Dagur - 27.02.1999, Blaðsíða 2
n-LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1999
SÖGUR OG SAGNIR
Dggur
FREYJA
JÓNSDÓTTIR
skrifar
Nýja bíó var stofnað árið 1912 í
húsakynnum Hótels Islands og
fóru kvikmyndasýningar þar fram
þar til byggingu hins eiginlega
bíóhúss var lokið.
Árið 1919 keypti Nýja Bíó suð-
urhluta lóðarinnar Austurstrætis
22, til að byggja á henni fyrsta
hús á Islandi sem eingöngu var
ætlað undir kvikmyndasýningar.
Bygging hússins gekk hratt fyrir
sig og hófust kvikmyndasýningar
þar árið eftir. Finnur Thorlacíus
húsasmíðameistari teiknaði hús-
ið, það bar greinileg einkenni
jugendstílsins. Fyrsta bruna-
virðingin var gerð á byggingunni
sjöunda ágúst 1920. I henni segir
að húsið sé 22x12,6 metrar að
grunnfleti, byggt úr járnbentri
steinsteypu, veggir loft og þak. En
yfir miðju hússins er járnþak á
langböndum, fimm metra breitt
eftir húsinu endilöngu. Beggja
megin við járnþakið er bogamynd-
að tvöfalt steinsteypuþak. Húsið
er tvær hæðir auk þaklyftis, með
kjallara undir. 1 miðju hússins er
sautján metra langur salur, níu og
hálfur metri á breidd og tíu metra
hár. I austurenda salarins er upp-
hækkað svið sem nær sjö metra
fram í húsið. Með allri framhlið
hússins á neðri hæð er fordyri,
allt flísalagt, þar er klefi fyrir að-
göngumiðasölu þiljaður með eik.
Við austurenda salarins er stiga-
gangur frá kjallara til þaklyftis.
Allir stigar eru steinsteyptir og
þrep klædd marmara. Salur fyrir
kaffisölu er yfir fordyrinu. Við
vesturgafl eru stigar úr timbri, frá
kjallara til þaklyftis. A framhlið
hússins eru fjórar dyr og þrír
kvistir á norðurhlið, allir með
steinsteyptu þaki. Kjallari er und-
ir húsinu öllu, sextán metrar á
breidd og eru þrír metrar af
breidd hans ekki yfirbyggður,
myndar loft þessa hluta hans
gangstétt meðfram framhlið húss-
ins og er hátt steypt handrið á ytri
brún gangstéttarinnar frá tröpp-
um að austurgafli hússins.
Kjallarinn og allt húsið er sem-
entssléttað að utan og innan og
allt málað að innan. Þar eru þrjú
kaffisöluherbergi, eldhús með
miðstöðvarklefa, mótorklefa, tveir
gangar, tvö klósett og geymsluher-
bergi. I húsinu eru vatns- og
skólppípur, rafljósatæki, mótor
með leiðslum og lögnum. Gólf
eru flest lögð línolíudúk. í virð-
ingu frá 1931 kemur fram að búið
er að byggja við húsið bifreiðaskúr
úr múrsléttaðri steinsteypu.
Hann var allur þiljaður innan
með plægðum borðum. Skilveggir
úr bindingi og þiljaðir yfir með
panel. I skúrnum voru fjögur her-
bergi og virðist hann ekki hafa
verið notaður fyrir bifreiða-
geymslu. I lok seinni heimsstyij-
aldarinnar var aukið við lóðina og
hús bíósins stækkað fram að göt-
unni með stórri viðbyggingu sem
aðallega var notuð undir skifstof-
ur. Um Ieið var sýningarsalurinn
lengdur og einnig gerður inn-
gangur frá Lækjargötu. I virð-
ingu frá árinu 1948 segir að
byggð hafi verið viðbygging frá
húsi bíósins sem nái fram að
Lækjargötu. Af gamla húsinu var
rifinn austurgafl þess og þakið af
sýningarsal. Að öðru leyti stendur
gamla húsið óhaggað, fyrir utan
umbætur sem gerðar voru á því
eins og innréttingar og samteng-
ing við nýbygginguna. A fyrstu
hæð í nýbyggingunni út að Lækj-
argötu eru búðir og skrifstofur,
svo og gangur inn í kvikmynda-
hýsið. Hurða- og gluggakarmar
Rósenbergkjallarinn í Nýja bíói. Hann var opnaður um leið og Nýja bíó tók til starfa um 1920 og var þá með fín-
ustu veitingasölum bæjarins.
