Dagur - 16.02.1999, Qupperneq 5
X^MT'
ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 1999 - S
FRÉTTIR
„Sknunskælmg
a lvðræomu66
Margrét Frímannsdóttir, formaður Alþýðubandalagsins, ásamt öðru sam-
fylkingarfólki.
Umdeild niðurstaða
prdfkjöra samfylMng-
arinnar á Norðurlandi.
Skrumskæliug á fyð-
ræðinu segir formaður
Alþýðubandalagsins.
„I mínum huga er þetta skrum-
skæling á lýðræðinu. Opið próf-
kjör og jafnvel prófkjör með yfir-
lýsingum um stuðning, bjóða upp
á að það sé smalað. Þeir sem eru
ekki með heilu byggðarlögin eða
íþróttafélögin á bak við sig eiga
þar erfiðara uppdráttar. Eg tel
nauðsynlegt fyrir stjórnmálamenn
í öllum flokkum að setjast niður
og finna aðra Ieið, þar sem á sér
stað val sem staðið er öðru vísi að
heldur en í opnu prófkjöri," segir
Margrét Frímannsdóttir, formað-
ur Alþýðubandalagsins, í viðtali
við Dag.
I Norðurlandskjördæmi vestra
hefur það gerst að rúmlega 1200
manns á Siglufirði hafa tekið þátt
í prófkjörum Framsóknarflokks-
ins og samfylkingarinnar, en að-
eins um 1100 manns eru þar á
kjörskrá. I sveitarstjórnarkosning-
unum í fyrra fékk Siglufjarðarlist-
inn (samfylkingin) 460 atkvæði á
Siglufirði. Framsóknarflokkurinn
fékk 185 og Sjálfstæðisflokkurinn
396 atkvæði. 1 prófkjöri samfylk-
ingarinnar um helgina tóku þátt
rúmlega 800 Siglfirðingar og í
prófkjöri framsóknarmanna á
dögunum rúmlega 400. I Norður-
landskjördæmi eystra er búist við
að farið verði fram á endurtaln-
ingu en einungis 10 atkvæði
skildu að Sigbjörn Gunnarsson og
Svanfríði Jónasdóttur.
„Hvergi í veröldinni“
,^AJlar aðferðir við að velja fólk á
lista hafa bæði kosti og galla,“
segir Sighvatur Björgvinsson, for-
maður Alþýðuflokksins. „Kostir
opinna prófkjöra eru að verið er
að bjóða upp á að allir sem geta
hugsað sér að styðja viðkomandi
lista komi og velji fólk á listann.
Gallinn er sá að enginn getur
hreyft andmælum við því þótt
fulltrúar, sem ætla ekki að kjósa
viðkomandi lista, taki þátt í próf-
kjörinu. Það er hins vegar stað-
reynd að hvergi í veröldinni þekkj-
ast svona galopin prófkjör eins og
hjá okkur og sumum þykir þetta
mikið lýðræði en öðrum minna,“
segir Sighvatur.
„Prófkjörin sem hafa á sér þetta
lýðræðislega yfirvarp eru eins
andlýðræðisleg og hugsast getur,“
segir Hjálmar Arnason, þingmað-
ur Framsóknarflokksins. „Ég
heyrði frambjóðanda í prófkjöri í
Reykjavík segja í útvarpsviðtali að
prófkjörið væri öllum opið alveg
óháð því hvað fólk ætlar að gera í
þingkosningunum í vor. Þessi
hugsun staðfestir í mínum huga
hversu andlýðræðisleg prófkjörin
eru. Og vegna þess að ég trúi á
gildi lýðræðisins þá lít ég á það
sem skyldu flokkanna að taka
prófkjör til gagngerrar endurskoð-
unar.“
„ViH persónukjör“
Jóhanna Sigurðardóttir segir það
sem gerðist á Siglufirði ekki rök
fyrir því að hætta við prófkjör.
„Ég heyri á fólki að það vill hafa
prófkjör, það vill persónukjör.
