Dagur - 20.01.1999, Qupperneq 2

Dagur - 20.01.1999, Qupperneq 2
18 — MIÐVIKUDAGUR 20. JANÚAK 1999 Dggur LÍFIÐ í LANDINU SMÁTT OG STÓRT UMSJÓN: BJÖRN ÞORLAKSSON Undarleg ráðstöfun Endurkoma Tyson vakti mikla athygli um helg- ina og eflaust hjá mörgum fleirum en áskrif- endum Sýnar, sem áttu kost á að sjá slaginn í beinni útsendingu á fímmta tímanum aðfara- nótt sunnudagsins. Hæpið má telja að áhorf- endur hafi skipt nema einhveijum hundruðum á þessum tíma sólarhringsins en þeir sem ekki nenntu að vaka gátu séð endursýningu síðar á sunnudag. I lokaðri dagskrá náttúrlega. Nú er það svo að iréttastofur sýna gjarnan íþróttamyndir í fréttatímum sínum og verður endurkoma Tysons að skoðast sem heimsfrétt. Því biðu Iandsmenn spenntir eftir að fféttastofa systurstöðvarinnar, Stöð 2, myndi sýna ein- hveijar myndir í kvöldfféttatímanum á sunnu- dag, en þá bar svo við að ekki einn einasti lif- andi rammi var sýndur, heldur örfáar ffystar myndir sem gerðu ekki annað en illt verra fyrir alla þá landsmenn sem ekki eru áskrifendur að Sýn og langaði að sjá rothögg meistarans. Ef þessari taktík er ætlað að fjölga áskrif- endum Sýnar, skjóta menn hressilega yfir markið. Hvað varð um hlutverk fréttastofu Stöðvar 2 og af hverju voru engar skýringar gefnar á þessu ef óhjákvæmilegar eru? Ef skýr- ingin er af markaðslegum toga þá dæmir þetta sig sjálft, en annars eiga Islendingar heimt- ingu á svörum. Framganga ríkis- stjórnarinnar og þingmeirihluta hennar með ný- settri löggjöf í kjölfar kvótadóms Hæstaréttar er hrakleg hvemig sem á hana er litið. Sverrir Hermanns- son í Mogga. Ólík taktík Eins og frægt er orðið, verður bið á að úrslit fáist úr spennandi prófkjörum um helgina vegna illviðrisins. Kandídatar Framsóknar á Norðurlandi eystra höfðust ólíkt að um helg- ina. Þannig sátu sumir sveittir á skrifstofum sínum á meðan aðrir tóku lífínu léttar og spjölluðu við mann og annan á öldurhúsum. Einn kandídat framsóknar brá fyrir sér betri fætinum og kom við á veitingahúsinu PoIIin- um þar sem rafmagnsleysi og fleira óvænt hafði áhrif á stemmninguna. Þar sem S&s er hvorki „Hverjir voru hvar“ né Séð og heyrt, þykir engin ástæða til að upplýsa hvaða kandídat um ræðir, en hitt mun Ijóst að a.m.k. eitt atkvæði hafi hafst upp úr krafsinu. Kapphlaup dagblaða Akureyringar bjuggu við dagblaðasvelti um síðustu helgi þar sem ekki var hægt að flytja dagblöðin sem öll eru prentuð í Reykjavík norður yfir heiðar. Engin blöð komu á laugar- dag en hefðu þó verið vel þegin þar sem lítið var við að vera og komið var töluvert fram á sunnudag þegar fyrsta blaðið datt inn. Nokkur var ánægjan á heimili ofanritaðs þegar í ljós kom að landsbyggðarblaðið Dagur hafði unnið kapphlaupið. DV var í öðru sæti en Mogginn kom nokkru síðar. Hlynur Hallsson lætur sér fátt finn- ast um neikvæðar raddir um það hvað er list. „Fyrir marga erþessi sýning ekki mynd- list en mér finnst það allt í lagi.