Dagur - 16.02.1999, Síða 9
8 - ÞRIÐJUDAGUR 16. F E R R V A R 1999
l’RIDJUDAGU R 16. FEBRÚAR 1999 - 9
FRÉTTASKÝRING
Dngur.
Lífskjör ráðist ekki af þorski
SIGURÐUR
BOGI
SÆVARSSON
SKRIFAR
Fjölmargir mögulelk-
ar eru tiltækir í efl-
ingu atviuuulífs á
Eyj afjaröarsvæðiuu.
Um að gera að hugsa
stðrt. Samvinna há-
skðla og atviuuulífs
mikilvægur þáttur og
stóriðjan er sýnd veiði
eu ekki gefin. Og hvað
er stóriðja? Fjölsótt
og fróðleg ráðstefna
norðlenskra verkfræð-
iuga var haldin fyrir
helgina.
Akureyri og Eyjafjörður geta átt
góða möguleika í atvinnuupp-
byggingu á sviði þekkingariðnað-
ar, ef rétt er á málum haldið. Sú
uppbygging getur ekki síst átt sér
stað með samstarfi skóla og at-
vinnulífs, til dæmis samstarfi Há-
skólans á Akureyri og fyrirtækja á
svæðinu. Vel kæmi til greina að
atvinnulífið kæmi að stjórn skól-
ans, enda væri með því hægt að
samræma þarfir atvinnulífs og
skólastarfs. Gæti skólinn einnig
haslað sér völl á ýmsum öðrum
sviðum sem mikill uppgangur
hefur verið í á undanförnum
árum, svo sem á sviði tölvunar-
fræða. Mikil þörf er fyrir fólk
menntað á því sviði. Þetta kom
fram í máli Kára Stefánssonar,
forstjóra Islenskrar erfðagrein-
ingar, á ráðstefnu Viðskipta- og
hagfræðingafélags Norðurlands
og Norðurlandsdeildar Verkfræð-
ingafélags íslands sem haldin var
á Akureyri sl. föstudag. Nýtt ey-
firskt efnahagsafl var yfirskrift
ráðstefnunnar, sem var fjölsótt.
Framsögumenn komu víða að og
kjarninn í máli þeirra allra var sá
að í atvinnuuppbyggingu á Norð-
urlandi þyrfti að huga að sem
flestum möguleikum, en ævin-
lega ganga þó þannig til verka að
það sé í sem bestri sátt við náttúr-
una. Ekki má ganga á höfuðstól
hennar.
ffluti af heilstæðri
uppbyggingu
„Eg tel að stóriðja sé hvorki fram-
tíðarsýn né tálsýn, heldur hluti af
heilstæðri atvinnuuppbyggingu í
þjóðfélaginu," sagði Finnur Ing-
ólfsson, iðnaðarráðherra. Hann
sagði að sú atvinnustefna sem
stjórnvöld hefðu rekið síðustu
árin hefði orðið til þess að brjóta
upp kyrrstöðu og kreppu sem hér
hefði ríkt frá 1989 og til 1995.
Eftir það hefði verið lögð áhersla
að fá erlenda fjárfestingu inn í
Iandið, meðal annars á sviði stór-
iðju. Það starf hefði svo sannar-
lega skilað sér. Meðal annars
styrkt samkeppnisstöðu Islend-
inga meðal annarra þjóða, skapað
þúsundir nýrra starfa í landinu og
aukið hagvöxt í Iandinu svo að nú
væri hann á borð við það sem
mest væri í ríkjum OECD.
„Það er pólitísk samstaða um
að frekari uppbygging í orkufrek-
um iðnaði í Iandinu verði úti á
landi,“ sagði iðnaðarráðherra.
Það sagði hann helgast meðal
annars af því að allir útreikningar
sýndu að hagkvæmast væri að
næsta stórvirkjun yrði byggð á
Austurlandi og því væri einboðið
að stóriðjuver myndi rísa á NA-
landi. Nýting orkunnar í öðrum
landshiutum væri ella 15 til 20%
dýrari - og vegna umhverfissjón-
armiða væri heldur ekki fýsilegt
að reisa háspennulínur þvert yfir
hálendið.
Heilstætt og fjölhreytt
atviimulif
Hvað varðar hugmyndir um bygg-
ingu stóriðju við Eyjafjörð sagði
Finnur Ingólfsson að allri form-
legri undirbúningsvinnu vegna
þess máls sé lokið. Verkefnis-
stjórn sem unnið hefur að þ\a'
máli hefur náð samstöðu um að
horfa til Dysness í Arnarnes-
hreppi. Seint á sl. ári hafi um-
hverfisráðherra samþykkt aðal-
skipulag fyrir hreppinn, en þar sé
frátekin 120 ha. lóð fyrir orku-
frekan iðnað og allt að 60 þús.
tonna höfn. Segir iðnaðarráð-
herra að þarna eigi að geta risið
allt að 180 þús. tonna álver eða
önnur sambærileg starfsemi.
