Dagur - 19.02.1999, Page 5
FÖSTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1999 - 21
LEIKHÚS
KVIKMYNDIR
TÓNLIST
SKEMMTANIR
Að venju verðafáir strákar á
dansgólfinu í árlegri Frístæl
keppni Tónabæjar í kvöld...
Strákar hafa ekki haft fyrir sið að flykkja sér
í Freestyle danskeppnina, sem Tónabær
heldur nú 18. árið í röð. Að þessu sinni taka
16 hópar þátt í úrslitakeppninni sem hefst
kl. 20 í kvöld en alls taka þátt um 120
krakkar á aldrinum 13-17 ára. I samræmi
við búsetu þá er um helmingur hópanna af
Stór-Reykjavíkursvæðinu og helmingur af
landsbyggðinni (Vestmannaeyjar, Bolungar-
vík, Sauðárkrókur, Vogar, Akranes, Akureyri
og Egilsstaðir). Fimmtán krakkar taka þátt f
einstaklingskeppninni en þeir eru hins vegar
flestir frá Stór-Reykjavíkursvæðinu. Það
virðist þó nokkur áhugi á keppninni og var
fullt út úr dyrum á undankeppni Reykjavík-
ur, sem haldin var um síðustu helgi. Við
hringdum í Evu Líf Einarsdóttur, 23ja ára
gamlan starfsmann Tónabæjar, en hún tók
einmitt þátt í keppninni fyrir nokkrum
árum.
Splash-hópurinn sem sigraði í Freestyle keppninni í fyrra verður meðal dansatriðanna í kvöld en þar
verða líka unglingar að sýna breakdansa (voru þeir ekki löngu komnir út í kuldann??)...
Danstískan lítið breyst
- Fyrir um 15 árwn voru þátttakendur gjam-
an mjög tættir um hár og t rifnum strigalörf-
um. Hvemig eru húningar og tónlistin núna?
„Það hefur ekki breyst mikið. Búningarnir
breytast eitthvað með tískunni en samt ekki.
Stelpurnar eru t.d. að gera stutt pils sem eru
opin á hliðinni, bara svona þægilegur klæðn-
aður til að dansa í. Þetta er frekar stílhreint,
toppur og buxur. Tónlistin er auðvitað ný en
þetta eru svona formúlukennt, byrjað eða
endað á rólegu lagi og svo er hratt takfast
lag þess á milli. Lögin eru hröð því þau
þurfa að koma svo mörgum sporum inní.
Þau fá svo takmarkaðan tíma, eitthvað um 2
mínútur, og því hraðari sem tónlistin er því
fleiri spor geta þau tekið.“
- Þurfa þau að taka einhvem ákveðinn
fjölda spora?
„Nei, en ég veit að dómarar taka eftir því
hvort manneskjan er fjölbreytt og getur tekið
alls konar spor. Það er yfirleitt rosalega mikil
aksjón í gangi hjá þeim hópum sem vinna.“
Fjórir strákar
Einn hópurinn er alfarið skipaður nýbúum
og þar eru einu strákarnir sem taka þátt í úr-
slitakeppninni að þessu sinni, fjórir talsins,
en alls taka vel yfir 100 stelpur þátt í keppn-
inni.
- Hefur verið svona lítið um stráka í þessu
siðastliðin ár?
„Það hefur verið einn og einn inn á milli.
Sumir gaurar hafa tekið þátt upp á djókið, en
ekkert verið að æfa. En það kom einhver inn
eftir að þolfimin varð meira áberandi,“ sagði
Eva að lokum en sennilega verður troðfullt í
Tónabæ í kvöld að fylgjast með þessari
fremstu danskeppni unglinga á landinu.
Tímaþj ófur á Akureyri
Kvikmyndaklúbbur
Akureyrarsýnirnú um
helgina frönsku kvik-
myndina Tímaþjófinn,
sem erbyggð á sam-
nefndri metsölubók
Steinunnar Sigurðar-
dóttur.