“ mynd: brink. Já,þettaerlist... Ljósmyndakompan hefur nú starfað í ár en það var Aðalheið- ur Eysteinsdóttir sem átti hug- myndina og rekur kompuna. Þótt kompan sé lítil hafa gestir verið hátt í fjögur hundruð að jafnaði á mánuði þegar sýningar hafa verið í gangi. Hlynur býr í Þýskalandi þar sem hann rekur tvö gallerí, en auk þess er Gallerí Hallsson á hans vegum og ferðast vítt og breitt, er nú statt f Danmörku. Hann starfar nú um stundarsak- ir sem gestakennari við Mynd- listaskólann á Akureyri. Viuii með allt „Eg held að það hafi aukist mjög að myndlistarmenn vinni með ljósmyndir," segir Hlynur. „Bæði er það að ljósmyndin er mjög ónuminn miðill, sérstaklega að myndlistarmenn vinni með ljósmyndir, ekki bara ljósmyndarar. Það koma öðruvísi myndir út úr því. Svo er líka að það hefur kannski aldrei verið litið á Ijósmyndun sem myndlist. Ljósmyndunin hefur verið eins konar hliðargrein en á síðari árum hefur þetta breyst gjörsamlega. Eg Iít á ljósmyndirnar sem eins konar framlengingu á öðru sem ég er að gera.“ - Af sumum sýningum sem þú hefur haldið mætti ætla uð þú hafir sérstakan úhuga á pólitík. Sýningin „Misheppnaðar ljósmyndir" getur vart talist af pólitískum toga en Hlynur segir þó áhuga sinn á pólitík oft skína f gegn í því sem hann gerir. „Sérstaklega þegar ég geri hug- myndaverk þó ég sé alls ekki að reyna að predika. Eg reyni alltaf að forðast það. Eg reyni ekki að segja: Svona á þetta að vera. Eg er ekki inni á þeirri línu að gera myndlist til að fegra umhverfíð eða neitt svoleiðis, ég geri ekki fallegar myndir bara til að gera fallega hluti. Það þarf ekki endilega að vera boðskapur en það er hins- vegar mjög ánægjulegt ef fólk fer eitthvað að velta hlutunum fyrir sér eftir að hafa séð einhveija sýningu eða einhver verk.“ - Hin neikvæða rödd sem oft heyrist spyr um sýningar eins og þessa: Er þetta list? „Já, þetta er list. Þetta er mjög gömul og góð spuming sem kem- ur alltaf upp aftur og aftur. Er þetta nú list? Fyrir marga er þessi sýning ekki myndlist en mér fínnt það allt í lagi.“ - Það angrar þig ekkert? „Nei, alls ekki. Ég er ekki f neinni baráttu við að sanna að þetta sé myndlist. Sjálfur er ég sannfærður um að þetta sé myndlist. Sem betur fer er ég ekki alveg einn um þá skoðun." Fljót- lega eftir nám fékk Hlynur þýsk verðlaun, starfslaun í tvö ár. Hann stundar þó aðra vinnu, starfar á listasafni. „Það er líka fín reynsla og gott að kynnast því. En ég geri ekki ráð fyrir því að geta lifað af myndlist og mér finnst það allt í lagi. Maður hefur bara gott af því að gera eitt- hvað annað svo maður einangrist ekki bara í einhverjum myndlistarheimi...11 - Goðsögnin um listina og afkomuna... Lista- maður verður að hafa það skítt til að skapa eitt- hvað... „Mér er mjög illa við þá staðhæfingu. Ég er ekki alveg viss um að það sé rétt. Ég held samt að það sé ekki gott fyrir neinn að hafa það of gott og hafa of mikið af peningum." -hi HlynurHallsson myndlistamuður valdi vandlega úr myndaalbúminu sínu myndirsem ekki tók- ust eins og til varætl- ast og sýnirþærí