virðist engan enda ætla að taka. Mastroi-
anni leikur mann sem hrífst af ókunnri konu í lest og eltir hana í
gegnum skóg að hóteli þar sem kvennaráðstefna er í fullum
gangi. Manninum líst ekki meira en svo á hópinn sem lætur
heldur ófriðlega og reynir að forða sér en með litlum árangri.
Maltin gefur þrjár stjörnur. Aðalhlutverk: Marcello Mastroianni,
Anna Prucnal og Bernice Stegers. Leikstjóri: Federico Fell-
ini.1980.
Sjónvarpið - laugardagur kl. 14.00
Islandsmótið í innanhússknattspyrnu. Bein útsending frá Laug-
ardalshöll þar sem keppt er í undanrásum í tveimur riðlum.
Einnig verður sýnt frá mótinu kl. 16.00 á sunnudag.
Sjónvarpið - sunnudagur kl. 21.10
Sönn íslensk sakamál (1:6). Þættirnir „Sönn íslensk sakamál“
eru sex og eru jafn mörg sakamál þar til umfjöllunar. Elsta málið
er frá 1968 en það nýjasta frá 1996. Fjallað er um aðdraganda
og baksvið glæpanna allt frá upphafi þar til dómar falla. Fjöldi
Hðtala er í þáttunum við gerendur, þolendur, vitni og rannsókn-
araðila. Þættirnir eru að hluta til sviðsettir en byggt er á máls-
gögnum sem lágu til grundvallar dómsniðurstöðum.
Hefurðu hugleitt að...
• þremur mánuðum ettir að tólvan þín var tekin i notkun
eru tjögnin sem hún hefur að geyma verðmætari en tölvan
sjalf?
• 70% allra bílana i tölvubunaði eru vegna rafmatjnstrutlann?
® varaaflgjafi er eina lausnin sem þú
hefur til aö verntla bæði tolvuna ag
þau gögn sem i henni eru fyrir
rafmagnstruflunum?
AMERICAN POWER CONVERSION
NÝHERJI
- Vorslun -
Skaftahlið E4 - Simi 5S9 7700
http:// www.nyhBrji.is
Treystir þú á tölvukerfið?
Ef stai'fsemin í þínu fyrirtæki reiðir sig á tölvukerfið
er eins gott að það sé alltaf til staðar. Eina vörnin við
straumrofi eða truflunum er varaaflgjafi. Við bjóðum
mjög gott úrval varaaflgjafa frá stærsta framleiðanda
heims, APC, sem henta fyrir netþjóna, einmenningstölvur,
búðarkassa, símstöðvar og faxtæki.