Dagur - 20.01.1999, Qupperneq 3

Dagur - 20.01.1999, Qupperneq 3
MIÐVIKUDAGUR 20. JANÚAR 1999 - 19 X^wr LÍFIÐ í LANDINU ís landi á áttatíu símskr Sigurður Bogi Sævarsson, slær á þráðinn og kannar mannlífið í landinu HausaríEyja- fíállajöldi - Komdu sæll Jóndi. Ég vænti þess að þú sért sem íyrr á fullu sem Iistmálari, samhliða bústörfunum? „Já, ég hef talsvert verið að mála undanfarið. Bæði þarf ég að eiga verk til að hafa hér við hendina í galleríinu sem ég er með heima, en þangað komu í fyrra ekki færri en 650 gestir; bæði innlendir og erlendir. Síðan er ég Iíka talsvert beðinn um teikningar eða málverk vegna einstakra tilefna. Nýlega var ég að að hanna merki Karlakórs Rangæinga, sem eru hausar í Eyjaíjallajökli og kórstjóri til hliðar. Það sem ég hef málað að undanfömu er mynd af Olafi Hróbjartssyni á Hellu, sem vinnufélagar hans í glerverk- smiðjunni á Hellu gáfu honum á fímmtugsafmælinu hans á föstu- dag í síðustu viku. Var myndin af Ólafí og síðan fléttað inn í hana æskustöðvar undir EyjafjöIIum. A himni var síðan gæsahópur, enda er Ólafur mikill gæsaveiði- maður. - Einnig málaði ég mynd sem gefín var Sigþóri í Litla- Hvammi í Mýrdal þegar hann var sjötugur nýlega. Auk Sigþórs eru á myndinni klettadrangar í Mýrdal og símastaurar, en hann var í áratugi verkstjóri hjá vinnu- flokks Pósts og síma eystra." - En búskapurinn. Þú og Ranghildur búið félagsbúi með Kristni syni ykkar og hans fjölskyldu... „Jú, þetta skiptist þannig að ég er með hluta af kúabúinu en hann þó með meirihluta. Síðan er hann alveg með féð og aðra kjötframleiðslu. En ég er annars alveg hættur að fara í íjós, mitt hlutverk í búskapnum er að annast ýmsar útréttingar og síð- an að stússast í heyskap á sumr- in. Þessu fylgir að ég er félags- kjörinn skoðunarmaður reikn- inga Mjólkurbús Flóamanna og er nú nokkuð úti á Selfossi vegna þess.“ - Óg síðan ert þú alltaf meðhjálpari í kirkjunni á Breiðabólstað... „Já, þú hefur kannski tekið „En ég er annars alveg hættur að fara í fjós, mitt hlutverk í búskapnum er að annastýmsar útréttingar og síðan að stússast í heyskap á sumr- in,“ segirJón Kristinsson, bóndi á Lambey í Fljótshlíð. eftir því í fréttum að talsvert hefur verið um útfarir að und- anförnu; það voru til dæmis tvær á laugardag um þarsíðustu helgi. Presturinn hefur nóg að gera. En það stendur uppúr að nú erum við búin að gera upp Breiðabólstaðarkirkju fyrir 14 milljónir kr. og undir þessu stendur 120 manna söfnuður. Við fáum reyndar til þessa fjár- veitingar úr ýmsum opinberum sjóðum, en engu að síður er þetta talsvert átak fyrir fámenna sókn. Kirkjan er sem ný eftir þessar endurbæt- ur og mikil stað- arprýði." Galakvöld í Grundarfirði „Við erum með forláta hjónaklúbb hér í Grundarfirði sem sér um þorra- blótið, “ segir Björg Ágústsdóttir. Umhver KjánalegirKol- krabbakrakkar - Blessuð og sæl Björg. Ég hringdi nú bara til að heyra í þér hljóðið, er eitthvað títt í Grundarfirði? „Já, og allt gott. Það hafa verið ágæt aflabrögð frá áramótum og stærri skip sem gerð eru héðan út hafa verið að físka sig full á til- tölulega stuttum