Dagur - 13.02.1999, Síða 7

Dagur - 13.02.1999, Síða 7
LAUGARDAGVR 13. FEBRÚAR 1 9 9 9 - VII MINNINGAGREINAR Rósa Gísladóttir Elsku Rósa frænka, Líf okkar er undarlegt ferðalag. Það eru um það bil 10 ár síðan við fiuttum, nær því á sama tíma frá Akureyri til Reykjavíkur. Þú komst þér fyrir í Jöklafoldinni, þar sem þú hefur búið síðan, fyrst með Ingu dóttur þinni og fjölskyldu, en eftir lát hennar með Omari, Rósu og Ragnheiði. Þú fluttir til þess að verða þeim stoð í erfiðum veikindum. Það var góð ráðstöfun bæði fyrir þig og þau. En það var einnig gott fyrir mig unglinginn að hafa þig og ykkur öll svo nærri, þegar ég flutti að heiman til að mennta mig og stofna heimili. Eg veit að foreldrar mínir voru einnig glöð að vita af mér svo nærri þér. Þú varst ekki bara ömmusystir, held- ur vinkona, sem ég gat treyst. Alltaf var hægt að banka uppá, alltaf varst þú heima og gafst góð ráð og gott í gogginn, þú áttir alltaf tíma, og þegar „norðanfólk- ið“ var á ferðinni var ætíð hátfð hjá ykkur sem við fengum að vera þátttakendur í. Þá var spurt frét- ta, því þú vildir fylgjast með öllu þínu fólki, hvernig gengi hjá unga fólkinu og hvernig liði hjá þeim eldri. Þú hafðir einstakt lag á því að spjalla við okkur yngra fólkið í fjölskyldunni, hafðir mik- inn áhuga á því sem við vorum að gera, hafðir skoðanir á málum, virtist vel inn í öllu, hvattir okkur og studdir. Að öðru Ieyti var líf þitt í föstum skorðum, við vissum að á laugardögum færir þú í Kringluna, svo þar var einnig hægt að mæla sér mót. Fyrir mig var lærdómsríkt að sjá hve vel þið hugsuðuð hvort um annað í Jöklafoldinni, hve samhent þið voruð um það að gera gott úr hlutunum. Frá því að Garðar fæddist hafið þið fylgst með þroska hans og hann verin umvafinn hlýju og væntumþykju, þú fékkst virðingarheitið „amma Rósa“ og áttir stóran hlut í hjarta hans, enda ekki ófá skiptin sem hann fékk að vera hjá ykkur. Síðustu vikur hafa verið erfiðar hjá þér, en þú sýndir æðruleysi sem fyrr, fram á síðustu stundu varst þú að hugsa um okkur hin. Þar sem við vorum að flytja hafð- ir þú sérstakan áhuga á því að vita hvernig það gengi og hvernig Garðari litist á sig í Kópavogin- um og undarleg tilviljun er það að sama dag og flutningarnir áttu sér stað Iagðir þú upp í þitt ferða- lag, svo óvænt, þú sofnaðir út af heima, í faðmi þeirra sem þér þótti svo vænt um og umvafin kærleika þeirra sem höfðu stutt þig af alúð síðustu árin. Þegar Garðari var sagt að „amma Rósa“ væri dáin og nú liði henni vel hjá þeim sem hún hefði átt og tækju á móti henni sagði hann „það er gott að hún dó, þá tekur hún á móti mér þeg- ar að ég dey“ Við vonum að vistaskiptin hafi verið jafn góð hjá þér og okkur og efumst ekhi um að það hafi verið vel tekið á móti þér, við biðjum þess að góður Guð umvelji ykkur öll. Pabbi, mamma, Gugga og Valli sakna þín og þess að geta ekki lit- ið inn til þín þegar þau eru á ferðinni, en eru þakklát fyrir all- ar skemmtilegu samverustund- irnar í Jöklafoldinni og árin á Ak- ureyri.Við þökkum þér fyrir sam- fylgdina og biðjum algóðan Guð að vera með Ragnheiði, Rósu og Ómari, Gilla, Boggu og Jóhönnu Maríu. