Dagur - 20.01.1999, Blaðsíða 7

Dagur - 20.01.1999, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 20. JANÚAR 1999 - 23 Duj<ur_ LÍFIÐ í LANDINU VEÐUR FOLKSINS MEINHORNIÐ • Snjórinn getur verið fallegur og skemmtilegur en snjórinn get- ur líka verið Ijótur og hættu- Iegur, sérstak- lega þegar starfsmenn á snjóruðnings- tækjum í þétt- býli hlaða upp þvílíkum hrauk- um af snjó við innkeyrslur að engin Ieið er fyrir bifreiða- stjóra að sjá hvort von er á umferð eftir götunni og hvort óhætt er að renna sér í slaginn. Myrkrið hjálpar stundum því þá má ráða af ljósagangi hvort von er á bifreið. Meinhymingur býr í fjölbýlis- húsi og þegar hann á erindi út fyrir heimilið, til dæmis í vinn- una, þá er það með svita í lóf- um og gæsahúð á handleggjum sem hann hættir sér af bifreiða- stæðinu og út á götuna. Það er nefnilega engin leið að gera sér grein fyrir hvort óhætt er að fara út á götuna. Það hefur svo- sem sloppið hingað til... Hver er ábyrgð og hvert er hlutverk meindýraeyða. í dagblaðinu Degi þriðjudaginn 15. des- ember er frétt um rottueyðingu sem framkvæmd var á Stöðvarfirði íhaust með ófyrirsjáanleg- um afleiðingum. Hver er memdýraeyða ? ábyrgð aevoa'? JON SVANSSON MEINDÝRAEYÐIR Á AUSTURLANDI SKRIFAR Strandgötu 31, 600, Akureyri Þverholti 14,105 Reykjavík Sími umsjónarmanns lesendasíðu: 460 6122 Netfang: ritstjori@dagur.is Símbréf: 460 6171/551 6270 Óskað er eftir að bréf til blaðsins séu að jafnaði hálf til ein vélrituð blaðsíða, 1000-1200 tölvuslög. Dagur áskilur sér rétt til að stytta lengri bréf. Hundar komust í eitur með þeim afleið- ingum að einn drapst en annar slapp naumlega. Starfsmenn Stöðvarfjarðar- hrepps fengu nýtt hlutverk og starfa, þ.e.a.s. að finna og tína saman rottueit- ur sem dreift var á víðavangi óvarið og aðgengilegt hverjum sem hafa viidi, og unnu þar með verk þess verktaka sem fenginn var til verksins og hafði fengið greitt fyrir það. Um þetta vil ég hafa nokkur orð. A eitri fyrir mýs og rottur sem selt er, eru varnaðarorð sem segja: „gangið þannig frá að börnum og húsdýrum stafi ekki hætta af ‘ og eiga allir sem fara með eitur af þessu tagi að ganga þannig frá að húsdjh: eða börn geti ekki komist í það. Þetta á öllum sem við þetta starfa að vera Ijóst. Það sem á sér þarna stað er að verk- takinn Arni Sigurbjörnsson sem gerir út Meindýravarnir íslands fór mjög ógæti- lega og stóð ekki rétt að frágangi á þeim eiturefnum sem hann var að vinria með. I stað þess að viðurkenna mistök sín, opinberar hann vanþekkingu sína með tilsvörum þeim og yfirlýsingum er hann notar við að breiða yfir mistök sín. I blaðinu segir Árni: „Það er mikið af „grínpísum“ hérna. Hundar eru með fimmhundraðfalt þefskyn mannsins og lifnaðarhættir þeirra ekki þeir sömu og mannsins. Auðvitað er sú hætta alltaf fyrir hendi að hundar og kettir komist í þetta.“ Þessi áhætta á að vera í lágmarki en ekki regla og er það ef rétt er að far- ið. Skemmtileg tjáning hans um tvo tilgreinda hunda undirstrika vandræðagang- inn. Hann segir: „Þarna er um að ræða vandræðahunda sem aldrei voru í bandi." Fullyrðing sem þessi skiptir ekki nokkru máli og má líkja svona tilsvörum, við kött á frosnum sandi að klóra yfir skít. Árni reynir með þessu að gera Iítið úr viðskiptavinum sínum sem koma til með að greiða reikninginn fyrir veitta þjón- ustu. Síðan kallar hann mig kjána vegna