Dagur - 22.01.1999, Blaðsíða 3

Dagur - 22.01.1999, Blaðsíða 3
Fö STUDAGUR 22. JANÚAR 1999 - 19 LÍFIÐ í LANDINU Ferill Millers Arthur Miller fæddist árið 1915 í Brooklyn í NewYork þar sem leikrit hans Horft frá brúnni gerist. Fjölskylda hans voru austurrískir gyðingar sem flúðu til Bandaríkjanna skömmu fyrir heimsstyrjöldina fyrri. Faðir Arthurs, Isidor Mill- er (enska útgáfan af Mahler), setti á fót kvenfataverslun í Bandaríkjunum en varð gjald- þrota í kreppunni eins og svo margir aðrir. Peningaleysi hamlaði því að Arthur gæti haf- ið háskólanám og í um tvö ár vann hann fyrir sér sem söngv- ari lítillar útvarpsstöðvar, vöru- flutningabílstjóri og seldi vara- hluti í bíla. Nítján ára hóf hann svo háskólanám í blaða- mennsku. Meðan á fjögurra ára háskólanámi stóð starfaði hann við stúdentablaðið og skrifaði auk þess nokkur leikrit. Hann giftist háskólaástinni 25 ára gamall en er alls þrígiftur og var frægasta hjónabandið að sjálfsögðu með þokkagyðjunni Marilyn Monroe. Verk hans eru nú orðin ótalmörg og fyrir þau hefur hann fengið ýmsar viður- kenningar og verðlaun enda talinn eitt merkasta leikskáld aldarinnar. • 29 ára gamall hafði hann fullskrifað 9 leikrit. • Á árinu 1947 slær leikrit Arthur Miller. hans Allir synir mínir (All My Sons) í gegn, og er kvikmynd- að ári síðar. • Árið 1954 ætlar Miller að fara til Brussel í Belgíu og vera viðstaddur Evrópufrum- sýningu á The Crucible, leik- rit sem hann er sjálfur sér- staklega stoltur af enda oft- sinnis verið leikið á stöðum þar sem einræði er ógnað eða einræðisherra nýlega verið steypt af stóli. Hann fékk ekki vegabréfsáritun til Belg- íu því Oameríska nefndin grunaði hann um að styðja kommúnisma. Árið 1956 var hann kallaður til yfirheyrslu hjá nefndinni og ári síðar var hann dæmdur í eins árs skil- orðsbundið fangelsi fyrir að vanvirða nefndina. Árið 1958 sýknaði Hæstiréttur Miller hins vegar af ákæruin nefnd- arinnar. • Árið sem hann var yfirheyrð- ur af óamerísku nefndinni, 1956, kvænist hann Marilyn Monroe og eru þau gift þar til hún deyr árið 1962. • Árið 1983 er Miller fyrsti út- lendingurinn til að setja á sviö leikrit í Peking í Kína eftir dauða Maós. Hann leik- stýrði þá sjálfur Sölumaður deyr í Alþýðuleikhúsinu þar í borg. Hann er enn að skrifa og síðastliðin átta ár hafa fjögur ný leikrit verið frum- sýnd eftir Miller. Ingvar Sigurðsson leikari hélt því fram fyrir skömmu að íslenskt leikhús væri allsherjar flatneskja. „Það fylgir auðvitað frjálsum leikhópum að verkin þurfa að selja, “ segir Guðmundur. „Það er ekki endilega neikvætt - fólk fer ekki að veðsetja húsin sín fyrir frumleikann. Svo er það einkenni á uppgangstímum að fólk fer í leikhús til að skemmta sér en þegar kreppa skellur á þá kemur meiri ádeila og broddur inn I leikhúsin. Við erum auðvitað á þenslutímum og aldrei meira fólk sem fer í leikhús “ Dýrið inní okkur ítalskir innflytjendur og jnannlegurharm- leikurfrumsýndur á sviði Borgarleikhúss- ins í kvöld: Horftfrá brúnni eftirArthur Miller. Arthur Miller, eitt merkasta leikskáld Bandaríkjanna á 20. öld (og fyrrum eiginmaður Marilyn Monroe), er 82ja ára gamall og er enn að. í sumar var nýjasta leikrit hans frumsýnt í New York en f Borgarleikhúsinu hafa menn undanfarið verið að æfa rösklega fertugt leikrit Mill- ers sem heitir Horft frá brúnni í nýrri þýðingu