Dagur - 23.01.1999, Blaðsíða 10

Dagur - 23.01.1999, Blaðsíða 10
10 - LAUGARDAGUR 23. JANVAR 1999 ÞJÓÐMÁL D auð agildrunuin verdur að útrvma! KRISTIN A. GUÐMUNDS- DÖTTIR SJÚKRAL/ÐI OG FRAM- BJÓÐANDIIPRÖFKJÖRI SAMFYLKINGAR i REYKJANESI SKRIFAR Vegakerfi sem ekki er í neinu samhengi við fjölda bifreiða, um- ferðaþungann eða hraða þeirra sem um vegina fara, er ökumönn- um og farþegum stórhættulegt. Samgönguyfirvöld skella skolla- eyrum við öllum aðvörunarorð- um og þeirri staðreynd að þjóð- vegir landsins sem eru á þeirra ábyrgð, eru búnir mörgum dauðagildrum sem yfirvöldum er skylt að lagfæra. Eftir því sem Iengur er beðið með úrbætur, fjölgar slysunum, útgjöldin aukast og átakið verður yfirgrips- meira, erfiðara og útgjalda- frekara. Fómarkostnaður umferðar- iimar 11-15 niiUjaróar á ári I skýrslu Umferðaröryggisnefnd- ar til dómsmálaráðherra um um- ferðaröryggisáætlun fyrir tímabil- ið 1997-2001 og ráðherra lagði fram á Alþingi sl. vetur, kemur fram að umferðarslys kosta sam- félagið að minnsta kosti 11-15 milljarða á ári, eða 3-4% af áætl- aðri landsframleiðslu. Fórnar- kostnaðurinn, mannslíf, heilsu- tjón, þjáningar og sorgir aðstand- enda og þeirra sem lifa af slysin, er og verður óbætanlegur. Koma má í veg fyrir stóran hluta slysanna og útgjalda sem þeim eru samfara, með því að vegaframkvæmdum og úrbótum á vegakerfinu, verði hagað í takt við umferðaþungann. Stjórnvöld geta ekki kastað allri ábyrgð á vegfarendur með fullyrðingum um skort á umferðarmenningu. Aðstaðan til að bæta umferðina, þarf að vera til staðar með betra vegakerfi. Samkvæmt upplýsingum Um- ferðarráðs, létust 20 manns í um- ferðinni á þjóðvegum landsins á síðastliðnu ári og fjöldi alvarlegra slasaðra var áttatíu og einn. I því sambandi þarf að hafa í huga, að tölur yfir Ijölda slasaðra og lát- inna eru bráðabirgðatölur. I þeim tölum eru eklci upplýsingar um fjölda látinna og slasaðra af völd- um umferðarinnar í þéttbýli. F.nn tekur Reykjanesbrautin fómir! Umferðin á Reykjanesbrautinni er þjóðinni dýr. Eina ferðina enn fáum við fregnir af þeim fórnum sem þjóðin er látin færa. A síð- ustu dögum aðventu varð stórslys á brautinni. I þetta sinn lenti í hræðilegu bílslysi einn af vinum mínum og samstarfsfélögum til margra ára. Nú strax á nýju ári hefur enn eitt stórslysið bæst við á svipuðum slóðum. Hvenær kemur frétt af næstu hörmung- um. Hver er það sem fyrir þeim verður? Það er ekki vitað, eitt er víst, að í ljósi reynslunnar er hægt að fullyrða, að þær fréttir eru ekki Iangt undan. Hvergi nokkurs staðar í þeim löndum sem við berum okkur saman við, þekkist að hraðbrautir með jafn mikinn umferðarþunga milli þéttbýliskjama séu byggðar upp með þessu móti. Það er ekkert sem getur réttlætt, að akreinar í báðar áttir skuli liggja samhliða án milligerðis eins og látið er við- gangast hér á landi Samgönguráðuneytið ábyrgt! Otrúlegt er að yfirstjórn sam- gangna, samgönguráðuneytið með ráðherra í fararbroddi og Vegagerð ríkisins, skuli ævinlega kenna óaðgæslu ökumanna um í tilraunum sínum til að réttlæta aðgerðarleysið. Við vitum að það er ekki rétt, óaðgæslan og kæru- leysið er yfirvalda. Yfirvalda sem með aðgerðarleysi sínu eru sek í þessum málum. Með tiltölulega einföldum aðgerðum, tvöföldun hættulegustu vegarkaflanna, mætti draga verulega úr slysum. Aðgerðir sem fljótar væru að borga sig. Sem dæmi má benda á dauða- gildruna við Kúagerði á Reykja- nesbraut, ekki einu sinni þar hafa menn séð ástæðu til að færa veg- inn til eða koma upp vegriði sem kæmi í veg fyrir frammúrakstur og árekstra af þeim sökum. A meðan ekkert er gert til úrbóta í þessum málum, fer fjármagn til margra annarra framkvæmda sem ekki eru jafn brýnar. Eins