tíma. I Grundar- firði eru sjö stærri skip og togarar; íjórir bátar landa reglulega hér og svo togaramir tveir; Hringur sem gerður er út af Guðmundi Run- ólfssyni hf. og Klakkur sem Fisk- iðjan Skagfírðingur hf. gerir út. Við höfum 3-4 báta sem eru 17- 20 tonn og síðan er fjöldi smábáta gerður héðan út, 20-30 talsins, mismunandi eftir árstíðum. Þeir hafa minna róið undanfarið. Ég var að koma inn rétt í þessu neðan af bryggju því við vorum að athuga skemmdir sem urðu á tveimur hafnargörðum um helgina. Sjógangur hefur hoggið skörð í garðana hjá okkur. Þetta gætu orðið útgjalda- samar viðgerðir, þó ég bindi voúir við að Hafnabótasjóður geti komið inn í þetta.“ - Ég sá að það er verið að endurbæta veginn fýrir Búlands- höfða þarna rétt utan við ylckur... „Já, það er langþráð framkvæmd. Þarna verður byggður upp nýr vegur sem þó fylgir þeim eldri að mestu leyti. í Búlandshöfðanum sjálfum verður vegurinn endurgerður verulega, breikkaður, sett upp vegrið og á kafla útbúin sérstaklega breið vegrás sem á að geta tekið á móti grjót- og íshruni. Það verður reynt að hreinsa skriðurnar inn að bergi og Ijarlægja skriðuefni. Vestanmegin verður hins vegar lagður nýr vegur um Mávahlíðar- rif. Sú sögn á víst að fylgja þessum vegi að fyrir margt löngu hafi verið lagt á um og mælt svo fyrir að aldrei yrði mannskaði á ferðalögum fyrir höfðann. Það hefur gengið eftir, þó öft hafi naumt verið.“ - Já, einhvern tímann fór ég þarna um og ég var nú bara skítsmeykur; það er gott að verið er að bæta þennan veg. En hvað er annars að gerast í mannlífi á Snæfellsnesi? „Nú, við erum svona að jafna okkur og komast á skrið eftir jólin. Hér í Grundarfírði lá kleinuilmur yfír öllu nú um helgina en 9. bekkingar og foreldrar þeirra baka og selja kleinur til að safna fyrir utanlandsferð í vor. Svo er hér á fullu undirbúningur fyrir þorrablótið sem verður 6. febrúar. Við erum með forláta hjónaklúbb hér í Grundarfírði sem sér um blótið. Þetta er sannkallað Galakvöld Grundfirðinga og ekki síðra en skemmtanir þotuliðsins fyrir sunnan. Séð og heyrt ætti að koma vestur." - Komdu blessuð Svanhvít. Mig lang- aði að athuga hvernig þér litist á hug- myndir um menningarhús á lands- byggðinni sem nýlega voru kynntar.... „Mér líst ekkert á þær, það hefði verið nær að byggja menningarhús hér á Norðurlandi einhversstaðar annarsstaðar en á Akureyri. Ég nefni þá einhvern af þessum smærri stöðum einsog Raufar- höfn, Þórshöfn eða Húsavík; menningar- hús myndi auðga mannlíf þar. Leikritið Lands míns föður sá ég á sínum tíma bæði í Reykjavík og á Húsavík og ég tel að sýningin hér fyrir norðan hafi á marg- an hátt verið fremri. Menningu á lands- byggðinni skal ekki vanmeta, ég var núna fyrir nokkrum dögum að hlusta á nýársvöku Utvarpsins sem Jónas Jónas- son tók upp á Hvammstanga; þar var kórsöngur, grínvísur og allt mögulegt. Þættirnir hans Jónasar eru oft góðir. En þessi Reykjavíkurmenning, skelfing finn- ast mér þeir kjánalegir þessir krakkar í Kolkrabbaþættinum í Sjónvarpinu. Það er þunnur þáttur." - Telur þú að menningarhús muni einhverju breyta fyrir viðgang byggðar úti á landi? „Nei, það sem mestu máli skiptir er að Iandsbyggðarfólk fái sömu Iaun og eru greidd í Reykjavík. En hvernig á að breyta því hljóta allir þessir fræðingar í Reykjavík að vita. Þess er ekki að vænta, góði minn, að gömul kona norður í Iandi hafi einhver svör við svo stórri spurn- ingu.