Dagur - 18.02.1999, Blaðsíða 4

Dagur - 18.02.1999, Blaðsíða 4
20-FIMMTUDAGUR 18. FEBRÚAR 1999 LÍFIÐ í LANDINU Kvótamálið tók nýja stefnu um daginn þegar kvótalausir Hrafnistumenn vestur á Fjörðum réru til fiskjar og brutu þarmeð Iög um fisk- veiðar. Enda hlaut að koma að því að skapmiklir menn tækju kvóta Ijóta í sínar hendur og reyndu að hnekkja lögunum fyrir dómi. Áhrif kvótans á þjóð- lífið vaxa á hverjum degi og hafa raskað bæði stöðu og högum þjóðarinnar svo um munar. Bera verður áhrif kvótans saman við eignaumrót í náttúruhamförum og mann- fellum til að finna hliðstæða röskun í hag- sögu landsins. Frá því ljótur kvóti hvelfdist yfir þjóðina hafa bögglarnir sem fylgja skammrifunum komið hver á fætur öðrum fram í dagsljósið. Stiklað á stóru: Kvótiim vemdar útgerð frekar en fisk í öndverðu samþykkti Alþingi lögin um stjórnun fiskveiða til að vernda fiskinn fyrir ofveiðimönnum í landhelgi en ekki öfugt. Snemma rann hins vegar upp fyrir fólki að kvótinn verndar útgerðina betur fyrir þóð- inni en fiskimiðin fyrir ofveiði. Kvótakerfið hefur lokað landhelginni fyrir öðrum en kvótaeigendum og í dag eru fiski- miðin orðin verndaður vinnustaður eins og Reykjalundur. Fyrir bragðið fá ungir Hrafn- istumenn ekki að gera út á fisk eins og for- feður þeirra gerðu í þrjátíu ættliði nema kaupa fisk þjóðar sinnar af sægreifum sem fá hann gefins. Útgerðin nær ekki að endurnýja sig með eðlilegum hætti og heill atvinnuvegur staðn- ar smám saman - reyrður fjölskylduböndum. Á sama tíma og reynt er að selja ríkiseignir til að einkavæða atvinnuvegina í landi eru fiskveiðar áfram verndaðar eins og gömlu samyrkjubúin í Sowjetríkjunum. Kvótiiui er ættargripur Kvóti Ijóti er færður eignamegin í bókhaldi sægreifa eins og hver önnur skuldlaus eign og án þess að jafnhá upphæð komi til skuld- ar á móti. Við sölu skipa ræður ástand þeirra og aldur ekki kaupverðinu lengur heldur meðfylgjandi kvóti. Hvað verður svo um kaupendurna þegar þjóðin heimtir aftur fiskimiðin sínr Bókfært verð veiðiskipa skiptir heldur ekki máli við veðsetningu þeirra heldur aðeins verðmæti kvótans. Bankar og sjóðir sem lána útgerðinni peninga taka því ekki lengur veð í skipum sægreifanna heldur í fiskistofnum þjóðarinnar. Hvað verður svo um þessar stofnanir þegar þjóðin heimtir aftur fiski- miðin sín? Kvótinn er bókfærð eign sægreifa og kem- ur því til skipta í dánarbúi þeirra við andlát - gengur í arf til barna og barnabarna. Sama máli gildir um hjúskap sægreifa og kvótinn verður sameign hjóna nema um hann sé gerður sérstakur kaupmáli. Fiskistofnar ís- Iensku þjóðarinnar eru því orðnir ættargripir. Kvótinn er lífeyris- og ffárfestinga- sjóður Kvóta ljóta er úthlutað til veiðiskipa eftir áratuga gömlu meðaltali á veiðum skipanna og því kerfi fæst ekki breytt. Kvótanum er ekki úthlutað til áhafna veiðiskipa, fisk- vinnslu í landi, sveitarfélaga eða þá fólksins í Iandinu frekar en þeim komi fiskurinn í sjónum ekki við. Ljótur kvótinn er ekki bundinn við veiði- skip