Dagur - 23.01.1999, Blaðsíða 6

Dagur - 23.01.1999, Blaðsíða 6
6 - LAUGARDAGUR 23. JANÚAR 1999 rD^tr ÞJÓÐMÁL _____ _______ Útgáfufélag: dagsprent Útgáfustjóri: eyjólfur sveinsson Ritstjóri: elías snæland jónsson Aðstoðarritstjóri: birgir guðmundsson Framkvæmdastjóri: marteinn jónasson Skrifstofur: strandgötu 3i, akureyri, GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK Símar: 460 6ioo OG soo 7080 Netfang ritstjórnar: ritstjori@dagur.is Áskriftargjald m. vsk.: i.soo KR. Á mánuði Lausasöluverð: tso kr. og 200 kr. helgarblað Grænt númer: soo 7080 Símbréf auglýsingadeildar: 460 6161 Símar auglýsingadeildar: creykjavíK)563-1615 Ámundi Ámundason (AKUREYR 1)460-6191 G. Ómar Pétursson OG 460-6192 Gréta Björnsdóttir Netfang auglýsingadeildar: omar@dagur.is Símbréf ritstjórnar: 460 6171(akureyrí) 551 6270 (reykjavík) Fiimur fer í próf í íyrsta lagi Þrátt fyrir kurteisislegt og yfirvegað yfirbragð er umtalsverður broddur í ummælunum sem höfð eru eftir Alfreð Þorsteins- syni um Finn Ingólfsson í Degi í gær. Alfreð telur sigur Finns svo nauman að menn hljóti að setja spurningarmerki við for- ustuhlutverk hans í kjördæminu, „því hér er um ráðherra og varaformann flokksins að ræða“. Jafnframt gangrýnir Alfreð varaformann flokksins fyrir óheiðarlega baráttu með því að þingmenn flokksins hafi svarist í bandalag strax í upphafi próf- kjörsbaráttunnar og því í raun eyðilagt prófkjörið fyrir öðrum. í örðu lagi í þessum ummælum Alfreðs endurómar sú skarpa skipting sem varð milli manna og fylkinga í þessu prófkjöri. Allir helstu forustumenn flokksins í kjördæminu voru þarna beint eða óbeint að takast á. Atkvæðatölurnar sýna að bæði var sótt að Finni Ingólfssyni í fyrsta sætinu og Olafi Erni í öðru sætinu. Ljóst er að Alfreð var studdur af ýmsum helstu sveitarstjórnar- mönnum flokksins í Reykjavík þannig að segja má að flokks- deildin í höfuðborginni hafi klofnað með óvenju harkalegum hætti. Enn einu sinni ætlar prófkjör í Reykjavík að reynast framsóknarmönnum erfitt. 1 þriðja lagi Tími sátta er framundan hjá reykvískum framsóknarmönnum rétt eins og öðrum sem eru að koma út úr prófkjöri. Þrátt fyr- ir allt stefnir í að menn muni stilla upp ágætlega sterkum og íjölbreytilegum lista. Flokkurinn vann jú mann í síðustu kosn- ingum með þá Finn og Ólaf Örn á toppnum. Og Jónía Bjart- marz mun hiklaust styrkja listann. En það þarf mjög sterka forustu til að leiða fylkingarnar saman á ný til öflugrar kosn- ingabaráttu. Þar reynir á hvert svarið verður við hinni óþægi- legu spurningu Alfreðs: Er 60% stuðningur til marks um að forustusta Finns í Reykjavík sé nægilega sterk? Úr því verður Finnur sjálfur að skera á næstu vikum og mánuðum. Birgir Guðmimdsson Laimráð í Vonbrigðaskarði Garri er mikill kvikmyndaað- dáandi og hefur í gegnum tíð- ina séð mörg Iistræn stórvirki á þessu sviði, myndir á borð við Síðasti bærinn í dalnum, Casablanca og Hvíti víkingur- inn. En Garri hefur Iíka séð þúsundir af nauðaómerkileg- um myndum sem hann gróf strax vísvitandi í gleymskunnar djúp. Ein af þessum myndum frá æskudögum Garra situr þó enn í kollinum á honum, eða reyndar titill myndarinnar fremur en innihaldið. Þessi mynd var gerð eftir sögu vin- sælasa rithöfundar á ísíandi á þeim tíma, Alistair McLean og skart- aði andlitsfim- leikamanninum Charles Bronson í aðalhlutverki. Garri