Dagur - 16.01.1999, Blaðsíða 5

Dagur - 16.01.1999, Blaðsíða 5
 LAUGARDAGUR 16. JANÚAR 1999 - 21 MENNINGARLÍFIÐ í LANDINU L A Kvikmynda- hátíotn skoÉm á Kvikmyndahátídin (með stóru Kái) í Reykjavík hófst ígær og stendurfram á næsta laugardag - svoþað ereinsgottaðþú áttir þig strax á því hvað þú viltsjá... Tuttugu og sex myndir verða sýndar á Kvikmyndáhátíðinni í Reykjavík, flestar frá Evrópu og Bandaríkjunum en þó eru 3 myndir eftir íranska leikstjórann Mohsen Mákhmalbaf, ein frá Brasilíu og ein frá Nýja-Sjálandi. Flestar mýridirnar eru sýndar í Regnboganum, Bíóborginni og Háskólabfó en auk þess verður ein myndin sýnd í Stjörnubíó og tvær í Laugarásbíó. Veislan Kvikmyndin Veislan (Festen) eftir Thomas Vinterberg verður opnunarmynd hátíðarinnar. Myndin sló gjörsamlega í gegn í Danmörku og mun stórmyndin Titanic vera sú eina sem seldi fleiri miða á síðasta ári og sex mánuðum eftir frumsýningu myndarinnar, er staddur hér á landi í tilefni af Kvikmyndahá- tíðinni. Hann leikur Christian, elsta soninn sem gerir sér sér- staka ferð heim á danska herra- garðinn, frá veitingastaðnum sem hann rekur í Frakklandi, til að taka þátt í veisluhöldunum. - Þetta hljómar ddlítið eins og hefðbundið fjölskyldudrama... „Það er rétt, en það eru vend- ingar í henni sem leiðir myndina út á undarlegar brautir. Það hafa flestallir upplifað að fara í veislu sem fer öðruvísi en ætlað er og því er þetta mynd sem höfðar til mjög margra.“ Vinterberg og Lars Von Trier settust einhverju sinni niður og skrifuðu niður reglur um kvik- myndagerð, Dogma 95 aðferðin hefur hún verið kölluð og báðir tilbúna tónlist eða lýsingu. Markmiðið er í raun að komast að kjarna myndar, sem er hand- ritið og persónur sögunnar.“ Fávitamir Dogma-mynd Lars von Trier (Europa, Breaking the Waves) er hans sjöunda mynd, Fávit- arnir (1998). Hópur ungs fólks ákveður að ögra góðborgurunum með því að þykjast vera fávitar. Góðborgarnarnir telja það til kosta sinna að vera umburðar- Iyndir og líberal og unga fólkið vill láta á það reyna. Það er hins vegar ekki fyrr en einn í hópn- um stingur upp á að þeir gangist við sínu eigin umhverfi sem ögrunin fer að ganga nærri þeim. Þegar þeir fara í sitt per- sónulega samfélag og halda Ulrich Thomsen leikur aðalhlutverkid í opnunarmynd hátiðarinnar Veislunni eftir Thomas Vinterberg. Hann segir myndina mjög greinilega danska og það hafi sérstaklega verið bert þegar farið var með myndina til New York og Toronto. Myndin sé mjög húmorísk, en áhorfendur Vesturheims hafi litið hlegið og tekið myndinni mjög alvarlega. Enda sé erfitt að þýða húmor. hrifnir af þessari hugmynd að það þurfi að rannsaka sinn innri fávita til að finna sjálfan sig.