Vera má að skoða þurfi einhverjar
breytingar út frá því. Sumir hafa
bent á hvort sjálfar þingkosning-
arnar ættu ekki að vera persónu-
kjör. Þá gæfi fólk bara kost á sér
og síðan raða kjósendur upp á
listana. Það gæti verið Ieið sem
ætti að skoða enda þótt sá galli sé
á þessari aðferð að samheijar eru
að keppa í sjálfum kosningun-
um,“ segir Jóhanna.
Arni M. Mathiesen, þingmaður
Sjálfstæðisflokksins, tók þátt i
miklu og dýru prófkjöri í haust.
Hann segir að það gerist alltaf í
prófkjörum að fólk úr öðrum
flokkum taki þátt í þeim. Hins
vegar sé mun minni hætta á að
utanflokks fólk hafi áhrif á próf-
kjör í stórum og fjölmennum
prófkjörum, þar sem flokkar hafi
mikið atkvæðamagn á bak við sig.
- S.DÓR
Sjd prófkjörsfréttir í Blaði 3.
Loðnukvót-
inn aukinn
Rannsóknar-
skipið Arni
Friðriksson
fann um síð-
ustu helgi
loðnulóðn-
ingar út af
Fæti og
mældist
flekkurinn
Iiðlega 300
þúsund tonn Hjálmar Vilhjálms-
að Stærð, en son fískifræðingur.
hluti loðn- ------
unnar var
ókynþroska. Einnig varð vart
loðnu á Glettinganesgrunni og
þar var eingöngu um hrygning-
arloðnu að ræða. Einnig hefur í
leiðangrinum orðið vart síldar
suður af Hvalbak á utanverðum
Papagrunni.
Hjálmar Vilhjálmsson, fiski-
fræðingur og leiðangursstjóri á
Arna Friðrikssyni, segir að hluti
íslendinga í heildarkvótanum
verði líklega aukinn nú um 200
þúsund tonn þannig að hann
verði um 900 þúsund tonn. Þeg-
ar leiðangrinum lýkur verður
málið rannsakað frekar og þá
kann að verða gefin út frekari
aukning. Hjálmar segir þverr-
andi líkur á að kvótinn fari í
1.400 þúsund tonn eins og á
síðustu vertíð. Til þess þurfi að
finnast loðna út af Vestfjörðum,
t.d. í Víkurál, en þar hafi henn-
ar ekki orðið enn vart, og með
hverjum degi dregur úr líkun-
um. Loðnuflotinn er suður af
Skarðsfjöru og hefur verið þar
mokveiði. Bræla síðustu daga
hefur dregið úr veiði en í gær var
áttin norðanstæðari og ganga
niður. Aflinn á vetrarvertíð er
um 220 þúsund og aðeins um
170 þúsund tonn eftir af upp-
hafskvóta. — GG
R-listmn er 2000
vandi Reykvfldnga
Lóðaskortur í borg-
inni. Byggiugarsvæði
í Norðlingaholti og
Geldinganesi. Um-
hverfismat í Skerja-
firði og Vatnsmýri.
„Eins og í töhoiheiminum blasir
2000 vandinn við Reykríkingum.
Hann birtist m.a. í skorti á bygg-
ingarlóðum, skipulagsmistökum
og fólksflótta til nágrannasveit-
arfélaga," sögðu sjálfstæðismenn
í borgarstjórn á blaðamanna-
fundi í gær.
Norðlingaholt
Þar kynntu þeir tillögur sínar til
að snúa vörn í sókn í Ióðamálum
borgarbúa. Þeir vilja m.a. að Iok-
ið verði gerð deiliskipulags á
Norðlingaholti sem legið hefur í
drögum frá 1993. Með því að
vinna hratt sé hægt að hefja út-
hlutun lóða þar strax f vor og
fyrsta svæðið yrði byggingarhæft
í haust. Þetta svæði er á milli
Rauðavatns og Elliðavatns og
laust við sprungur að þeirra
sögn. Þá vilja sjálfstæðismenn að
allt Geldinganesið verði tekið
undir íbúðabyggð.
