Dagur - 29.01.1999, Blaðsíða 13
uhk 'á v\ éf. fi
ÍÞRÓTTIR
Góð staða Aftureldingar
Eftir leikina í 17. um-
ferð Nissandeildarinn-
ar er Aftiirelding kom-
in með góða stöðu á
toppi deildarinnar með
27 stig, fjórimi stigum
meira en Stjaman sem
er í 2. sætinu.
Afturelding er nú komin með fjög-
urra stiga forystu á toppi
Nissandeildarinnar í handknatt-
leik eftir 23-25 sigur á Fram í
fyrrakvöld. Liðið stefnir hraðbyri á
deildameistaratitilinn og virðist
fátt geta stoppað þá á beinu braut-
inni. Jafnræði var með liðunum í
upphafi leiks í Safamýrinni, en eft-
ir miðjan fyrri hálfleik skildu Ieiðir
og Afturelding sigldi örugglega
framúr og hafði náð fimm marka
forystu í hálfleik, 10-15. Vöm Aft-
ureldingar var geysisterk með þá
Einar Gunnar, Trúfan, Magnús
Má og Gintas í broddi fylkingar og
sóknarmenn Framara mátti sín Iít-
ils gegn þessum sterka múr.
Afturelding hélt uppteknum
hætti í upphafi seinni hálfleiks og
náði mest sex marka forskoti. Þeg-
ar staðan var 18-24 og um það bil
tíu mínútur eftir af Ieiknum fór að
bera á kæruleysi í leik þeirra. Þeir
misstu tvo Ieikmenn af velli og það
nýttu Framara sér vel og minnk-
uðu muninn í 21-24. Með betri
sóknamýtingu hefði þeim jafiivel
tekist að jafna leikinn, en þetta var
ekki þeirra dagur og sóknamýting-
in aðeins um 40 prósent í leiknum.
Þeir skoruðu þó sex af átta síðustu
mörkum leiksins og tókst að
minnka muninn í tvö mörk 23-25,
en lengra komust þeir ekki.
Markahæstur hjá Fram var Oleg
Titov, með 6/2 mörk. Sebastían Al-
exandersson átti góðan Ieik og
varði 17 skot.
Hjá Aftureldingu var Bjarki Sig-
urðsson markahæstur með 6/4
mörk.
Stjömuhrap í Kópavogi
Algjört stjömuhrap varð í Kópa-
voginum þegar HK burstaði
Stjömuna með sex marka mun,
29-23, eftir sjö leikja stanslausa
sigurgöngu Stjömunnar.
Leikurinn byijaði með miklum
látum og var Stjaman skrefinu á
undan fram yfir miðjan hálfleikinn
og staðan orðin 9-11. Þá small
vömin saman hjá HK og botninn
hrapaði hreinlega úr leik Stjöm-
unnar. HK náði forystunni og
komst tveimur mörkum yfir í hálf-
leik 14-12.
Stjaman mætti til seinni hálf-
leiks með hálf rænulaust lið og
HK-menn gengu á lagið og skor-
uðu fyrstu fjögur mörk hálfleiksins
og staðan skyndilega orðin 18-12
heimamönnum í vil. Þeir höfðu
þar með gefið tóninn og héldu
áfram að auka við markamuninn,
sem varð mestur tíu mörk.
HK-menn börðust eins og ljón í
leiknum og með sterkum vamar-
Ieik fylgdi góð markvarsla, þar sem
Hlynur Jóhannesson varði alls 14
skot. Sigurður Sveinsson var þeirra
markahæstur með 10/5 mörk.
Stjarnan virðist föst í einhvetj-
um álögum gegn HK-liðinu, en
þeir hafa tapað öllum leikjum gegn
þeim síðustu fjögur árin. Þetta var
einn daprasti leikur liðsins í vetur
og góð áminnig fyrir slaginn í síð-
ustu fimm umferðunum sem eftir
em.
Heiðmar Felixson var marka-
hæstur Stjömunnar með 9/1 mörk
og Konráð Olavson skoraði 7/4.
Stórsigur KA
FH-ingar fóru hálfgerða vinabæja-
ferð til Akureyrar og máttu þola tíu
marka tap 28-18 gegn KA. Heima-
menn höfðu yfirburði allan leikinn
frá upphafi til enda og klaufskir
FH-ingar áttu aldrei möguleika.
Staðan var fljótlega orðin 5-1 fyrir
KA og FH-ingar algjörlega ráða-
lausir í vöm og sókn og var staðan
í hálfleik orðin 15-8 heimamönn-
um í vil.
