Dagur - 22.01.1999, Blaðsíða 11

Dagur - 22.01.1999, Blaðsíða 11
Xfc^wr LÍFIÐ í LANDINU R A D D I R FÓLKSIIMS MEINHORNIÐ • Meinhyrning- ur verslar í Hag- kaup á Akureyri nánast undan- tekningalaust og vill koma því til skila til „ráða- manna Hag- kaups“ að það þarf að vanda betur innkaupin fyrir verslunina. I fyrsta lagi eru vörur látnar ldárast úr hill- um, því aftur og aftur grípur mh. í tómt op í hill- unni af ein- hverri vöru sem er á innkaupa- listanum, spyr þá næsta starfs- mann hvort var- an sé ekki til, og er svarið ævin- lega það sama „ekki til en væntanleg“. I öðru lagi eru allt of oft út- runnar vörur í hillunum. Þetta er alveg óþol- andi og algjör óþarfi og man mh. ekki eftir að hafa rekist á slíka óþjónustu í verslunum Hag- kaups í Rvk. I þriðja lagi er úr- valið t.d. í kven- og karlafata- horninu gjör- samlega út- brunnið, svo ekki sé nú talað um gæði þess- ara fataleppa sem eru slík að halda mætti að „draslinu" eða öllu heldur af- göngunum sem enginn vill kaupa væru bara sendir norður yfir heiðar, nógu gott utan á norðanmenn? Mh. skorar á „ráðamenn Hag- kaups“ að end- urskoða „stand- ard“ verslun- arinnar á Ak. og bjóða fólki fjöl- breyttara úrval af „nýrri“ gæða- vöru og koma í veg fyrir galtóm- ar hillur. „Núverandi leikhús bæjarins er sjötugt að aldri, byggt af Góðtemplurum árið 1906, og gekk lengi undir nafninu „Gúttó". Ekki er ráð nema í tíma sé tekið JON KRISTINSSON SKRIFAR Strandgötu 31, 600, Akureyri Þverholti 14,105 Reykjavík Sími umsjónarmanns lesendasíðu: 460 6122 Netfang: ritstjorí@dagur.is Símbréf: 460 6171/551 6270 Óskað er eftir að bréf til blaðsins séu að jafnaði hálf til ein vélrituð blaðsíða, 1000-1200 tölvuslög. Dagur áskilur sér rétt til að stytta lengri bréf. I leikskrá Leikfélags Akureyrar árið 1977, kemst ég meðal annars þannig að orði, er ég ræddi um Ieikhúsið: Leikhúsið „Núverandi Ieikhús bæjarins er sjö- tugt að aldri, byggt af Góðtemplurum árið 1906, og gekk Iengi undir nafninu „Gúttó“. Síðar varð Akureyarbær eigandi húss- ins, og um áratugaskeið var það aðal- samkomuhús bæjarins, og leikhús allt til þessa dags. Þetta aldna hús reis á mörkum bæjarhlutanna tveggja, Akur- eyrar og Oddeyrar, sem á þeim árum voru greinilega aðskildir í vitund bæjar- búa, var stórbygging og bæjarprýði, og er enn. Innan veggja þessa húss hefur Leikfélag AkurejTar alið allan sinn ald- ur, og ekki annað fyrirsjáanlegt en svo verði enn um ófyrirsjáanlega framtíð. Einhversstaðar í skipulagi bæjarins er þó gert ráð fyrir nýrri leikhúsbyggingu, en hvar veit ég ekki. Væri þó fyllsta ástæða til þess að byggingunni væri ákveðinn hentugur staður. Slík bygging þarf að hafa rúmt um sig, þægilega að- keyrslu og næg bílastæði. Sal Ieikhúss- ins mætti auk leiksýninga, nota til hljómleika og ráðstefnuhalds, þó ekki sé tímabært að ræða slíka möguleika á _________ þessu stigi. En meðan enn er ekki far- ið að huga að nýrri leikhús- byggingu sýnist ekki óeðli- legt að árlega sé varið fjár- upphæð, sem væri eins og hluti vaxta, vegna byggingar nýs leikhúss, til endurbóta og nauðsynlegs viðhalds þessu aldna húsi. Síðan ætti bæjarstjórn að taka á fjár- hagsáætlun árlega ákveðna fjárupphæð til byggingar nýs leikhúss. Það er ekki ráð nema í tíma sé tekið, og þetta mál tekið raunhæfum tökum.