“ Taugatitrandi gíslataka Fjórir dagar í september heitir mynd brasilíska leikstjórans Bruno Baretto sem tilnefnd var til Oskarsverðlauna 1997 í flokki erlendra mynda. Myndin gerist í september 1969 þegar hópur ungs fólks í Brasilíu ákveður að ræna sendiherra Bandaríkjanna þar í landi. Markmiðið er að vekja athygli á málstað þeirra og vekja um- heiminn til vitundar um ástand- ið í Brasilíu eftir að herinn írönsku inyndirnar Mohsen Makhmalbaf, einn þekktast leikstjóri Irana, á þrjár myndir á hátíðinni; Salam Cinema (1994), Gabbeh (1995) og Augnablik sakleysisins (1996). Kveikjan að síðast- nefndu myndinni var þegar fyrr- um lögga kom í heimsókn til leikstjórans Makhmalbaf og bað um hlutverk í hans næstu mynd. Tuttugu árum áður höfðu þeir barist saman gegn keisarastjórn- inni í íran sem raunar endaði illa fyrir þá persónulega og Mak- hmalbaf sat nokkur ár í fangelsi. I stað þess að bjóða íyrrum sam- herja sínum hlutverk bauðst íranski leikstjórinn Mohsen Makhmalbaf hefur gert fjölda mynda og gerast flestar þeirra í fá- tækasta borgarhluta Teheran þar sem hann ólst upp. Augnablik sakleysisins (1996]. Hópur ungs fólks rannsakar sinn innri eðjóta í dogma-myndinni Fávitarnir eftir Lars von Trier [1998]. Sendiherra Bandaríkjanna er rænt árið 1969 í Brasilíu og byggir kvikmyndin Fjórir dagar í september á endurminningum eins þeirra. Veislan eftir Thomas Vinterberg sló í gegn í Danmörku. Veislunnar er enn verið að sýna hana í dönskum bíóhúsum. Veislan sem um ræðir, og mynd- in snýst um, er sextugsafmæli vel stæðs manns. Hann býður til afmælisfagnaðarins á herragarð sinn helstu vinum, ættingjum og að sjálfsögðu eiginkonunni og þremur uppkomnum börnum sínum. Eins og við er að búast (þ.e. í bíómynd) fer veislan öðruvísi en ætlað er... Ulrich Thomsen, aðalleikari eru trúir þessari aðferð í mynd- um þeirra á þessari hátíð. Að- ferðin felst í stuttu máli í því að „skrapa allan farða af kvikmynd- inni,“ segir Ulrich, „sem venju- lega er notaður við gerð kvik- mynda eins og tónlist, tilbúin lýsing og allt þetta „svindl" sem notað er við kvikmyndagerð. Þeir sömdu reglur um að þeir mættu ekki nota þetta, þeir verða að halda á tökuvélinni, mega ekki nota neina leikmuni, áfram að leika sig fávita innan um sína nánustu og kærustu. Þótt báðar myndirnar, Fávit- arnir og Veislan, séu unnar eftir skírlífisheiti Dogma hópsins, segir Ulrich þær mjög ólíkar. ,Að mínu mati eru Fávitarnir mun vitsmunalegri mynd. Nú- tímafólk lifir samkvæmt reglum sem eru settar af Ijölmiðlum og skemmtanaiðnaðinum. Þetta er einn stór sirkus og fólk lifir yfir- borðslegu lífi og margir eru rændi völdum frá lýðræðiskjör- inni stjóm landsins nokkrum árum áður. Tilgangurinn er að þrýsta á yfirvöld um að láta Iausa fjóra pólitíska fanga. Verði yfirvöld ekki við kröfum hópsins innan fjögurra daga verður sendiherrann myrtur. En fjórir innilokaðir dagar er meira en mestu hörkutól geta staðist án þess að láta á sjá... Fjórir dagar í september verð- ur sýnd í Háskólabíói. Makhmalbaf til að endurskapa þetta dramatíska tímabil í bíó- mynd. Hann stóð við það og Augna- blik sakleysisins gerist f einum fátækasta borgarhlua Teheran, eins og raunar um 14 aðrar myndir Makhmalbaf, þar sem hann fæddist sjálfur árið 1957 og ólst upp. Myndir Makhmal- baf verða sýndar í Regnbogan- um. LÓA

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.