Engin breyting var á í seinni
hálfleiknum og KA-menn héldu
áfram að auka muninn og náðu
mest ellefu marka forskoti.
Sigurinn var KA-mönnum mjög
mikilvægur eftir slakt gengi eftir
áramótin og gæti orðið vendi-
punktur fyrir Iiðið. Markvarslan
var nú í góðu lagi og ungur mark-
vörður liðsins, Hafþór Einarsson,
átti stóran þátt í þessum góða sigri.
Hann varði alls 18 skot í leiknum.
Markahæstur og bestur KA-
manna var Lars Walter með 8
mörk.
FH-ingar vilja örugglega gleyma
þessum leik sem fyrst og með
sama framhaldi á Iiðið litla mögu-
leika á að komast £ úrslitakeppn-
ina. Ef svo verður er það í fyrsta
skipti í sögu félagsins sem það ger-
ist.
Markahæstur hjá FH var Guð-
jón Amason með 5 mörk.
Auðvelt hjá Haukum
Haukarnir áttu ekki í Vandræðum
með slakt Iið Gróttu/KR í leik lið-
anna í Hafnarfirði, sem lauk með
níu marka sigri Hauka, 28-19, eft-
ir að staðan var 11 -8 í hálfleik.
Þeir voru miklu betra liðið og
höfðu örugga forystu allan leikinn.
Jón Karl Bjömsson var marka-
hæstur Haukanna og skoraði 7
mörk.
Grótta/KR tapaði nú sfnum ell-
efta leik í deildinni og ekkert ann-
að en fall blasir við. Staðan segir
þó ekki alla söguna um styrkleika
liðsins, en óheppnin hefur elt það
allt mótið.
Agúst Jóhannsson var marka-
hæstur Gróttu/KR með 5/3 mörk.
ÍR í góðum málum
IR-ingar halda áfram að gera það
gott á heimavelli sínum í Austur-
bergi og nú afgreiddu þeir Val
snyrtilega með góðum þriggja
marka sigri, 23-19, eftir jafna bar-
áttu fram yfir hálfleik. Valsarar
höfðu náð tveggja marka forystu í
hálfleik 8-10, en IR-ingar mættu
ákveðnir til leiks í þeim seinni og
náðu fljótlega að jafna leikinn £13-
13.
Þar munaði mestu um frábæran
leik Hrafns Margeirssonar f mark-
inu, en hann Iokaði þvf á köflum
um leið og vamarleikur IR-inga
small saman. Það sem eftir Iifði
leiksins var IR-inga, sem nutu sín
sannarlega vel á heimavelli og
þriðji sigurleikurinn í röð í höfri.
Markahæstir IR-inga voru Jó-
hann Asgeirsson með 7/4 mörk.
Hjá Val skoraði Jón Kristjánsson
mest, eða 6/2 mörk.
Níundi heimasigur ÍBV
Botnlið Selfyssinga heimsótti
Eyjamenn í lundaholuna í Eyjum
og mátti þola sjö marka tap 28-21.
Þar með safna Eyjamenn enn ein-
um heimasigrinum í sarpinn, eða
þeim níunda í röð og eru komnir í
fjórða sæti deildarinnar með 20
stig.
Þeir náðu fljótlega forystu í
leiknum og var staðan 18-10 í
hálfleik. Þröstur varði vel í Eyja-
markinu, eða alls 23 skot og lagði
þar með grunnin að sigrinum með
stórleik.
Annars lék allt Eyjaliðið vel, en
markahæstur þeirra var Svavar
Vignisson með 8 mörk.
Hjá Selfyssingum bar mest á
Robertas Pauzuolis sem var
markahæstur með 9 mörk.
ÍÞRÓT TA VIÐTALIÐ
Spummgin um að duga eða drepast
PéturSigur-
gunnarsson
formaður stuðningsklúbbs
FH-inga
Um helginafara fram
undanúrslitaleikimir í
bikarkeppni HSÍ, þarsem
Grótta/KR mætirFH á
Nesinu ogAfturéldingfær
Fram í heimsókn. Aðsögn
Pétur Sigurgunnarssonar,
formanns stuðnings-
mannaklúbbs FH-inga, er
mikill spenningurfyrir
leikjunum.
- Hvað hyggjast FH-ingar gera til
að nú upp stemmningu gegn
Gróttu/KR á Nesinu?
„Stuðningsmenn FH stofnuðu
með sér klúbb fyrir tveimur árum,
eða þann 12. september árið
1997. Klúbburinn hefur verið
mjög öflugur og nú eru á þriðja
hundrað félagar í honum. Við
höfum reynt að vera með rútu-
ferðir á flesta útileiki félagsins í
vetur og einnig hefur hópurinn
hist í Kaplakrika á heimaleikjum.
