Dagur - 09.02.1999, Blaðsíða 6

Dagur - 09.02.1999, Blaðsíða 6
ÞJÓÐMÁL Útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóri: elías snæland jónsson Aðstoðarritstjóri: birgir guðmundsson Framkvæmdastjóri: marteinn jónasson Skrifstofur: strandgötu 3i, akureyri, GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK Símar: 460 6100 og 800 7080 Netfang ritstjórnar: ritstjori@dagur.is Áskriftargjald m. vsk.: 1.800 kr. á mánuði Lausasöluverð: ibo kr. og 200 kr. helgarblað Grænt númer: 800 7080 Símbréf auglýsingadeildar: 460 6161 Símar auglýsingadelldar: creykjavíK)563-1615 Ámundi Amundason (AKUREYRI)460-6191 G. Ómar Pétursson OG 460-6192 Gréta Björnsdóttir Netfang auglýsingadeildar: omar@dagur.is Simbréf ritstjórnar: 460 617KAKUREYRI) 551 6270 (REYKJAVÍK) Lengst til vinstri í fyrsta lagi Uppstokkun íslenskra stjórnmála hélt áfram um helgina. Mik- ill fjöldi tók þátt í prófkjöri Samfylkingarinnar á Reykjanesi. Úrslitin voru að langmestu leyti eins og kunnugir höfðu spáð fyrir. Merkustu tíðindin voru annars vegar hin mikla þátttaka almennings og hins vegar öflug útkoma kvenna. Rannveig Guðmundsdóttir flaug inn í fyrsta sætið og í fimm efstu sæt- um eru þijár konur. Hlutur kvenna er því ekki síður góður í Reykjanesi en í höfuðborginni. Þessi niðurstaða ætti að kveða niður þær raddir sem sífellt halda því fram að prófkjör séu slæm aðferð fyrir konur til að komast ofarlega á lista. Reynsla síðustu vikna sýnir allt annað. í öðru lagi Á sama tíma var nýr stjómmálaflokkur til vinstri formlega stofnaður. Ljóst er að Vinstrihreyfingin - grænt framboð er stefnulega séð skilgetið afkvæmi vinstriarms Alþýðubandalags- ins. I yfirlýsingu stofnfundarins er lögð áhersla á jöfnuð og fé- lagslegt réttlæti, róttæka umhverfísvernd og utanríkisstefnu sem sker sig í meginatriðum frá stefnumörkun annarra flokka, svo sem með algjörri andstöðu við aðlögun að Evrópusam- bandinu og kröfu um brottför hersins og úrsögn úr NATO. í þriðja lagi Spurningin um sameign á auðlindum lands og sjávar og aðferð- ir og leiðir við nýtingu hálendisins verður fyrirferðarmikil í kosningabaráttu vorsins. Enginn þarf að efast um afstöðu Vinstrihreyfingarinnar til þeirra mála; hún er mjög afdráttar- laus. Þannig er lagst gegn „mengandi stóriðju og stórvirkjunum sem valda mikilli röskun á náttúru landsins" og þess krafist að hálendinu verði breytt í „stóra þjóðgarða og friðlönd." Einnig að teknir verði upp svokallaðir grænir þjóðhagsreikningar og skattkerfinu beitt í þágu náttúruverndar. Með þessum og öðr- um stefnumálum markar hinn nýi flokkur sig lengst til vinstri í stjórnmálunum. Eftir er að koma í ljós hvort það sé vænlegt til árangurs í kosningum á þessum tímum miðjustjórnmálanna. Elías Snæland Jónsson Sigurvegaramir Menn fagna víða sigri í próf- kjörum eftir helgina. Rannveig Guðmundsdóttir stendur uppi sem sigurvegari í prófkjöri Samfylkingarinnar á Reykja- nesi og heldur þar með uppi orðspori sínu að vera enginn eftirbátur Jóhönnu fjandvin- konu sinnar í pólitík. Rann- veig tók að sér að fylla það skarð sem Jóhanna skildi eftir þegar hún yfirgaf Alþýðuflokk- inn á sínum tíma, og Rannveig fyllti Iíka það skarð sem Jó- hanna skildi eftir í ríkisstjórn- inni með því að gerast félags- málaráðherra. Garri sá á myndum frá sigur- hátíðinni í Reykjavík að þær Jóhanna og