“ Þannig var hugsað árið 1977. Síðan eru liðin rúm 20 ár og enn er verið að reyna að bregðast við kröfum tímans, í þessu gamla húsi. Nýlega voru ný sæti sett í salinn, og hann málaður smekklegum litum. En stór galli er á gjöf Njarðar. Salurinn, sem 1977 tók 260 manns í sæti, rúmar nú innan við 200 manns. Það útilokar að nokkur leiksýning geti borið sig, og er atvinnuleikhúsi algjörlega ósamboð- ið. Aðstaðan utanhúss er í sama máta, úr takt við tímann. Árið 1906 var bílaöldin enn ekki runnin upp, og því þurfti ekki á neinum bílastæðum að halda. Nú er krafan önnur. Aðstaðan við leikhúsið hefur enga möguleika til að uppfylla kröfur tímans að þessu leyti, svo viðun- andi sé. Breyttir tímar Eins og fram kemur hér að framan, vor- um við sem í forsvari vorum fyrir L.A. árið 1977, búin að gera okkur grein fyr- ir því, að tímabært væri að finna Ieik- húsinu hentugan stað í hjarta bæjarins. Svo vel vill til, að sá staður sem við þá horfðum helst til, er enn fyrir hendi, þó aðeins hafi hann verið skertur, en það er svæðið sunnan Strandgötunnar, þar sem Slysavarnafélagið byggði. Þar vest- ur af gæti risið veglegt leikhús og tón- listarsalur undir sama þaki, og bílastæði næg. Nú er lag Nú berast þær fréttir að ríkisstjórnin hafi ákveðið að byggja fimm menningar- hús víða um landið, og er Akureyri einn þeirra staða. Þetta tækifæri þarf Akur- eyrarbær að nýta sér, ná samkomulagi við ríkisvaldið um fjármagn til slíkrar menningarbyggingar, sem hér er til um- ræðu. Hér þarf að vinna markvisst og hratt. Nú er lag. Látum verkin tala. Áhugafólk um tónlist og leiklist, hvert er ykkar viðhorf? Veðrið í dag... Austlæg átt, allhvöss við austurströndina fram eftir degi, en víða kaldi annars staðar. Slydda S Ounnan- og Suðvestanlands, skýjað með köílum norðan til, en smáél við austurströndina. Frost 0 til 5 stig Norðan- og Austanlands, en frostlaust suðvestantil. Blönduós _ fC) mm 0- -5- l - ES ■ F m Fös Lau Mán Þri Mið l v*-—• ; • s j . Egilsstaðir . fC) mm 5- o- -5- B - . B ■ . . ■ - -5-f-——™-r“—T*"—— I —“n----------------J-( Flm Föe Lau Mán Pri Mlö Akureyri 5T o- 1 - °Fin 1 Fös Lau Mán Þri M.Í ^ ^ N% V J ] Bolungarvík rci mm 5- o- -5- í f 1J J Reykjavík Kirkjubæjarklaustur íZTA Veðurspárit 21.1.1999 Línurit: Lofthiti, spágildi fyrir miðnætti og hádegi. Súlurit: Úrkoma, uppsöfnuð i 12 klst. Vindörvar: Vindur blæs inn að punkti. Vindhraði er táknaður með skástrikum; heilt strik táknar 5 m/s en hálft 2.5 m/s. Þríhyrningur táknar 25 m/s. k Dæmi: » táknar norðvestanátt, 7.5 m/s. Færð á vegum Fært er orðið til Siglufjarðar. Snjókoma og skafrenningur er á flestum heiðarvegum á Norður- og Austurlandi. í öðrum landshlutum er allgóð vetrarfærð. I

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.