og sýnt hefur verið fram á er kostnaðurinn af umferðarslys- um gífurlegur. Hvað þurfa margir að örkumlast og deyja svo stjórn- völd vakni til lífsins og sjái ástæðu til að setja það Ijármagn í að breyta því sem breyta þarf á þjóðvegunum, svo koma megi í veg fyrir eða fækka umferðarslys- um. Það er undrunarefni að að- standendur fórnarlamba þjóð- vegakerfisins skuli ekki þegar vera búnir að leggja fram ákæru á hendur samgönguráðuneytinu fyrir aðgerðarleysi þess. Er treyst á, að ekki verði ákært og söku- dólgarnir dregnir til ábyrgðar, í ljósi þess að ástvinamissi er ekki hægt að bæta, né meta til fjár? Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi SIGTRYGGUR SVEINBJÖRNSSON frá Sandhólum, sem andaðist á Kristnesspítala 18. janúar, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju föstudaginn 29. janúar kl. 13:30. Helga Margrét Jóhannsdóttir, Sveinbjörn Sigtryggsson, Jóhannes Rúnar Sigtryggsson, Jóna Sigurlaug Friðriksdóttir, Hulda Sigurborg Sigtryggsdóttir, Haukur Magnússon, Grétar Sigtryggsson, afabörn og langafabarn. Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, KÁRITRYGGVASON kennari og rithöfundur frá Víðikeri, Kópavogsbraut 1A, Rvk., sem andaðist á Landspítalanum 16. janú- ar, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 26. janúar kl. 15.00. Margrét Björnsdóttir, Hildur Káradóttir, Gísli Eyjólfsson, Sigrún Káradóttir, Finnur Sveinsson, Rannveig Káradóttir, barnabörn og barnabarnabörn. RíMstjómin gefur hæstarétti langt nef „Afgreiðsla ríkistjórnarinnar og meirihluta Alþingis á kvótafrumvarpinu er ótrúleg. í rauninni er ríkisstjórnin að gefa hæstarétti langt nef,“ segir Árni Þór m.a. ígrein sinni. ARNIÞÓR SIGURÐS- SON SEM BÝÐUR SIG FRAM i 1. S/ETI i „HÓLFI" AL- ÞÝÐUBANDALAGSINS i REYKJAVÍK SKRIFAR Afgreiðsla ríkisstjórnarinnar og meirihluta Alþingis á kvótafrum- varpinu er ótrúleg. I rauninni er ríkisstjórnin að gefa hæstarétti langt nef. Lögin sem rfkisstjórnin beitti sér fyrir að sett yrðu vegna kvótadóms hæstaréttar eru ófull- nægjandi. Þau eru ófullnægjandi vegna þess að dómur Hæstaréttar er almennur stefnumarkandi stjómarskrárdómur og því ekki takmarkaður við 5tu grein lag- anna um stjórn fiskveiða. Hæsti- réttur hefur dæmt fiskveiðistjórn- unarkerfið úr leik, það er þá að- ferð við úthlutun verðmætanna sem kerfið byggist á. Þar með er hæstiréttur í raun að dæma 7. grein laganna úr gildi þó svo að hún sé ekki nefnd í dómnum. Það stafar af því einu að sá sem stefndi í málinu nefndi aðeins 5tu greinina í kæruskjali sínu. I framhaldi af dómi Hæstarétt- ar hefði því þurft að ákveða þrennt: 1. Að afnema fiskveiðistjórnar- kerfið alveg eftir tiltekin ára- Qölda. 2. Að heíja afnám kerfisins með því að losa um bindingu veiði- heimildanna í kvóta, til dæmis með því að setja hluta veiðiheim- ildanna strax á uppboð. Það hefði mátt gera án þess að hrófla við rétti smábátanna og reyndar tel ég að þeir eigi að fá tiltekið afla- magn í friði innarlega í landhelg- inni burt séð frá öllum kerfum. 3. Að hefja endurskoðun Iag- anna til að undirbúa nýtt stjórn- kerfi fiskveiða sem tæki gildi þeg- ar núgildandi lög falla úr gildi. Afgreiðsla Alþingis á kvótalög- unum er dónaskapur við Hæsta- rétt Islands hvorki meira né minna. Þar er á engu máli tekið. Eitt brýnasta verkefni næsta þings og næstu stjórnar - sem verður vonandi önnur en nú situr - er að setja ný lög um stjórn fisk- veiða sem tryggir atvinnuréttindi Iandsmanna og jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. Núverandi sjávarútvegsráðherra hefur haft átta ár. Ferli hans lýkur með hæstaréttardómi; nú þarf að hefja ný vinnubrögð til vegs.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.