Rannveig voru nú orðnar mildar vin- konur, og því ekki nema eðlilegt að þær tvær standi nú uppi sem leiðtogar Samfylkingarinnar í tveimur stærstu kjördæmunum, án þess þó að þær séu raunverulega viður- kenndar sem leiðtogar Sam- fylkingarinnar í heild. Ami vauu En það eru fleiri sigurvegarar í prófkjörum en þær Jóhanna og Rannveig. Árni Johnsen sigr- aði líka í sínu prófkjöri um helgina. Hann sigraði meira að segja með afar sannfærandi hætti. Og sigur Sjálfstæðis- flokksins í prófkjörinu fólst - ekki síður en sigur Samfylk- ingarinnar í R-kjördæmunum - einmitt í því hversu gríðarleg þátttakan var. Garri hefur hins vegar ekki heyrt sjálfstæðis- menn draga þessa augljósu ályktun af þessari miklu þátt- tö' — - V Sjálfstæðisflokksins hefur stig- ið fram og bent á að einmitt þessi þátttaka sé til marks um styrka stöðu flokksins og gott ástand í þjóðarbúskapnum. I þessu felst hinn miklu munur á forustu Sjálfstæðisflokksins og forustu Samfylkingarinnar. Samfylkingin er tilbúin til að viðurkenna sigra Rannveigar og Jóhönnu, en Sjálfstæðis- flokkurinn vill ekki spila upp sigur Árna Johnsen. Haldið niðri Garra sýnist ástæðan einföld. Forustan sem er fyr- ir í Sjálfstæðis- flokknum er sterk og er fljót að bæla niður alla hugsanlega ógn- un við sig. Forustan í Samfylkingunni er veik og ekld búin að festa sig almennilega í sessi. Þess vegna er hún heldur ekki eins fljót að bregðast við nýjum keppinautum. Engu að síður hafa hvorki þær Jóhanna né Rann- veig fengið það í gegn að þær verði ótvíræðir leiðtogar hreyf- ingarinnar á landsvísu. Alveg sama gildir með Árna, sem eft- ir sinn mikla sigur í fjölmennu prófkjöri ætti að eiga rétt á að ganga beint inn í aðal forustu- sveit Sjálfstæðisflokksins og verða ráðherra. En það er al- veg óvíst hvort svo muni verða eins og viðbrögð forustunnar hafa verið. Þannig á þetta sig- urvegaratríó ýmislegt sameig- inlegt. Þau eru elskuð af þjóð- inni en haldið niðri af for- mönnum flokka sinna. GARRl JÓHANNES SIGURJÓNS- SON skrifar Nýjungar í menningu og listum eru jafnan kærkomnar, ekki síst róttækar nýjungar eins og brydd- að er upp á í Gerðubergi þessa dagana. Um er að ræða röð myndlistarsýninga þar sem leik- menn velja Iistamenn og verk á sýningu og byggja valið eingöngu á eigin smekk undir kjörorðinu „Þetta vil ég sjá“. Sem sé sýning- ar á persónulegum smekk við- komandi Ieikmanna fremur en á hefðbundinni myndlist. Fyrstur leikmanna til að ríða á vaðið er Kári Stefánsson. Kári er sannur leikmaður sem segist ekki hafa hundsvit á listum og velji fyrst og fremst það sem honum finnst fallegt. Og þar í liggur kannski hin róttæka nýj- ung í Iistalffi Iandsmanna. Isma-el Myndlistarsýningar eru yfirleitt Smekklegar list- sýningar annað tveggja settar upp af lista- mönnunum sjálfum, séu þeir núlifandi, eða af listfræðingum séu listamennirnir ekki lengur á dögum. Þetta hefur ekki gefið góða raun. Listamenn eru ekki frekar en aðrir dóm- bærir á eigið ágæti og gæði eigin verka. Og Iistfræðingarnir eru bundnir af formal- isma, mínimalisma, fúnksjónalisma, mek- anisma og ýmsum öðrum hismis-ismum og því gjarnan á allt öðru píani en þeir ismasnauðu fávitar sem sýningar sækja og vilja bara sjá eitthvað fallegt og spennandi. Af þessum sökum hafa sýning- argestir oft ekki náð jarðsam- bandi við myndlistina og öfugt. En