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Sigga og Garðar. Páll Pálsson Páll Pálson, áður bóndi í Eski- Qarðarseli andaðist á Fjórð- ungssjúkrahúsinu Neskaupstað þann 12. janúar 1999. Páll fæddist í Veturhúsum við Eskiljörð 26. júlí 1910. Hann tók við búi af foreldrum sínum er faðir hans lést árið 1940. Hann festi kaup á jörðinni Eskifjarðarseli árið 1945 og bjó þar til ársins 1971, er hann lenti í bílslysi og lamaðist. Eftir það dvaldi hann fyrst á Landspítalanum í Reykjavík en lengst af á Reykjalundi, eða 24 ár. Síðastliðið vor fluttist hann svo á Heilbrigðisstofnun Seyð- isfjarðar. Foreldrar Páls voru Páll Þor- Iáksson frá Keldunúpi á Síðu, f. 9. júní 1877 d. 1940 bóndi í Veturhúsum og kona hans Þor- björg Kjartansdóttir frá Eski- fjarðarseli f. 12. apríl 1882 d. 1962. Páll átti níu systkini og eru tvö þeirra á lífi, þau eru: Berg- þóra, rithöfundur f. 28. janúar 1918, hún dvelur nú að Ási, dvalarheimili aldraðra í Hvera- gerði, Magnús Pálsson, for- maður V.F.A. f. 28. október 1926, búsettur á Egilsstöðum, Hin voru: Emerentsíana Kristín, f. 23. apríl 1900, d. 1993. Ólafúr, f. 29. september 1901, d. 1984. Kjartan, f. 26. júlí 1903, d. 1986. Arnbjörg, f. 3. ágúst 1905, d. 1932. Pétur Björgvin, f. 19. september 1912. Björgólfur, f. 10. október 1913, d. 1981. Steinþór, f. 3. október 1922, d. 1962. Útför Páls fór ffarn frá Eski- fjarðarkirkju miðvikudaginn 20. janúar. Þann 20. janúar síðastliðinn var jarðsunginn Páll Pálsson frá Veturhúsum við Eskifjörð, mér er það bæði ljúft og skylt að minn- ast þess góða manns með örfáum orðum, sem engan veginn verða tæmandi. Líf alþýðunnar á íslandi á fyrstu áratugum aldarinnar var harla frábrugðið því sem nú ger- ist, brauðstritið tók sinn tíma og skólaganga barna var ekki löng. Páll naut lítilsháttar tilsagnar, slitrótt en eðlisgreind hans varð honum Ieiðarljós í því að Iæra af lífinu og því sem fyrir augu bar. Heimilislífið einkenndist af samhjálp og kærleika og hefur Berþóra Pálsdóttir, rithöfundur systir Páls lýst æsku og uppvaxt- arárum Veturhúsa fjölskyldunnar í ágætum barnabókum sínum þar sem stuðst er við endurminning- ar hennar. En af þeim má ráða að þar hafi ríkt fagurt og gott mann- Á unglingsárunum tóku við bú- störf með ýmisskonar íhlaupa- vinnu úti á Eskifirði svo sem: Uppskipun, vegavinna o.fl. Við búskapnum tók Páll alfarið á átj- ánda ári þegar faðir þeirra kenn- di heilsubrests. Eskifjarðarsel handan árinnar keyptu þau árið 1945 og fluttist Páll þangað með móður sinni og systrum. Frá ár- inu 1962 bjuggu þau Palli og Berga ein í Seli til ársins 1971 er Palii lenti í slysinu og þau systk- inin yfirgáfu jörðina sína og flutt- ust til Reykjavíkur. Eg heyrði Páls fyrst getið sem „Palla í sveitinni" þar sem allt var svo gott að