Dagur - 13.02.1999, Síða 1
Bessastaðir á dögum Fuhrmanns amtmanns og Appolloniu Schwartzkoph. Myndin er frá árinu 1720, en Fuhrmann sat staðinn 1718 til 1733. Appollonia kom þangað um 1722 og dó 1724. Þau
eru bæði jörðuð i kirkjugarðinum, sem er umhverfis kirkjuna til hægri á myndinni. Vinstra megin eru staðarhúsin, byggð I ferning eins og tíðkaðist í Danmörku. Fláa húsið næst kirkjunni er
amtmannsbústaðurinn, sem allur er byggður úr timbri. Gegnt honum eru híbýli landfógeta, en lágreistari eru álmurnar sem loka ferningnum. Fjær eru vistarverur vinnufólks og gripahús nær.
Völt er veraldargæfa
Auður Guðmundar
ríka í Brokey
varðfáum
tilhamingju
Eyjabúskapur var arðsamur á
íyrri tíð og bjuggu miklir höfingj-
ar og auðugir í Breiðafjarðareyj-
um. Sagt er að þegar Guðmund-
ur ríki bjó í Brokey um og upp úr
1700 hafi hann verið mesti stór-
eignamaður á landinu. Hann
flutti snauður maður til Breiða-
fjarðar, en var aðsjáll og nískur,
en komst í góss og peninga sem
hann hafði lag á að ávaxta. Að
minnsta kosti segja munnmælin
svo. Hið sanna er, að Guðmund-
ur var af ríkum kominn og átti
mildar eignir. En um nísku hans
og forsjálni er ekki ofsögum sagt.
Um hans daga bjuggu stór-
brotnir menn í námunda við
hann. Þormóður í Gvendareyjum
var rammgöldróttur og kenndi
Lofti Þorsteinssyni, sem magnaði
Hólabiskupa upp úr gröfum sín-
um og Skrattinn hirti svo að lok-
um. Oddur Sigurðsson lögmað-
ur,.sem átti í útistöðum við nær
IlUOlO ri ifíiiíiin G 13
Brokey á Breiðafirði. Neðst tl vinstri er uppsátur og sér þar í tvo báta. Mylnustíflan er
hlaðin yfir sund milli eyja, en sjávarföll drifu mylnuhjólið. Þetta tækniundur var ekki til á
dögum Guðmundar ríka, en hins vegar var á garður og brú sem tengdu eyjarnar.
alla yfirstétt landins, bjó á Narf-
eyri á Skógarströnd og átti við-
skipti, góð og ill, við Guðmund
ríka. Auðmaðurinn í Brokey kem-
ur víða við sögu og er getið í
mörgum heimildum og frásögn-
um. Meðal frásagna af Guð-
mundi ríka er eina að finna í ævi-
sögu Odds lögmanns eftir Jón
Olafsson Grunnvíking, sem sjálf-
ur er meðal frásagnaverðustu Is-
lendinga síðari alda. Aður hefur
verið getið nokkuð í íslendinga-
þáttum um þá Þormóð, Guð-
mund og Odd í aðskiljanlegum
þáttum um menn og atburði.
Hér verður sagt nokkuð nánar frá
Guðmundi ríka og meðal annars
stuðst við frásögn Jóns Grunn-
víkings, sem var skólabróðir
Galdra-Lofts og því samtíðar-
maður þeirra persóna sem eink-
um koma við sögu, en kynslóð
yngri.
Guðmundur var sonur Þorleifs
Kortssonar Iög-
manns á Þingeyr-
um. Hann hóf bú-
skap á Stóru-Giljá
og var þar þröngt í
búi ef marka má
vísu sem þá var
kveðin:
Maturinn tekur að minnka, en
megrast Tobba
sýnist flest allt sett í bobba.
Senn md hann Gvendur éta hann
Robba.
Þorbjörg hét bústýran á Stóru-
Giljá og hundurinn Robbi og má
sjá á vísukorninu að ekki hefur
verið björgulegt í búrinu hjá
henni Tobbu. Hitt má líka vera
að Guðmundur hafi verið farinn
að safna auði og ekki tímt að éta
og svelt bústýru sína og vísuhöf-
undur skopast að öllu saman. En
víst er að Guðmundur fæddist
ríkur og erfði mikinn auð. Lög-
/íi ÖBq oigfiÍMoöí
maðurinn faðir hans var vel efn-
aður og móðir hans, Ingibjörg
Jónsdóttir, sýslumanns Magnús-
sonar var einnig loðin um lófana.
Er vísan sem Grunnavíkur-Jón
vitnar til greinilega níð og á að
sýna hve svívirðilega nískur Guð-
mundur ríki var. Enn er þvf við
að bæta að kona Guðmundar,
Helga, var dóttir Eggerts sýslu-
manns ríka Björnssonar á Skarði.
Þaðan bættist enn auður í búið.
Frá Stóru-Gilsá flutti Guð-
mundur á Narfeyri á Skógar-
strönd og þaðan út í Brokey, sem
er stærst Breiðafjarðareyja og
þaðan var auðvelt að sækja sjáv-
arfang. Narfeyri lét hann Oddi
Sigurðssyni eftir, en hann var þá
sýslumaður hálfrar Snæfellsnes-
sýslu. Astæðan var sú, að dóttir
Guðmundar var heitbundin
Oddi, en hún dó í bólunni 1707
og þrjú önnur börn hans, önnur
dóttir og tveir synir. Önnur börn
eignaðist Guðmundur ekki. Odd-
ur þóttist eiga arf eftir heitkonu
sína og hennar arfshlut að föður
hennar látnum. Olli þetta lang-
vinnum illdeilum milli verðandi
tengdafeðga. 1720 var Narfeyri
dæmd af lögmanni og vann Guð-
mundur jörðina aftur, en dó
sama ár.
Sjú bls. 2 og 3
.sóodmcil JnuiigTugnriyOTí?