Sigurðar Pálsson- ar. Meðal þeirra sem þar hafa verið að setja sig í spor ítalskra innflytjenda í Bandaríkjunum í kringum 1950 eru ungir Ieikar- ar, Marta Nordal og Guðmund- ur Ingi Þorvaldsson sem leika unga parið í verkinu, Katrínu og Rodolpho. Bæði eru þau nýlega útskrifuð, Marta vorið ‘96 en Guðmundur sl. vor, og hefur báðum gengið vel í Iausa- mennskunni. Banrtaðar tilfumingar Leikrit Millers gerist í Brooklyn á eftirstríðsárunum, eftir að inn- flytjendalögin voru sett í Banda- ríkjunum, á heimili ítalskra inn- flytjenda. Þar búa hjónin Eddie (Eggert Þorleifsson) og Beatrice (Hanna María Karlsdóttir) ásamt Katrínu uppeldisdóttur sinni sem er jafnframt systur- dóttur konunnar. Þegar Katrín verður gjafvaxta, fer lífið úr skorðum... „Fólk stundaði það á þessum tíina að smygla inn fá- tækum ættingjum sínum frá Ítalíu til Bandaríkjanna enda var lítið að gera á Ítalíu annað en að drepast úr berklum. Þau hjónin smygla inn tveimur frændum konunnar. Það tekst nú ekki betur en svo að annar frænd- anna og stjúpdóttirin fella hugi saman,“ útskýrir Guðmundur en samdráttur Katrínar og frænd- ans Rodolpho er ekki tekið fagn- andi af heimilisföðurnum. Smám saman kemur í ljós að til- finningar Eddies til uppeldis- dótturinnar eru ekki einvörð- ungu föðurlegar. Ekki svo að skilja að hann geri sér grein fyrir þessum tilfinningum, því síður að hann tjái þær með orðum. „Þetta er fólk sem hefur miklu stærri tilfinningar en orðaforð- inn leyfir þeim að tjá,“ segir Guðmundur og Marta bætir því við að megininntakið í verkinu séu einmitt þessar tilfinningar í manneskjunni sem ekki er hægt að horfast í augu við en geta samt haft ógurlegar afleiðingar í för með sér. Og þótt Eddie gangist ekki við tilfinningum sínum þá lita þær alla hans hegðun og leiða hann smám saman á braut til glötunar. Saiunandi tcngdasonur En þetta er ekki „vondukarla- leikrit". Eddie er ekki einfaldur ruddalegur afturhaldsseggur með afbrigðilegar langanir því hann hefur ýmis haldbær rök fyrir andúð sinni á pilti. Rodolpho er ekki draumaprins ítalskra tengdaforeldra og veru- lega á skjön við karlmennsku- ímynd sikileyskra Itala. „Það er svo sem ýmislegt út á þennan strák að setja,“ segir Guðmund- ur Ingi bljúgur. „Hann er ljós- hærður, krullhærður, hefur gaman af að syngja, kann að dansa, elda og sauma. Svo kem- ur hann til Bandaríkjanna á þeim forsendum að hann sé að vinna fyrir fjölskyldu sinni á Ítalíu. Það gerir hann ekki, heldur kaupir sér amerísk föt, hlustar á plötur og fer í bíó. Eddie hefur því ýmislegt til síns máls. Það hafa það allir - fer bara eftir því hvaðan þú skoðar málið." Kemur við sorgina Eddie er í raun öxull verksins og á í baráttu á mörgum vígstöðv- um, 2000 ára gamlar sikiíeyskar mafíuhefðir, frjálslegt banda- rískt þjóðfélag - og sjálfan sig. Og það er einmitt manneskjuleg dýptin í verkum Millers sem heillar þau Mörtu og Guðmund. GUÐMUNDUR: „Miller hef- ur skilning á baráttu mannsins við dýrið í sjálfum sér, frumþarf- irnar, hvernig maðurinn þarf að berjast við að halda aftur af þeim í þessu þjóðfélagi sem við lifum..." MARTA: „Það er ekkert aug- Ijóst í þessu leikriti, ekkert ein- falt mótíf. Allar persónur hafa eitthvað til sins máls og reyna að breyta rétt, það er bara spurning hvað er hið rétta.“ LÓA

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.