man fátt af efni myndarinnar, sem var útjaskaður vestri af einhveiju tagi, en titill henn- ar hefur greypst í minnið. Myndin hét sem sé Launráð í Vonbrigðaskarði. Fallkandídatar Titill myndarinnar kemur nefnilega ævinlega upp í huga Garra að nýafstöðnum próf- kjörum og skoðanakönnunum í pólitíkinni á Islandi. Þegar fallkandídatarnir mæta í fjöl- miðlum til þess að skýra og skilgreina lélegt gengi sitt. Og í langflestum tilvikum er sem þeir sitji í Vonbrigðaskarði og lýsi launráðunum sem þeim voru brugguð af flokksfélögum sínum í prófkjörinu. Og raun- ar á þetta einnig við eftir kosn- ingar þegar forystumenn taplistanna eru að tína til af- sakanir sem yfirleitt snúast um launráð af einhveiju tagi. Fallkandídatar? Fóla-bandalagið Nýafstaðin prófkjör eru engin undantekning hvað þetta varð- ar. Arnþrúður Karlsdóttir og Alfreð Þorsteinsson hafa bæði talað um samsæri ellegar sam- blástur þingmannanna Finns og Olafs heimskautafara, sem hafi í raun ráðið þ\á að þau fóru halloka í prófkjörinu, fremur en sú staðreynd að fleiri kusu að kjósa Finn og Óla (Fóla-bandalagið) en Arn- þrúði og Alfreð (AA-bandalag- ið). Alfreð og Arnþrúður sitja sem sé fallin í Vonbrigða- skarði, eins og Charles Bronson í myndinni góðu, og barma sé yfir laun- ráðum félaga sinna. Og það er morgun- ljóst að fleiri fall- kandídatar eiga eft- ir að sitja í sama skarði og kvarta yfir launráðum á næstu vikum. Garri, sem er óflokksbund- inn í flestum flokkum, kann eiginlega ekki við þessar enda- lausu launráðaskýringar þeirra sem ekki ná að eigin dómi ásættanlegum árangri í for- valsprófkjörum. Karlmann- legra er (og kvenmannlegra einnig, svo fyllsta jafnréttis sé gætt) að sætta sig við niður- stöðuna, bíta í skjaldarrendur, safna liði og hefja undirbúning fyrir næstu orustu. En fyrst og fremst auðvitað að fara að huga að heppilegum launráð- um sem reynslan hefur sýnt að duga best í pólitískum hanaslag á íslandi. Þannig að það verði einhverjir aðrir sem þurfa að sitja í Vonbrigða- skarði í næsta prófkjöri. -GARRI. ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON skrifar Oft hefur verið mikill hamagang- ur í prófkjörum Framsóknar- flokksins í Reykjavík. Sú varð líka reyndin núna. Þótt þing- menn flokksins í kjördæminu hafi haldið velli, er margt for- vitnilegt við niðurstöðuna. Alfreð Þorsteinsson, borgar- fulltrúi, sem stefndi hátt en lenti í fimmta sæti, var fljótur að benda á það þegar úrslitin Iágu fyrir í fyrrakvöld, að varaformað- ur flokksins og oddviti hans f höfuðborginni hafði aðeins feng- ið 57.1% atkvæða í fyrsta sætið. Sundurliðun á þvf hvernig at- kvæðin skiptust á frambjóðendur eftir sætum er birt á öðrum stað í Degi í dag. Þar sést að Alfreð fékk 421 atkvæði í fyrsta sætið og Arnþrúður Karlsdóttir 221. Finnur fékk hins vegar „aðeins" 996 atkvæði af 1.745. Foringj ahollus t a Þetta er að sjálfsögðu allt önnur og lakari útkoma fyrir varafor- Formgjar höfðu það mann flokksins en flokksforystan hefði kosið, ekki síst þar sem Finni veitti ekki af sterkri út- komu eftir pólitískar hremming- ar síðasta árs. Enda vakti það litla kátínu þar á bæ þegar Al- freð ákvað að leggja til atlögu við þingmenn- ina. Finnur og Ólafur Örn höfðu frá upp- hafi með sér opinskátt kosn- ingabandalag. Greinilega sést á tölunum að það bandalag hefur haldið; Finnur fékk þannig 996 at- kvæði í