Nýjabíó
eru úr stáli á mótum gamla og
nýja hússins og í gamla húsinu er
anddyri kvikmyndahússins og
sýningarsalur. Anddyrið er klætt
sænskum kalksteini á veggjum en
á gólfi er granít. Sýningarsalur er
ekki múrhúðaður en klæddur inn-
an. A gólfi er dúkur. Neðst á
veggjunum er brjóstklæðning úr
oregonpine með mahonylistum,
en að ofan eru nettar harðvið-
arplötur á trélistum. Loftið er
klætt plægðum trélistum. I sýn-
ingarsalnum eru fjögur hundruð
og eitt sæti. A annarri hæð ný-
byggingarinnar eru skrifstofur út
að Lækjargötu, málaðar og dúkar
á gólfum. Gluggar eru úr stáli
með tvöföldu gleri. A annarri hæð
gamla hússins eru þijár skrifstof-
ur, veggfóðraðar með dúk á gólf-
um. Þriðja hæðin er með glugg-
um úr tré en herbergjaskipan eins
og á annarri hæðinni. Sýningar-
herbergi kvikmyndahússins er á
fjórðu hæð og auk þess er þar ein
skrifstofa. Herbergin eru múr-
húðuð með dúkum á gólfum. Út-
gönguhurð er úr stáli. A fimmtu
hæð sem er öll múrhúðuð og mál-
uð með dúkum á gólfum eru
skrifstofur. I kjallara nýbygging-
arinnar eru útveggir einangraðir
með frauðsteypu og múrhúðaðir
að mestu og einnig að mestu leyti
málaðir með steinmálningu; gólf
eru máluð. Kjallari gamla hússins
er óbreyttur, en tengdur við nýja
kjallarann. Þar er rými fyrir loft-
ræstingakerfi hússins. A mótum
kjallaranna eru salerni, múrhúð-
uð og máluð með flísum á gólf-
um. Á stigum í nýbyggingunni er
norsk skífa. Framhlið nýbygging-
arinnar sem snýr að Lækjargötu
er klædd svörtu granít að utan
upp á aðra hæð, en þar fyrir ofan
er húsið kvartshúðað. Við útveggj-
um gamla hússins var ekkert
hreyft og er hliðin að Austurstræti
máluð frá eldri tíð.
Yfir sýningarsal er steypt loft,
klætt bárujárni. Sama máli gegnir
um þak nýbyggingar. Arkitektarn-
ir Agúst Steingrímsson, Hörður
Bjarnason og Gunnlaugur Páls-
son teiknuðu nýrra húsið.
Bjarni Jónsson, stundum kallaður
Bíó Bjarni, var meðeigandi og
framkvæmdastjóri Nýja Bíós.
Hann fæddist á Galtafelli í Árnes-
sýslu 3. október 1880 sonur Jóns
Bjarnasonar frá Bolafæti í Hruna-
mannahreppi og konu hans Gróu
Einarsdóttur frá Bryðjuholti.
Bjarni var næst yngstur sjö systk-
ina og bróðir Einars Jónssonar
myndhöggvara. Voru þeir bræður
samtíma við nám í Kaupmanna-
höfn. Bjarni lærði trésmíði, út-
skurð og húsgagnasmíði. Hann
var yfirsmiður við Stóra-Núps-
kirkju, vann við smíði Hrepps-
hólakirkju og skar úr altarið og
predikunarstólinn ásamt Stefáni
Eiríkssyni. Bjarni Jónsson var
einn af mestu athafnamönnum
sinnar tíðar. Hann stofnaði
Gamla-Kompaníið, sem var fyrst
til húsa í Breiðfírðingabúð. Hann
lét sér ekki nægja að reka ein-
göngu Gamla-Kompaníið, þegar
Nýja-Bíó var stofnað í húsakynn-
um Hótels Islands gerðist hann
sýningastjóri þar. Fyrri kona
Bjarna Jónssonar var Stefanía
Stefánsdóttir frá Asólfsstöðum í
Þjórsársdal, fædd 20. júlí 1887.
Hún lést 28. desemberl908.
