Dagur - 19.02.1999, Síða 7

Dagur - 19.02.1999, Síða 7
FÖSTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1999 - 23 ym£l fjor Sudur-amerísk dagskrá Listaklúbbur Leikhúskjallar- ans hefur af gæsku sinni ákveðið að fieyta okkur yfir í góuna með menningardag- skrá frá Suður- Ameríku á mánudags- kvöldið kl. 20.30. Þar verða hljóm- sveitin Six pack með Jóhönnu Þórhallsdóttur við hljóðnemann, Andrés Ramón sem les Ijóð eftir Pablo Neruda á frummálinu en auk þess munu Guðrún Tuliníus og Karl Guðmundsson lesa þýðingar sínar á tslensku. Þá syngur trúþadorinn Enrique Canales, Bryndís Halldórsdóttir og Hany Hadaya sýna tangó og í lokin verður gestum boðið upp í salsa, merengue og kúbanska rúmbu. Steypa og gler Brynhildur Þorgeirs- dóttir, sem starfað hef- ur 17 ár í myndlistinni, opnar sýningu í Ás- mundarsal Listasafns ASÍ við Freyjugötu á morguh. Öll verkin eru úr steinsteypu og gleri en sýningin, sem stendur til 7. mars, teygir sig fram á gang og upp á þak en þrír skúlptúranna eru ein- faldlega sýndir út á þaksvölum. Sama dag verður opnuð önnur sýning á vegum Lista- safns ASÍ, í Gryfjunni, en þar sýna þau Stein- unn Helgadóttir og Sveinn Lúðvík Björns- son saman. Steinunn sér um myndverkið Uppstilling, Sveinn um hljóðverkið How do you like lceland? Nema hvað Nú er það Ingiþjörg Magnadóttir sem ætlar að opna sýningu í galleríinu sem nefnt hefur verið „Nema hvað“. Ingibjörg lýkur upp dyrum gallerisins kl. 20 í kvöld en sýningin stendur til 28. febrúar. Galleríið er staðsett við Skóla- vörðustíg 22c og er opið fimmtu- daga til sunnudaga milli kl. 14 og 18. ■ HVAD ER Á SEYBI? HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Félag eldri borgara Ásgarði, Glæsibæ Félagsvist kl. 13.30 í dag. Dansað frá kl. 21.00 í kvöld, Birgir Gunnlausgs- son leikur. Félagsfundur sunnudag 21. febrúar kl. 14.00. 30 ára afmæli Breiðholtskóla I tilefni afmælisins standa skólinn og Foreldrafélagið íyrir afmælisfagnaði laugardaginn 20. febrúar. Skólinn verður opinn frá kl 12-16. Foreldrafé- lagið verður með skemmtun og leiki í íþróttasalnum, Lúðrasveit Arbæjar og Breiðholts leikur, nemendaskemmtun verður í samkomusal, fjöltefli, hand- verkssýning og fleira. Veglegt afmælis- rit hefur verið gefið út í tilefni afmæl- isins. Eldri nemendur er hvattir til að koma og rifja upp gamla daga. Hver gætir gæsanna A morgun efnir Skotveiðifélag íslands til ráðstefnu í Arsal Hótel Sögu. For- maður Skotvís, Sigmar B. Hauksson, mun setja ráðstefnuna. Erindi halda Anthony Fox, Kristinn Haukur Skarp- héðinssson og Dr. Arnór Þórir Sigfús- son. Ráðstefnan ber yfirskriftina „Hver gætir hagsmuna heiðagæsanna“ og er öllum opin. Verk Svölu sýnd í Gerðarasafni A morgun verður opnuð sýning á myndverku Svölu Þórisdóttur Salman í Gerðarsafni í Kópavogi. Svala lést í mars á síðasta ári rúmlega fimmtug að aldri.Fyrirlestur um myndlist 15-30% afsl. af legsteinum sem pantaðir eru í febrúar 15% afsl. á skrauti og stöfúm Vestlendmgar athugið!! Eiimig er sérstakt tilboð á pökkun og flutningi (kr. 2500,-) til ykkar af þeim steinum sem pantaðir eru á vetrartilboði. Hringið ogfáið sendan bœkling Qranít sf. Le}; M einagerð Granít á netinu: www.granit.is Helluhrauni 14 220 Hafnarfjörður sími: 565 2707 Fyrirlestur Kristjáns Steingríms Kristján Steingrímur myndlistarmaður flytur íyrirlestur um eigin verk í Mynd- lista- og handíðaskóla Islands í Laug- arnesi mánudaginn 22. febrúar klukk- an 12.30. Músiktilraunir 1999 Félagsmiðstöðin Tónabær sem stendur fyrir Músiktilraunum 1999 minnir á að þær hljómsveitir sem hyggja á þátt- töku geta skráð sig í Félagsmiðstöðinni Tónabæ í símum 553-5935 og 553- 6717 eða á faxi 568-0299 til 1. mars nk. 1. tilraun fer fram 11. mars, 2. til- raun 18. mars, 3. tilraun 19. mars og 4. tilraun 25. mars. Urslitakvöldið verður svo 26. mars. Margvísleg verð- laun eru í boði fyrir sigursveitirnar, en þau veglegustu eru hljóðverstímar frá nokkurm bestu hljóðverum landsins. Tréristur í Sverrissal Nú stendur yfir sýning á tréristum Sig- urlaugs Elíassonar í Sverrissal Hafnar- borgar. A sýningunni eru tvær myndaraðir, Portrett og Ur króniku, samtals 49 myndir sem unnar voru veturinn 1995-96 en hafa ekki verið sýndar áður. Sýningin er opin frá kl. 12-18 alla daga utan þriðjudaga. Víðemi Norðursins Einnig stendur yfir í Hafnarborg sýn- ing á verkum sænsku textíllistakon- unnar Gun Johansson sem opnuð var um síðustu helgi. Hrygning, klak og hafrannsóknir á nýrri öld Laugardaginn 20. febrúar verða tveir fyrirlestrar á vegum Hollvinasamtaka Háskóla Islands í sal 3 í Háskólabíói og hefjast þeir kl. 14. Fyrirlesarar verða Jóhann Sigurjónsson forstjóri Hafrannsóknastofnunar og Dr. Guð- rún Marteinsdóttir fiskvistfræðingur. Hrygning, klak og nýliðun þorsks er yf- irskrift fyrirlestrar Guðrúnar. Jóhann nefnir sinn fyrirlestur Hafrannsóknir á nýrri öld. Að loknum fyrirlestrum verða umræður. Fyrirlestrarnir eru ætlaðir almenningi og aðgangur er ókey'pis. Frjópípur Föstudaginn 19. febrúar flytur Magn- ús Jóhannsson grasafræðingur fyrir- lestur sem nefnist Frjópípur: vöxtur, samkeppni og val í boði Líffræðistofn- unar. Fyrirlesturinn er haldinn í G-6, Grensásvegi 12, kl. 12.20. ^ÍnnUm n '°nUda<yi í tilefni 3 ára afmælis bjóðum við ykkur að gleðjast með okkur á þessum tímam Blómaverk Ólafsvík . staðgreiðsluafsláttur . TæUiðerhe\statryggingin . Skattalegt hagræði . Sveigjanleg greiðslubyrði . Allt að 100% fjármögnun EinffaK daemi mcð SP-F|ármögnun SP-fJÁRMÖGNUN HF SP Fjármögnun • Vegmúla 3 • 108 Reykjavík • Sími 588 7200 • Fax 588 7250 Skoðaðu vefinn okkar www.sp.is

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.