eða útgerð. Sægreifum leyfist að selja kvótann hæstbjóðanda og setjast með hann í helgan stein til að leigja hverjum sem hafa vill. Sægreifar þurfa ekki einu sinni að gera út skip til að fá áfram úthlutað kvóta og ekk- ert samhengi er því lengur á milli kvóta og fiskveiða. Verndun fiskimiðanna er ekki Iengur markmið kvótans og hann er orðinn að sínu eigin markmiði. Kvótinn er lífeyrissjóður og Ijárfestingasjóður fyrir nokkra menn. „Að brjóta fólk með lögum!“ Fyrir hálfum öðrum áratug eða svo deildu menn um Iögmæti sláturhúss norður í Iandi og fóru svo leikar að Eyjólfur Konráð Jóns- son heitinn alþingismaður skaut sjálfur fyrsta hrútinn án dóms og laga. Af því tilefni sagði þingmaðurinn og eru orð hans í fullu gildi í dag: „Það er hart að brjóta lögin en harðara að brjóta fólk með lögum!“ UMBUÐA- LAUST „Snemma rann hins vegar upp fyrir fólki að kvótinn verndar útgerð- ina betur fyrir þóðinni en fiskimiðin fyrir of- veiði." Aðbijótalögo brj óta fólk me lögum ■menningar] LÍFIfi Haraldur Ingótfsson Eg sá hluta úr þættinum Mósaík í síðustu viku þar sem rætt var um söng og meðal þess sem þar var varpað fram var að við værum hætt að koma saman og syngja - svona í góðra vina hópi. Það er áreiðanlega rétt að við syngj- um of lítið. Kórastarf mun að vísu standa í blóma en svona gamaldags heimilissöngur í góðra vina hópi er nokkuð ör- ugglega nánast horfinn. Sjálfur syng ég ekki - dætur mínar hafa meira að segja mótmælt þegar ég hef reynt að syngja þær í svefn. En það er rétt, við þurfum að syngja meira. Oftar en einu sinni og oftar en tvisvar hefur mér ver- ið sagt að allir geti lært að syngja. Stundum hef ég trúað þessu og séð sjálfan mig fyrir mér á framabrautinni. En svo hef ég komið aftur niður á jörðina þegar ég hef reynt að koma frá inér einhverjum hljóðum. Kveöuin ríinur Þar sem söngurinn liggur ekki beint vel við mér tók ég upp á því um daginn að reyna að kveða rímur, eftir að hafa heyrt utanað mér eitthvað af rímnakveðskap. Sú tilraun fór á sömu Iund og söngurinn, ég fékk kröftug mótmæli á heim- ilinu. Síðan þá hef ég hugleitt hve lítið ég kann í raun af ís- lenskum kvæðum en það að kveða rímur er áreiðanlega annað og meira en bara góð þjálfun raddarinnar og hin besta skemmtan, nefnilega hin besta hugar- leikfimi og minnisþjálf- un að auki. Ekki ætla ég að hvetja til þess að erlendri menningu verði útskúfað en ég hvet eindregið til þess að íslenskri menningu verði hampað. Is- lenskt, gamalt og nýtt, já takk. v____________________________> Sveinbjörn Bein- teinsson var m/k- iH kvæðamaður Bölvuð rigningin! Skemmtihúsið: Ótti og eymd þriðja ríkisins - 3 einþáttungar eftir Bertolt Brecht: Gyðinga- konan, Spæjarinn, Krítarkross- inn. Leikstjóri: Erlingur Gíslason Þýðandi: Þorsteinn Þor- steinsson Leikendur: Guðlaug María Bjarnadóttir, Hjalti Rögnvalds- son, Grímur Helgi Gíslason, Steinunn Ólafsdóttir, Ingibjörg Þórisdóttir, Eiríkur Guðmunds- son og Þórir Steingrímsson. Einhvers staðar stendur skrifað að Brecht-þreyta