Dagur - 18.02.1999, Blaðsíða 2
18 — FIMMTUDAGUR 18. FEBRÚAR 1999
.Ð^ur
LÍFIÐ í LANDINU
SMATT OG STORT
UMSJON:
SIGURDÓR
SIGURDÓRSSON
Björn Bjarnason.
GULLKORN
„í miðborginni
geta legið mikil
verðmæti sem
ekki er hægt að
taka sem sjálf-
sagðan hlut...“
Eyþór Arnalds
varaborgarfulltrúi í
grein í Mbl.
Herráðið og Pol Pott
Þegar Björn Bjarnason menntamálaráðherra,
eða Bí Bí eins og gárungar á Alþingi kalla
hann upp á ensku, hætti við að fara í varafor-
mannsframboð i Sjálfstæðisflokknum Iagði
hann til að embættið yrði lagt niður. Þess í
stað lagði hann til búið yrði til fimm manna
ráð, sem sumir kölluðu herráð, sem tæki við af
varaformannsembættinu. Menn skildu þetta
illa enda þótt Björn hefði alltaf verið áhuga-
maður um her og hernað og eitt sinn lagt til
að stofnaður yrði her á Islandi. En síðan kom
skýringin á hugmyndinni um herráðið. Björn
skrifaði um það á heimasíðu sinni á netiu á
dögunum að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
borgarstjóri, sá stjórnmálamaður á Islandi sem
sjálfstæðismenn óttast meira en alla aðra, væri
farin að taka upp vinnubrögð Qöldamorðingj-
ans Pol Pott og virtust fleiri stjórnmálamenn á
vinstri væng ætla að feta í fórspor hennar. Það
veitir ekki af herráði í stað varaformanns þegar
svona er komið málum á klakanum.
Fortíðardraumar
Á þriðjudaginn voru liðin 100 ár frá því að hið
upprunalega KR var stofnað og þess var
minnst í blöðum og loftmiðlum. Það sem vakti
mesta athygli við afmælið var að menn töluðu
ekkert um afrek knattspyrnumanna, hand-
knattleiksmanna, körfuboltamanna eða frjáls-
íþróttamanna félagsins að undanförnu, nema
kvennaflokkanna. Það kom í Ijós við uppriljun
blaðanna að 41 ár er liðið síðan KR varð Is-
landsmeitari í handknattleik, 31 sfðan félagið
var Islandsmeistari í knattspyrnu og ftjáls-
íþróttadeildin er sögð við dauðans dyr. Og svo
koma gárungar og segja að „gamla, góða KR“
verði ekki oftar Islandsmeistari í handbolta og
fótbolta karla. I handboltanum er komið nýtt
nafn, Grótta/KR og í knattspyrnunni KR hf.
með nýtt nafnnúmer.
Krókaleiðimar
Ymsir hafa á það bent í sambandi við miðlæg-
an gagnagrunn á Islandi, þar sem m.a. á að
rekja sjúkdóma eftir ættum að þar geti farið
illa því ekki hafi allir verið rétt feðraðir á Is-
landi í gegn um tíðina. Þess vegna sé þetta
með gagnagrunninn eins og ættfræðina að lít-
ið sé að marka hann þegar upp verði staðið.
Eitt sinn heyrðí ég vísu um þetta mál en veit
ekki hver höfundurinn er en hann hefur verið
snjall hagyrðingur:
Þjóðin öll í orðumfám
yfir sannleik breiðir.
Ekki sjást í ættarskrám
allar krókaleiðir.
Talið er að 2%
unglingsstúlkna
eigi við vandamái
að stríða vegna
lystarstols og
lotugræðgi. Eiríkur
Örn Arnarson er
yfirsálfræðingur á
geðdeiid Land-
spítalans. - mynd:
gva.
Lotugræðgi algengari
en lystarstol
Endurmenntunarstofnun Há- PcjfílT líkílTtlÍTlTl VCTÖUT sem rnagasýran skemmir glerung
skóla Islands stendur fyrir nám- tannanna. Fyrir nokkrum árum
skeiði á Akureyri um lotugræðgi SVOllíl gTailTlholdaþá rannsökuðu nemendur Eiríks
og lystarstol. Umsjón með nám- . lystarstol meðal nemenda í
skeiðinu hefur dr. Eiríkur Örn JlXfjlTÚ clllTÍ líliclTflSStílTJ- læknadeild og af þeim 352 sem
• t -j. ... i'c tóku þátt í rannsókninni voru um
scmi, hitastig hkamans F
Arnarson. Eiríkur Örn er dósent
í sálfræði við læknadeild háskól-
ans og hefur starfað sem yfirsál-
fræðingur á geðdeild Landspítal-
ans að mestu óslitið frá árinu
1979. Hann skrifaði kafla um
Iystarstol í Sálfræðibókina, sem
að Mál og menning gaf út.
„Anorexia er oft dulið vanda-
mál á svipaðan hátt og lotu-
græðgin. Vandamálið virðist vera
að aukast. Það er haldið að ungu
kynslóðinni þessari grönnu líkamsímynd. Við
horfum á sjónvarpið og sjáum ungt og grann-
holda fólk auglýsa vörur. Lystarstol er ekki
bundið við ungar konur. Það getur komið fram á
öllum aldurskeiðum en er mest áberandi hjá
yngstu kynslóðinni," segir Eiríkur Örn.