Á gömlu prestsetri við sjóinn
búa þrjár ungar konur, systurnar
Alda og Olga og Sigga dóttir
Olgu. Olga er ábyrgðarfull, ein-
ræn og heimakær en Alda lifir
lífinu frjálslega og gefur sig karl-
mönnum of oft og of auðveld-
lega án þess að bindast þeim til-
finningalega. Á heimilinu ríkir
sérstakt jafnvægi, Olga sér um
heimilið, Alda sér um unaðslífið
og Sigga er tenging þeirra á
miili, góða dóttirin annars vegar
og unglingsstelpan sem heillast
Leikkonurnar Emmanuelle Béart og
Sandrine Bonnarie fara með aðal-
hlutverkin í kvikmyndinni Tíma-
þjófinum sem byggð er á metsölu-
bók Steinunnar Sigurðardóttur.
fara tvær franskar
stórstjörnur,
Emmanuelle Béart
og Sandrine Bonn-
arie. Myndin verður
sýnd sunnudaginn
21. febrúar ld. 17.00 og mánu-
daginn 22. febrúar kl. 19.00.
Miðaverð er kr. 550, en kr. 450
fyrir skólafólk og ellilífeyrisþega.
Sýningarnar verða f Borgarbíói
og eru allir velkomnir.
af líferni Öldu hins vegar. Það
eru svo örlög Olgu sem að lok-
um raska jafnvægi heimilisins og
skilur við Siggu og Öldu ráð-
þrota.
Leikstjóri er Yves Angelo, en
með aðalhlutverk í myndinni
Kvikmyndin Tímaþjófurinn verður sýnd í Borgarbíói á Akureyri.
■llMHELGINA
Auf wiedersehen...
Þá hef-
ur
Goethe-
Zentr-
um
skipu-
lagt
menn-
ingar-
dagskrá
fyrir
þetta
vormiss-
eri. Á laugardaginn kl. 16.30
verður opnuð sýning á mynd-
um og textum eftir þýska rit-
höfundinn Heiner Múller
(1929-97), sem var einn af
umdeildustu rithöfundum og
leikstjórum Þýskalands eftir
síðari heimsstyrjöldina og
þekktur fyrir kraftmikil og
öfgakennd verk. Múller var
einn fárra austur-þýskra lista-
manna sem fengu leyfi til að
starfa og sýna á Vesturlönd-
um og flakkaði hann því tölu-
vert á milli Þýskalandanna á
kaldastríðsárunum. Múler var
um skeið leikhússtjóri leik-
hússins hans Brecht, Berliner
Ensemble, og eins og Brecht
var Múller mikill vindlareyk-
ingarmaður. Sýningin stendur
til föstudagsins 12. mars, að-
gangur er ókeypis en
Zentrumið er að Lindargötu
46.
Nýjarbíómyndir
Þá er einnig vert að benda á
að Zentrumið hyggst standa
fyrir röð sýninga á nýjum
þýskum bíómyndum og eru
aílar sjö myndirnar sem vald-
ar hafa verið frá 10. áratugn-
um. Myndirnar verða sýndar
annan hvern fimmtudag og
var fyrsta sýningin í gærkvöld.
Næsta mynd verður sýnd
þann 4. mars, kvikmyndin
Rossini í leikstjórn Ralf
Húttner og verður hún með
enskum texta.
Wagner: 2. hluti
Meira
af bíó-
mynd-
um,
annar
áfangi
mynd-
arinnar
Wagner
eftir
Tony
Palmer
verður Richard Burton.
sýndur
£ Nor-
ræna húsinu á morgun frá kl.
14. Myndin fjallar um ævi
Wagners en tónskáldið er
leikið af töffaranum Richard
Burton. Aðgangur er ókeypis
og öllum heimill en þriðji og
síðasti áfangi þessarar 8
klukkustunda löngu myndar
verður sýndur laugardaginn
27. febrúar.
V______________________/