hrjái leikhúsheiminn og var það tengt almennri kenninga-þreytu Vesturlandabúa. En það er svo með flest af því skemmtilegra sem hugsað er og skrifað að í því felst kenning, skoðun, tilgáta um heiminn. Harðsoðnar, hrein- lífar kenningar eiga hins vegar erfitt með að fóta sig í hálfkæringi nútímans, ef frá er talin kenningin um kapítal- ismann. En Brecht er heldur ekki kenn- ingin eintóm. Hjalti eiturgóður Skemmtihúsið frumsýndi á þriðjudagskvöldið þrjá einþátt- unga eftir Brecht. Fyrsti þáttur- inn segir frá borgaralegri lækn- isfrú, gyðingi, sem ákveður að yfirgefa eiginmanninn vitandi að sitji hún lengur á heimilinu þá eyðileggi það frama hans. Guð- laug María Bjarnadóttir kom Iæknisfrúnni ágætlega til skila, talandinn var óþægilega „borg- ara“legur og blekkingarleikur hjónanna var dreginn skýrum og útúrdúralausum dráttum. Annar þátturinn, Spæjarinn, íjallar um skelfingu foreldra við að ungur sonur þeirra leki til Hitlersæskunnar óviður- kvæmilegum orðum þeirra í garð nasista. Þótt allir þættirnir séu nátengdir upp- gangi nasisma þá er paranojan sem fylgir gegnsýrðu samfélagi, þar sem augu og eyru eru í hverri rifu, auðvitað klassísk. Og viðbrögð foreldranna (Hjalti Rögn- valdsson og Steinunn Ólafsdóttir) verða fyrst og fremst húmorísk í meðförum MENNINGAR VAKTIN Hja/ti hefur afspyrnu gott vald á framsögn og var mjög sannfærandi í hlutverkum sínum í tveimur síðari þáttun- um. Brechts, þau þjappa sér ekki saman í óttanum, heldur íjarlægj- ast og tala saman á ská. Á endan- um kennir pabbinn helv. bölvaðri rigningunni um þetta allt (þ.e. um útsjónarsamt njósnakerfi þriðja ríkisins). Reyndar er spurning hvort leikstjórnin hefði ekki mátt ganga enn lengra í að absúrdera leikinn. Fjarlægjast Þriðja ríkið og nálgast frekar fá- ránleika aðstæðnanna og roluleg viðbrögð manneskjunnar. Þriðji þátturinn, Krítarkross- inn, reis hæst enda flóknari að innihaldi. Þátturinn gerist í eld- húsi fíns fólks. Þórir Steingríms- son (kærasti eldabuskunnar og SA-maður) var yndislega arískur í háttum og látbragði. Þangað kemur líka óþjóðemislega sinnaður atvinnulaus bróðir eldhússtúlkunnar og var Hjalti, eit- urgóður í því hlutverki, hélt athyglinni fullkomlega með hárréttum áherslum og framsögn. Eini gallinn var að Steinunn Ólafsdóttir var fremur ósannfærandi blá- bjáni í hlutverki eldabuskunnar. „Karakter er bara túnaspursmál“ Til allrar hamingju þurfum við ekki að hafa augu í hnakkanum, á vöngum og haft á tungu. Við erum blessunarlega frjáls í fijálsu samfélagi þar sem útgerðar- menn kvótalausra koppa geta gert blóð- lausa uppreisn og jafrível vænst þess að réttarkerfið lúti ekki vilja stjórnvalda. En hvað getur Brecht þá gert fyrir okkur? Þorvarður Helgason sagði í kynningu Brecht lifir enn vegna lifandi sýnar hans á samskipti manna. Og það er einmitt þessi heiðskíra sýn á fárán- Ieika manrdegra samskipta þar sem „karakter er bara tímaspursmál“ sem viðheldur neistanum í Brecht.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.