verður vonandi breyting á nú þegar búið er að finna upp Gerðubergsleiðina í myndlist, þar sem leikmenn velja og sýna eitthvað sem þeim finnst fallegt og fellur örugglega betur við flís- arrassinn almúgans en sýningar lista- manna og listfræð- inga. ...að baki Káxa Nú bíða menn bara spenntir eftir því hvaða Ieikmaður fær næst að velja verk á sýningu í Gerðubergi, hvaða Björn lúrir þar að baki Kára. Að vísu er það dálitlum vand- kvæðum bundið að velja leikmann að þessu sinni því Kári hefur þegar markað ákveðna stefnu sem auðvitað verður að fylgja. Hann valdi sem sé verk eftir stjúptengdaföður sinn, skólabróður sinn og fíar- skyldan ættingja sinn úr hópi Brettinga. Þannig að þeir íslend- ingar sem ekki eiga vini og frændur í hópi listamanna, eru þar með útilokaðir úr leik- mannahópnum í Gerðubergi. En vonandi verða það ekki ein- ungis forstjórar og framámenn í þjóðfélaginu sem fá að velja Iistaverk í þessa sýningarröð, heldur einnig undirmálslýður á borð við blaðamenn, sjómenn og fiskverkafólk. Að öðrum kosti er hætt við að fátt verði mynda eft- ir vinsæla alþýðulistamenn á borð við Hauk Clausen, Bjarna Jónsson og Jakob Hafstein í Gerðubergi á næstunni. spuiíot svanraid Ergagnrýni Páls Skúla- sonar háskólarektors á fjolmiðla og þá einkum á sjónvarp á rökum reist? Karl Gaiðaxsson aðstoðaifréttastjóri Stöðvar 2: „Mér finnst þetta að mörgu íeyti vera rétt hjá honum. Það er að segja að sjónvarpið er þannig miðill að það á erfitt að fara ofan í kjölinn á fréttamál- um. Það getur ekki fjallað eins ítarlega um þau eins og t.d. dag- blöð. Eðli miðilsins er eiginlega þannig og þá einkum í fréttum að fara ekki mjög djúpt ofan í mál. Hinsvegar er það hægt í sér- stökum þáttum. Eg held samt að íslenskar sjónvarpsstöðvar standi sig ekkert verr í þessum málum en erlendar, nema síður sé.“ Bogi Ágústsson fréttastjóri Sjónvarpsins: „Þetta eru bara hans skoðanir og ég ætla ekki að segja eitt eða neitt um það.“ Sigurveig Jónsdóttir npplýsingafuiltnii. „Ég fylgist nú aðallega með innlendum fjöl- miðlurn og myndi ekki taka svona djúpt í ár- inni gagnvart þeim. Hins veg- ar finnst mér að þeir séu ekki nægilega meðvitaðir um vald sitt og ábyrgð. Það vantar oft heildar- sýn og mér finnst að í vaxandi mæli sé byggt á sjónarmiði við- mælenda, án þess að kafað sé í málin og þau skoðuð sjálfstætt þannig að maður fái heildar- myndina. Oft er það svo að ef enginn vill segja neitt þá er eng- in umíjöllun. Síðan finnst mér oft koma fyrir að andstæð sjónar- mið séu birt sitthvorn daginn. Með þannig afgreiðslu fær fólk ófullnægjandi upplýsingar til að mynda sér skoðun. Þó margt sé vel gert tel ég sem sagt ýmislegt skorta á og hluti af skýringunni er fámenni á fréttastofunum, þar sem vantar bæði fólk og sérhæf- ingu.“ Þómnn Sveinbjamardóttir blaðakona og stjómmáiajtæðingur. »Ég hygg að há- skólarektor hafi nokkuð til síns máls. Nútíma- fjölmiðlun gerir nokkrar kröfur til þeirra sem við hana starfa og því miður reynist sumum fjöl- miðlum erfitt að standast þær. Þeir grípa þá til hraðsuðunnar og slæmra vinnubragða. Slíkt ber hvorki vott um virðingu fyrir við- fangsefninu né neytendum sem hugsandi verum. Einnig fannst mér tímabær ábending rektors um að öll berum við ábyrgð á sjálfum okkur í þessum efnum."

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.