“ - En hvað getur þú annars sagt mér í óspurðum fréttum úr Þingeyjarsýslum? „Ja, hér var í síðustu viku mikil hátíð „Mikil hátíð þegar Friðbjörn Jónatansson á Nípá varð áttræður. Nei, það var nú ekkert sungið í afmælinu en borðað var vel og spjall- að mikið, “ segir Svanhvít Ingvarsdóttir á Syðri- Skál í Köldukinn. þegar Friðbjörn Jónatansson á Nípá varð áttræður. Nei, það var nú ekkert sungið í afmælinu en það var hinsvegar borðað vel og spjallað mikið. En fyrst þú ert að tala um þetta menningarhús, auðvitað heldur það ekki fólkinu ef það vill búa úti á landi. Nú gerist það að stóru fyrir- tækin eru að kaupa þau minni og í kjöl- farið eru litlu staðarinir úti á landi skyld- ir eftir kvótalausir. Svona snýst allt á Is- landi í kringum eina peningahít og aur- arnir hafa tekið öll völd; fólk dansar upp í mjaðmir og mitti í kringum gullkálfinn, sumir berfættir. Margir kálfar eru skemmtilegri en þessi gullkálfur." Kántrý er meiming - Góðan daginn Hall- björn. Mér datt svona í hug að grennslast fyrir um hver þinn hugur væri til þessara hug- mynda sem nú eru uppi um byggingu menningarhúsa á landsbyggðinni. Hvern- ig líst þér á... „Mér finnst þetta ekki nema sjálfsagt, en þá á menningarhús á Norðurlandi vestra líka að koma á Skagaströnd. Við hér í bæ erum kom- in með kántrýstimpilinn á okkur og hann verður ekki af okkur tekinn hvað sem hver segir. Og hér er líka menningar- starfsemi, ég er til dæmis búinn að starf- rækja kántrýbæ í 10 til 15 ár. Kántrý er menning." - En hversvegna hugsa ráðamenn sem tala um menningarhús ekki grein- arlegar en svo að sjá það ekki að kántrý er menning? „Þessir menn þurfa bara að fletta upp í greinargráðunni. En síðan er líka sjón- deildarhringurinn takmarkaður og áhuga- leysi og skilningsleysi ríkjandi.“ - Þú segir skilnings- leysi, nú studdi þjóðin dyggilega við þig í fyrra þegar Kantrý- bærinn þinn brann og á fáum mánuðum byggðir þú upp nýjan sííkan... „Já, en mikill \áll alltaf meira, segir mál- tækið. Ég vil halda starfínu áfram og byggja hér lítið kán- trýþorp þangað sem fólkið gæti komið með börnin sín þar sem ég gæti líka verið með ým- iskonar skemmtidag- skrá. En veistu að mig óraði aldrei fýrir því að uppbyggingin hér yrði með þeim hætti sem raunin varð þegar allt brann hér í fyrra. Þá hélt ég að öllu væri lokið. En sfðan má ekki gleyma því að Kántrýbær er opinn fyrir alla menn- ingu hvaða nafni sem hún nefnist, allt nema reyndar djöflarokk. Ég hef ekki trú á þeirri tónlist, og síðan er ég líka trúað- ur; það er einmitt trúin sem hefur komið mér þangað sem ég er í dag.“ „Þessir menn þurfa bara að fletta upp í greinargráðunni, En síðan er líka sjón- deildarhringurinn takmarkaður, “ segir Hallbjörn Hjartarson.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.