gagnrýni minnar á óvönduðum vinnu- brögðum hans við meðferð og frágang eiturs. Þessi orðaleppur leitar strax til föður- húsa og á tnjög vel við Áma og þá sér- stkalega eftir lestur fréttarinnar: Hver er ábyrgur í svona máli? Er það verkkaupi eða verktaki? Verktaki hlýtur að bera ábyrgð á þeim verkum sem hann tekur að sér. Verk- kaupi leysir sig að hluta til eða öllu leyti frá ábyrgð með því að fá utanaðkomandi fagmenn sem verktaka til að vinna ákveðin verk og eiga þeir þá að vinna sem slíkir. Undirritaður rekur Meindýravarnir Austurlands og hefur farið víða um land undanfarin ár og unnið fyrir sveitarfé- lög, einstaklinga og þó sérstaklega bændur, án þess að verða frægur að endemum fyrir stórkostlegar lýsingar á eigin verkum. Og nú eftir að hafa lesið og með því séð hvernig menn geta valt- að yfir sjálfan sig með ógætilegum yfir- lýsingum er ég sannfærður um að ég hef farið rétta Ieið við mína starfsemi þ.e.a.s. farið eftir þeim reglum sem í gildi eru og taka ekki óþarfa áhættu við meðferð eða notkun eiturefna hvort sem er skordýraeitur fyrir nagdýr eða illgres- iseyðandi efni. Síðast en ekki síst er það viðskiptavinurinn. Mörg verk eru þess eðlis að viðskiptavinur verður að geta treyst á trúnað og að um þau sé ekki fjallað á öðrum vettvangi. Viðskiptavinur fái þá þjónustu sem hann biður um, á sanngjörnu verði. Þessar vinnureglur hafa skilað góðum árangri í starfi og stórum hóp ánægðra viöskiptavina. Læt ég nú lokið umfjöllun minni um mál þetta. Pennavtnir óskast Blaðinu hefur borist eftirfarandi bréf: Nítján ára gömul írsk stúlka óskar eftir karlkyns pennavinum frá Islandi. Mig langar til að heyra frá þér. Hafir þú áhuga, skrifaðu þá til: Shona McCormack 11 Foxhill Cresent Baldoyle, Dublin 13, Ireland. Veðrið í dag... Fremur hæg norðlæg átt fram eftir morgni, síðan norðvestan kaldi eða stinningskaldi um landið sunnanvert en vaxandi norðanátt norðanlands. Úrkomulaust að mestu á Suð-Austurlandi og léttir heldur til sunnan til á Austfjörðum, éljagangur um landið vestanvert en vaxandi snjókoma norðanlands. Hiti um frostmark suðaustanlands en frost víða 2 til 6 stig í öðrum landshlutum. ffiti 5 til 0 stig Blönduos Akureyri CSL. mm |c i ^CC) M ■ ■ 1,1 ■, Flm Fö'* -10 0- ■5 -5- 0 -10' ■ ■■ 1 i ✓VÍS. í I Egilsstaðir WÍ1-. \ { Bolungarvík Þrl Miö Fkn Fös 'C) mrr ■« 1 Á -10 ; 0- ') mm ■ - - l T T t B B. .M ■- - - ■5 -5- -o -io- Mán Þrt Mlð Ftm Fös //V—. I í sr/ rí { : ffíKIf. Reykjavík Kirkjubæjarklaustur C&- ■ ■ C£L -10 6 -5 0- Þri Miö Flm Fö* Lau í[{{{ f . Stykkishólmur Þri M.Ö Flm Fðs ! víKá ^ Stórhöfði CQL Þri Mið Flm Fös í íll í /U 10 1 6- -5 0- ■ ll ■ ■ ■ Mén Þri :í\\\{ •^* Veðurspárit 19.1.1999 Línurit: Lofthiti, spágildi fyrir miðnætti og hádegi. Súlurit: Úrkoma, uppsöfnuð i 12 klst. Vindörvar: Vindur blæs inn að punkti. Vindhraði táknaður með skástrikum; heilt strik táknar 5 m/s en hálft 2.5 m/s. Þríhyrningur táknar 25 m/s. er k Dæmi: • táknar norðvestanátt, 7.5 m/s. Færð á vegiun Vegna versnandl veðurs og snjóflóðahættu hefur þjóðvegi 1 um Ljósavatnsskarð verið lokað um óákveðinn tíma. Á Vestfjöróum er Steingrímsfjarðarheiði og vegurinn um ísafjarðardjúp talinn ófær. Á Norðaustur- og Austurlandi er víðast hvar skafrenningur og vegir þungfærir. í öðrum landshlutum er allgóð vetrarfærð. SEXTÍU OG SEX NORÐUR

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.