Dagur - 26.01.1999, Síða 3
ÞRIDJVDAGVR 26. JANÚAR 1999 - 19
MENNINGARLÍFIÐ t LANDINU
Arthur Mitler er raunsæishöfundur, afskóla Ibsens, en í þessu leikriti vinnur hann út frá grundvallarhugmynd gríska harmleiksins, tekur til meðferðar eina ástríðu sem tortímir manneskjunni.
Gunnar
Stefánsson
skrifar um
leiklist
Leikfélag Reykjavíkur:
HORFT FRÁ BRÚNNI eftir
Arthur Miller.
Þýðing:
Sigurður Pálsson.
Leikstjóri:
Kristin Jóhannesdóttir.
Leikmynd:
Stígur Steinþórsson.
Búningar:
Helga I. Stefánsdóttir.
Lýsing:
Ögmundur Þór Jóhannesson.
Hljóð:
Ólafur Örn Thoroddsen.
Frumsýnt á Stóra sviði
Borgarleikhússins 22 janúar.
Leikrit Arthurs Millers, einkum
þau sem hann samdi á árabilinu
1945-55, hafa orðið lífseig.
Fjögur þeirra voru sýnd hér í
Þjóðleikhúsinu og hjá Leikfélagi
Reykjavíkur á sjötta áratugnum:
I deiglunni, Sölumaður deyr,
Allir synir mínir og Horft af
brúnni. Þijú þau fyrrtöldu hafa
verið tekin upp síðar í Þjóðleik-
húsinu og nú kemur Horft af
brúnni hjá L.R. Þetta er fagnað-
arefni því hér er um að ræða
verk af því tagi sem eiga sér víst
gengi á sviðinu ef vel er á hald-
ið. Horft af brúnni, - það heitir
reyndar Horft frá brúnni núna,
hvernig sem á því stendur, - er
ekki síst þessara Millersleikrita,
hnitmiðað í dramatísku formi og
þrungið sálrænni spennu.
Leikurinn gerist í New York á
heimili hafnarverkamannsins
Eddie Carbone, sem býr þar
með eiginkonunni Beatrice og
uppeldisdótturinni Katrínu sem
hann elskar „um of‘, án þess að
hann geti horfst í augu við það.
Inn á heimilið koma tveir ólög-
Iegir ítalskir innflytjendur,
frændur eiginkonunnar. Astir
takast með Katrínu og yngri
bróðurnum sem hefur skelfileg-
ar afleiðingar fyrir þessa litlu
íjölskyldu.
Óhugnanlega lireint
Arthur Miller er raunsæishöf-
undur, af skóla Ibsens, en í
þessu leikriti vinnur hann út frá
grundvallarhugmynd gríska
harmleiksins, tekur til meðferð-
ar eina ástríðu sem tortímir
manneskjunni. Styrkur leiksins
er sá hversu rammlega hann er
byggður á þessari undirstöðu,
sem er óleyfileg ást Eddies á
fósturdóttur sinni. Þessa kennd
bælir hann sem hann má, þarna
er ekki, eins og nú myndi líkleg-
ast tekið á efninu, kynferðisleg
misnotkun á ferð. Horft ffá
brúnni er hreint ástríðudrama,
„óhugnanlega hreint“, eins og
Alfieri lögfræðingur segir í loka-
orðum sínum, það er laust við
þá blendni og hálfkæring sem
einkennir mörg nútímaverk. Það
tiltæki að hafa persónu til hlið-
ar, Alfieri, sem leggur mat á það
sem gerist en megnar ekki að
hafa áhrif á það, samsvarar víst
hlutverki kórsins hjá Grikkjun-
um fornu.
Eddie vill eiga Katrínu, loka
hana inni, snýst til varnar þeg-
ar hann sér eignarhaldi sínu
stefnt í hættu. Smám saman
ærist hann af óviðráðanlegri af-
brýði sem leggur að endingu í
rúst þann heim sem hann vill
vernda og hann sjálfan. Þetta er
í eðli sínu einfalt verk, persónu-
Iýsingar þannig einhliða. Miller
hefur oft verið kenndur við
melódrama og þá af takmarkaðri
virðingu sumra gagnrýnenda.