„Lífskjör okkar í framtíðinni
ráðast ekki af þorski, heldur
verða aðstæður jafnaðar og hér
byggt upp heilstætt og Qölbreytt
atvinnulíf," sagði ráðherra í ræðu
sinni.
Erföagreiniiigiii norður?
Að mati Kára Stefánssonar, for-
stjóra Islenskrar erfðagreiningar,
kemur vel til greina að einhver
hluti fyrirtækis hans verði stað-
settur norðanlands. Það skipti
ekki öllu máli, með Qarskipta-
tækni nýrra tíma, hvar starfsfólk-
ið sé. „Það eru allar forsendur
fyrir því að fyrirhugaðri viðbót við
starfsemi fyrirtæksins yrði valinn
staður annars staðar en í Reykja-
vík, en vinnumarkaðurinn er þar í
dag orðinn um margt erfiður,"
sagði Kári, sem kvaðst á síðasta
ári hafa komið nokkrar ferðir
norður á Akureyri og segir hann
að það ætti ekki að vera mikið
vandamál að sannfæra fólk um
ágæti þess að velja sér búsetu á
Akureyri. Annars þurfi þetta þó
allt að fara saman við atvinnu-
möguleikana.
Kári Stefánsson varði mestum
hluta ræðutíma síns í að ræða um
uppbyggingu atvinnulífs á Norð-
urlandi og taldi, sem áður segir,
að hag þess mætti tryggja vel með
því að samræma starf mennta-
stofnana og atvinnulífs. Hann
vitnaði til nýlegrar ræðu Páls
Skúlasonar rektors Háskóla Is-
Iands þar sem hann talaði fyrir
því að skólinn myndi halda sjálf-
stæði sínu og færi ekki út í sam-
vinnu við fyrirtæki á hinum al-
menna markaði. „Hann vill eng-
an sóðaskap heldur halda hinum
gömlu prinsipum," sagði Kári, og
benti á náin tengsl Háskólans á
Akureyri við atvinnulífið. Hann
segir þau mikinn akk fyrir upp-
byggingu atvinnulífs á Norður-
landi.
Á ráðstefnunni á Akureyri. Á myndinni eru Kári Stefánsson forstjóri íslenskrar erfðagreiningar, Jón Sigurðsson fv. forstjóri ísienska járnblendifélagsins og Finnur Ingólfsson iðnaðar- og viðskiptaráðherra.
- mynd: brink.
Efla menn sem sýna
fromkvæði
Stóriðja er sýnd veiði en ekki gef-
in, var kjarninn í framsögu Jóns
Sigurðssonar, fv. forstjóra Is-
lenska járnblendifélagsins. Hann
sagði stóriðju vera atvinnugrein
sem útheimti mikla Ijárfestingu
sem bundin væri í langan tíma og
einnig þyrfti margvíslegar aðrar
framkvæmdir og fjárfestingu
samfara stóriðju, svo sem á sviði
samgangna og raforkumann-
virkja. Einnig er, að mati Jóns
Sigurðssonar, illmögulegt að
binda sig um of við hugtakið stór-
iðju þegar orkufrekur iðnaður á í
hlut. Þannig sé talað um Járn-
blendiverksmiðjuna á Grundar-
tanga, þar sem starfsmenn eru
um eitt hundrað, sem stóriðju en
sama hugtak sé ekki notað um
HB á Akranesi, þar sem starfs-
menn eru um 400 talsins. -
Einnig varaði Jón við því að stór-
iðja yrði byggð norðanlands
vegna hættunnar á því að hafís
legði úti fyrir landinu og bannaði
álversmönnum þannig allar
bjargir. Ymsir fundarmanna urðu
þó til að gagnrýna þessa staðhæf-
ingu Jóns og „bölvað bull“ voru
þau orð sem Tómas Ingi Olrich
alþingismaður notaði.
„Landsbyggðarmenn eiga að
Iaða til sín og efla menn sem sýna
frumkvæði," sagði Jón. „Fyrir
nokkrum árum voru það til dæm-
is menn á norðurströnd Hval-
fjarðar sem fóru að þæfa með
sáralitla peninga og höfðu uppi
hugmyndir um að byggja göng
undir íjörðinn. Sú hugmynd virt-
ist íjarlæg í fyrstu en gekk þó á
endanum upp og einmitt þá stóð
ekki á mönnum að sunnan að
koma með skæri og silkiborða."