Lóðabrask
Inga Jóna Þórðardóttir, oddviti
sjálfstæðismanna, segir að marg-
víslegar afleiðingar séu af fyrir-
hyggjuleysi og metnaðarleysi
borgaryfirvalda í lóðamálum þar
sem nánast engar lóðir séu til út-
hlutunar. Byggingariðnaður sé í
óvissu og byrjað sé að braska með
Ióðir með tilheyrandi verðhækk-
unum. A sama tíma og ekkert
byggingarland hefur verið skipu-
lagt og gert byggingarhæft frá því
R-listinn komst til valda streyma
borgarbúa til nágrannasveitarfé-
Iaga og þá einkum til Kópavogs.
Hins vegar sé gert ráð fyrir því að
fyrstu Ióðirnar sem R-Iistinn hef-
ur verið að skipuleggja í Grafar-
holti, verði ekki by.ggingarbæfar
fyrr en haustið 2000.
Umhverfismat
Sjálfstæðismenn gagnrýna
einnig R-listann fyrir tvískinn-
ung í lóðamálum. A sama tíma
og borgarbúum sé gefið undir
fótinn með íbúðabyggð í Vatns-
mýrinni sé verið að samþykkja
deiliskipulag sem festir Reykja-
víkurflugvöll í sessi til ársins
2016. Til að sýna fyrirhyggju
sína í verki ætla sjálfstæðismenn
að leggja það til í borgarráði að
fram fari umhverfismat fyrir nýj-
an flugvöll í Skerjafirði og íbúða-
byggði J Vatnsmýninni, , n GRH
Banaslys í Skagafirði
Banaslys varð við Sleitustaoi í Skagafirði á Iaugardagskvöldið þegar
grafa rann fram af skurðbakka og lenti á hvolfi í vatni. Roskinn mað-
ur sem í gröfunni var lést. Hann hét Olafur Jónsson og var búsettur
á Sleitustöðum. - SHS.
Ókeypis netáskrift Símans bönnuð
Samkeppnisráð hefur staðfest bráðabirgðaúrskurð Samkeppnisstofn-
unar og bannað Landssímanum og dótturfélaginu Skímu að bjóða allt
að 10 þúsund manns upp á þriggja mánaða ókeypis netáskrift. Sam-
keppnisráð tekur undir kvörtun Islandia að staða Landssímans á net-
markaðinum væri það sterk að keppinautar gætu ekki brugðist \ið til-
boðinu.
Samkeppnisstofnun úrskurðaði bannið í janúar. Samkeppnisráð
telur að um samkeppnislega skaðlega undin'erðlagningu sé að ræða,
sem geti hrakið keppinauta af markaðinum. Meðal annars er horft til
þess að 3-4 af hverjum 5 sem gangi að áskriftartilboði haldi áfram
áskrift hjá sama aðila. Landssíminn og Skíma eru með um 37% mark-
aðshlutdeild á internet-markaðinum, en Landssíminn á auk þess
Ijórðungshlut í Margmiðlun, sem er með 16% markaðshlutdeild.
- FÞG
Óvenjulegur fundur
Óvenjulegur fundur var haldinn í
Gagnfræðaskólahúsinu á
Akureyri í dag, en þar voru sam-
an komnir allir formenn í nefnd-
um og ráðum á vegum bæjarins
auk forstöðumanna, bæjarfull-
trúa, deildarstjóra og svaðsstjóra
hjá bænum. Tilefni fundarins var
að verið var að hrinda af stað
endurskilgreiningu á ýmsum
vinnuferlum sem hafa verið í
gildi í bæjarkerfinu með það að
Ieiðarljósi að dreifa valdi, ábyrgð
og ákvörðunum.
Frá fundinum í Gagnfræðaskólanum
á Akureyri i gær. - mynd: brink