Ljósmyndakompunni áAkureyri. SPJALL FRA DEGI TIL DAGS Notaleg tálsýn er betri en óblíður veru- leiki C.N Bovee Þetta gerðist 20. janúar • 1841 afhentu Kínveijar Bretum Hong Kong. • 1942 gerðu Japanir innrás í Burma. • 1944 gerði breski flugherinn Ioftárás á Berlín. • 1955 var fyrsta kjarnorkukafbátnum, USS Nautilus, hleypt af stokkunum í Bandaríkjunum. • 1980 tilkynnti Jimmy Carter að Banda- ríkjamenn myndu ekki taka þátt í Olympíuleikunum í Moskvu. • 1991 brann skíðaskálinn í Hveradölum. • 1993 tók Bill Clinton við forsetaemb- ætti í Bandaríkjunum. Þau fæddust 20. janúar • 1826 fæddist Benedikt Sveinsson al- þingismaður, faðir Einars skálds. • 1860 fæddist Arni Þórarinsson prófast- ur, sá sem Þórbergur skrifaði um. • 1873 fæddist danski rithöfundurinn Jo- hannes V. Jensen. • 1896 fæddist bandaríski leikarinn og skemmtikrafturinn George Burns. • 1920 fæddist Ernesto Cardenal, bylt- ingarskáld og prestur í Níkaragúa. • 1930 fæddist bandaríski geimfarinn Edwin Eugene (Buzz) Aldrin. • 1947 fæddist skemmtikrafturinn Þór- hallur Sigurðsson, Laddi. • 1948 fæddist Anatólí (Natan) Sjaran- skí, fyrrverandi andófsmaður í Sovét- ríkjunum sem nú býr í ísrael. Merkisdagurimi 20. jan. I dag er Bræðramessa sem kennd er við tvo óskylda píslarvotta. Annar er Sebasti- anus (d. um 300). Hinn er Fabíanus páfi (d. 250) sem þennig valdist til embættis að dúfa settist á höfuðið á honum á kjör- fundinum. Sebastíanus var aukadýrlingur kirkna á Innrahólmi og Görðum á Akra- nesi. • itýiiiitifAhh íidfyjj 'úíiáHléidlenri 'J< || Afmælisbam dagsins „Oll list er sjálfsævisöguleg," sagði ítalski kvikmyndaleikstjórinn Federico Fellini, og fór svo sannar- lega eftir þeim orðum í kvikmynda- gerð sinni. Hann sagðist heldur ekki sjá neinn mun á ímyndun og raunveruleika. Kvikmyndir Fellinis eru engu líkar, afar persónulegar flestar hverjar og myndmálið fjöl- skrúðugt með afbrigðum. Hann fæddist á Rimini árið 1920, en lést í Róm 31. október 1931. m Minnið gefur sig Gömlu hjónin voru komin uppí rúm, þá var karlinn gripinn skyndilegri hungurtil- fínningu. Hann segir við konu sína að sig langi í ís. Þá gömlu langar líka í og spyr hvort að hann ætti ekki að skrifa þetta hjá sér. „Nei, hvað heldurðu að ég muni ekki eftir einum ís.“ Segir karlinn og gengur af stað, svo hikar hann og snýr sér við og seg- ir að sig langi líka í íssósu. „Komdu Iíka með handa mér,“ segir kon- an, „en ættirðu ekki að skrifa þetta niður?“ „Nei, þetta er nú bara tvennt og byijar bæði á í, en ég held að mig langi líka í ískex,“ segir karl. „Skrifaðu þetta niður hjá þér,“ segir gamla konan. „Nei, ég man þetta þrennt og er allt saman eitthvað ís.“ Gamli maðurinn fór og eftir skamma stund fer að heyrast brambolt úr eldhús- inu og loftið fylltist af steikarilmi. Svo kom sá gamli með spæld egg og beikon. „Ég sagði að þú ættir að skrifa þetta hjá þér,“ sagði sú gamla, „Þetta var þrennt og þú gleymdir ristaða brauðinu.“ 4-

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.