Á laugardaginn höfum við ákveð-
ið að gera enn betur og nú verð-
um við með kynningu á klúbbn-
um fyrir leikinn gegn Gróttu/KR á
Nesinu. Við ætlum að hittast
klukkan 12:00 í verslunarmið-
stöðinni Firði, þar sem kynningin
fer fram og við verðum með að-
setur í Kaffi-Firði, sem er á ann-
ari hæðinni. Þar verða seldar veit-
ingar á vægu verði og þar ætlum
við að peppa mannskapinn upp
fyrir Ieikinn. Við FH-ingar höfum
fengið 300 miða til sölu og auð-
vitað ætlum við að selja upp.
Þarna gefst börnum og fullorðn-
um tækifæri til að mála sig með
tilheyrandi stríðsmálningu, auk
þess sem fimmtíu fyrstu fá ókeyp-
is FH-boli. Krakkarnir fá Iíka sitt
og þau fá ókeypis fs og sælgæti.
Klukkan 14:30 verður svo haldið
á Ieikinn með strætisvögnum út á
Nes og ég ætla rétt að vona að
stemmningin verði þá komin í
gott lag, en leikurinn hefst kl.
16:00.“
- Hvað heitir þessi stuðnings-
klúbbur FH-inga?
„Klúbburinn heitir Muggur, til
heiðurs og minningar um Iátinn
félaga okkar, Guðmund Jónsson,
sem var einn dyggasti stuðnings-
maður félagsins um áraraðir.
Muggur var mjög sérstakur og lét
sig helst aldrei vanta á leiki, hvort
sem um var að ræða fótbolta eða
handbolta og segja má að líf hans
hafi meira og minna snúist um
FH, sem var honum meira en
heilagt. Hann var alltaf með í
gegnum súrt og sætt og í þeim
anda starfa Muggarar."
- Áttu von á jöfnum og spenn-
andi leik?
„Báðir leikirnir í undanúrslit-
unum verða örugglega mjög
spennandi. Við FH-ingar stönd-
um ekki nógu vel í deildinni og
verðum þvf að leggja mikla
áherslu á bikarinn. Grótta/KR
hefur þar náð undraverðum ár-
angri miðað við stöðuna í deild-
inni og hafa sýnt að þeir eru
dúndrandi bikarlið og ég á von á
að þeir muni beijast eins og ljón.
En þannig eiga bikarleikir að vera
og við Muggarar munum ekki láta
okkar eftir liggja til að gera þenn-
an Ieik eftirminnilegan.
Eg er nokkuð bjartsýnn fyrir
hönd okkar manna og strákarnir
verða að vinna. Þetta er spurning-
in um að duga eða drepast og með
réttu hugarfari ættum við að ná
sigri. Enda eins gott því Muggar-
ar ætla að halda sigurhátíð í
Kaffi-Firði um kvöldið og eins
gott að það snúist ekki upp í sorg-
arhátíð."
- Gera Muggarar eitthvað ann-
að en stunda leikina?
„Við tökum oft til hendinni fyr-
ir félagið okkar og erum svona í
bakvarðarsveitinni. Við höfum
líka staðið að blaðaútgáfu og
einnig höfum við verið með þess-
ar venjulegu uppákomur eins og
vetrarfagnaði, sumarferðir og
þorrablót, auk þess sem við stönd-
um fyrir fjölskylduferð á sumrin. í
vetur höfum við staðið fyrir happ-
drætti á heimaleikjum, þar sem
dregnir eru út fjórir vinningar í
hvert skipti."
- Hvað segja Muggarar um
stöðu FH í deildinni?
„Staðan er óhugnanleg, en
samt hef ég trú á að þetta Iagist
núna í restina. Ég vona bara að
liðið komist í úrslitakeppnina og
standi sig vel þar. Það yrði góður
endir á glæstum ferli Kristjáns
Arasonar hjá félaginu og góð
skilnaðargjöf til hans frá strákun-
um.“
- Fylgist þið Itka með kvenna-
boltanum?
„Auðvitað gerum við það, en
eins og við vitum þá er athyglin
meiri í karlaboltanum. Stelpurnar
okkar eiga líka að spila í undanúr-
slitum bikarsins og mótherjar
þeirra eru erkifjendurnir Haukar.
Þær eiga að spila á sunnudaginn
klukkan 20:00 í Kaplakrika og ég
hvet alla stuðningsmenn FH til að
mæta þar og hvetja stelpumar til
sigurs á áttatíu ára afmælisári
FH.“