Seinni kona hans var Sesselja
Ingibjörg Guðmundsdótdr, fædd
17. júní 1889 að Deild á Akra-
nesi. Bjarni Jónsson bjó lengst af
í húsi sínu við Laufásveg sem
hann skírði Galtafell eftir æsku-
heimili sínu í sveitinni. Hann lést
28. ágúst 1966. I gegnum árin
hefur auk kvikmyndahússins ver-
ið ýmiskonar rekstur í húsinu að
húsinu Austurstræti 22 b. Veit-
ingastaðurinn Rosenbergkjallar-
inn var um árabil í kjallara húss-
ins, en Rosenberg var áður veit-
ingamaður á Hótel Islandi. Arið
Alfreö Rosenberg rak hótel og
veitingahús í Reykjavik af miklum
myndarbrag og er hans minnst
sem eins fremsta veitingamanns
landsins, þar sem saman fór
glæsileiki og fagmennska.
1983 var staðurinn opnaður að
nýju undir nafninu I Kvosinni.
Skemmtistaðurinn Tunglið var
um árabil í húsinu, í plássinu sem
bíóið var áður í. Mörg fyrirtæki og
skrifstofur voru á efri hæðum
hússins, þar var um árabil lög-
mannsstofa. A fyrstu hæðinni var
Iðnaðarbankinn, síðan skrifstofur
Flugleiða og ýmsar verslanir og
veitingahús hafa einnig verið
starfrækt þar. Mikil eftirsjá er af
húsi Nýja Bíós og margir eiga
þaðan rómantískar minningar.
Sjálfsagt rekur einhverja minni til
þess að hafa brotið ísinn með því
að bjóða sætustu stelpunni í bíó
og rölt svo rúntinn arm í arm á
eftir.
Þetta gamla og gróna kvik-
myndahús skipti um eigendur og
nafn árið 1986 og hét eftir það
Bíóhúsið sem hætti rekstri 10.
október 1987.
Árið 1917 var sýnt í Nýja Bíó
„Fínar fjaðrir", amerískur söng-
leikur um gæfu og ást Iistamanns.
Á svipuðum tíma sýndi bíóið
„Svikabaróninn", framúrskarandi
hlægilegur gamanleikur með am-
erískum leikurum segir í auglýs-
ingu í Morgunblaðinu frá þessum
tima. Á annan dag jóla 1920 var
Stígvélaði kötturinn sýndur.
Myndin var tekin í Stokkhólmi og
var Gustaf Fridreksen aðalleikar-
inn. Sýningar voru klukkan sjö og
níu.
Nóttina 30. júlí kom upp eldur
f húsinu og var slökkvliði tilkynnt
um eldinn klukkan 05.14.
Slökkvuliðið barðist við eldinn
sem breiddist fljótt út og var Ián
að enginn skyldi stórslasast. Einn
slökkviliðsmaður meiddist þó
talsvert við reykköfun er hann
fékk brennandi bita á sig. Tveir
aðrir slökkviliðsmenn hlutu
minniháttar meiðsl þegar þeir
voru að beijast við eldinn. Fyrir
nokkrum vikum sáu borgarbúar
að stórvirkar vinnuvélar voru
komnar á staðinn. Núna hafa síð-
ustu minjar þessa merkilega húss
verið fjarlægðar, aðeins er eftir
grunnurinn af húsinu, sem íjöl-
hæfí bóndasonurinn frá Galtafelli
byggði og starfrækti kvikmynda-
hús í marga áratugi.
• vökvastýri • 2 loftpúða •
• aflmíklar vélar • samlæsingar •
1 rafmagn í rúðum og speglum •
• styrktarbita í hurðum •
• samlitaða stuðara •
• Sérstaklega röskur og snúningslipur
• Ein sparneytnasta vélin á markaönum
• Lægsta bilanatíðni nýrra smábíla, aðeins 1,6%
• Óvenju ríkulegur staðalbúnaður fyrir
bíl í þessum verðflokki
Auto ReporJ. 98 fra TUV,
Technisther Uberwachungs
Verein, byggt á meira en
3 millíónum bíla.
$
SUZUKB
✓>
SWIFT
SUZUKIBILAR HF
Skeifunni 17. Sími 568 51 00.
Heimasíóa: www.suzukibilar.is
TEGUND: VERÐ:
GLS 3d 980.000 KR.
GLX 5d 1.020.000 KR.