fyrsta sætið, eins og áður segir, en Ólafur Örn svipað, eða 930 atkvæði, í annað sætið. Auðvitað var það mikil bjartsýni af Alfreð að ætla sér að steypa sitjandi þingmanni, ekki síst þar sem slíkt var ljóslega gegn ein- dregnum vilja flokksforystunn- ar. Það gengur ekki í jafn for- ingjahollum flokki og Fram- sókn hefur Iöng- um verið. í andstöðu við forystuna Forvitnilegt er að bera saman útkomu Alfreðs í Reykjavík og Jakobs Björns- sonar, fyrrum bæjarstjóra Ak- ureyringa, í próf- kjöri framsókn- armanna í Norðurlandskjördæmi eystra. Hann setti líka markið afar hátt: barðist fyrir því að ná leiðtogasætinu í kjördæminu, sem margir töldu eðlilegt að Val- gerður Sverrisdóttir, þingmaður kjördæmisins til margra ára, tæki í arf eftir Guðmund Bjarnason, umhverfisráðherra. Utkoma Alfreðs og Jakobs er að mörgu leyti sambærileg; báðir stefndu hátt en lentu í vonlausu sæti. Athygli hefur vakið að þeir for- ystumenn í sveitarstjórnum, sem buðu sig fram í prófkjörum fram- sóknarmanna, fengu ekki braut- argengi - það er Alfreð, Jakob og Herdís Sæmundardóttir í Norð- urlandi vestra. Sumir Iesa út úr því skilaboð til sveitarstjórnar- manna. Líklegri er þó sú nær- tæka skýring að í öllum tilvikum áttu þessir frambjóðendur í reynd í átökum við æðstu for- ystumenn Framsóknarflokksins. Það hefur aldrei reynst vænlegt til frama innan flokksins. Finnur Ingólfsson: fékk 57.1% í fyrsta saetið í Reykjavík. spuríisi svaraö Hvemigfinnst þér nafniðEfling - stéttarfé- lag? Pétur Pét- ursson, þulur. „Alveg hræði- legt. Við hjón- in fengum áfall þegar við heyrðum þetta nafn og þá menn sem gera þetta kalla ég útfararstjóra Dagsbrúnar. Félagið hefur alveg verið höggvið niður í rót og þetta var félag sem naut hvarvetna virðingar í þjóðfélaginu, meðal annars langt inn í raðir atvinnu- rekenda. - I dag eru ríkjandi hn- ingnunartímar í þjóðfélaginu og dansað er í kringum gullkálfinn Arons, þann sem Gamla-testa- mentið segir frá að hafi komið til skjalanna þegar Móses hvarf frá. Aron snéri lýðnum til fylgis við frjálshyggju og því spyr ég hvers- vegna þeir menn sem nú vikja frá Dagsbrúnarnafninu kalli hið nýja félag ekki Eignarhaldsfélag- ið.“ Haraldur Bóasson, formaðurUng- menmfélagsins Eflitig í Reykja- dal. „Fyrst þegar ég heyrði þetta varð ég hugsi í smástund og fór að velta fyrir mér hvort við ættum að skoða hvort við hefðum einhvem sérrétt á naf- inu. En ég tel reyndar þegar ég hugsa málið betur að þennan rétt höfum við ekki, þannig að nú er bara að brosa yfir þessu. Almennt talað finnst mér Efling vera afar gott nafn, sem hefur mikla merkingu." Guðmundur Gunnarsson, fomtaðurRafión- aðarsambands íslands. „Þetta nafn virkar vel á mig. Það Iýsir vel markmið- um verkalýðs- hreyfingarinn- ar og ég held líka að menn hafi dottið niður á ágætt nafn því varla hefði verið hægt að nota eitthvert af þessum nöfnum sem menn völdu hér á árum áður, til dæmis Dagsbrún eða Framsókn. Eg held að menn hafi sem sagt dottið niður á nokkuð góða Iausn í þessu nafnamáli." Ómar Valdi- marsson, blaðamaður. „Efling - stétt- arfélag finnst mér heldur gott nafn, en Dagsbrún er frábært nafn. Auðvitað hefði félagið átt að heita Dagsbrún, en það er óger- legt af tilfinningalegum ástæð- um. Vonandi verður þetta gott félag sem dugar vel til síns brúks.“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.