Fólk boröar kotasælu...
I sínu erindi gagnrýndi Þórarinn
E. Sveinsson aðstoðarkaupfélags-
stjóri KEA að yfirskrift ráðstefn-
unnar væri eyfirskt efnahagsafl.
Hann sagði það bera vott um viss-
an heimóttarskap, Eyfirðingar
yrðu að hugsa út fyrir Ijörðinn og
benti í því sambandi á þátttöku
KEA í matvöruverslun á höfuð-
borgarsvæðinu. Þórarni varð tíð-
rætt um sambúð stóriðju og mat-
vælaiðnaðar og sagðist telja að
þetta tvennt gæti farið vel saman.
Þyrfti ekki að skaða ímynd Eyja-
fjarðarsvæðisins. „Menn sem
hingað koma erlendis frá gera ekki
greinarmun á því hvort þeir sjá ál-
verið í Straumsvík, á Keilisnesi,
Grundartanga eða á Eyjaljarðar-
svæðinu. Meira óttast ég hvalveið-
arnar,“ sagði Þórarinn.
Og um sambúð stóriðju og mat-
vælaiðnaðar sagði Þórarinn enn-
fremur „Fólk hættir ekki að borða
kotasælu frá KEA af því það er ál-
ver í Eyjafirði. Fólk borðar kota-
sælu af því það langar í hana.“
Þeir sem geta sig ekki auman
fært
Síðastur framsögumanna á ráð-
stefnunni var Sigurður J. Sigurðs-
son, forseti bæjarstjórnar Akureyr-
ar. Hann gerði þrjár meginauð-
lindir Islendinga að umtalsefni;
fiskistofnana, jarðgæðin og þekk-
inguna. Sagði þær styðja hvor aðra
í því að gera lífið í Iandinu bæri-
legt. Hann lagði einnig áherslu á
mikilvægi umhverfismála og þess
að ekki yrði gengið á höfuðstól
náttúrunnar.
Þær aðgerðir sem hægt er að
grípa til við að styrkja líf á lands-
byggðinni eru ekki einfaldar í
framkvæmd, sagði Sigurður J. Sig-
urðsson. Hann sagði það þó vera
ljóst í sínum huga að ef þróunin í
byggðamálum yrði áfram á sama
veg og verið hefur þá stefndi þjóð-
in til hnignunar. „Ef á landsbyggð-
inni verða ekki aðrir eftir en þeir
sem sjá sér hagnaðarvon í sjávar-
útvegi og svo þeir sem ekki geta sig
auman fært,“ einsog Sigurður
komst að orði. - Hann sagði bless-
unarlega margt gott hafa verið að
gerast í byggðamálum á Norður-
landi að undanförnu. Hann nefndi
þar meðal annars sameiningu á
skrifstofum atvinnu- og byggða-
mála á Akureyri undir merki At-
vinnuþróunarfélags Eyjafjarðar,
en með þvf að menn sameini
krafta sína þar undir einu merki
ætti betri árangur að nást en ella.
Ráðstefnan var fjölsótt og fjölmörg nýstárleg sjónarhorn i umræðunni komu
þar fram.
FRÉTTIR
i - — Hj
f 1
k V 1 í WjrijTT -fl lá ijMfi tv &L-^/Sjj
Mikill meirihluti veiðikvóta flestra fisktegunda er á „flakki" milli fiskiskipa ár hvert.
Yfír 100% kvótans
flutt iiman árslns
Yfir 100% síldarkvöt-
ans voru færð milli
skipa á síðasta ári,
litlu minna af ufsa,
steinbít og grálúðu og
um 2/3 af þorski og
karfa.
Mikill meirihluti veiðikvóta
flestra fisktegunda er á „flakki"
milli fiskiskipa ár hvert, jafnvel
yfir 100% eins og síldarkvóti
tveggja síðustu fiskveiðiára er
dæmi um. Yfir 104 þúsund
tonna síldarkvóti var fluttur í
fyrra, þ.e. meira en öllum þeim
100 þús. tonna kvóta sem út-
hlutað var, en aðeins 64 þús.
tonn voru veidd á árinu. Af 183
þúsund tonna úthlutuðum
þorskkvóta voru sömuleiðis 113
þúsund flutt milli skipa, eða
næstum 2/3, samkvæmt starfs-
skýrslu Fiskistofu 1998. í mörg-
um öðrum tegundum; t.d. ufsa,
steinbít, grálúðu og skarkola
samsvöruðu kvótaflutningar
milli skipa hátt í 100% af úthlut-
uðu aflamarki.