hvergi var betra að vera. Palla, sem bar Eygló, bróð- urdóttur sfna á bakinu yfir ána til þess að tína þar Reyrgresi sem hana langaði svo í vegna þess að það ilmaði svo vel og minnti hana svo allan veturinn á hið dá- samlega austfirska sumar. Kynni okkar hófust hinsvegar þegar Palli var fluttur lamaður upp í háls eftir bílslys, á Land- spítalann, þar sem hann lá næstu misseri. Eftir það lá leið hans á Reykjalund þar sem hann undi hag sínum vel og tók fram- förum sem leiddu til þess að hann gat gengið stuttan spöl með stuðningi tveggja og gat notið töluverðs frelsis með hjálp síns góða rafdrifna hjólastóls. Á Reykjalundi eignaðist Palli marga af sínum bestu vinum og velgjörðamönnum meðal annars í hópi starfsfólksins. Hann fór í sínar fyrstu utanlandsferðir á æv- inni og naut þar félagslífs í ríkum mæli, og skulu öllu því ágæta fólki færðar okkar innilegstu þakkir. I maí síðastliðinn fluttist Palli síðan á Heilbrigðisstofnun Seyð- isfjarðar, reyndust honum þar allir hið besta. Fékk hann þar góða hjúkrun og endurhæfingu sem þökkuð er af alhug. Það var mörgum undrunarefni hvað Palli var vel á sig kominn líkamlega, þrátt fyrir sína miklu hreyfihömlun. Unglegur og glaðsinna en ým- islegt var þó farið að ganga önd- vert í hans 89 ára líkama. Palli var fluttur með kransæðastíflu á Sjúkrahúsið á Neskaupsstað og lést þar að morgni 12. janúar. Eg vil að leiðarlokum þakka þessum hjartahreina góða manni samfylgdina og allt það góða sem hann var mér, Eygló og börnum okkar. Guð blessi minningu Páls Pálssonar Jón Símon Gunnarsson. Kveðjuorðfrá systur Nú kveð ég þig kæri bróðir, því komin er nóttin löng. Nií gengur þú góðar slóðir, því ævigangan var ströng. Nii lifir þú ljúfar stundir, Lausnara þt'num hjá. Hann leiðir við Ijóssins mundir, lífsmáttinn færðu að sjá. Þú prófið hans stóðst með sóma, erftð þótt væri stund. Minning þín mun í Ijóma, merla á lífsins grund. Fordæmi frábært varstu, erfirðum og bæjum gafstu. Geðprýði góða sýndir, góðmennsku aldrei týndir. Dagsbirtu drottinn gefur, döpur er Uður nótt. Fundum hann heitið hefur, við heilagan Ufssins þrótt. Bergþóra Pálsdóttir frá Veturhúsum. Margrét Þorgeirsdóttir Margrét Þorgeirsdóttir fæddist að Ytra-Nýpi í Vopnafírði, 18. janúar 1933, dóttir hjónanna Kristínar Jónsdóttur og Þorgeirs Þorsteinssonar. Hún var fímmta í röð átta systkina sem eru öll á lífi. Þau eru Þorsteinn á Ytra- Nýpi, Jón í Skógum, Sigríður á Ytra-Nýpi, Gróa í Reykjavík, Jós- ep á Vopnafirði, Guðlaug á Höfn og Kristín Karólína í Reykjavík auk fóstursysturinnar Kristínar Sveinsdóttur á Akureyri. Margrét ólst upp á Ytra-Nýpi og lauk, auk hefðbundinnar skólagöngu heima í Vopnafirði, prófi frá Húsmæðraskólanum á Löngumýri í Skagafirði vorið 1954. Hún giftist eftirlifandi manni sínum, Halldóri Björns- syni frá Svínabökkum, árið 1957. Þau bjuggu á Svínabökkum til ársins 1959 er þau fluttu í nýbýli sitt Engihlíð Börn Margrétar eru fimm: Þor- geir, búsettur á Djúpavogi, kvæntur