Dagur - 09.02.1999, Blaðsíða 7

Dagur - 09.02.1999, Blaðsíða 7
 PRIDJVD AG UR 9. F E B R Ú A R 1999 - 7 ÞJÓÐMÁL Traust eða simdnmgu? „Dýrmætasta eign hverrar þjóðar eru einstaklingarnir sem hana mynda. Menntun þeirra og færni tii að takast á við fjölbreytt verkefni í síbreytilegum heimi verður seint metin til fjár og því er það algjört grundvallaratriði að standa að eflingu menntakerfisins með fullkomnum sóma, “ segir Halldór Ásgrímsson m.a. í grein sinni. Komandi alþingiskosningar verða þjóðinni mikilvægar. I þeim verður tekist á um það hvort áfram skuli haldið á þeirri braut sem mörkuð hefur verið síðastliðin fjögur ár. I þeim mun einnig koma í ljós hvort kjósend- ur leggja fremur traust sitt á ábyrgð, framfarir og stöðugleika heldur en óöryggi, hverflyndi og sundurþykkju. I kosningum munu þeir flokkar sem bjóða fram krafta sína í þágu þjóðar- innar leggja störf sín og stefnu í dóm kjósenda og uppskera eins og til hefur verið sáð. Eg kvíði þeim dómi ekki.Ég tel Framsókn- arflokkinn hafa sýnt það með framgöngu sinni í þessari ríkis- stjórn að hann stendur við orð sín. Þá sögu rakti ég í Degi fyrir viku síðan. Við tekur nýtt tímabil þar sem mikilvægt er að tekið verði á fjölmörgum verkefnum. Ég tel mikilvægustu málefni næsta kjörtímabils m.a. vera at- vinnumál, heilbrigðismál og menntamál og geri þau því að sérstöku umfjöllunarefni hér. Atviimiunál Halda þarf áfram á þeirri braut uppbyggingar í atvinnumálum sem mörkuð hefur verið síðast- liðin fjögur ár. Aðeins með því móti getum við tryggt þjóðinni þau Iífskjör sem hún sækist eftir og býr við í dag, lífskjör sem eru með því besta sem þekkist í heiminum í dag. Velferðarkerfið verður að hvíla á traustum grunni og aðeins með öflugu at- vinnulífi getum við tryggt það til frambúðar. Atvinnuleysisdraug- urinn á sannarlega ekki upp á pallborðið hjá Islendingum og sameinuð getum við haldið hon- um niðri. Atvinnuleysið er mikið samfélagsböl og einskis má láta ófreistað í baráttunni gegn því. Til að svo megi verða má hvergi hvika á braut framsóknar. Við eigum mörg tækifæri, sem með eljusemi, vandxarkni og ef til vill nokkurri heppni einnig, geta tryggt okkur áframhaldandi vel- ferð og bætt lífskjör enn frekar. Nú er það svo að stjórnmála- menn skapa ekki störfin í þessu landi, það gera frumkvöðlar og framsýn fyrirtæki. Það er hins vegar stjórnmála-manna að skapa þá umgjörð og þann jarð- veg, sem blómleg fyrirtæki geta starfað við og sprottið úr, í góðri sátt við land og þjóð. Við verðum að tryggja áfram- baldandi stöðugleika, virka sam- keppni og lækkun fjármagns- kostnaðar. Við þurfum að búa svo um hnútana að stuðningur við lítil og meðalstór fyTÍrtæki, sem og nýjar vaxtargreinar, t.d. á sviði þekkingariðnaðar, verði ekki síðri en í samkeppnislöndum okkar. Við þurfum markvisst að auka út- flutnings-framleiðslu okkar, stækka stöðugt markaðina og styrkja þannig innviðina. Síðast en ekki síst verðum við að stuðla að aukinni sátt milli sjónarmiða um nýtingu og verndun umhverf- isins, þannig að orkulindirnar, ein af okkar helstu auðlindum, geti áfram nýst okkur til aukinn- ar hagsældar og velmegunar. Heilbrigðismál Undanfarin ár hafa orðið tals- verð átök um heilbrigðskerfið hér á landi. I því vopnaskaki hefur mér oft fundist gleymast að við Íslendingar búum við eina bestu heilbrigðisþjónustu í heimi, þar sem þrátt fyrir allt, hefur tekist að viðhalda rétti almennings til fullkominnar þjónustu, án tillits til efnahags, búsetu eða félags- legra aðstæðna. Þetta er enda grundvöllur íslenska heilbrigðis- kerfisins og um það kerfi hefur Framsóknarflokkurinn staðið tryggan vörð um langa hrfð, bæði í stjórn og stjórnarandstöðu. Mikilvægi þess velferðarkerfis sem hér hefur verið byggt upp á undanförnum áratugum verður seint ofmetið. Efling þess í tíð núverandi ríkisstjórnar og ekki síst fyrir frumkvæði ráðherra heilbrigðismála er gríðarleg. Sem dæmi um það má nefna að fram-> lög til