Sami kvótinn ntargfluttnr
„Þetta á sér mjög einfaldar skýr-
ingar,“ segir Björn Jónsson,
starfsmaður LIÚ, sem annast
um kvótatilfærslur. Til skýringar
á miklum tilfærslum á síld
nefndi hann fyrirtæki sem leigði
mikinn síldarkvóta og setti hann
á frystitogara. Það fékk síðan
einhver sldp til að veiða síldina
og þurfti þá að færa kvótann aft-
ur yfir á þau. Næðu þau svo ekki
að veiða allan kvótann, þannig
að þyrfti að geyma hann, varð að
flytja hann aftur til baka á skipið
sem hafði varanlega kvótann.
Þar með var í mörgum tilfellum
búið að flytja sama kvótann
a.m.k. þrisvar. Björn segir líka
mikið um hreyfingar í þorski og
öðrum tegundum, þar sem mál
gangi fyrir sig á ekki ósvipaðan
hátt.
Mörg þúsund færslux síð-
ustu dagana
I starfsskýrslunni er kvótaflutn-
ingunum innan ársins skipt í
fjóra flokka: A; milli skipa í eigu
sama aðila, B; milli skipa í sömu
verstöð, C; jöfn skipti og D; milli
verstöðva. Björn segir ómögulegt
að gefa sér það f hvaða tilvikum
hafi verið um beina leigu að
ræða og hvenær ekki í þessu
eldra kerfi, en nú, eftir tilkomu
kvótaþings sjáist hvað menn séu
að gera. A síðasta ári hafi t.d.
verið geysilegar færslur síðustu
daga ársins - jafnvel nokkur þús-
und færslur - þar sem menn hafi
bara verið að laga til í stöðunni;
fylla upp ef til var kvóti einhvers
staðar, geyma ef það er hægt og
því um líkt og enn aðrir að losa
sig við kvóta sem þeir náðu ekki
að veiða.
Þrlðjungur seldur eða....
Starfsskýrslan sýnir líka að um
þriðjungur alls varanlegs þorsk-
kvóta var fluttur milli skipa á ár-
inu, nær 3-falt hærra hlutfall en
árin á undan. Svipað var um
flestar aðrar tegundir. Björn seg-
ir ástæðuna elcki endilega aukna
kvótasölu, heldur ný lög á Al-
þingi, sem m.a. bönnuðu fram-
sal yfir 50% heimilda hvers skips
og að annað hvert ár þyrfti skip
að veiða það sem úthlutað er.
Útgerðarmenn hafi því reynt að
dreifa heimildunum á skipin
sem næst því sem þau veiða.
- HEI
Eyðibýlið fékk ekki atkvæði
Hæstiréttur hefur staðfest dóm
undirréttar í deilumáli innan
Veiðifélags Stóra-Langadalsár og
Setbergsár í Snæfellsnessýslu og
er dómurinn á þá leið að eyði-
jarðirnar Litli-Langadalur fremri
og Litli-Langadalur ytri á Skóg-
arströnd í Dalabyggð skuli teljast
ein jörð með eitt atkvæði í veiði-
félaginu.
í veiðifélaginu reis upp ágrein-
ingur um það hvort líta hæri á
Litla-Langadal sem eitt eða tvö
lögbýli og þar með hvort jörðinni
bæri eitt eða tvö atkvæði. Að
rirtri löggjöf um landbúnaðar-
málefni þar sem hugtakið lögbýli
var skilgreint var ekki talið að
fasteignamat jarðar leiddi um-
svifalaust til þess að litið yrði á
hana sem lögbýli. Ekkert þótti
fram komið um að Litli-Langi-
dalur fremri hefði eftir 1941
fullnægt skilyrðum ábúðarlaga
til þess að teljast lögbýli. Sýnt
þótti að ábúandi hvers Iögbýlis
fari með eitt atkvæði og fengi
ekki aukið atkvæðamagn, þótt
hann búi á fleiri en einni jörð.
- FÞG
The Truman Shovv"
Eins og „
„Hijacked Medical Records" -
það er „Læknaskýrslum rænt“ -
segir í fyrirsögn á grein sem Bogi
Andersen, aðstoðarprófessor í
læknisfræði við háskólann í Kali-
forníu, hirti í Washington Post
fyrir nokkrum dögum, en þar
gagnrýnir hann gagnagrunn á
heilbrigðissviði.
Bogi segist andvígur gagna-
grunninum vegna þess að lögin
hindri framfarir í læknavísindum
og telur grunninn læknisfræði-
lega hliðstæðu „The Truman
Show“ - en það er afar vinsæl
bandarísk kvikmynd um mann
sem er allt sitt líf í beinni sápu-
óperu án þess að hafa hugmynd
um það.