Guðbjörgu Leifsdóttur, Jóna Kristín, búsett á Vopnafirði, gift Gunnari Smára Guðmunds- syni, Björn, búsettur f Dan- mörku, kvæntur Else Möller, Olafía Sigríður, búsett f Reykja- vík, gift Þorsteini Kröyer og Gauti, búsettur í Vopnafirði, kvæntur Halldóru Andrésdóttur. Margrét andaðist að heimili sínu sunnudaginn 10. janúar síðast- Iiðinn. Útförin fór fram frá Vopnafjarðarkirkju laugardaginn 23. janúar sl. Elsku amma okkar, nú ert þú farin frá okkur. Sá tími sem við fengum að verja með þér var góð- ur tími en bara svo stuttur. Þú hafðir ekki lifað tvo aldarþriðj- unga þegar þú varst kölluð frá okkur svo alltof fljótt. Það er stundum sagt að fólk yfirgefi þessa jarðvist þegar það hefur lokið þeim verkefnum sem því eru ætluð. Kannski er þetta rétt því amma var svo sannarlega búin að ljúka verkum sem margir komast ekki yfir á langri ævi. Hún var allaf að, ýmist við vinnu að heimilsstörfum og búskap eða þá að sinna íjölskyldu og vinum sem hún var alltaf boðin og búin til að aðstoða. Hún hlúði að mönnum og dýrum, ekki var henni síst lagið að hjálpa ánum sínum að bera. Engri manneskju höfum við kynnst með jafn stórt hjarta og ömmu okkar og eru hjálpsemi, ósérhlífni, dugnaður og umfram allt hlýja þau orð sem fyrst koma upp í hugann þegar litið er til baka til þess tíma sem hennar naut við. Amma gat gert hreint ótrúleg- ustu hluti. Með lagni, útsjónar- semi og einstakri þolinmæði tókst henni margt sem aðrir höfðu orðið frá að hverfa en samt var hún svo hógvær um eigin af- rek. Það var með ólíkindum hvað hún gerði með stóru höndunum sínum. Hún bjó til fíngerð lista- verk af ýmsu tagi og saumaði frá fjósasloppum til brúðarkjóla. Ófá jólafötin var amma búin að sauma á okkur og ef vantaði sokka eða vettlinga átti amma alltaf par. Þó að aldursmunur okkar væri nokkur fundum við ekki fyrir honum vegna þess hve skilnings- rík og ung f anda amma ætíð var. Það voru góðar stundir sem við fengum að njóta í návist ömmu og var margt skemmtilegt brallað enda alltaf stutt í brosið hennar. Oftar en ekki bakaði hún lumm- ur handa okkur, lummur sem voru engu öðru líkar. Ekki síst viljum við minnast allra skemmtilegu spilastundanna, því þó amma hefði ætíð margt á sinni könnu átti hún alltaf stund til að spila við okkur. Hjá ömmu mynduðust margar af okkar bestu minningum og hún hlúði vel að okkur, hveiju á sinn hátt, líkt og blómunum sem hún rækt- aði af svo mikilli ástúð og með auga fyrir þörfum hvers og eins. Það eru einmitt blómin sem okkur finnst lýsa verkum ömmu okkar best. Það var hugsað um hverja plöntu af þeirri alúð og natni sem einkenndi öll hennar verk, hvort sem það var innan heimilis eða utan. Elsku amma okkar, takk fyrir allt sem þú gerðir fyrir okkur. Án þín er tóm sem ekki verður fyllt. Guð veri með þér í blómagarðin- um þar sem þú ert núna. Egill, Kári, Halldóra, Kristín, Jóna, Einar, Margrét, Bergþór og Þorsteinn.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.