Missa tilfumingu fyrir útliti
Hann segir að stúlkur með lystarstol reyni að
grenna sig til að líkja eftir þeim fyrirmyndum
sem haldið er að þeim en missi síðan stjórn á
afstöðu sinni til matar og þyngdar. Þá sé gripið
til ýmissa ráða. „Þetta kemur kannski fram í því
að þær fari í líkamsræktarstöð tvo þrjá tíma á
dag í þeim tilgangi að tálga af sér fitu. Samhliða
þessu missa þær tilfinningu fyrir útliti sínu og
sjá fitu sem enginn annar sér.“
Eiríkur Örn segir að Iotugræðgi sé algengari
en lýstarstol. Hann segir að stúlkur sem að þjá-
ist af lotugræðgi haldi yfirleitt eðlilegri þyngd en
hún komi hinsvegar niður á tannheilsunni, þar
lækkar og þær vcrða
kaldarog vcrða því að
klæða sig mikið.
8 sem uppfylltu skilmerki fyrir
annað hvort lystarstol eða lotu-
græðgi sem eru rétt um 2%.
Eiríkur segir niðurstöðurnar vera
mjög áhugaverðar. „Þetta er hóp-
ur sem ætti kannski að vera betur
uppfræddur um næringu og heil-
brigði en flestir aðrir.“
SPJALL
Dylja vaxtarlagið
Hann segir niðurstöðurnar koma
heim og saman við það sem komið hefur fram í
öðrum Iöndum. Þetta vandamál er oft dulið um
lengri eða skemmri tíma. Foreldrar átta sig ekki
á því að börnin eru að ná af sér aukaþyngd fyrr
en þau eru orðin mjög grönn. Stúlkur með lyst-
arstol reyna að klæða af sér hversu grannar þær
eru til þess að forðast umtal um það. Þær klæð-
ast til dæmis tvöföldum buxum og tvöföldum
peysum og dúnúlpum. „Þegar líkaminn verður
svona grannholda þá hægir á allri líkamsstarf-
semi, hitastig líkamans lækkar og þær verða
kaldar og verða því að klæða sig mikið,“ segir
Eiríkur. Hann segir að lystarstol og lotugræðgi
sé helst meðhöndluð á geðdeild en stundum á
lyflæknisdeild.
Námskeiðið á Akuyeyri er um næstu helgi.
Heiðdís Sigurðardóttir, sálfræðingur á Barna- og
unglingageðdeild, og Dr. Ástráður Hreiðarssön,
hormónasérfræðingur, yfirlæknir á Landspítal-
anum, koma að því auk Eiríks Arnar. -PJESTA
FRA DEGI TIL DAGS
,yAð gera ekkert er leiðin til að verða
ekkert.“ Nataniel Howe
Þetta gerðist 18. februar
• 1878 var Alþýðuskólittn í Flensborg í
Hafnarfirði stofnaður.
• 1885 fórust 24 manns þegar snjóflóð
féll á Seyðisfirði.
• 1885 kom fyrst út bók Marks Twains
um Stikilsberja-Finn.
• 1910 fórust tuttugu manns í snjóflóði í
Hnífsdal.
• 1930 uppgötvaði bandaríski stjarnfræð-
ingurinn Clyde Tombaug reikistjörnuna
litlu, Plútó.
• 1934 var Sjúkrahús Hvítabandsins í
Reykjavík vígt.
• 1964 tók rfkisstjórn Papandreós við
völdum á Grikklandi.
Þau fæddust 18. febrúar
• 1745 fæddist ítalski vísindamaðurinn
Alessandro Giuseppe Antonio
Anastasio Volta, en hann fann upp raf-
hlöðuná.
• 1838 fæddist austurríski eðlisfræðing-
urinn Ernst Mach.
• 1896 fæddíst franska skáldið André
Bréton.
• 1898 fæddist Jón Thoroddsen skáld.
• 1949 fæddist Ingibjörg Pálmadóttir
heilbrigðisráðherra.
• 1954 fæddist bandaríski leikarinn John
Travolta.
• 1955 fæddist Stefán Jón Hafstein, fyrr-
verandi ritstjóri Dags.
• 1964 fæddist bandaríski leikarinn Matt
Dillon
Vísan
Vísa dagsins er tileinkuð lönguföstu sem
hófst á miðvikudaginn:
Enginn mátti nefna ket,
alla föstuna langa;
hver það afsér heyra lét
hann var tekinn tilfanga.
Afmælisbam dagsins
Hallgrímur Helgason rithöfundur,
myndlistarmaður, teiknimynda-
hetja og sitthvað fleira, mun vera
fertugur í dag. Síðast sendi þessi
geðþekki prakkari frá sér kvæða-
bók í bundnu máli, og er hún álíka
mikil að vöxtum og ljóðasafn
Matthíasar Jochumsonar. Dagur
óskar honum að sjálfsögðu til ham-
ingju með daginn.
Glæpir borga sig ekki
Innbrotsþjófur sem skreið inn um kjallara-
glugga í afskekktu húsi f vesturbænum í
Kópavogi hrökk illilegá’ í kútinn þegar
hann heyrði gamla konurödd skrækja á sig:
„Skammastu þín, Jesús sér til þín!“
Hann öskraði á þá gömlu og þegar hann
sveiflaði vasaljósinu sínu kom hann auga á
páfagaukabúr í einu horninu. Fuglinn
skrækti: „Skammastu þín, Jesús sér til
þín!“
Þjófurinn var mjög feginn og hélt upp
stigann upp á efri hæðina. Þá sá hann
risastóran, dóbermann hund sem beið
hans efst f stiganum.
Þá heyrist í páfagauknum: „Urrd’ann,
bítt’ann Jesús!“
muiloHii niuiiiti2c ðnv-/ nv iiuóinii nuin >r. tu.k.v'ju -ti/liov muotj i be 6i;tJ go munki Jiovd nnib/. 13 6ntl .Diolinl mjAAo u’/i .iáloi u.;eo(J 6. oijil ujjolyi;;!;!