En hann er ótvíræður meistari í
sínu fagi, mikill Ieikhúsmaður
sem leggur leikstjórum og leik-
urum í hendur afbragðs efnivið
og veitir áhorfandanum færi á
reynslu sem ekki fýrnist, - það
geta þeir borið sem ungir fengu
að kynnast verkum Millers í
meðferð kunnáttumanna.
Sviðsetning Kristínar Jóhann-
esdóttur er ágætt verk, næmlega
unnið íöllum greinum. Fyrst vil
ég nefna góða tilfinningu fyrir
hraða í sýningunni og stígandi.
Hinn sjónræni þáttur er einnig
vel unninn og á leikmyndasmið-
urinn góðan hlut, ég nefni það
„intímitet" sem tekst að laða í
atriðin kringum borðið á heimili
Eddies, andspænis hinu
tröllaukna kalda mannvirki,
brúnni sem gnæfir að baki yfir
lífi fólksins. Þarna hjálpar lýs-
ingin til. Lögin sem leikin eru
undirstrika hinn ítalska þátt, en
sikileyskur uppruni bræðranna
skiptir miklu í leiknum. Þar
kemur til hinn mismunandi
skilningur á sæmdinni og rétti
manna til hefnda fyrir misgerð-
ir.
Góður samleikur
Þótt samræmdur heildarblær
leiksýningar ráði úrslitum um
hversu hún heppnast, skiptir
meðferð einstakra hlutverka
auðvitað miklu. Þar mæðir mest
á Eggert Þorleifssyni í hlutverki
Eddies. Eggert hefur verið vax-
andi leikari, enda fengið æ viða-
meiri verkefni í Borgarleikhús-
inu. Hann glímir af þrótti við
þetta kröfuharða hlutverk og
skilar því með fullum sóma.
Raddbeiting Eggerts er að
sönnu nokkuð misjöfn, en hann
lék ekki síður með þöglum
hætti, líkamshreyfingum og
svipbrigðum, sýndi vel stigvax-
andi ólguna innra með Eddie.
Hönnu Maríu Karlsdóttur hef
ég ekki í annan tíma séð gera
betur en í hlutverki Beatrice.
Hún sér og skilur það sem er að
gerast og leggur sig alla fram um
að afstýra voðanum. Hanna
María lék á allan tilfinninga-
skala hlutverksins frá byijun til
loka af miklum myndugleik og
færni. Samleikur þeirra Eggerts
er góður. Ung leikkona, Marta
Nordal, leikur Katrínu. Hún
hefur fallega sviðsframkomu, er
örugg í fasi og sýndi vel þessa
góðu og saldausu stúlku.
Bræðurnir tveir eru næsta
ólíkir: Þórhallur Gunnarsson
leikur Marco, þann eldri, á
sannfærandi hátt, sýnir hið
mikla innibyrgða skap og stolt
þessa manns sem örlögin hafa
leikið grátt. Hlutverk
Rodolphos, hins ljóshærða ljúf-
Iings, er einfaldara í sniðum en
Guðmundur Ingi Þorvaldsson
virtist vel valinn í það. Alfieri
lögfræðing Ieikur Hjalti Rögn-
valdsson. Hann fór af þunga og
smekkvísi með þetta sérstæða
hlutverk innan leiksins. Það er
alkunnugt að textameðferð
Hjalta er jafnan með miklum
ágætum. Hún brást ekki hér
fremur en áður. Önnur hlutverk
eru miklu minni og verða því
ótalin hér - Þýðingin er þjál og
munntöm.
Þessi sýning er áminning um
það hversu glöggskyggn leik-
stjóri skiptir miklu máli. Kristín
Jóhannesdóttir hefur í þeim efn-
um reynst ein styrkasta stoð
Leikfélags Reykjavíkur á síðustu
árum. Hér tekst henni að nýta
krafta samstarfsfólksins og stýra
þeim öruggri hendi að einum
ósi. Horft frá brúnni er því sterk
leiksýning sem óhætt er að
mæla með við þá sem yndi hafa
að dramatískri list.
P. S. Fallið hefur niður höf-
undarnafn með umsögn um
Mýs og menn í Degi 22. janúar.
Hún er samin af undirrituðum.