heilbrigðismála hafa aukist um 5,7 milljarða króna á föstu verðlagi neysluverðs það sem af er kjörtímabilinu og á þessu ári er gert ráð fyrir að aukningin verði um 2,4 milljarðar á breyti- legu verðlagi. Þar með verja op- inberir aðilar 'um 43 milljörðum á árinu 1999 til heilbrigðismála hér á landi eða um 7% af vergri landsframleiðslu. Það hlutfall er með því hæsta sem um getur í veröldinni. Framundan er mikilvægt starf við eflingu heilsugæslunnar í landinu. Hún þarf að geta tekist á við aukin verkefni s.s. á sviði forvarna, heilsuvernd, sálgæslu og ráðgjöf um uppeldi barna ofl. Við þurfum að fjölga úrræðum í endurhæfingu sjúklinga þannig að allir eigi greiðan aðgang að þjónustu við hæfi. Markvissa þjálfun öryrkja þarf að bæta og þar með að auka færni þeirra og sjálfstraust til að takast á við lífið við breyttar aðstæður. Við þurf- um að kanna það sérstaklega hvort þau úrræði sem nú eru nýtt til að mæta þörfum þeirra tekju- lægstu gagnast þeim sem skyldi og ef ekki að bæta þar úr og þannig mætti lengi telja. En við eigum líka að nýta okk- ur eitt fullkomasta heilbrigðis- kerfi heims til tekjuöflunar í auknum mæli. Þannig eigum við að mínu viti talsverða möguleika á markaðssetningu einstakra þátta hennar erlendis og þá kosti eigum við að kanna sérstaklega. Nokkurt starf hefur verið unnið á þessu sviði á kjörtímabilinu og það eigum við að efla. Getur þar bæði verið um að ræða útflutn- ing á dýrmætri þekkingu en ein- nig markaðssetningu einstakra þjónustuþátta eða meðferðarúr- ræða. Menntamál Dýrmætasta eign hverrar þjóðar eru einstaklingarnir sem hana mynda. Menntun þeirra og færni til að takast á við fjölbreytt verk- efni í síbreytilegum heimi verður seint metin til fjár og því er það algjört grundvallaratriði að stan- da að eflingu menntakerfisins með fullkomnum sóma. Við Is- lendingar búum svo vel að hér hafa allir aðgang að góðri mennt- un, án tillits til efnahags, búsetu eða félagslegra aðstæðna. Á þeim grunni byggjum við framtíð okk- ar og aukum möguleika æskunn- ar á að skara fram úr. Til að vera áfram í fremstu röð verðum við hins vegar að tryggja að framlög okkar til menntamála verði sam- bærileg við það sem best gerist meðal samkeppnislanda okkar, s.s. meðal ríkja OECD. Það er löngu þekkt að maður- inn þarfnast hvatningar, aga og Ieiðsagnar svo hann fái þrifist og dafnað. Þetta á við okkur öll en ekki síst unga fólkið. Með því að húa skólafólki þann aðbúnað að eftirsóknarvert sé að starfa að skólamálum, hvort sem er við kennslu eða nám, hvetjum við fólk til dáða og búum í haginn til framtíðar. Aukið samstarf heim- ila og skóla, sem og íþrótta- og tómstundafélaga er að mínu mati einn af grunnþáttum þess að vel takist til við uppeldi barna okkar og hann eigum við að efla. Ég tel að framundan hylli í byltingu á sviði menntamála. Upplýsingatækninni, sem nánast á örfáum misserum er orðin ómissandi hluti daglegs lífs hjá stórum hluta þjóðarinnar, mun enn frekar fleygja fram á næst- unni. Fjarnám á öllum stigum skólakerfisins verður okkur að- gengilegt, á hvaða aldri sem við erum og hvar sem við búum. I þessari byltingu eigum við ekki einvörðungu að vera þátttakend- ur, heldur sýna frumkvæði og dirfsku þannig að tæknin tryggi okkur sæti í fremstu röð þjóða heims. Traustur gnumur A vordögum verður kosið til Al- þingis Islendinga. Um ræðir kosningar sem um margt verða óvenjulegar og spennandi. Fram- sóknarflokkurinn gengur til þeirra með stolti og leggur verk sín og stefnu í dóm kjósenda. Þeir sem í framboði verða fyrir flokkinn eru reiðubúnir að starfa af elju og trúmennsku fyrir fólkið í landinu. Verkefnin eru mörg og stór en sá árangur sem náðst hef- ur á þessu kjörtímabili er sá grunnur sem við byggjum á þeg- ar við göngum inn í nýja öld, - nýtt árþúsund. Grunnurinn er traustur, til hans hefur verið vandað. Nú er mikilvægt að áfram verði haldið á sömu braut.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.